Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Neytendasamtökin: Vilja fast hámark á verð grænmetis „Forsendur frjálsrar verðlagning- ar brostnar, segir Jónas Bjarnason NEYTENDASAMTÖKIN lögðu í *■ gær til við sexmannanefnd að hún ákvarði nú þegar hámarks- verð á kartöflum og grænmeti tíl framleiðenda. Jafnframt krefjast þau þess að hámarks- verð í heildsölu verði ákveðið. „Við höfum að undanfömu fylgst náið með verðlagningu á þessum búvörum og teljum að greinin búi í dag við hreinræktaða einok- un,“ sagði Jonas Bjarnason, formaður landbúnaðamefndar samtakanna á fundi með blaða- mönnum. „Forsendur fijálsrar verðlagningar em því brostnar. Mér þykir mjög leitt að svona skuli hafa farið, en tel að þegar sýnt er að menn kunna ekki með frelsi að fara beri að afnema það.“ Að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, formanns, hafa samtökin borið verð á grænmeti í september á síðasta saman við verð á sama tíma í ár. í ljós kom að kartöflur hafa hækk- að um 39% á þessu tímabili, eða 21,4% umfram framfærsluvísitölu. Af grænmetistegundum hafa gul- rófur þó hækkað mest, og er verðið nú um mánaðamótin 70% hærra en á sama tíma í fyrra. Á blaðamannafundinum sýndu talsmenn samtakanna tvo kartöflu- poka frá stærstu dreifíngarfyrir- tækjunum á þessu sviði, Agæti og Sölufélagi Garðyrkjumanna. „Eins og sést er þetta sama tegund kart- aflna, í eins umbúðum, í sama gæðaflokki og á sama verði. Sam- keppnin er með öðrum orðum engin" sagði Jónas. „Verðlag á innfluttum vörum hér á landi hefur þróast í þá átt að vera mjög svipað og í nágranna- löndunum. Við sitjum hinsvegar við 3. flokks borð þegar kemur að inn- lendu grænmeti" sagði Jonas. Hann sagði að sér væri kunnugt um að Ágæti hefði t.d. lagt 76% á síðustu sendingu af kartöflum. Hér væri um að ræða fyrirtæki bænda sem hefði ftjálsar hendur um álagningu og hvaða verð þeir greiddu sjálfum sér. Það taldi hann rót meinsins. „Þegar Grænmetisverslun Land- búnaðarins var við líði komu bændur sér upp óformlegu kvóta- kerfí. Ég tel ljóst að eitthvað slíkt viðgangist nú. í núverandi ástandi eru það neytendur sem bera skarð- an hlut frá borði, verðið er farið úr böndunum og valfrelsi þeirra er skert. í ljósi þess hljótum við jafn- framt að krefjast samkeppni með innflutningi" sagði Jónas Bjama- son. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar UT IVIST ARFERÐIR Myndakvöld Utivistar Rmintudaglnn 2. okt. kl. 20.30. Mætið vel á fyreta myndakvöld vetrarins I Fóstbræðraheimilinu Langholtsvegi 109. Hörður Kristinsson sýnir góðar myndir úr sumarteyfisferð Útivistar í Þjórsórver frá I sumar. Þjósár- verin eru mjög áhugaverð sem göngusvæði. Eftir hlé verða kynntar vetrarferðir Útivistar og einnig sýndar haustlitamyndir þeirra Egils Péturssonar og Lars Björk úr Þórsmörkinni og viðar. Kvennanefnd Útivistar sér um kaffiveitingar i hléi. Allir eru vel- komnir, jafnt fólagar sem aðrir. Helgarferðir 3.-5. okt. 1. Þórsmörk f haustlrtum. Gist i skála Útivistar í Básum. Göngu- ferðir. Síðasta haustlitaferðin. Einnig verður siöasta dagsferðin i Mörkina kl. 8 á sunnudaginn. 2. Haustferð að fjallabaki. Nú er fagurt á fjöllum. Gist í Emstru- húsi. Gönguferðir um Emstru- svæðið. Kerið, Markarfljótsgljúf- ur, fossar viö Mýrdalsjökul o.fl. skoðað. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, simar: 14606 og 23732. Ath. takmarkaö pláss i báðar ferðirnar. Sjáumst. Útivist, feröafélag. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferöir 3.-5. okt.: 1) Landmannalaugar — Jökul- gil. Jökulgil er grunnur dalur sem liggur upp undir Torfajökul til suðausturs frá Landmannalaug- um. Ekið veröur suður í Hattver og þeir sem vilja ganga til baka í Laugar. Gist í upphituðu sælu- húsi F.l. í Laugum. Þetta er síðasta ferð í Jökulgil á þessu ári. 2) Þórsmörk — haustlitir. Enn er tækifæri til þess að njóta haustsins í Þórsmörk. Gist i Skagfjörðsskála, Langadal (miðstöðvarhitun). Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Brott- för í báðar ferðirnar er kl. 20.00 föstudag. Ferðafélag Islands. ISIEMUI AlMKLBBmiMH ICELANDIC ALPiNE CLUB ísklifurnámskeiö veröur haldið á vegum ÍSALP í Gígjökli helgina 4.-5. okt. Skráning og undir- búningsfundur miðvikudaginn 1. okt. kl. 20.30 á Grensásvegi 5. Einnig uppl. í síma 32666 (Þor- steinn). Gjaldið er 1300 kr. fyrir utanfélagsmenn og 1100 kr. fyr- ir ÍSALP-meölimi. Hörgshlið 12 Samkoma í kvöld, mlðvikudag kl. 20. □ Helgafell 59861017IV/V — 2 I.O.O.F.7 = 1681108 '/j = I.O.O.F.9 =1681017 '/2 = R.K. Fíladelfía Keflavík Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Garðar Ragnars- son. Allir velkomnir. Handknattleiksfélag Kópavogs Æfingatafla veturinn 1986-1987 Meistaraflokkur karta. Þjálfari Guðjón Guðmundsson. Digranes: Mánud. kl. 18.15- 19.35, þriöjud. kl. 19.10-20.40 og fimmtud. kl. 18.20-19.35. Kársnes: Miðvd. kl. 19.00-20.30. 1. ftokkur karla (Old Boys). Kársnes: Mánud. kl. 22.00-22.45. 2. flokkur karta. Þjálfari Kristján Úskarsson og Andrés Gunn- laugsson. Digranes: Þriðjud. kl. 22.30- 23.30 og laugard. kl. 12.40-13.40. 3. flokkur karta. Þjálfari Kol- beinn Andrésson. Digranes: Þriðjud. kl. 21.35-22.30. Kársnes: Miðvikud. kl. 16.50- 17.50 og laugard. kl. 12.30-14.00. 4. flokkur karta. Þjálfari Oddur Ólafsson. Kársnes: Mánud. kl. 21.15-22.00 og fimmtud. kl. 19.00-20.30. Digranes: Þriðjud. kl. 16.05-17.25. 5. flokkur karla. Þjálfari Þór Ásgeirsson. Kársnes: Laugard. kl. 14.00- 15.30. Digranes: Miðvd. kl. 16.45-18.15. 6. flokkur karla. Þjálfari Rúnar Einarsson og Gestur Pálsson. Kársnes: Miðvd. kl. 17.50-19.00. Digranes: Laugard. kl. 11.35- 12.40. Meistaraflokkur kvenna (18 ára og eldri) og 2. flokkur kvenna 16-17 ára). Þjálfari Brian Harrison. Kársnes: Mánud. kl. 19.45- 21.15ogföstud.kl. 19.15-20.40. 3. flokkur kvenna. Þjálfari Ás- mundur Guðmundsson og Ævar Ögmundsson. Kársnes: Laugard. kl. 15.30- 17.00. Digranes: Þriðjud. kl. 16.45-18.00. 4. flokkur kvenna (13 ára og yngri). Þjálfarar Eiríkur Þorvarð- arson og Siguröur F. Sigurðs- son. Kársnes: Fimmtud. kl. 16.45- 17.55. Digranes: Þriðjud. kl. 16.05-17.25. Þá verða einnig timar fyrir yngri flokka félagsins i Snælandsskóla í vetur og verða þeir tímar aug- lýstir síðar. Blakdeild: Meistaraflokkur, 1. flokkur og 2. flokkur karla, 1. flokkur og 2. flokkur kvenna. Þjálfari frá Kína. Æfingar i Digra- nesi og íþróttahúsi Kópavogs- skóla. Upplýsingar um æfinga- tíma I áöurgreindum íþróttahúsum. Allir eru hvattir til að taka þátt í félagsstarfinu i vetur. Stjórn HK. Bólstrun — Viðgerðir Haukur bólstrari. S: 681460 eftir kl. 17.00. Borðbúnaðurtil leigu Leigjum út alls konar borðbúnaö. Borðbúnaðarleigan, s: 43477. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Verðbréf og víxlar í umboðssölu. Fyrirgreiösluskrif- stofan, fasteignasala og verð- bréfasala, Hafnarstræti 20, nýja húsið við Lækjartorg s. 16223. Listskreytingarhönnun Myndir, skilti, plaköt &.fl. Listmálarinn Karvel s. 77164. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Námskeið — námskeið Fatasaumstækni 1. okt. Leðursmíöi 4. okt. Vefnaöarfræði 6. okt. Tauþrykk 7. okt. Brugðin bönd 8. okt. Knipl 11. okt. Tuskubrúöugerö 14. okt. Bótasaumur 14. okt. Sokka- og vettlingaprjón 6. nóv. Innritun á Laufásvegi 2. Upplýsingar í síma 17800. Námsflokkor Kópavogs Simi 44:191 Innritun stendur yfir i sima 44391 kl. 18-19.00. Kennslugreinar: Erlend tungu- mál, skrautskrift, myndlist, vélritun, trésmíði (f. konur), sníðar og saumar og tölvu- vinnsla. Verð frá kr. 1700—2500. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Lögtaksúrskurður Ógreidd útsvör, aðstöðugjöld og fasteigna- gjöld til sveitarsjóðs Ölfushrepps 1986 skulu að liðnum 8 dögum frá lögbirtingu þessa úrskurðar tekin lögtaki á kostnað gjaldenda sjálfra en á ábyrgð hreppsnefndar Ölfus- hrepps. Selfossi, 2. sept. 1986. Sýslumaðurinn i Árnessýslu. Lögtaksúrskurður Eftir kröfu sveitarstjóra Eyrarsveitar úrskurð- ast hér með lögtök fyrir gjaldföllnum en ógreiddum útsvörum, aðstöðugjöldum, fast- eignagjöldum, vatnsskatti og holræsagjöld- um til sveitarsjóðs álögðum 1985. Lögtök mega fara fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa á kostnað gjald- enda, en ábyrgð gerðarbeiðanda, hafi gjöldin ekki verið greidd fyrir þann tíma. Skrifstofu Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 23. sept. 1986. Jóhannes Árnason. Frá landsráði Flokks mannsins Kosningar innan flokksins til hinna ýmsu ráða fara fram 19. október nk. Kjörskrá verður lokað 15. október og þurfa tilkynningar um breytt heimilisföng að hafa borist fyrir þann tíma til yfirkjörstjórnar. Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út 13. október. Þeir sem hafa hug á framboði snúi sér til yfirkjör- stjórnar á skrifstofu landsráðs. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu lands- ráðs í Ármúla 36, Reykjavík, s: 91-38980. húsnæöi i boöi Iðnaðarhúsnæði austast í Kópavogi til leigu. Stærð 5-600 fm. Upplýsingar í síma 29995. Til leigu í hjarta borgarinnar er skrifstofuhúsnæði til leigu, 110 fm. + 120 fm. Upplýsingar í síma 15222. Spænskukennsla fyrir börn Kennt verður í litlum hópum á tveimur stig- um, 4-7 ára og 7-12 ára. Kenndar verða 2 kennslustundir í viku um helgar. Kennslutímabil verður 10 vikur frá 5. okt. til 7. des. Kennslugjald er kr. 2.000.- Innritun til 4. okt. í síma 15677 kl. 7-9 á kvöldin. Kennari: Elisabeth Saguar Hispania
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.