Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 21 ingar og fyrirtæki lögðu út í verulegar fjárfestingar í lok árs 1983 og á árinu 1984, í þeirri trú að varanleg breyting væri í sjón- máli með tilliti til hjöðnunar verðbólgu. Þess í stað jókst hraði verðbólgunnar og olli það þeim, sem fjárfestu á þessu tímabili, þungum búsifjum og jafnvel gjaldþroti. Þetta þekkja ekki síst, af biturri reynslu, hinir mörgu íbúðabyggj- endur og -kaupendur frá þessum tíma. Menn verða að gæta að því að allan tímann, sem Hafskip hf. starf- aði, var stöðugt barist fyrir lífi félagsins og hugsjónum þess. Fjár- hagurinn var aldrei góður. Það var því um stöðugan lífróður að ræða og þau atriði, sem bent er á hér að framan gerðu það einfaldlega að verkum að slæm fjárhagsstaða breyttist í gjaldþrot. Eg fullyrði að félagjð hefði aldrei á líftíma sínum þolað svo mörg áföll á jafn stuttum tíma og gerðist 1984 fram til þess að tilraun með beinar Atlantshafs- siglingar hófust. Sakargiftir Meint brot byggjast á skýrslu skiptaráðenda og endurskoðenda þrotabús Hafskips hf., Endurskoð- unarmiðstöðvarinnar N. Mancher hf. Ég mun hér á eftir fjalla um einstaka þætti þeirra og skýra eins og þeir koma fram í bréfi Ríkissak- sóknara til RLR. Hefi ég reynt að afla mér upplýsinga þar sem á hef- ur skort og á grundvelli þess leyfi ég mér að fullyrða að enginn var vísvitandi blekktur né neinu sto- lið. Hitt er deginum ljósara að margt hefði mátt betur fara, ekki síst þegar málið er skoðað með spilin snúandi upp á borðinu og atburðarásin er rakin afturábak. Þekkist slíkt víðar. 1. Ætluð brot tengd reikningsskilum og áætlunargerð Undir þessum lið er fjallað um þijú atriði. 1.1. Meintar vísvitandi blekking- ar v/hlutafjárútboðs, byggðar á rangri áætlun. Um þennan lið er fjallað í kaflan- um að framan og tel ég rannsókn hafa leitt í ljós að svo var ekki. 1.2. Meint tvöföld skýrslugerð annarsvegar fyrir forráða- menn félagsins og hinsvegar fyrir Útvegsbanka íslands. Þessi sakargift er, að því best verður séð, byggð á einu yfirliti vegna reksturs félagsins fyrstu 8 mánuði ársins 1984. Skakkar um 19 milljónum á rekstramiðurstöðu þess og 8 mánaða uppgjöri, sem fyrir lá um miðjan október (eða rúmum 3% af veltu tímabilsins). Skömmu eftir það uppgjör, í miðju BSRB-verkfalli, þótti orðið ljóst að rekstrartap yrði umtalsvert á árinu og var ekki á þeim upplýs- ingum legið. Þótt kostnaðarauki, að upphæð um 10 milljónir króna kæmi í ljós eftir að 8 mánaða upp- gjöri lauk, þótti ekki ástæða til að endurtaka það, enda getur óná- kvæmni gætt í óendurskoðuðum milliuppgjörum, sem eru árituð með fyrirvara um hugsanlega ann- marka. Af upplýsingum, sem fram komu í viðkomandi yfirliti, má ráða að það hafi ekki verið gert fyrr en seint í nóvember og í tengslum við lokaendurskoðun á heildarrekstr- aráætlun 1984, sem fram fór um þær mundir. Bankinn fékk hins vegar stöðugar upplýsingar sem endranær um afkomu og afkomu- horfur félagsins á þessu erfiða tímabili. Engu var leynt. 1.3. Meintar rangar bókhalds- færslur tengdar Atlants- hafssiglingum i ársuppgjöri 1984. Um þennan lið hefur verið búið til mikið „drama“ þar sem þvingun- arandrúmslofti gæsluvarðhalds virðist hafa verið beitt til hins ítrasta. Málið fjallar um tvö meginatriði: a) Áætlaðar uppsafnaðar tekjur vegna vamings sem safnast hafði á einstakar hafnir og átti eftir að flytja jrfír hafið en lagt hafði verið í kostnað vegna. M.a. við flutning til viðkomandi hafna, geymslu o.fl. Vegna þessa voru færðar áætlaðar tekj- ur á árið 1984 kr. 15,9 milljónir samtals vegna uppsöfnunar í öllum höfnum. b) Áætlaður kostnaður, samtals 23,5 milljónir króna, sem talið var eðlilegt að mætti tilheyrandi tekjuöflun ársins 1985. Tengdist hann m.a. undirbúningi svokall- aðrar Skandinavíulínu Atlants- hafssiglinganna, sem hófst rétt fyir áramótin og komst á lag- gimar í febrúar 1985. Lagt hafði verið í verulegan undirbúnings- kostnað við þessa nýju línu m.a. með tilflutningi tómra gáma í miklu magni, en þeim þurfti m.a. að koma í upphafsstöðu svo þeir nýttust til tekjuöflunar. Mikið magn tómra gáma var flutt frá Bandaríkjunum til Evr- ópu af þessum sökum. Upphafskostnaði vegna Atlants- hafssiglinganna var dreift á fyrstu mánuði rekstrarins, þ.e. frá hausti 1984 og fram á fyrri hluta árs 1984, enda nýttist hann til tekjuöfl- unar allan þann tíma. Það skal skýrt fram tekið, að enginn beinn stofn- kostnaður til afskriftar á lengri tíma, var eignfærður hjá Hafskip hf. í árslok 1984 vegna þessa stóra verkefnis. Þótti ýmsum hjá félaginu og viðskiptabanka það ströng skil- greining í ljósi þess að algengt mun vera í atvinnulífinu hér á landi að stofnkostnaður vegna nýrrar starf- semi sé eignfærður og afskrifaður á nokkmm árum — þótt óáþreifan- legur sé. Þær upphæðir, sem hér um ræð- ir, samtals 39,4 milljónir króna, samsvara um 6 daga meðalveltu á árinu 1985 og hafa þeir aðilar, sem undirbjuggu þessa uppgjörsliði og forsendur þeirra, allir haldið því fram við mig að hún sé fyllilega réttlætanleg og standist faglegt mat. Vegna ágreinings um ýmis atriði í reikningsskilum tel ég óhjákvæmi- legt að utanaðkomandi endurskoð- andi verði fenginn til að leggja mat á hin ýmsu ágreiningsatriði þannig að umsögn óháðs þriðja aðila fáist í málinu. Verður það einnig að telj- ast eðlilegt fyrir endurskoðendur þrotabúsins, sem með mjög óeðli- legum hætti stóðu hvorutveggja að rannsókn skiptaréttarins og málat- ilbúnaði og hafa síðan tekið umfangsmikinn þátt í rannsókn RLR. Brýtur sú málsmeðferð gjör- samlega í bága við anda laganna um meðferð opinberra mála. Endur- skoðendur tóku örlagaríkan þátt í málatilbúnaði skiptaréttarins og eru síðan kvaddir til að vinna að rann- sókn málsins þar sem þeir halda fram fyrri fullyrðingum sinum í rannsóknarmeðferð þar sem hlut- leysis átti að gæta. 2. Ætluð brot, er tengj- ast verðmætamati eigna í þessum kafla sakargifta er spjótum bæði beint að forráðaaðil- um Útvegsbanka íslands og Hafskips hf. og verður hér eingöngu fjallað um þá þætti, er að Hafskips- mönnum snúa. Gefið er að sök að aðilar „hafi vakið og hagnýtt sér rangar hugmyndir forráðamanna Útvegsbanka Islands um verðgildi hinna veðsettu eigna". 2.1. Skipamöt Frá hausti 1979 til ársbyijunar 1982 keypti félagið þijú svokölluð fjölhæfniskip af Fred Olsen-sam- steypunni í Noregi. Var kaupverð fyrri skipanna tveggja, þ.e. Selár og Skaftár, USD 2,35 millj. hvort, en þriðja og fullkomnasta skipsins USD 3,08 millj. Þóttu skip þessi byltingarkennd nýjung þegar þau voru tekin í notkun og áttu þátt í Til fyrrum hluthafa Hafskipshf. og starfsfólks ■ Frá Ragnari Kjartanssyni 30. septembcr 1986 Forsíða skýrslunnar. að flýta framþróun hagkvæmra ein- ingarflutninga í íslandssiglingum. Áður en hrun á almennum flutn- ingaskipamarkaði hófst fyrir alvöru 1983 höfðu þessi skip og skipastoll félagsins, eins og hann var samsett- ur í upphafí árs 1985, verið metin á tæplega 11 milljónir Bandaríkja- dollara miðað við verðlag ársins 1982, og var sú mynt þá nokkru verðmeiri en hún er í dag, þannig að matsverð hefur þá getað verið á bilinu 500—550 milljónir núkróna. Eftir verðhrunið og við nauðung- arsölu hafa trúlega fengist um 100 milljónir króna fyrir skipin, og er ljóst, að verðmætatapið nam hundr- uðum milljóna. Átti það verulegan þátt í gjaldþroti Hafskips hf., eins og reyndar hundruða skipafélaga og skipaeigenda út um allan heim — staðreynd sem oft er horft framhjá í Hafskipsmálinu. Við þær aðstæður, sem hafa ve- rið ríkjandi frá árinu 1983 hefur verið mjög erfitt að fá trúverðug skipamöt ekki síst á sérhæfðum skipum eins og fjölhæfnisskipunum frá Fred Olsen. Þar hefur margt áhrif og ýmsar spumingar vakna sbr.a) er viðkomandi skip í fullum rekstri? b) þarf að hraða sölu skips? c) er skip selt nauðungarsölu? d) er fyrir hendi verðsamanburður við hliðstæð skip? e) er skip selt til nið- urrifs? Af hálfu endurskoðenda þrota- búsins, N. Mancher hf., eru gerðar athugasemdir við verðmöt skipa tengt ársreikningnum 1983 (mat des. 1983) og 1984 (mat apríl 1985). í desember 1983 eru Fred Olsen- skipin metin af erlendum skipasölu- miðlurum á um 2,5 milljónir Bandaríkjadollara hvert skip, sem var svipað mat og á árinu 1982. Nokkrum mánuðum á undan hafði félagið átt könnunarviðræður við Fred Olsen-samsteypuna um kaup á einu af eldri og ófiillkomnari syst- urskipunum, sem m.a. vantaði á skutramp. Lágmarks samningsverð uppgefið á þeim tíma voru 2 milljón- ir Bandaríkjadollara, þannig að ekki þótti 500 þús. dollara hærra mats- verð ótrúverðugt á yngri og full- komnari systurskipum í eigu Hafskips hf. Fred Olsen seldi þessi skip hins- vegar árið 1984 í kjölfar aukins verðhruns fyrir um 1,35 millj. Bandarikjadollara, en verðmat á systurskipunum í eigu Hafskips hf. nam þá 1,8 millj. Bandaríkjadollur- um miðað við skip í fullum rekstri og þótti þá ekki eftir atvikum óeðli- legur mismunur. í lok árs 1984 voru uppi kenning- ar um að skipaverð kjmni að fara hækkandi, er tekið var mið af hækkunum á leiguskipamarkaði. Þegar skipamöt vegna ársupp- gjörs 1984 voru send Utvegsbanka Islands á árinu 1985 fylgdi hins vegar frá mér svofelld athugasemd jrfirlitinu og getur hún vart verið til þess fallin að rökstyðja ærumeið- andi kenningu um vísvitandi blekkingar: „Eins og sakir standa er er- lendi skipamarkaðurinn mjög ótryggfur og erfitt um vik að meta verðmæti skipa. Að áliti ýmissa erlendra bankastofnana eru skip eingöngu metin á niður- rifsgrundvelli, nema þau tengist markvissum verkefnum til lengri tíma. Til marks um hvað möt án sölu geta verið viðsjárverð þá er bók- fært verð skipa Eimskipafélagsins í ársreikningi 1985 um 605 milljón- ir króna eftir 15% afskriftir skipa (þ.a. fyrsta sinni 5% aukaafskrift eða 91 milljón). Áætlað matsverð skv. erlendum skipasölumiðlara, sbr. skýringar í ársreikningunum, nemur 624 milljónum. Sömu skip eru hinsvegar metin af öðrum mats- aðila á um 408 milljónir króna eða um 197 milljónum lægra en bók- færða verðið. Ekki hvarflar að mér að hér sé um blekkingar að ræða, en aðeins nefnt til samanburðar og til marks um hvað matsgjörð skipa er miklum erfiðleikum háð og getur verið mismunandi eftir aðstæðum. Nefna má annað dæmi; Jökulfell Skipadeildar SÍS. Samið var um smíði á skipinu í Bretlandi á árinu 1983 fyrir 350—400 milljónir nú- króna. Við afhendingu á árinu 1985 nam verðmat um helming þeirrar upphæðar. í dag er talið hugsanlegt að fá mætti 100—150 milljónir fyr- ir skipið á fijálsum markaði, ef það seldist þá jrfir höfuð. 2.2. Verðmat lausafjár — eign- færsla gáma með kaupréttar- ákvæði. Dregið er í efa í skýrslum skipa- réttar að félagið hafi staðið rétt að þegar það eignfærði kaupleigug- áma og tók til afskrifta. Hafskip hf. var með Qölmarga gámasamninga, en þeir skiptust í tvo meginflokka. a) Leigusamningar án kaupréttar- ákvæðis, sem eingöngu voru gjaldfærðir í bókhaldi; var svo með stærstan hluta þess gáma- flota sem í notkun var. b) Leigusamningar með kauprétt- arákvæði, sem voru eignfærðir og teknir til afskrifta. Leigukaupsamningar voru til 5 ára og öðlaðist kaupandi þá eignar- rétt að öðru jöfnu á grundvelli minniháttar greiðslu. Hafði félagið þegar öðlast eignarrétt á töluverðu magni gáma þannig að hártoganir um eðli samninganna eru óþarfar. Þegar til gjaldþrots kom töpuð- ust hins vegar áunnin verðmæti þ.m.t. um 100 gámar, sem félagið átti að eignast á tímabilinu desemb- er 1985-maí 1986. Var það ákvörð- un bússtjóra að leysa þessa gáma ekki inn til búsins þótt vemda hefði mátt veruleg verðmæti með þeirri aðgerð. Ekki verður séð að félagið hafi aðhafst rangt í málinu, þaðan af síður framið glæpsamlegan verkn- að. 3. Ætluð brot tengd hlaupareikningum í vörslu forráðamanna Hafskips hf. Miklar upphrópanir hafa ein- kennt umfjöllun flölmiðla um þessa reikninga. Þeir hafa verið kallaðir „leynireikningar" eða „huldureikn- ingar" og því hefur verið haldið fram að um þá hafi farið illa feng- ið fé. Þetta er alrangt. Þessir reikn- ingar í Útvegsbankanum voru allan tímann til staðar í bókhaldi félags- ins og fyrir þeim og notkun þeirra voru skýrar heimildir. Sá hluti skýrslu endurskoðenda þrotabússins, N. Mancher hf., sem fjallaði um hlaupareikning í minni vörslu, kom mér, lögmanni mínum og rannsóknarfulltrúum á óvart vegna hroðvirknislegra vinnu- bragðaað því er virtist til að gefa ranga mynd. Var óneitanlega kostulegt að þurfa að eyða nokkrum tíma f gæsluvarðhaldi við almenn bókhaldsstörf, svo sem sundurliðun fylgiskjala o.þ.h., til að fínna út úr flækju endurskoðenda og rang- færslum. Hitt er ljóst að greiddur hafði verið nokkur kostnaður í gegnum þessa hlaupareikninga, sem til- heyrði forsvarsaðilum félagsins á móti samningsbundinni innistæðu þeirra hjá því, og eru um slíkt mörg dæmi í rekstri fyrirtækja. Á þessa samningsbundnu innistæðu hafa ekki verið bomar brigður, enda þótt þær séu að sjálfsögðu að mestu glataðar vegna gjaldþrotsins. Má það vera þeim mönnum nokkurt umhugsunarefni, sem stöðugt klifa á því að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi fyrir löngu vitað að hveiju dró, hvers vegna þeir létu ekki gera þá einföldu millifærslu sem þurfti til að færa umsamdar þóknanir úr reikningi fyrirtækis- ins yfir til sín, í stað þess að glata þeim. Endurskoðanda Hafskips hf. hafði verið falið að ganga frá upp- gjöri milli forsvarsmanna félagsins og þess, vegna þeirra kostnaðarliða, sem minnst var á hér að framan, og þeir áttu að greiða. Það hafði dregist og er engum öðmm fremur um að kenna en þeim, sem höfðu hlaupareikningana undir höndum. Þessi umræddi kostnaður nemur aðeins litlum hluta af glataðri samningsbundinni innistæðu og hefi ég fyrir mitt leyti ekki gert aðra kröfu á þrotabúið en til skulda- jöfnunar á móti hugsanlegum kröfum þess. Hafskip hf. var því ekki hlunnfar- ið, né áttu sér stað auðgunarbrot. 4. Ætluð brot tengd bif- reiðakaupum forsvars- manna Hafskips hf. 4:1. Bifreiðakaup Páls Braga Kristjónssonar. í skýrslu endurskoðanda þrota- bússins, N. Mancher hf., mun vera vakin athygli á því að Páll Bragi hafi kejrpt notaða bifreið frá Þýska- landi og vísað til skattskýrslu hans. Þessari athugasemd munu hafa fylgt órökstuddar bollaleggingar að um misferli væri að ræða, tengt veitingu afsláttar. Þannig fer málið ókannað inn í skýrslu skiptaráðenda og rekur sig áfram í gegnum beiðni ríkissaksóknara um rannsókn, í gegnum kröfu rannsóknarlögreglu um gæsluvarðhald og staðfestingu Hæstaréttar á þeim úrskurði, allt án þess að málið væri lagt fyrir Pál Braga, né hann inntur eftir því. Það var fyrst undir lok gæslu- varðhaldsvistar hans er spurt er um þá þætti, sem grunsemdir þessar voru taldar byggjast á. Þá kom í ljós, að í fyrsta lagi byggðust grun- semdir þessar eingöngu á algjörlega órökstuddum bollaleggingum, eng- in skjalleg sönnunargögn studdu þær og auk þess höfðu rann- sóknaraðilar látið undir höfuð leggjast að afla gagna, sem fyrir lágu og afsönnuðu algjörlega grunsemdir þessar. Er talið að framangreindur mála- tilbúnaður hafi vegið þungt við þá ákvörðunartöku að hneppa hann í gæsluvarðhald. 4.2. Bifreiðakaup Björgólfs Guðmundssonar. Til að liðka fyrir viðskiptum við tiltekið bifreiðaumboð keypti Björg- ólfur bifreið af því og lét á móti eldri bifreið svipaðrar tegundar. Mismun vegna bifreiðakaupanna skuldaði Björgólfur umboðinu og gerði grein fyrir þeirri skuld í skatt- skýrslu sinni við kaupin. Rannsókn hefur beinst að því hvort afslættir veittir umboðinu hafi tengst þessari viðskiptaskuld. Björgólfur hefur hins vegar gefíð skýringar á málinu og stutt þær gögnum sbr. tíundun skuldar í skattframtali. Sjá einnig bls. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.