Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
7
Margur bankabrandarinn var látinn fjúka á kynningarfundinum á Selfossi. Hér eru Stuðmenn að flytja
lagið um Svarta Pétur, sem ruddist inn í banka og þeysti burt með digran sjóð.
Iðnaðarbankinn:
Alreikningur kynntur
með nýstárlegum hætti
FORRÁÐAMENN Iðnaðar-
bankans boðuðu starfsmenn
sína á óvenjulegan fund sl.
sunnudag. í stað þess að sitja
reykmettað fundarherbergi
i húsakynnum bankans, var
öllu starfsfólkinu, ásamt
mökum, alls um 400 manns,
boðið til kvöldverðar á Hótel
Selfossi, en mikil leynd
hvíldi yfir tilefni fundarins.
Áður en snúið var heim á
leið um kvöldið, voru starfs-
mennirnir margs vísari um
nýja þjónustu, sem bankinn
mun bjóða viðskiptavinum
sínum í byrjun næstu viku,
auk þess sem þeir höfðu
gætt sér á sjávarréttum að
hætti Selfyssinga og hlýtt á
hljómsveitina Stuðmenn.
Bankinn mun hefja kynningu
þessari nýju þjónustu í lok vikunn-
ar, en um er að ræða nýjan
reikning, svokallaðan „Alreikn-
ing“ og verður hann kynntur með
0
INNLENT
kjörorðinu „Einn fyrir alla.“
Fjöldi manns hefur unnið að
undirbúningi „Alreikningsins" í
langan tíma og mæltist það vel
fyrir hjá starfsmönnum að þjón-
ustan skyldi kynnt innan bankans
á þennan nýstárlega máta. Þá
hafa sérstakir fulltrúar í hvetju
útibúi verið í nokkurra vikna þjálf-
un og munu þeir halda áfram
kynningunni á „Alreikningnum" á
sínum vinnustöðum.
„Það er mikilvægt að kynna
starfsemina fyrir starfsfólkinu
sjálfu," sagði Þorbjörg Kristín
Jonsdóttir, aðstoðarmarkaðsstjóri
bankans. „Það er endalaust hægt
að eyða peningum í aukna og
bætta þjónustu, en slíkt ber ekki
árangur nema afgreiðslufólkinu
sé einnig kunnugt um hvað um
er að vera.“
Eftirvæntingin var mikil í salar-
kynnum hótelsins áður en í ljós
kom hvaða nýjung í þjónustu átti
að kynna, en Stuðmenn styttu
starfsfólkinu biðina með söng og
leik og fluttu m.a. bankalagið vin-
sæla um Svarta Pétur. Eftir
matinn var svo dreift umslögum,
sem ekki var leyfilegt að opna,
fyrr en bankastjórinn, Valur Vals-
son, kynnti innihald þeirra. Þegar
leyndarmálið um „Alreikninginn"
var upplýst, voru sýndar fimm
sjónvarpsauglýsingar, sem koma
væntaniega fyrir sjónir lands-
manna um helgina.
Stuðmenn héldu síðan áfram
Artúnsbrekka:
Tólf bifreiðar í
f imm árekstrum
TÓLF bifreiðar skemmdust í
fimm árekstrum í Artúnsbrekku
í gær og i fyrradag.
Á mánudag skullu flórar bifreið-
ar saman neðst í Ártúnsbrekku.
Varð áreksturinn með þeim hætti
að vörubifreið var hemlað snögg-
lega, en við það snerist hún á
veginum og skall utan í þremur
bifreiðum. Talið er að Lada-bifreið
hafi verið ekið í veg fyrir vörubif-
reiðina frá afleggjara neðst í
Bíldshöfða. Slysarannsóknardeild
lögreglunnar í Reykjavík óskar eft-
ir að ökumaður Lödunnar gefi sig
fram, eða þeir sem vitni hafa orðið
að atburðinum.
í gærmorgun skemmdust átta
bifreiðar í Ártúnsbrekkunni. Urðu
árekstrar þeirra allir um áttaleytið
um morguninn, en þó skullu ekki
saman fleiri en tvær bifreiðar í einu.
Þá skullu saman fjórar bifreiðar á
Miklubraut við Skeifuna í gær.
Engin meiðsli urðu á fólki í þessum
óhöppum.
að skemmta starfsfólkinu yfir
kaffinu og var loks haldið heim á
leið um miðnætti.
Maður finnst
látinn í íbúð
sinni á Flat-
eyri
ísafirði:
TÆPLEGA sextugnr maður
fannst látinn í íbúð sinni á
Flateyri sl. mánudag. Þar
sem hann var einstæðingxir
og ekki var fyllilega vitað
hvernig dauða hans bar að
höndum, fór lögreglurann-
sókn fram eins og venja er.
í ljós kom að maðurinn hafði
lent í ryskingum aðfaranótt
sunnudags og var sá sem þar
átti hlut að máli yfirheyrður
ásamt einhverjum öðrum. Að
sögn sýslumannsins í Vestur-
ísafjarðarsýslu, Péturs Haf-
stein, er ekki ástæða til að
tengja átökin dauða mannsins.
Niðurstöður krufningar liggja
ekki fyrir en sýslumaður telur
ekki frekari aðgerða þörf í
málinu að svo komnu.
Úlfar
Anna Aslaug Ragnarsdóttir
Norrænir tónlistardagar
Tónleikar í
Langholtskirkju.
ANNA Aslaug Ragnarsdóttir
píanóleikari heldur einleikstónleika
í kvöld í Langholtskirkju og hefiast
þeir kl. 20.30.
Tónleikamir eru hluti Norrænna
tónlistardaga sem standa yfir þessa
viku.
Anna Aslaug mun flytja fjögur
verk eftir norræn tónskáld. Verkin
eru:
„Akilles og skjaldbakan" (Achiles
og skildpadden) eftir Per Nörgard,
Turbulens-Laminar op. 93 eftir
Ib Nörholm,
Píanósónatan „Glerkaktus" eftir
Tapio Nevanlinna
og Fimm prelúdíur eftir Hjálmar
R. Ragnarsson.
V
9% hækkun á
húsaleigu
LEIGA fyrir íbúðarhúsnæði og at-
vinnuhúsnæði hækkar um 9% frá
og með októberbyijun 1986, sam-
kvæmt tilkynningu frá Hagstofu
íslands.
*.
^ aó ^e'
5
^ V’