Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
33
AKUREYRI
Kópasker: j
200 tonn af rækjuj
á tveim mánuðum
Sjöfn selur og
leggur gólf-
efni í Póllandi
EFNAVERKSMIÐJAN Sjöfn
hefur gert samning um sölu &
25-30 tonnum af gólfefni til Pól-
lands. Þar verður efnið lagt á
vinnsluþilför, snyrtingar og
stakkageymslur sex islenskra
togara - Japanstogara svokall-
aðra - sem fara á nœstunni
þangað í endurbœtur. Menn frá
Sjöfn sjá um lagningu efnisins í
fyrstu tvo togarana og kenna
heimamönnum jafnframt hvern-
ig á með það að fara.
í hvert skip verða lagðir um 300
fermetrar af gólfefninu úretan-
kvarts, alls því um 1800 fermetra
í togarana sex og er reiknað með
að á þann flöt þurfi 25-30 tonn af
efninu.
Fyrsta sendingin til Póllands fer
af stað 6. október.
Samningurinn er að verðmæti
ríflega 3 milljóna króna.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þeir bestu hjá Þór heiðraðir
KNATTSPYRNUDEILD Þórs
hélt uppskeruhátíð sína um
síðustu helgi og þar var lýst kjöri
knattspyrnumanns ársins í hverj-
um flokki. Það eru þjálfarar
flokkanna sem velja besta mann-
inn hjá þeim yngri en i eldri
flokkunum eru það leikmenn
sjáifir sem kjósa.
Þeir sem heiðraðir voru fengu
styttu að gjöf ásamt íþróttatösku.
Á myndinni má sjá þá bestu
ásamt Jónasi Hallgrímssyni, fram-
kvæmdastjóra knattspymudeildar
og Áma Gunnarssyni formanni
deildarinnar. f aftari röð em, frá
vinstri: Guðmundur Benediktsson
(5. flokki), Aðalsteinn Pálsson (4.
flokki), Harpa Örvarsdóttir (3.
flokki), Ármann Héðinsson (3.
flokki), Kristján Ömólfsson (6.
flokki) ogÁmi Gunnarsson. í fremri
röð em, frá vinstri: Jónas Hallgrí-
msson, Jónas Róbertsson (meistara-
flokki), Ingigerður Júlíusdóttir
(meistaraflokki), Jómnn Jóhannes-
dóttir (2. flokki) og Kristinn
Hreinsson (2. flokki).
Starfsfólk Ríkisúvarpsins á Akureyri; frá vinstri: Björn Sigmundsson tæknistjóri, Þórir Jökull Þorsteins-
son fréttamaður, Inga Eydal dagskráirgerðamaður, Finnur Magnús Gunnlaugsson dagskrárgerðamaður,
Sigríður Guðnadóttir skrifstofumaður, Bergsteinn Gíslason tæknimaður, Björg Þórðardóttir auglýsinga-
stjóri, Erna Indriðadóttir deildarstjóri RÚVAK, Pálmi Matthíasson dagskrárgerðamaður og Gísli
Sigurgeirsson fréttamaður.
Breytingar á svæðisútvarpinu
frá og með morgundeginum
ÚTSENDINGARTÍMI svæðisútvarpsins breytist frá og með deginum
á morgun, fimmtudeginum 2. október, og verður framvegis frá klukk-
an 18.00 til 19.00 alla virka daga og laugardaga. Áður var sent út
frá kl. 17.03 til kl. 18.30. í tilefni af breytingunni verður opið hús
í útvarpshúsinu, Fjölnisgötu 3a, milli kl. 17.00 og 19.00 á morgun
þar sem öllum verður boðið upp á kaffi og pönnukökur og leyft að
skoða húsnæðið. Þess má geta að engin útsending verður í dag vegna
lýsingar á leik Vals og Juventus f Evrópukeppninni f knattspyrnu á
rás 2.
Breytingar verða einnig á dag-
skránni sjálfri frá og með morgun-
deginum. Þá verður svæðisútvarpið
þannig upp byggt að á hveijum
degi verður einn þáttur í umsjá
ákveðins stjómenda, en fréttir og
auglýsingar verða áfram fastir liðir
alla virka daga. Hér verður rennt
yfír dagskrána einsog hún verður:
Á mánudögum stjómar Pálmi
Matthíasson þættinum „Gott og
vel“ en í honum verður megin-
áhersla lögð á íþróttir en jafnframt
fjallað um það sem efst er á baugi
á svæðinu. Þá munu hreppsnefnd-
armenn á svæðinu leiða saman
hesta sína í þessum þætti í spum-
ingakeppni.
Á þriðjudögum verður Finnur
Magnús Gunnlaugsson við stjóm-
völinn í þættinum „Trönur" - en
þar fjallar hann um það sem helst
er á döfinni í menningarlífí svæðis-
ins og mannlífmu almennt.
Gísli Sigurgeirsson stjómar
þættinum „Héðan og þaðan" á
miðvikudögum. Þar verður einkum
flallað um sveitarstjómarmál og
önnur stjómmál. Ema Indriðadóttir
kemur til með að hlaupa í skarðið
fyrir Gísla stöku sinnum.
Finnur Magnús verður aftur við
hljóðnemann á fimmtudögum í
þættinum „Má ég spyija?" þar sem
hann „leitar svara við áleitnum
spumingum hlustenda," eins og
segir í kynningu útvarpsins. Hann
verður líka markaðsstjóri á Mark-
aðstorgi svæðisútvarpsins. Þangað
geta menn hringt ef þeir vilja selja
gamalt dót eða vanhagar um eitt-
hvað. Hver auglýsing kostar 250
krónur - er einskonar smáauglýs-
ing. í þættinum verður leikin tónlist
valin af hlustendum.
Inga Eydal rabbar við hlustendur
á föstudeginum í þættinum „Föstu-
dagsrabb". Hún les kveðjur frá
hlustendum og greinir frá viðburð-
um helgarinnar.
Á laugardögum verður svo þáttur
unglinga og skólafólks þar sem
íjallað verður um allt milli himins
og jarðar sem ungt fólk á öllum
aldri hefur gaman af, að sögn Emu
Indriðadóttur, deilarstjóra Ríkisút-
varpsins á Akureyri. Þátturinn
neftiist „Um að gera“. Þar verða
krakkar við stjómvölinn.
Elías Héðinsson og Þorbjöm
Broddason framkvæmdu í septem-
ber skyndikönnum á hlustun á
svæðisútvarpinu. Helstu niðurstöð-
ur hennar vom þessar:
„Svæðisútvarp Akureyrar og ná-
grennis á góðan hljómgmnn meðal
hlustenda.
Stöðin á mestan stuðning meðal
fólks á þrítugs- og fertugsaldri.
Sú hugmynd að komið verði í veg
fyrir skömn rásar 2 og svæðisút-
varps á mjög eindreginn stuðning
meðal svarenda.
Sfðdegistíminn (fyrir kvöldfrétt-
ir) er eftirsóttasti útsendingartími
svæðisútvarps. Næstbesti tíminn er
snemma á morgnana.
Draga má þá ályktun af nokkmm
helstu umkvörtunarefnum svarenda
að fólki fínnist nokkur viðvanings-
bragur á svæðisútvarpinu. “
Vantar fólk í vinnu
NÆG atvinna er nú á Kópa-
skerí. Um 90 manns eru við vinnu
í sláturhúsinu, og rækjuveiðar
hafa gengið vel, um 200 tonnum
hefur veríð landað á tveim mán-
uðum.
Slátmn hófst 11. september og
er búist við að henni verði lokið um
10. október. Um 25 þúsund lömbum
verður slátrað að þessu sinni.
Rækjuveiðar hafa gengið vel það
sem af er. Þróunarskipið Fengur
hefur verið leigt til veiðanna, en
auk þess hafa togarar frá Raufar-
höfn og Þórshöfn landað á Kópa-
skeri auk báta frá Vopnafírði og
Bakkafirði. Að sögn Bjöms Guð-
mundssonar oddvita hefur hreppur-
inn gert árangurslausar tilraunir til
skipakaupa, en söluverð jafnan ver-
ið langt yfír tryggingarverði. „Við
leigðum Feng til tveggja máaða,
en vonumst til að hafa hann leng-
ur, helst sem lengst."
Um 15 manns starfa nú í rækju-
vinnslunni. Umræður um nýjar
atvinnugreinar fara nú fram,
hreppsnefn hefur boðað til fundar
Árai Helgason skipstjóri á
Fagranesi frá Þórshöfn, en skip-
ið landaði á Kópaskerí i fyrra-
dag.
þar sem m.a. verða ræddir nýir |
atvinnumöguleikar, svo sem hug- í
myndir um smáiðnað, nýjar bú- >
greinar og eflingu ferðamannaþjón- ‘.
ustu.
Hjónin Guðbjörg Vignisdóttir hreppstjórí og Björa Guðmundsson
oddviti Presthólahrepps á skrífstofunni á Kópaskerí.