Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
Niður með tann-
læknataxtana
Samninganefnd TRstendur sig illa
„Það þarf í fyrsta lagi
eftir Hörð Bergmann
Greinar í Morgunblaðinu eftir
þá sem takast nú á um gjaldskrá
fyrir þann hluta tannlækninga
sem greiddur er af Trygginga-
stofnun ríkisins tala skýru máli
um tvennt: 1) Taxtar tannlækna
eru of háir. 2) Samninganefnd
Tryggingastofnunar stendur sig
illa við að reyna að ná þeim niður.
í fyrri hluta þessarar greinar
verður bent á hvernig þetta birtíst
— en í seinni hlutanum verður
fjallað um hvemig við getum náð
töxtunum niður — og dregið úr
kostnaði vegna tannlækninga yfir-
leitt.
Háir taxtar á
veikum grunni
Helgi V. Jónsson, formaður samn-
inganefndar TR, segir frá því í grein
í Mbl. 23. sept. að í gjaldskrá heil-
brigðisráðherra fyrir þau tannlækna-
verk sem Tryggingastofnun greiðir,
sé miðað við „ ... að tímagjald sé
kr. 2.700, en sérfræðings kr. 3.780.“
í þeirri gjaldskrá sem tannlæknar
nota utan tryggingakerfisins er taxt-
inn enn hærri: Tannlæknir 2.880. á
tímann og sérfræðingur 4.032. Á
þessum grunni verða til reikningar
fyrir tannlæknaþjónustu sem lág-
launafóik á erfítt með að greiða —
og neyðist því oft til að fresta tann-
viðgerðum eða fara ódýrari leiðir.
Þeir sem vilja gera sitt til að hafna
stöðu og möguleika þegnanna hafa
því augijóslega verk að vinna á þess-
um vettvangi.
Sú reynsla, sem fengin er af því
að láta þriðja aðila (ríkið) boiga lækn-
isverk, gefur ekki tilefiii til að við
förum að láta ríkið borga frekari
hlut í tannlækningum en það gerir
nú. Einna dapurlegast er að minnast
þeirrar reynslu sem fengin er af
starfi samninganefnda Trygginga-
stofnunar. Enn ætti mönnum t.d. að
vera í fersku minni undrunin sem
greip um sig innan veggja stofiiunar-
innar þegar þangað tóku að streyma
reikningar upp á 200—500 þúsund á
haustmánuðum í fyrra fyrir mánað-
arlega aukavinnu sérfræðinga í
læknastétt. Afleiðing nýgerðra samn-
inga!
Lýsing formanns samninganefnd-
ar TR í áðumefndri Morgunblaðs-
grein á þeirri þekkingu sem neftidin
leggur upp með í slaginn við aðra
harðsvíraða sérfræðingastétt, tann-
lækna, gefur alvarlegt tileftii til að
farið verði í sumana á starfi nefndar-
innar. Sex árum eftir að Trygginga-
stofnun segir samningum við
tannlækna upp í því skyni að ná
þeim niður (eða hvað?) er þetta lýsing
formanns samninganeftidarinnar á
ástandinu hjá sér
„Engar upplýsingar liggja fyrir um
tekjur tannlækna.
Ofullnægjandi upplýsingar liggja
fyrir um Qölda þeirra vinnustunda
tannlækna, sem með sanngimi má
að koma á samkeppni
milli tannlæknastofa um
verð á þjónustu þeirra.
Það er fyllilega orðið
tímabært að innleiða
raunverulega sam-
keppni á þessu sviði eins
og öðrum.“
gera ráð fyrir að þeir geti selt út.
Engar upplýsingar liggja fyrir um
hversu langan tíma einstök læknis-
verk taka.
Rekstrarkostnaður tanniækna-
stofa virðist mismunandi."
Það er ekki hægt annað en vor-
kenna bæði ijármálaráðherranum og
skattborgurunum sem verða að súpa
seyðið af samningum nefndar sem
mætir þannig í stakkinn búin til að
takast á um gjaldskrá. Málið ber
einnig að skoða í því samhengi að
góð þekking innan Tryggingastofn-
unar og heilbrigðisráðuneytis á því
sem tannlæknar byggja gjaldskrá
sína á mundi auðvelda það verkefni
að afnema þá möguleika sem stéttin
hefur nú á að setja einhliða gjaldskrá
eftir sínum hentugleikum.
Undarlegur könnunar-
leiðangur
Mér finnst raunar dáldið skrítið
að málsvarar hins opinbera í tann-
læknadeilunni skuli leggja svona
mikla áherslu á að opinbera þekking-
arleysi sitt á forsendum sem þeir eiga
að þekkja. Þannig að heilbrigðisráð-
herra kveðst hafa „ ... falið yfirtann-
lækni ráðuneytisins að fara sérstaka
kynnisför til nágrannalanda til að
gera úttekt á samsetningu tannlækn-
iskostnaðar þar.“ í Mbl. 13. sept.
greinir ráðherrann einnig frá því að
formaður Tannlæknafélagsins hafi
rætt við sig „... og óskað tilstyrks
ráðuneytisins til að senda einnig
þeirra fulltrúa í þá för ásamt fulltrúa
Tryggingastofnunar." Ragnhildur
Helgadóttir greinir þama frá því að
hún hafi fallist á þessa tillögu. Það
hlýtur að vekja sérstaka ánægju þjóð-
arinnar að þessar virðulegu stofnanir
og æðsti yfirmaður þeirra skuli nú
hafa fundið ráð til að afla upplýsinga
sem ekki tókst að afla á þessum
vettvangi undanfarin sex ár. Þrátt
fyrir miklar framfarir í hvers konar
íjarskiptum og skjót viðbrögð ráðu-
neyta og stofnana á Norðurlöndum
og víðar þegar leitað er upplýsinga
hjá þeim bréflega eða símleiðis! Sér-
staka ánægju hlýtur það að vekja
að fá að borga undir einn tannlækni
í þessum nýstárlega könnunarleið-
angri svo að embættismennimir
villist ekki í sannleiksleit sinni.
Gleymdar upplýsingar?
Einnig undrar mig nokkuð að ný-
legar opinberar upplýsingar um
þróun tannlæknataxta á íslandi skuli
ekki hafa verið dregnar inn í umræð-
una. Það kom fram í skriflegu svari
viðskiptaráðherra á alþingi 20. júní
í fyrra við fyrirspum frá Jóhönnu
Sigurðardóttur að tannlæknataxtar
hefðu hækkað mun meira en almenn
laun á undanfömum árum. Tímabilið
1. des. 1981 til 1. maí 1985 hækk-
uðu laun almennt 198% en tann-
læknataxtar 291,5%, launaliðurinn
hvorki meira né minna en tæp 295%
og rekstrarliðurinn rúm 283%.
Þróun tannlæknataxta, fengin
rejmsla og ný viðhorf gefa tileftii til
róttækra aðgerða til að lækka þann
kostnað sem hvilir á herðum almenn-
ings vegna tannskemmda. Tillögur
þar að lútandi verða settar fram hér
í lokin og skýrðar stuttlega.
Tillögnr til úrbóta
Það þarf í fyrsta iagi að koma á
samkeppni milli tannlæknastofa um
verð á þjónustu þeirra. Það er fylli-
lega oiðið tímabært að innleiða
raunverulega samkeppni á þessu
sviði eins og öðmm. Ftilltrúar tann-
lækna lýstu því yfir á blaðamanna-
fundi í ágúst að þeir mundu ekki
virða gjaldskrá ráðherra vegna þess
að þeir vildu ekki bijóta lög um veið-
lag og samkeppnishömlur, sem
banna samráð um verðlagningu,
heldur hafa gjaldskrá sem væri „að-
eins til leiðbeiningar".
Svona yfirlýsingar ber auðvitað
ekki að taka alvarlega fyrr en tann-
Iæknar sýna í raun að þeir bjóði
mismunandi veið. Vafalaust eru
Norræna garðyrkjufélagið von-
ast eftir farsælu samstarfi við
Landbúnaðarháskólann að Ási, sem
er einn virtasti skóli á sínu sviði á
Norðurlöndum.
Norðurlandaráð hefur þegar sýnt
áætluninni mikinn velvilja og veitt
Norrænu garðmenningarmiðstöð-
inni nokkum styrk til skipulagning-
Hörður Bergmann
ýmsir tannlæknar til í samkeppni og
geta grætt á henni. Enn aðrir eru
að líkindum til með að leggja sitt af
mörkum til þess að lágiaunafólk geti
leitað til þeirra með góðu móti og
kynnu að vilja bjóða lægra veið af
hugsjónaástaeðum.
Þá lækna sem vilja gera eitthvað
áþreifanlegt til að lækka veið á þjón-
ustu sinni þarf að styrkja með
opinberum aðgeiðum, s.s. útleigu á
fullbúnum stofum til ungra tann-
lækna. (Sveitarfélög og ríkið). Einnig
væri hægt að láta tannlækna sem
vilja lækka taxta sína fá tolla og
aðflutningsgjöld á tækjum felld nið-
ur. Þetta gæti jafnað aðstöðumun
þeirra sem eru að byija og þeirra sem
eru búnir að afskrifa tækin.
Ríkið getur einnig gert sitt tíl að
auka samkeppni á þessu sviði með
því að opna aðgang að tannlækna-
deild háskólans upp á gátt, og með
því að gera erlendum tannlæknum
auðvelt að fá hér atvinnuleyfi. Einnig
má gera tannlækningar ódýrari með
því að stofria til skemmra náms í
tannlæknadeild auk þess sem nú
ar svæðisins. Það er von þeirra, sem
að menningarmiðstöðinni standa,
að Norðurlandaráð og ýmsar fleiri
stofnanir og fyrirtæki á Norður-
löndum styðji við bakið á miðstöð-
inni meðan hún er að festa rætur.
Verkefni Norrænu garðmenning-
armiðstöðvarinnar verða ijölþætt.
Betur þarf að opna augu manna
stendur til boða að veita þeim sem
því ljúka rétt til að annast almennar
einfaldar tannviðgerðir. Það gildir
jafnt á þessu sviði sem öðrum að
auldn tækni gerir ýmislegt í starfinu
auðveldara en fyrr — og veldur því
að minni þjálfun og þekkingu þarf
til að gegna því en haldið er fram
af þeim sem ætla að krækja sér í
góð laun út á endalausar kröfur um
lengri skólagöngu og meiri sérfræði-
þekldngu til að öðlast starfsréttindi
í greininni.
Sé málið skoðað í víðara samhengi
en því að ná niður töxtum er auðvit-
að mikilvægast að fólk geri sitt til
að draga úr kostnaði vegna tann-
lækninga hjá sjálfii sér og bömum
sínum með árvekni og ábyrgðartil-
finningu. Með eigin tannvemd.
Reynsla annarra Norðurlandaþjóða
sýnir að unnt er að komast nálægt
því að útrýma tannskemmdum með
markvissu forvamarstafi. Hér virðist
hinsvegar sáralitið hafa áunnist og
takmarkaður áhugi hjá ríkinu og
sveitarfélögunum að losna við að
henda milljónatugum í viðgerðahítina
ár hvert. Enginn tannfræðingur
starfar nú hjá því opinbera og tekjur
Tannvemdarsjóðs eru ekki notaðar
jafnóðum til þess sem þær eru ætlað-
ar. í hann rennur 1% af tannlækna-
kostnaði sem Tryggingastofnun
greiðir ár hvert og ég sé í síðasta
hefti tímarits stofiiunarinnar, „Fé-
lagsmál", að eignir sjóðsins em alltaf
að aukast. Tekjur umfram gjöld vom
1,3 milljónir í fyrra og eigið fé nær
6 milljónir.
Hvað með að byija á því einfald-
asta og nota peningana sem bíða í
Tannvemdarsjóði tíl að reyna að
draga úr kostnaði almennings og
hins opinbera vegna tannskemmda?
Hefur ekki einhver í ríkisstjóminni
áhuga á að spara?
Höfundur er kennarí ogstarfar
sem fræðslufulltrúi vinnueftiriits
rúdains.
fyirir fegmn og snyrtingu umhverf-
is íbúðasvæða, baeði á einkalóðum,
iðnaðarlóðum, umhverfis opinberar
byggingar, í skrúðgörðum og á al-
mennum útivistarsvæðum. Upplýs-
ingamiðlun verður mikilvægur
þáttur í starfseminni, þar sem miðl-
að verður niðurstöðum rannsókna
á sviði ræktunarmála.
Haldin verða námskeið og mun
Landbúnaðarháskólinn að Ási
leggja menningarmiðstöðinni til
ýmis konar aðstöðu fyrir nám-
skeiðahald, ræktunartilraunir og
skipulagningu.
^ ^ ^ ^ ^ ^ in.ir ^ ^
plíirfiiimpimpiip
Metsölublað á hverjum degi! OD cn hO
Norræna garðyrkjufélagið:
Norræn garðmenn-
ingarmiðstöð að Asi
NORRÆNA garðmenningarmiðstöðin er orðin að veruleika, en hún
hefur verið draumur Norræna garðyrkjufélagsins í mörg ár. Norska
rikisstjórnin gerði drauminn að veruleika, en hún hefur, að tilskildu
samþykki norska Stórþingsins, boðið Norræna garðyrkjufélaginu
endurgjaldslaust 20 hektara svæði af landi Landbúnaðarháskólans
að Ási fyrir Norrænu garðmenningarmiðstöðina.
Heba heldur við heilsunni
Októbernámskeið hefjast í dag. Nokkur pláss laus._
Erobik — Fonda-byrjendaflokkar, fram-
haldsflokkar, megrunarkúrar — sauna,
Ijós.
Dag- og kvöldtímar, tvisvar og fjórum sinn-
um íviku.
í Hebu geta allar konur á
öllum aldri fundið eitthvað
við sitt hæfi.
Innritun og upplýsingar í
símum: 42360 og 41309.
Kennari:
Elísabet Hannesdóttir
íþróttakennari.
Heílsuræktin HEBA
Auðbrekku 14 — Kópavogi