Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
Y Leiðtogafundurinn í Genf:
Undirbúningur
stóð í 3 mánuði
Churchill, Roosevelt og Stalin.
1974: Moskva
Nixon og Brezhnev undirrita
skjal um takmörkun á gagneld-
flaugum.
1974: Vladivostok
Brezhnev og Gerald Ford,
Bandaríkjaforseti, gera bráða-
birgðasamkomulag um SALT II,
sem gilda á út árið 1985.
1975: Helsinki
Brezhnev og Ford eiga saman
einkaviðræður. Nokkru síðar und-
irrita 35 þjóðir sáttmála um
öryggismál, efnahagslegt sam-
starf og mannréttindi.
1979: Vfnarborg
Brezhnev og Jimmy Carter,
Bandaríkjaforseti, undirrita SALT
II samkomulagið. Sex mánuðum
síðar ráðast Sovétmenn inn í Afg-
anistan og öldungardeild Banda-
ríkjaþings staðfestir ekki
samkomulagið.
1985: Genf
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti og Mikhail Gorbachev,
Sovétleiðtogi, komast að sam-
komulagi um að hraða gerð nýs
samnings um bann við efnavopn-
um og að taka aftur upp menning-
arleg samskipti, er höfðu rofnað
eftir innrásina í Afganistan.
Vígbúnaðarkapphlaupið var einn-
ig rætt.
ZUrich, frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara
Fyrsti leiðtogafundur Ronalds
Reagan og Michails Gorbachev
var haldinn í Genf í Sviss 18. og
19. nóvember sl. Svipaður fundur
var haldinn i borginni tæpu ári
áður þegar George Shultz og
Andrei Gromyko áttu þar ut-
anríkisráðherrafund. Stjórnend-
ur borgarinnar hafa þvi mikla
reynslu i fundarhöldum sem
vekja heimsathygli. Þó tók undir-
búningurinn fyrir leiðtogafund-
inn þijá mánuði.
Genfarbúar eru vanir alþjóða-
fundum og -ráðstefnum og eru vel
í stakk búnir. Lögregla borgarinnar
fékk þó 450 manna liðsauka fyrir
leiðtogafundinn og 2000 svissneskir
hermenn voru kvaddir til Genfar.
Mótmælafundir í borginni voru
bannaðir í flóra daga.
Hótel voru fullbókuð þremur vik-
um fyrir fundinn. Tæplega 400
fréttamenn úr Hvita húsinu lögðu
Intercontinental hótelið undir sig.
Hinir 2.600, sem komu alls staðar
að úr heiminum, dreifðu sér á önnur
hótel og bandarísku sjónvarpsstöðv-
amar leigðu heilu hæðimar. Hinir
fínustu ferðuðust um í „límósínum".
Fundarhöldin kostuðu svissneska
ríkið 34 millj. ísl. kr. Það fékkst þó
til baka með tekjum hótela, veit-
ingastaða, verslana og samgöngu-
fyrirtækja. Og fundurinn var að
sjálfsögðu mikil auglýsing fyrir
borgina.
Forseti Sviss tók á móti leið-
togunum þegar þeir komu til
landsins. Reagan hjónin bjuggu í
villu við Genfarvatnið. Gorbachev lét
sér nægja sovéska sendiráðið. Ör-
yggisvarslan var gífurleg og
^*Genfarbúar kvörtuðu undan að
komast ekki óáreittir út í mjólkur-
búð.
Fréttamenn höfðu aðstöðu í al-
þjóðafundasetri borgarinnar. Það er
skammt frá sovéska sendiráðinu og
Intercontinental hótelinu, en dijúg-
an spöl frá dvalarstað Reagans. Það
var hægt að fylgjast með því sem
fram fór við fundarstaði leiðtoganna
og ferðum þeirra á stórum tjöldum
í fundarsölum eða vinnusal frétta-
Morgunblaðsins.
kvaddi svo land og þjóð en Gorbach-
ev hélt langan fund með frétta-
mönnum í húsakynnum sovéska
sendiráðsins áður en hann hélt heim.
Fundurinn í Genf þótti takast
mjög vel og öll aðstaða var til fyrir-
mjmdar. Leiðtogamir ætluðu að
hittast næst í Washington og svo í
Moskvu. En nú halda þeir til fyrst
til Reykjavíkur, öllum til mikillar
undrunar.
Reagan og Gorbachev fyrir framan arineldinn i litla húsinu við Genfarvatn. Einkaviðræður þeirra
þóttu mjög létta andrúmsloftið á fundinum og juku mönnum bjartsýni á framhaldið.
Fyrri fundur Reagans og Gorbachevs:
Vígbúnaðarmálin aðalum-
ræðuefnið á Genfarfundi
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, og Mikhail Gorbachev,
leiðtogi Sovétrikjanna, hafa hist
einu sinni áður, i nóvember sl.
og fór þá fundur þeirra fram i
Genf í Sviss. Voru þá sjö ár lið-
in frá síðasta leiðtogafundi
stórveldanna. Umræðuefnið var
aðallega vígbúnaðarkapphlaup-
ið, hvaða leiða skyldi helst leitað
til að fækka kjarnorkuvopnum
og auka gagnkvæmt traust
þjóða i milli.
Miklar vonir voru bundnar við
fund þeirra Reagans og Gorbach-
evs í Genf enda eru fréttaskýr-
endur sammála um, að sambúð
stórveldanna hafí ætíð batnað eftir
að leiðtogar þeirra hafí hist að
máli. Gætti þessarar vongleði ekki
síst meðal Austur-Evrópuþjóð-
anna, sem eiga allt sitt undir
afstöðu Sovétmanna hveiju sinni.
Reagan, Bandaríkjaforseti, fór
til fundarins með það fyrir augum
að ræða þar vígbúnaðarkapphlaup-
ið, mannréttindamál, samskipti
þjóðanna og afskipti þeirra af öðr-
um þjóðum en Gorbachev lagði
megináhersluna á afvopnunarmál
og geimvamaáætlun Bandaríkja-
stjómar. „Við steftium vonandi að
sama markinu," sagði Reagan við
komuna til Genfar, „og ef hann
hefur jafn ákveðnar skoðanir á
þessum málum og ég þá munum
við binda enda á vopnakapphlaup-
ið.“
Ekki tókst að ná samkomulagi
um útrýmingu allra kjamorku-
vopna á fundinum og ekki heldur
við þvi að búast en þrátt fyrir það
þótti hann takast vel. Leiðtogamir
voru sammála um nauðsyn þess
að bæta samskipti Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna og alþjóðasam-
skipti yfírleitt. Samkomulag náðist
á ýmsum sviðum. Til dæmis var
ákveðið að taka upp menningar-
samskipti á nýjan leik, opna
ræðismannsskrifstofur í New York
og Kiev og þá voru leiðtogamir
ásáttir um að hraða gerð alþjóðlegs
sáttmála um bann við efnavopnum
og undirritaðir vom samningar um
samskipti á tæknisviðinu. Síðast
en ekki síst ákváðu þeir Reagan
og Gorbachev að halda tvo nýja
fundi, í Bandaríkjunum á þessu
ári og í Sovétríkjunum á næsta
ári. Fundur þeirra í Reykjavík 11.
og 12. október verður til undirbún-
ings þessum fundum.
Á fundinum í Genf var það eink-
um tvennt, sem gerði hann dálítið
öðmvísi en aðra leiðtogafundi.
Annars vegar vom það einkavið-
ræður þeirra Reagans og Gorbach-
evs og hins vegar sú athygli, sem
eiginkonur þeirra vöktu. A öðrum
degi fundarins lagði Reagan það
til öllum að óvömm, að þeir
Gorbachev gengju tveir saman
ásamt túlkum niður að Genfarvatni
og ræddust þar við. Fóm þeir að
húsi við vatnið og settust þar niður
fyrir framan arineld í tæpa klukku-
stund. Um áþreifanlegan árangur
af þessum einkaviðræðum leið-
toganna er ekki vitað en flestir
vom þó sammála um, að þær hefðu
átt meginþátt í því létta andrúms-
lofti, sem einkenndi Genfarfund-
inn, og juku mönnum bjartsýni á
framhaldið.
mannanna.
Talsmenn leiðtoganna héldu fjöl-
miðlafundi, hinn bandaríski í Interc-
ontinental en sá sovéski f
fundasetrinu. A báðum stöðum var
góð síma-, telex- og faxaðstaða og
Xaldrei nokkur bið að koma fréttum
þangað sem þeirra var beðið.
Fréttamenn þurftu að hafa frétta-
mannaskilríki, vegabréf og bréf frá
vinnuveitanda til að fá leyfi til að
fylgjast með leiðtogafundinum. Al-
menningi var haldið í hæfílegri
íjarlægð. Sovésk flóttakona af gyð-
ingaættum varð sér úti um frétta-
mannaskilríki í gegnum hollenskt
tímarit og olli usla við komu
Gorbachevs. Svissneskir öryggis-
verðir ráku konuna úr landi.
Sjónvarpsmenn vildu sannprófa
svissneska öryggiskerfið og óku
tvífara Reagans upp að lokuðum
hliðum. Þau voru strax opnuð, en
mennimir þorðu ekki að ganga svo
^iangt að sjá hvort maðurinn kæmist
inn á fund með Gorbachev.
Það snjóaði dagana sem leið-
togamir hittust. Menn létu það ekki
á sig fá og leiðtogafrúmar héldu
sfnu striki. Nancy Reagan fór út
úr bænum og heimsótti meðal ann-
ars unga eiturlyfjaneytendur. Raisa
Gorbachev fór í skoðunarferð um
borgina. Þær dmkku svo te saman.
Reagan og Gorbachev komu
óvænt fram í alþjóðafundasetrinu
hinn 21. nóvember. Setrinu var lok-
að um nóttina og öryggisverðir
leituðu að sprengjum í krókum og
~Xdmum. Löng biðröð fréttamanna
myndaðist snemma morguns til að
komast inn í salinn þar sem þeir
hittust, en þangað inn var svo að-
eins hleypt blaðamönnum er tengdir
voru sendinefndum stórveldanna
tveggja. Hinir fengu að fylgjast með
fundinum á skermi f fundarsal á
næstu hæð fyrir ofan. Reagan
Leiðtogafund-
ir stórveldanna
1943: Teheran
Franklin Delano Roosevelt,
Bandaríkjaforseti og Joseph
Stalín, Sovétleiðtogi, ræða um
heimsstyijöldina síðari, sem þá
geisaði.
1945: Yalta
Roosevelt, Winston Churchill,
forsætisráðherra Breta og Stalin
koma sér saman um landamæri í
Austur-Evrópu. Stalfn lofar að
fram skuli fara ftjálsar kosningar
í Póllandi. Samið um hemáms-
svæði fjórveldanna í Þýskalandi
og Austurríki.
1945: Potsdam
Harry Truman, Bandaríkjafor-
seti, Churchill og Stalín hittast
eftir uppgjöf Þýskalands. Samið
um landamæri Póllands. Her-
námssvæðunum komið á.
1955: Genf
Leiðtogar stórveldanna fjögurra,
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk-
lands og Sovétríkjanna, ræða
ýmis mál, þ. á m. sameiningu
Þýskalands, og afvopnun. Ekkert
samkomulag er gert, en „andinn"
á fundinum þótti góður og var
síðar talað um „Genfarandann".
1959: Camp David
Nikita Khrushchev, fyrsti Sov-
étleiðtoginn er kemur til Banda-
ríkjanna hittir að máli Dwight
Eisenhower, forseta. Ræddu þeir
m.a. um Berlín og Suð-Austur
Asíu og fór vel á með þeim.
John F. Kennedy
og Khrushchev.
1960: Paris
Khrushchev rýkur út af fundi
með Eisenhower, er sá síðamefndi
neitar að biðjast afsökunar vegna
flugs U-2 vélarinnar yfír Sovétrík-
in.
1961: Vínarborg
Khrushchev og John F.
Kennedy Bandaríkjaforseti skipt-
ast á skoðunum um kjamorkutil-
raunir og stuðning við hlutlaust
ríki í Laos.
1972: Moskva
Richard Nixon kemur fyrstur
Bandaríkjaforseta til Sovétríkj-
anna og ræðir við Leonid Brezhn-
ev, leiðtoga Sovétríkjanna. Þeir
ljúka fyrsta hluta SALT sam-
komulagsins um takmörkun
vígbúnaðar, einkum langdrægra
eldflauga.
Nixon og Brezhnev.
Carter og Brezhnev.
1973: Washington
Nixon og Brezhnev undirrita á
sex dögum, níu samninga, þ. á
m. um menningarleg samskipti
og hvemig koma megi f veg fyrir
kjamorkustríð.