Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
53
Sögulegar tilkynn-
ingar á sex mínútum
IN ICELHHD IN OCTOBER J
GORBHCHEU fitJB U U ZCZfl
UU305
B I r19 288
UB3-IET SUMNIT
BULLETIH
TflSS SfiYS NEXT REfiGflN-GORBflCHEU SUMIIIT
NOSCIM (flP) - KREHLIN LEflDER MIKHfllL S.
N911 B 288 .288
US-SGUIET SUHHIT
BULLETMU
TflSS SÍIYS HEXT REflGflN-GORBflCHEU SUNMIT IN ICELflND IN OCTÐBER
HOSCCU (RP) - KRENLIH LEflDER NIKHfllL S. GORBHCHEU HND U.S.
PRESIDtNT RONflLD REflGflH WILL NEET IN REYKJHUIK. ICELHHD. ON OCT
11-12. THE THSS NEHS RGENCY REPORTED TUESDHY.
HORE
1354<^3ej)9J)6
Fyrsta skeytið um leiðtogafundinn
Fyrsta skeytið frá AP-fréttastofunni um fyrirhugaðan fund þeirra
Reagans og Gorbachevs í Reykjavík kom á fjarrita Morgunblaðsins
þegar klukkuna vantaði fjórar minútur í tvö eftir hádegi i gær. Var
fréttin höfð eftir Tass-fréttastofunni sovésku og varð hún aðeins
fyrri til en Reagan, Bandaríkjaforseti, til að skýra frá ákvörðun
Moskvu, New York, AP.
TASS-fréttastofan sovézka sendi
þijár stuttar tilkynningar með
örstuttu millibili i gær, þar sem
skýrt var frá leiðtogafundinum
í Reykjavík; að meintum sovézk-
um njósnara i Bandaríkj unum
hafi verið sleppt og að banda-
ríski blaðamaðurinn Nicholas
Daniloff hafi veirð rekinn frá
Sovétrikjunum.
Innan við sex mínútur liðu frá
því fyrsta tilkynningin var send út
þar til sú síðasta var tekin á rás á
öldum ljósvakans. Birting þeirra er
talin til marks um árangur í viðræð-
um stórveldanna um helztu ágrein-
ingsmál þeirra. TASS gaf ekki í
skyn að tengsl væru milli málanna
þriggja.
TASS staðfesti heldur ekki sann-
leiksgildi fregna, sem bárust frá
Washington í gær um að andófs-
maðurinn Yuri Orlov, sem dvalist
Zakharov bar ekki fram mót-
mæli, er honum var lesin ákæran
um njósnir fyrir dómstóli í New
York í gær. Var dómsuppkvaðn-
ingu frestað gegn því skilorði,
að Zakharov færi burt frá
Band&ríkjunum innan sólar-
hrings og kæmi þangað ekki
aftur næstu fimm árin.
Réttarhöldin yfír Zakharov tóku
aðeins fjórar mínútur. Zakharov
mælti þar ekki orð af munni, fyrr
en dómarinn spurði hann, hvort
hann gerði sér grein fyrir skilorðinu
og samþykkti það og svaraði hann
því þá játandi.
Þessi niðurstaða þýðir það, að
Zakharov gerði hvorki að játa né
neita sekt sinni varðandi njósnaá-
kæruna. Haft var hins vegar eftir
Andrew Maloney, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, að það hefði
ekki verið neinum vandkvæðum
bundið að sanna sök Zakharovs
fyrir dómstólum, ef á hefði reynt.
Zakharov, sem var einn af starfs-
Væntanlegur fund'ir þeirra Ron-
alds Reagan, Bandaríkjaforseta,
og Mikhails Gorbachev, leiðtoga
Sovétríkjanna, verður annar leið-
togafundurinn, sem haldinn er
hér á landi. Sá fyrri var í maílok
árið 1973 þegar þeir Richard M.
Nixon, forseti Bandaríkjanna, og
Georges Pompidou, forseti
Frakklands, ræddust við á Kjarv-
alsstöðum í Reykjavík. Myndin
er af forsíðu Morgunblaðsins 1.
júní 1973.
leiðtoganna.
hefur átta ár ýmist í þrælkunarbúð-
um eða útlegð, fengi að fara til
Vesturlanda.
mönnum sovézku sendinefndarinn-
ar hjá Sameinuðu þjóðunum í New
York, var fyrst handtekinn 23.
ágúst sl. á brautarpalli við neðan-
jarðaijámbraut f New York. Var
honum gefíð að sök að hafa greitt
1000 dollara fyrir leyniskjöl jrfir
hreyfla í herþotu.
Ljóst þykir, að lyktimar á máli
Zakharovs nú hafi verið hluti gagn-
kvæms samkomulags risaveldanna
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, skýrði frá fyrirhuguðum fundi
þeirra Gorbachevs í Reykjavík á
um, að hann og bandaríski blaða-
maðurinn Nicholas Daniloff yrðu
látnir lausir. Sá síðamefndi var
handtekinn í Moskvu viku eftir að
Zakharov var handtekinn. Báðir
vom þeir látnir lausir 12 september
sl. og fluttir til sendiráða landa
sinna. Mátti Daniloff ekki fara frá
Moskvu og Zakharov ekki fara
lengra en 40 km frá stöðvum Sam-
einu þjóðanna í New York.
blaðamannafundi, sem hófst í Hvíta
húsinu rétt eftir að TASS sendi
frétt sína frá sér. Reagan lýsti því
jrfir að þetta væri ekki leiðtogafund-
urinn og bandarískir embættismenn
héldu því fram að aðeins væri um
undirbúningsfund að ræða.
í marz sl. hvatti Gorbachev til
þess að leiðtogamir hittust á hlut-
lausri gmndu fyrir leiðtogafund í
Bandarílqunum til þess að reyna
að ná árangri í afvopnunarmálum.
Sovétmenn hafa hingað til ekki vilj-
að dagsetja fund leiðtoga stórveld-
anna í Bandaríkjunum, sem samið
var um á Genfarfundunum, og eng-
ar jrfírlýsingar vom gefnar út í gær
um hvenær hann yrði haldinn.
Handtaka Nicholas Daniloff í
ágústlok flækti undirbúning leið-
togafundar og var eitt aðalmálið á
fundum utanríkisráðherra stórveld-
anna, George Shultz og Eduard
Shevardnadze, í New York og Was-
hington undanfamar tvær vikur.
Sovézkir flölmiðlar hafa sakað
Daniloff um njósnir fyrir banda-
rísku lejmiþjónustuna, CLA, en
Shevardnadze og aðrir háttsettir
leiðtogar hafa hins vegar jafnan
haldið því fram opinberlega að mál
hans ætti ekki að þurfa að hafa
slæm áhrif á sambúð stórveldanna.
Frétt TASS um Daniloff var á
þá leið að hann hefði verið rekinn
úr landi fyrir „óleyfilegt athæfi" en
minntist ekki á að ákæra f þremur
liðum hefði verið lögð fram á hend-
ur honum 7. september sl.
Um það leyti sem TASS skýrði
frá þvf að Gennadiy Zakharov hefði
veríð látinn laus f Bandaríkjunum
kom hann fyrir rétt í New York og
sagðist ekki játa sig sekan af sakar-
giftum. Var honum leyft að fara
úr landi og bannað að koma aftur
til Bandaríkjanna í fimm ár.
í fyrstu frétt sinni sagði TASS
frá því að leiðtogamir mjmdu að
tillögu Gorbachevs hittast í
Reykjavík 11.-12. október og að
fundurinn værí haldinn til þess að
undirbúa ferð hans til Banda-
ríkjanna, sem samið hefði verið um
á Genfarfundunum f nóvember í
fyira.
í annarri tilkjmningunni sagði
TASS frá Zakharov, en soýézkir
fjölmiðlar hafa hingað til haldíð því
fram að hann hafí verið leiddur í
gildm að undirlagi aðila, sem
andvígir væm því að sambúð stór-
veldanna batnaði. Hann var hand-
tekinn 23. ágúst f brautarstöð
neðanjarðarlestarinnar í New York
þegar hann var að kaupa hemaðar-
skjöl af samverkamanni. Sovézkir
flölmiðlar skýrðu ekki frá máli hans
fyrr en 12. september er þeir Dani-
loff vom færðir í umsjá sendiráða
stórveldanna í Moskvu og New
York.
Bandaríkin:
Viðbrögð sérfræðinga við
Reykjarvíkurfundinum dræm
-Telja stöðu Reagans veika
Wuhington, frA fréttaritara Morgunblaðains, Jóni Asgeiri Sigurðssyni.
Viðbrögð Bandaríkjamanna við
fyrirhuguðum fundi leiðtoga
risaveldanna í Reykjavík hinn
11. og 12. þessa mánaðar eru
enn sem komið er óljós, en þó
hafa nokkrir sérfræðingar á
sviði utanrikismála látið hafa
eftir sér efasemdir um ágæti
fundarins. Þeirra á meðal eru
Henry Kissinger, fyrrverandi
utanríkisráðherra Banda-
rfkjanna, og Zbigniew Brzez-
inski, fyrrum öryggisráðgjafi
Carters.
Kissinger sagði að þessi þróun
f samskiptum Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna væri ekki tilviljana-
kennd, hún hefði átt sér langa
forsögu. Þá sagði hann að erfíð-
leika í samskiptum ríkjanna væri
ekki hægt að leysa á einhveijum
persónulegum kunningjafundum
og hafði hann miklar áhyggjur
af Reykjavíkurfundinum.
Sewerin Bialer, prófessor við
Columbia-háskóla, sagði fundinn
mikil mistök. „Sovétmenn náðu
markmiði sínu með handtöku
Daniloffs." Brzezinski tók f sama
streng og sagði: „Ronald Reagan
stendur höllum fæti og hann fer
til Reykjavíkur lítillækkaður af
Sovétmönnum."
Borið hefur á misskilningi
vestra um stöðu íslands í utanrík-
ismálum, því framan af degi sagði
hvað eftir annað að ísland væri
hlutlaust ríki, en ekki aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins.
Gennadiy Zakharov vís-
að frá Bandaríkjunum
New York, AP.
SOVÉTMAÐURINN Gennadiy
Gennadiy Zakharov við handtökuna í New York 23. ágúst..
Yuri Orlov.
Orlov fær
ferðaleyfi
Moskvu, AP.
YURI Orlov er einn helsti andófs-
maður í Sovétrfkjunum, þrátt
fyrir að hann hafi verið átta ár
í þrælkunarbúðum og útiegð fyr-
ir þátt sinn í að stofna helstu
mannréttindasamtök landsins.
Tilkynnt var I gær að honum
yrði nú leyft að flytjast brott frá
Sovétríkjunum.
Ásamt Andrei Sakharov, sem enn
er í útlegð í hinni lokuðu borg
Gorkí, hefur í vestrænum ríkjum
verið litið á Orlov sem lifandi tákn
um mannréttindabrot Kremlar-
bænda.
Eðlisfræðingurinn Orlov stofnaði
ásamt fleirum Helsinki-hópinn árið
1976 til þess að fylgjast með að
farið yrði að mannréttindaákvæðum
Helsinki sáttmálans.
Tveimur árum síðar var Orlov
dæmdur til sjö ára fangelsisvistar
og fimm ára útlegðar fyrir and-
sovéska æsingastarfsemi. Um þær
mundir hófst herferð yfirvalda gegn
hópnum.
Þegar flest var, voru í Helsinki-
hópnum þijátíu félagar. Hann
leystist upp 1982 og gátu þá aðeins
þrír þeirra um fijálst höfuð strokið.
Orlov hafði getið sér góðan
orðstír sem eðlisfræðingur. Tugir
virtra eðlisfræðinga ákváðu að
hundsa vísindaráðstefnu, sem haldin
var í Sovétrflgunum í aprfl, til þess
að mótmæla því að Orlov væri hald-
ið í útlegð skammt fyrir neðan
norðurheimskautsbaug f bænum
Kobyai í Síbiríu.
Fregnir af Oriov hafa af og til
borist frá hópum andófsmanna og
Irinu, konu hans, sem býr f Moskvu.
Eftir þeim að dæma hefur heilsu
hins 62 ára gamla vfsindamanns
hrakað mikið eftir dvöl I þrælkunar-
búðum og útlegðinni.
Vinir hans f Moskvu segja að
Orlov, sem er lágvaxinn og rauð-
hærður, sé feiminn og alvörugefínn.
Hann hafi smátt og smátt dregist
inn í andófsstarfsemi vegna þess
siðferðiskennd hans tók völdin og
sagði hingað og ekki lengra.
Orlov fæddist 3. ágúst 1924.
Hann útskrifaðist frá ríkisháskólan-
um í Moskvu með próf í eðlisfræði
1952, gekk í Kommúnistaflokkinn
og starfaði næstu fjögur ár við
stofnun um frasðilega eðlisfræði og
tilraunir á því sviði f Moskvu.
En 1956 ávarpaði Orlov flokks-:
fund Kommúnistaflokksins og lagði
til að lýðræðislegar endurbætur
yrðu gerðar á stjóminni og Komm-
únistaflokknum. Um þær mundir
voru slíkar yfirlýsingar fáheyrðar
og ekki leið á löngu þar til honum
var vikið úr flokknum og hann rek-
inn úr starfí.
1972 var Oriov fluttur til Moskvu
til að vinna við rannsóknir á segul-
sviði jarðar við Sovésku vfsinda-
akademíuna. Ári síðar voru sovéskir
vísindamenn hvattir til að fordæma
Sakharov fyrir andóf. En Orlov
skrifaði stað þess málsvöm Sakh-
arovs.
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandarílqanna, tilkynnti í gær að
Gennadiy Zakharov, sem handtek-
inn var í New York fyrir njósnir,
og Orlov yrðu látnir lausir. Hann
sagði að Orlov kæmi til Banda-
ríkjanna í október.