Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 56
SEGÐU
tRriARHÓLL
^ÞEGAR
W EERÐ ÚT AÐ BORÐA
----SÍMI18833---
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
6% hækk-
un svína-
„kjöts
SVÍNAKJÖT hœkkar í dag
um 6%. Félagsráð Svína-
ræktarfélags Islands ákvað
þessa hækkun á fundi sínum
fyrir skömmu.
Verð á dýrasta flokki svína-
kjöts (I A) hækkar til bænda
úr 181,55 kr. í 192,44 kr. hvert
kfló og næst dýrasti flokkurinn
(I B) hækkar úr 164,67 kr. í
174,55 kr. hvert kfló.
Forseti
Guatemala
millilendir
GESTAKOMUR virðast
ætla að verða tíðar hér, því
að áætlað er að Boeing
einkaflugvél forseta Gu-
atemala, Mario Vinicio
Cerezo Arévalo, millilendi
á Keflavíkurflugvelli {dag.
Gert er ráð fyrir að flug-
vélin lendi um tvöleytið, en
forsetinn og fyldarlið hans
eru á leiðinni til Spánar.
Upphaflega var ætlunin að
forsetinn og hið 60 manna
fylgdarlið hans kæmu í gær-
kveldi og myndu gista á
Hótel Sögu, en frá því var
fallið af einhverjum ástæð-
um.
Niðurstaða
rannsóknar:
-m
""Tannheilsa
bama bág-
bornust í
sjávar-
þorpum
TANNÁTA er meiri hjá börnum
í sjávarþorpum en hjá börnum i
sveitum landsins og á höfuð-
• •*"borgarsvæðinu. Þetta er niður-
staða rannsókna Sigfúsar Þ.
Elíassonar prófessors, sem hann
kynnir á þingi Tannlœknafélags
íslands í dag.
„Ég tel ástæðuna vera þá að
bömin í sjávarþorpunum eiga betri
möguleika á að afla sér tekna en
önnur böm og því hafa þau meiri
peninga á milli handanna til að
eyða á „félagsheimilum" staðanna,
sem eru sjoppumar," sagði Sigfús
í samtali við Morgunblaðið.
í 12 ára bömum em 6,6 tennur
meðaltali skemmdar, en í ná-
' grannalöndunum er tala skemmdra
tanna hjá sama aldurshópi u.þ.b.
helmingi Iægri. Sigfús sagði að hin
svokallaða sjoppumenning þekktist
hvergi nema hér á landi og meira
að segja væru til dæmi þess að
sjoppur væru staðsettar svo til við
aðalinngang grunnskólanna.
Sjá nánar á bls. 31.
Starfsfólk í gestamóttökunni á Hótel Sögu átti annríkt í gær eftir að ljóst var að fundur leiðtoganna yrði haldinn { Reykjavík. Lengst til
vinstri er gestur, Roberto Solde úr ítalska knattspyrnuliðinu Juventus, Guðrún Erna Högnadótir, vaktstjóri í gestamóttöku, Sveinfríður
Jónsdóttir, Klara Björg Gunnlaugsdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir, starfsstúlkur í móttökunni og Bjami Sigtryggsson, aðstoðarhótelsstjóri.
Reagan og Gorbachev í Reykjavík:
Fyrstu erlendu frétta-
mennirnir komu í gær
Hótel Saga líklegur fundarstaður
FYRSTU erlendu fréttamennirnir, bandarískir sjónvarpsmenn, komu
á einkaþotum hingað til lands í gærkvöldi vegna fyrirhugaðs fundar
leiðtoga stórveldanna. Strax og fréttist að Reagan og Gorbachev
mundu hittast hér á landi dagana 11. og 12. október n.k. létu við-
brögð ekki á sér standa. Simalinur hjá flugfélögum og hótelum
voru rauðglóandi og yfirmenn stofnana og fyrirtækja settust á rök-
stóla og hófust handa við að skipuleggja móttökuraar.
Hjá Flugleiðum veitti Sveinn
Sæmundsson þær upplýsingar að
hringt hefði verið úr öllum heims-
homum og spurst fyrir um ferðir
til landsins og gistiaðstöðu. Búist
er við 400 manna fylgdarliði með
þjóðarleiðtogunum og verður reynt
að koma því fyrir á tveimur hótelum
í Reykjavík. Tveir fundarstaðir
koma til greina, Hótel Saga og
Kjarvalsstaðir. Ástæðan er sú að
vegna öryggisráðstafana þarf fund-
arstaður að vera á bersvæði. ‘Loka
þarf staðinn af og verður hans
gætt úr þyrlu allan tímann. Hótel
Saga er talinn heppilegri staður og
allar líkur á því að hann verði val-
inn. Þar eru allar aðstæður til
fundarhalda heppilegar, bæði fyrir
stóra fundi og einkafundi leiðtog-
anna. Þeir munu hinsvegar ekki búa
á hótelum.
Allt útlit er fyrir að hótel í
Reykjavík og nágrannabyggðum
verði þétt setin um fundartímann
og mikið um að menn verði að gista
á einkaheimilum. Fjöldi frétta-
manna verður mikill og má sem
dæmi nefna að von er á 80 manna
hópi frá bandarísku sjónvarpsstöð-
inni NBC. Póstur og sími mun setja
upp öll tiltæk tæki til að þjóna þess-
um fjölda. Ólafur Tómasson, póst
og símamálastjóri, sagði að þetta
væru stærstu verkefni af þessu tagi
sem stofnunin hefði glímt við.
Viðbúnaður lögreglu verður mik-
ill og funduðu yfírmenn hennar í
gær. Ekki var tekin nein ákvörðun
um hvemig að öryggisgæslu verður
staðið enda á eftir að ráðgast við
öryggisverði leiðtoganna. Þau mál
skýrast þó líklega í dag.
Sjá viðtöl á bls. 2, 4 og 5
Sölur á saltsíld:
Rússar koma um
miðjan mánuðinn
FULLTRÚAR Prodintorg, sovéska fiskinflutningsfyrirtækinu, sem
er innflutningsaðili saltsQdar héðan frá íslandi, boðuðu með skeyti
í gær, komu sina hingað til lands um miðjan þennan mánuð, og
kváðust þeir jafnframt mundu flýta för sinni um einhveija daga,
ef unnt reyndist. Þetta upplýsti Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóri
SUdarútvegsnefndar blaðamann Morgunblaðsins um i gærkveldi.
Gunnar sagði að í gær hefði
Síldarútvegsnefnd borist skeyti frá
Prodintorg, þar sem greint væri frá
því að fulltrúar fyrirtækisins myndu
koma hingað til Iands um miðjan
októbermánuð, til samningavið-
Ríkisspítalarnir:
140 háskólamenntaðir
starfsmenn segja upp
„NÚNA hafa 122 háskólamenntaðir starfsmenn Ríkisspítalanna
sagt upp störfum sínum vegna óánægju með launakjör frá 1.
október að telja og vitað er um fleiri sem hyggjast gera það.
Uppsagnir verða alls um 140,“ sagði Guðrún Siguijónsdóttir,
sjúkraþjálfi.
Þeir hópar háskólamenntaðra
starfsmanna sem hér um ræðir
eru hjúkrunarfræðingar, næring-
arfræðingar, sálfræðingar,
sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar, náttúru-
fræðingar og féiagsráðgjafar. AIls
eru starfsmenn með þessa mennt-
162 hjá Ríkisspítölunum, en
un
eins og áður sagði munu 140
þeirra segja störfum sínum Iaus-
um. „Stærsti hópurinn af þessum
140 eru hjúkrunarfræðingar, en
61 af 72 hjúkrunarfræðingum
sem eru í BHM hafa sagt upp,“
sagði Guðrún.
Uppsagnimar taka gildi um
áramót verði uppsagnarfresti ekki
framlengt.
ræðna um saltsíldarkaup. Hann
sagði að þess hefði jafnframt verið
getið í skeytinu að fulltrúar Prodint-
org myndu flýta komu sinni um
einhveija daga, ef unnt reyndist.
Evgeni Kosarev, sendiherra Sov-
étríkjanna á íslandi var í gærkveldi
spurður að þvf hvort hann teldi að
tímasetningin hjá fulltrúum Prod-
intorg, hvað varðar komuna hingað
til lands, væri í einhveijum tengsl-
um við leiðtogafund Reagans og
Gorbachevs í Reykjavík, þann 11.
og 12. október. Hann svaraði því
algjörlega neitandi og sagði að leið-
togafundinum yrði lokið þegar
fulltrúar Prodintorg kæmu hingað
til lands.
Kosarev var spurður hvort hann
teldi, að samningar gætu tekist á
milli Síldarútvegsnefndar og Prod-
intorg um síldarsölu til Sovétríkj-
anna: „Ég er þess fullviss að
samningar munu takast,“ sagði
Kosarev, „enda væm fulltrúar
Prodintorg ekki að koma hingað til
lands nema til þess að semja og
undirrita samninga."