Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 47 Perusala í Kópavogi Lionsklúbburinn Muninn í Kópavogi hefur haft það fyrir sið á hveiju hausti að ganga í hús og bjóða íbúum bæjarins ljósaperur til kaups. Allur ágóði af sölu peranna rennur til líknarmála. Að sögn Gísla B. Lárussonar, formanns, mega bæjarbúar búast við heimsókn Lionsmanna nú í vikulokinn á fímmtudag, föstudag og laugardag. Hér á myndinni sjást þeir Lionsmenn, Stefán Tryggvason, Guðmundur Breiðijörð, Birgir Ásgeirsson og Tómas Guðmundsson, hver með vænan skammt af ljósaperum. íbúar í Kópavogi þurfa greinilega ekki að óttast ljósleysi í skammdeginu. „Ég veit að það er fjöldin allur af bæjarbúum sem bíða komu okkar á haustin" sagði Gísli. „Við höfum selt allt að 12.000 perum í þessum herferðum okkar og ég er viss um að okkur verður ekki síður vel tekið núna.“ „A eftir að skrifa meira í framtíðinni“ segir Gerður Kristný, verðlaunahafi í smásagnasamkeppni unglinga Unglingaútvarpið, sem er þáttur á fyrstu rás Ríkisútvarpsins, efndi til smásagnasamkeppni í sumar. Tók hlutskarpasti höfundurinn við verð- launum sínum ( sfðustu viku. Eins og Morgunblaðið greindi frá hlaut þau Allan Hinton, sem gerði garðinn frægan í ensku knattspym- unni fyrir um 20 árum og þjálfar nú innanhússlið Seattle ( Banda- ríkjunum, var í Danmörku á dögunum og bauð eftiilegum knatt- spymumönnum gull og græna skóga í Ameríku. Margir sýndu áhuga, en Hinton keypti aðeins einn að þessu sinni. Innanhúss knattspyma er mjög vinsæl íþrótt f Bandaríkjunum og er meðalaðsókn á leiki um 18 þús- und manns, en 50 þúsund fara á stórleiki. Leikmennimir fá mjög góð laun og þeir bestu þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur í framtíð- inni. Frammistaða Dana í knatt- spymu hefur vakið verðskuldaða athygli og að sögn Hintons eiga Gerður Kristný fyrir sögu sína, „Kveðja klukkunnar". Gerður er 16 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlfð. í samtali við blaðamann sagðist hún aldrei hafa skrifað smá- sögu áður. Danir mikla möguleika í innanhúss knattspymunni í Bandaríkjunum. Leikmenn, sem komast ekki í danska landsliðið eða í atvinnu- mennsku á meginlandinu, geta látið drauminn rætast og orðið sfjömur fyrir vestan haf. Fjórtán danskir leikmenn gáfu kost á sér, en eftir að hafa séð þá í leik, keypti Hinton aðeins hinn 23 ára leikmann, Martin Zimmer- mann, frá KB. Hinton sagðist hafa peninga til að kaupa alla danska leikmenn, sem hann teldi nógu góða, og hann yrði á ferðinni seinna. Aðsókn að leilqum í Dan- mörku væri lítil og því yrðu félögin að selja þá leikmenn, sem boðið væri í, til að reksturinn gengi. „Ég hef ekki skrifað smásögu fyrr, en þar sem mér hafði alltaf gengið vel að skrifa ritgerðir vissi ég að þetta yrði mér ekki erfitt," sagði Gerður. „Mest hef ég gert af þvf að yrkja og ljóðin mín hef ég lesið upp f MH, á rás eitt og tvö f útvarpinu og svo tók ég þátt í ljóðalestri með „Vinum ljóðs- ins“ nú í september. Ljóð eftir mig hefur birst í Lesbók Morgunblaðsins og bráðum kemur út bókin „Reykjavíkurljóð" sem Heimdallur gefur út. Þar á ég eitt ljóð sem varð meðal þeirra sem valin voru úr inn- sendu efni.“ Gerður sagðist alltaf yrkja rímuð ljóð með stuðlum og höfuðstöfum. „Það er alltof mikið ort af vondum atómljóðum, því það er svo erfítt að yrkja þau svo vel fari. Verst finnst mér hversu mikið af þessu fæst sfðan birt." Hún sagðist halda mest upp á kvæði Steins Steinarrs en var treg til að nefna eitthvert uppáhald meðal yngri skálda. „Ég heytði um daginn ungan mann sem heitir Bragi Ólafsson lesa upp ljóðin sín. Þau þóttu mér góð.“ Smásaga Gerðar, „Kveðja klukk- unnar", fjallar um stúlku sem er stödd á sjúkrahúsi og horfir á ömmu sfna sem liggur fyrir dauðanum. Sagan er eintal hennar, þar sem hún minnist þess þegar hún var lítil. Þá var hún oft hjá ömmu sinni, og meðal margra dýrgripa sem amma átti í fórum sfnum var vekjaraklukka. Þegar stúlkan kemur heim af spftalanum fer hún að leita að klukkunni. Loks finnur hún hana og uppgötvar þá að klukkan hefur stöðvast. „Það er eitthvert dul- rænt samband á milli ömmunnar og klukkunnar," sagði Gerður. „Stúlkan veit á þeirri stundu að amma hennar hefur kvatt og farið í annan heim.“ Aðspurð sagðist hún ekki byggja söguna á persónulegri reynslu. Hug- myndin hafi kviknað f sumar þegar hún vann á elliheimilinu Seljahlfð í Breiðholti. Gerður sagðist hafa haft gaman af því að kynnast gamla fólk- inu, þeirra á meðal sr. Jakobi Jónssyni og Hugrúnu skáldkonu, sem hafi gef- ið sér mörg holl ráð f faramesti. „Ég á örugglega eftir að skrifa meira í framtfðinni, en ekki held ég að ég geti lagt það fyrir mig. Maður lifir ekki á þessu,“ sagði Gerður. „Ég er á nýmálabraut og helst langar mig að læra eitthvað í tungumálum eða bókmenntum." Allan Hinton ræðir við danska leikmenn á efri inyndinni og segir þeim frá möguleikunum í / Draumur Dana rætist í Bandaríkjunum Innanhússknattspyma vinsæl og liðin vilja danska leikmenn KJÖTMIOSTÖÐIN Sfmi 686511 Nú verður gaman hjá knattspymuunnendum Valur - Juventus í kvöld á Laugardalsvelli kl. 17.05. Missið ekki af frábærri knattspymu og heimsfrægum leikmönn- um. Að leik loknum mæta svo leikmenn beggja liðanna ásamt ítölskum og íslenskum stuðningsmönnum í Hollywood. Það verður sannkölluð ítalastemmning í Holly- wood í kvöld. LÁTTU ÞIG EKKI VANTA! HOLUJWOOO Hjartanlegar þakkir flyt ég öllum, sem glöddu mig á 95 ára afmcelisdegi mínum þann 21. september sl. og geröu mér daginn ógleyman- legan. Magnús Guðjónsson, Eskihlíð 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.