Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Evgeni Kosarev sendiherra Sovétríkjanna á Islandi: „Gorbachev stakk upp á Reykjavík“ Ekki vitað hvort eiginkonur leiðtoganna verða með í förinni hingað til lands EVGENI KOSAREV sendiherra Sovétríkjanna á íslandi segir að Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna hafi lagt til við Reagan, Bandaríkjaforseta að þeir hittust á íslandi, og að Reagan hafi samþykkt þá tillögu hans. Þetta sagði Kosarev í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. Kosarev sagði að Sovétmenn hefðu verið reiðubúnir til þess að hitta Reagan að máli í hvaða borg sem væri í heiminum. Þeir hefðu verið reiðubúnir að fara til Vínar, til Genfar, og jafnvel til Hirosima. Aðrar borgir hafí kannski ekki hentað Reagan á þessu stigi, en Reykjavík hafí hentað báðum aðilum. Kosarev var spurður hvort hér væri um stefnubreytingu að ræða, hjá Sovétmönnum, að velja höfuðborg aðildarríkis Norður-Atlantshafsbandalags- ins sem fundarstað leiðtöga risaveldanna: „Nei, hér er ekki um nokkra stefnubreytingu að ræða hjá Sovétríkjunum," sagði Kosarev, „aðalmarkmið Sov- étríkjanna er að efla friðinn í heiminum, með það að markmiði að við lifum í lgamorkuvopna- lausum heimi árið 2000.“ Kosarev sagðist ekki enn vita hvort eiginkonur leiðtoganna yrðu með í förinni hingað til lands, eða ekki. Sagðist reyndar eiga eftir að fá allar nánari upp- lýsingar um sendinefndina sem kæmi hingað frá Sovétríkjunum. MorgunbUðid/Þorkell Evgeni Kosarev t sendiherrabú- stað Sovétríkjanna í Reykjavík í gærkveldi. Flugleiðir: „Alltbúið að vera snarvitlaust“ - sagði Sveinn Sæmunds- son hjá Flugleiðum UM leið og fréttist að fundur Reagans og Gorbachevs yrði haldinn hér á landi daganna 11. og 12. október, var hringt úr öllum heimshornum á skrifstofu Flugleiða með fyrirspurn um ferðir til landsins og möguleika á gistingu. Að sögn Sveins Sæmundssonar, hjá Flugleiðum, hringi síminn við- stöðulaust á skrifstofu félagsins og gestamóttöku Hótel Loftleiða og Esju, frá klukkan 14:00 í gærdag eftir að ljóst var hvar leiðtogamir mundu hittast. Búist er við að í dag verði tekin ákvörðun um að bæta inn flugferðum dagana fyrir fund- inn. „Það er merkilegt að ísland skuli verða fyrir valinu sem fundar- staður þjóðarleiðtoga í annað sinn og ég held að þetta sé margra doll- arar virði sem auglýsing fyrir landið," sagði Sveinn. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt norður af Vestfjörðum er 973 millibara lægð á leið í norðaustur og lægðardrag í suðvestur ó Grænlandshaf sem þokast í austur. SPÁ: Norðvestanátt verður ríkjandi á landinu, víða slydduél á an- nesjum norðan- og vestanlands en bjartviðri sunnan- og austan- lands. Nokkuð kólnar í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Allhvöss norðvestanátt, víða skúrir eða él á vest- ur- og norðurlandi en að mestu úrkomulaust sunnanlands. Hiti á bilinu 2-4 stig. FÖSTUDAGUR: Fremur hæg vestanátt á landinu. Skúrir sunnan- og vestanlands en bjartviðri ó austur- og suöausturlandi. Hiti ó bilinu 4-6 stig. TAKN: Heiðskírt 'Ci Léttskýjað •Öt Hálfskýjað Ský'að Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hhastig: 10 gráður á Celsius \j Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veóur Akureyri 10 ekúr ReyVjivík 7 rigning Bergen 11 þokumóAa Helsinld 8 akýjað Jan Mayen 4 rigning Keupmennah. 16 akýjaö Naraaeraeuaq -2 akýjað Nuuk -4 lóttskýjað Oaló 9 skýjað Stokkhólmur 10 akýjað Þórshöfn 12 skýjað Atgarve 25 heiðskfrt Amaterdam 14 þokumóða Aþena vantar Barceiona 23 skýjað Bertin 15 hélfskýjað Chlcago 18 rignlng Giaagow 17 Mttakýjað Feneyjar 24 Mttakýjað Frankfurt 20 hólfsltýjað Hamborg 14 akýjað LasPalmas vantar London 14 mlstur Los Angeies 15 helðskfrt Lúxemborg 18 hólfskýjað Madrfd 21 hátfskýjað Malaga 28 skýjað Mallorca 20 rigning Mlami 26 akýjað Montreal 20 akúr Nice 26 Mttskýjað NewYorfc 21 mistur Parfs 19 Mttskýjað Róm 26 haíðakfrt Vfh 18 Mttskýjað Washlngton 22 þokumóða Wlnnlpeg 5 Mttskýjað Fundur Reagans og Gorbachev: Áttatíu manns koma frá NBC „MEÐ góðri samvinnu við hótelin tókst okkur að koma fyrir 80 manna hóp frá bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson forstjóri ferðaskrifstofunnar Útsýn. Ferðaskrifstof- nnni barst í gær beiðni um að taka á móti starfsmönnum NBC stöðvarinnar og sjá um allan aðbúnað þeirra á meðan á dvöl þeirra stendur. Ingólfur sagði að þeir fyrstu úr hópnum kæmu til landsins þegar í dag og muni dvelja fram til 13. október. Beiðni um aðstoð kom frá skrifstofu American express í Bandaríkjunum, en ferðaskrifstof- an Útsýn er umboðsaðili þeirra hér á landi. „Nú hefðum við þurft að hafa stórt hótel,“ sagði Ingólfur. „Það er fyrirsjáanlegt að Reykjavík getur ekki hýst nema brot af þeim sem vilja fylgjast með atburðunum hér.“ Ingólfur taldi að í Reykjavík væru um eitt þúsund hótelherbergi og hefðu þau öll verið bókuð á tveimur klukkustundum í gær. Hót- elin voru nokkuð vel bókuð næstu tvær helgar vegna vaxandi vin- sælda sem helgarferðir frá Banda- ríkjunum njóta. Póstur og sími: „Reynum að mæta þörfum gestanna“ -segir Ólafur Tómasson, póst- og símamálastj óri „ÉG vona að við getum leyst úr þeim vanda sem óneitanlega skapast þegar svo margir þurfa að nota þjónustu okkar,“ sagði Ólafur Tómasson, póst- og símamálastj óri, er hann var inntur eftir því hvernig Póstur og sími mun bregðast við auknu álagi vegna fundar Reagans og Gorbachevs hér á landi. Ólafur sagði að í gær hefðu farið að streyma inn óskir frá aðilum erlendis um sjónvarps- sendingar héðan. „Við reynum að mæta þessum þörfum, en auðvitað getur það orðið erfítt," sagði Ólafur. „Það skýrist á næstu dögum hve margir blaða- menn munu koma, en nú er ýmist sagt að þeir verði nokkur hundruð eða jafnvel tvö til þijú þúsund. Álagjð á símkerfíð verð- ur gífurlegt. Núna höfum við um 210-215 línur fyrir síma til út- landa og þar af eru um 180-190 fyrir tal, en hinar línumar fyrir telex og annað slíkt. Það getur orðið erfítt að bæta við með svo skömmum fyrirvara. Þá hafa engar beiðnir borist um bein sambönd við útlönd, en líklegt þykir mér að slíkar óskir sem varða þarfir leiðtoganna sjálfra og þeirra fylgdarlið berist til utanríkisráðuneytisins og for- sætisráðuneytisins. “ Ólafur sagði að þau verkefni sem Póstur og sími fengi nú væru stærri en áður hefur verið glímt við á svo skömmum tíma. „Það var heilmikið umstang þeg- ar Nixon og Pompidou voru hér árið 1973, en núna er allt miklu stærra í sniðum. Fjöldi frétta- manna og fjölmiðlafyrirtækja hefur aukist mikið síðan þá, en ég sé enga ástæðu til að vera óttasleginn þótt verkefnið sé stórt. Við setjum upp öll tiltæk tæki til að bjóða upp á mismun- andi þjónustu og gerum okkar besta," sagði póst- og símamála- sljóri að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.