Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 41
vegna þess að samkynhneigð naut
þar sannmælis.
Hingað til hefur verið reynt að
ræða við þá menn, sem þessir eru
nefndir sem fulltrúar fyrir, rejmt að
skírskota til réttlætiskenndar, sann-
leiksástar, mannúðar o.s.frv. en það
hefur auðvitað ekki tekist því þeir
eru jafnblindir á veruleikann og dóm-
arar rannsóknarréttarins á miðöldum
voru fyrir þeim málflutningi að jörðin
snerist kringum sólina. Nú er þeim
þrætubókartíma endanlega lokið. All-
ar umræður um það hvort samkyn-
hneigð sé heilbrigð, æskileg,
siðferðilega réttlætanleg eða í sam-
ræmi við kristna trú og Biblíuna eru
algjörlega út í hött. Þær eru bókstaf-
lega úreltar og svara ekki kröfum
tímans.
Nú hetjar smitsjúkdómurinn AIDS
á þjóðina og þótt hann sé alls ekki
bundinn við samkynhneigð eru næst-
um 70% smitaðra hommar. Til þess
að kenna hommum að veijast smiti
og lifa heilbrigðu kynlífi án þess að
smita aðra veiður að ná til þeirra;
koma til þeirra upplýsingum og
fræðslu um sjúkdóminn og smitleið-
imar og gera þeim kleift að sækja
sér þessa fræðslu kinnroðalaust.
Til þess að það megi takast veiður
að knýja fram hugarfarsbreytingu
gagnvart samkynhneigð, sem fæst
eingöngu með því að veita hommum
umsvifalaust full lagaleg og félagsleg
réttindi.
Slík hugarfarsbreyting er að vísu
stórt skref en hreint ekki ófram-
kvæmanleg og á sér sannanlega
fordæmi hér á landi. Fýrir rúmum
áratug var hreinlega mannorðs-
skemmandi að vera alkóhólisti.
Drykkjusýki var álitin skapgeiðar-
galli en ekki sjúkdómur. Þegar menn
tóku loksins á sig rögg og viður-
kenndu sannleikann í málinu tók
ekki nema örfáa mánuði að breyta
almenningsálitinu öllum til hagsbóta.
Það sama veiður að gerast með
samkynhneigð: Yfirvöld, skólar og
íjölmiðlar verða að viðurkenna sann-
leikann og gangast við því í verki
að samkynhneigð sé ekki sjúkdómur
eða skapgeiðaigalli heldur heilbrigð-
ur og eðlilegur þáttur í mannlegu
eðli. Það verður að vera í alla staði
sjálfsagt og eðlilegt að vera hommi.
Til þess þarf ekki annað en að
hætta öllu tilfinningadekri og rolu-
skap, leita sannleikans í málinu,
draga rökréttar ályktanir og hlýða
heilbrigðri skynsemi en ekki úreltum
kreddum.
Sannleikurinn er sem kunnugt er
aldrei algildur heldur hafa menn það
fyrir satt sem best er vitað á hveijum
tíma. Sér á sannleikur tíma.
Síðan Kinsey-skýrslan (Sexual
Behavior in the Human Male) kom
út í Bandaríkjunum árið 1948 hefur
það verið „sannleikur" að samkyn-
hneigð er til í öllum karlmönnum.
Láta mun nærri að erótískar tilhneig-
ingar til annarra karlmanna séu
hverfandi í 10% karimanna og síðan
allt upp í að vera yfiignæfandi í 10%
karlmanna. Vitað er að helmingur
karlmanna hefur kynmök við aðra
karlmenn einhvem tíma á ævinni.
Þótt varasamt sé að setja fólk á
afmarkaða bása í ástalífi er þetta
samt sem áður sannleikur og það
þýðir jafn lítið fyrir íslendinga að
afneita þeim sannleika og þýddi fyrir
kaþólsku kirkjuna á miðöldum að
þræta fyrir það að jörðin væri ekki
miðpunktur alheimsins.
Forsenda varnarstarfs
er samvinna við
stærsta áhættuhópinn
Áhættuhópurinn „hommar" er
hátt í helmingur allra karimanna.
Hins vegar er þjóðfélagshópurinn
„hommar" sá hluti karlmanna sem
er algjörlega samkynhneigður. Að-
eins öriítið brot þess hluta er „sýni-
legur" — þeir sem hafa getu,
karlmennsku, drengskap og þó fyrst
og fremst þá sjálfsvirðingu sem þarf
til að lifa lffinu samkvæmt sínu rétta
eðli og leita lífshamingjunnar á sinn
hátt.
Þeir hafa með sér félagsskap,
Samtökin ’78, sem hefur unnið mikið
fræðslustarf um AIDS, bæði beint
og óbeint, og þess vegna eru þeir
almennt vel upplýstir um sjúkdóminn
og vamir gegn honum. Þeir eru svo
til einu hommamir sem fara í mót-
efnapróf, nota smokka og vita
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
41
hvemig hægt er að hafa kynmök án
þess að hætta sé á smiti. Með litlum
tilkostnaði er auðvelt að koma til
þeirra upplýsingum og reka mark-
vissan áróður fyrir heilbrigðu og
hættulausu kynlífí.
Eina stofnunin sem getur náð til
langstærsta hóps þeirra sem eiga á
hættu að smitast og smita aðra
homma, er félagsskapur þeirra
sjálfra, Samtökin ’78 — Félag lesbía
og homma á íslandi.
Þar er eina fólkið sem nýtur full-
komins trausts áhættuhópsins og
þekkir nógu vel til mála til að geta
komið upplýsingum til þeirra sem
þurfa þeirra með, á því máli sem
þeir skilja.
Ef þetta félag væri ekki til má
telja víst að AIDS væri enn útbreidd-
ari sjúkdómur nú þegar, því Samtök-
in ’78 hafa verið eini tengiliður
heilbrigðisyfirvalda við langstærsta
áhættuhópinn.
Þótt íslendingar væru 2,5 milljónir
væru þeir enn smáþjóð á alþjóða-
mælikvarða og við erum nú einu sinni
ekki nema tæp 250 þúsund og í
Reykjavík búa bara 90 þúsund
manns. Það gefur augaleið að þeir
sem hafa staðið framarlega í fé-
lagslífi minnihlutahóps í svo litlu
samfélagi þekkja persónulega til ein-
staklinga og félagslegra aðstæðna
sem opinber starfsmaður landlæknis-
embættisins gæti ekki kjmnt sér þótt
hann væri allur af vilja gerður. Þessi
tengsl við áhættuhópinn, smæðin, er
vopn íslendinga gegn AIDS.
Hingað til hafa samtök homma
þótt svo hneykslanleg að þau hafa
staðið í stríði til að fá að augiýsa í
fjölmiðlum og mega ekki enn auglýsa
í Ríkisútvarpinu undir fullu nafni.
Þess þarf vart að geta að Samtökin
’78 hafa aldrei hlotið minnsta stuðn-
ing frá ríki eða borg en nú er komið
að tímamótum á viðskiptum homma
og samfélagsins.
í framtíðarspá ríkisstjómarinnar
er gert ráð fyrir að eftir 10 ár veiði
12 þúsund Islendingar smitaðir af
AIDS og 1.200 þeirra verði rúmliggj-
andi í sjúkrahúsi. Spumingin er því
hvort nú eigi að heflast handa að slá
upp fyrir 1.200 manna sjúkrahúsi —
hvort foreldrar eigi að horfa upp á
böm sín veslast upp úr AIDS og
sfytta sér stundir við það á meðan
hvort betra sé að kalla það ónæmi-
stæringu, alnæmi eða eyðni — eða
hvort velja á þann kostinn að beita
öllum tiltækum ráðum til að stöðva
útbreiðslu sjúkdómsins hér og nú.
Askorun
AIDS er ekki bara mál landlæknis
og heilbrigðisráðherra. Vegna félags-
legrar útskúfunar homma er það
einnig mál dóms- og kirkjumálaráð-
herra, félagsmálaráðherra, mennta-
málaráðherra, flármálaráðherra og
reyndar þjóðarinnar allrar. Ofan-
greindir embættismenn veiða þó
persónulega að taka á sig þá ábyrgð
sem felst í því að haida að sér hönd-
um og hefja ekki þegar í stað
raunhæft og virkt vamarstarf. Ekki
vilja þeir ganga milli sjúkrarúmanna
á 1.200 manna sjúkrahúsi eftir 10
ár og velta fyrir sér hve mörg dauðs-
föll skrifist beint á þeirra persónulega
reikning. Þótt þessi háu embætti séu
„veitt" af forseta íslands verða þeir
að sýna það í verki að þeir eru í vinnu
hjá fólkinu á landinu en ekki herrar
þess.
Því fleiri sem smitast því erfiðara
verður að eiga við vandann og verði
ekki hafist handa strax getur vandinn
oiðið óviðráðanlegur. Það er hægt
að hefta útbreiðslu sjúkdómsins með
fræðslu og forvamarstarfi. Sumum
þykir kannski óþægilegt og jafnvel
dónalegt að viðurkenna homma fyrr
en þeir em oiðnir sjúklingar á
spitölunum en það bjargar mannslíf-
um.
AIDS-neftid Samtakanna ’78
skorar hér með á Alþingi og ríkis-
stjóm að taka afetöðu til þeirrar
rökfærslu sem fram hefur komið f
þessari grein, taka upp nýja stefnu
gagnvart samkynhneigðum þjóðfé-
lagsþegnum og veita þeim aðilum
sem vilja takast á við AIDS-vandann
af raunsæi nauðsynlegan flárstuðn-
ing.
Höfundurá sæti í AIDS-nefnd Sam-
takanmt '78, og ritnr grein þessa
fyrir hennar hönd.
4Ú&£^£4^LjULJULJ../ l lí l 1- L J_i_L.L.1A.A
*- X IÍL liL *- *L JL JL JL JL JL JL JL JL JL JL JL JL JL JL JL JL JL JL
wW'öðtrostcoíwccswccBecsacBSBcs: srccscossrcoœajw
♦ ♦ 4’ 4»
a a n. a 3.
I i I i i
& s* nr ít fr
a a 3. a 3. 3.
f f f
cc s:cc sccdo: csccd: sc sc sc 05 ce ■ w
3. 3. 3. 3. a 3. 3. 3. 3. 3. 3. 3. 3. 3. 3.
f I 1 f i f f f 1 f I f I 1 I
333333333353335
f u n f s fí n ff n t
13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25
, ♦ ♦ * ♦ l ♦ ♦ + + + + + + + + + + +
— Enn gagnlegri og dýrmætari en áður
Encydopædia
Brífánnica 1986
Ný sending komin af 1986-útgáfunni.
32 stór bindi, yfir 30.000 bls., + nýja árbókin 1986, sem inni-
heldur nú „World Data“.
Nýtt tilboð:
Verð kr. 52.600.oo, útborgun aðeins kr. 8.200.OO og kr.
3.700.OO á mánuAi í 12 mánuöi + vextir.
Staögreiðsluverd kr. 47.340.oo.
Fjárfesting sem vit er I.
Bókabúð Steinars, »?S!,ræ,i7'
VIÐ MINNTJM Á
ur JL W JL. JL JL JL»^V JL. .J^jÉl.
SKRIFBORB
MARGAR STÆRBLR
VÉLRiniNARBORB
TÖLVIIBORB
SKÁPAEININSAR
HILLIIEININGAR
Húsgagnaverslun, Reykjavikurvegi 68, Hafnarfiröi, a. 54343.
Okkar frábæru barna- og unglingahúsgögn.
Fjölbreyttasta úrval sem völ er á.
Shrifstofuhúsgögn
Skrifbord 90x180 kr. 14.400
SENDUM UM ALLT LAND