Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
Skýrsla Ragnars Kjartans-
sonar til fyrrum hluthafa
og starfsfólks Hafskips hf.
Morgunblaðinu hefur borizt til
birtingar skýrsla, sem Ragnar
Kjartansson, fv. stjórnarformað-
ur Hafskips hf., hefur ritað
fyrrum hluthöfum og starfsfólki
fyrirtækisins. Fer hún hér á eft-
ir í heild:
Allt frá því í júní s.l. hefi ég
beðið eftir aðstæðum til að skrifa
fyrrum hluthöfum Hafskips hf. og
samstarfsfólki bréf með upplýsing-
um og sjónarmiðum í lqolfar gjald-
þrots félagsins. Hefi ég af nokkurri
óþreyju beðið þess að RLR lyki
rannsókn sinni á meintum sakar-
giftum byggðum á skýrslu Skiptar-
áðandans í Reykjavík og endurskoð-
enda þrotabúsins, en ekki talið rétt
að tjá mig opinberlega fyrr en á
þeim tímamótum.
Meginástæða þessa bréfs er sá
málatilbúnaður að hluthafar Haf-
skips hf. hafí vísvitandi verið
blekktir til þátttöku í hlutafjárút-
boðinu í febrúar 1985, auk annarra
sakargifta, sem ég get ekki lengur
setið undir athugasemdalaust. Vil
ég þar nefna ítrekaðar ásakanir í
fjölmiðlum um persónuleg auðgun-
arbrot og sukk í rekstri. Því er
heldur ekki að leyna að ég tel
ýmislegt athugavert við málatil-
búnað hins opinbera sem í
upphafi má rekja til starfa
skiptaréttarins. Við rannsókn
málsins var ekki gætt þess
grundvallarlögmáls réttarríkis-
ins að kanna skuli jöfnum
höndum sekt og sakleysi þeirra
sem henni sæta. Auk þess olli
þekkingarskortur á rekstri og
starfsháttum skipaútgerða mikl-
um mistökum í rannsókninni. Að
þessum alvarlegu ásökunum verður
vikið nánar síðar í þessu bréfí.
Inngangnr
Aðdraganda gjaldþrotsins má
rekja til margra samverkandi þátta
allt frá árinu 1984. Helstu þættim-
ir eru: 1) verðhrun kaupskipastóls-
ins, 2) brottfall vamarliðsflutninga,
3) taxtahrun á innlendum markaði,
4) verkfall BSRB, 5) óhagstæð
gengisþróun, 6) tap í Atlantshafs-
siglingum.
Starfsskilyrði voru kaupskipaút-
gerð mjög óhagstæð á árunum 1984
og 1985, þótt nú hafi breyst veru-
lega til batnaðar. Hefði olíuverð-
lækkunin og stöðugt gengi, ásamt
lækkandi fjármagnskostnaði, nægt
Hafskip hf. að öðru óbreyttu til
hagnaðarreksturs á árinu 1986.
Fjölmiðlaumfjöllun
Óvægin umfjöllun fjölmiðla mán-
uðina fyrir gjaldþrot og í kjölfar
þess hefur ekki verið til þess fallin
að lyfta hulu af málinu og skýra
það. Umfjöllunin hefur þvert á
móti miðað að því að gera menn
tortryggilega og gefa ímynd meiri-
háttar misferlis og stórfelldra
auðgunarbrota einstaklinga.
Uttekt á þessari umfjöllun á eft-
ir að leiða i ljós, þótt síðar verði,
að trúlega hefur ekki í neinu máli
hin síðari ár, að Geirfínnsmálinu
undanskildu, verið jafn mikið rang-
túlkað í Qölmiðlum. Leiða má að
því gild rök að það moldviðri sem
þyrlað var upp í fjölmiðlum síðustu
vikumar fyrir gjaldþrotið hafí kom-
ið i veg fyrir að unnt væri að ganga
til skynsamlegra nauðarsamninga
og bjarga miklum verðmætum.
Rannsókn skiptaréttar
Ég tel að í málsmeðferð skipta-
réttar hafi orðið mjög alvarleg
mistök, sem leiddu af sér önnur
enn alvarlegri. Mun ég leiða að
því rök.
Samkvæmt lögum fer skiptarétt-
ur með rannsókn gjaldþrotamála,
og er nú orðið deginum ljósara að
skiptarétturinn og starfsmenn hans
hafa mjög mótast af hinni neikvæðu
umfjöllun fjölmiðla.
Skýrslutökur reyndust yfírborðs-
kenndar og voru fáir til kallaðir og
sjaldan. Mér virðist sem aðilar hafí
gengið til leiks með fyrirfram vissu
um gróft misferli og margskonar
sakargiftir.
Þannig gaf ég t.d. aðeins eina
inngangsskýrslu fyrir skiptarétti,
auk stuttrar skýrslu um tvo minni-
háttar málsþætti.
Framkvæmdastjóri markaðssviðs
Hafskips hf. var t.d. aldrei kallaður
til skýrslugjafar, né nokkur sam-
starfsmanna hans, þrátt fyrir
veigamikinn málatilbúnað endur-
skoðenda þrotabúsins um gróft
misferli varðandi afslætti og fleira.
Heðfu þau mál verið könnuð á frum-
stigi, hefði mátt komast hjá öðrum
mistökum eins og síðar verður að
vikið.
Lög- um meðferð opin-
berra mála
Lögin gefa rannsóknaraðilum
skýr fyrirmæli um vinnubrögð.
Skulu þeir miða alla rannsókn sína
við það að leiða hið sanna og rétta
í Ijós í hveiju máli, sem þeir hafa
til meðferðar, og rannsaka jöfnum
höndum þau atriði, sem benda til
sektar grunaðs manns og sakleysis.
Auðvitað er alltaf fyrir hendi til-
hneiging hjá rannsóknaraðilum að
rannsaka fyrst sekt, því án gruns
um hana væri engin rannsókn. Lög-
in leggja rannsóknaraðilum hins-
vegar þá skyldu á herðar að meta
allar vísbendingar, sem fram
koma um sakleysi jafnt og það, sem
til sektar bendir. Þessi lög voru
þverbrotin af skiptaréttinum og
ekki farið í veigamiklum atriðum
eftir ákvæðum þeirra. Ókunnugleiki
og þekkingarskortur er vart til af-
sökunar, þegar slík vinnubrögð
leiða til réttarhneykslis og mann-
réttindabrota.
Gæsluvarðhald
og yf irlýsingar
rannsóknar-
lögreglusljóra
Það má öllum vera ljóst að mjög
biýnar ástæður þurfa að vera fyrir
því að svipta menn frelsi sínu og
setja í einangrun. Trúlega bíða
margir sem í lenda, þess aldrei
bætur.
Að vísu má segja Rannsóknarlög-
reglu ríkisins það til málsbóta, að
hún byggði kröfu um gæsluvarð-
hald þann 20. maí, á reifarakenndri
skýrslu skiptaráðenda. Það afsakar
embættið hins vegar ekki, þegar
það fór fram á framlengingu gæslu-
varðhalds tveggja okkar um hálfan
mánuð, þann 11. júní, eftir að emb-
ættinu mátti vera orðið — eða var
orðið — ljóst, að málatilbúnaður
skiptaréttarins réttlætti ekki of-
beldisverknaðinn, enda felldi
Hæstiréttur hann úr gildi þann 18.
júní. Þá hafði gæsluvarðhaldið stað-
ið í 30 daga.
Til marks um fáránleika þessarar
kröfu má nefna að mjög veigalitlar
og fáar skýrslutökur fóru fram
milli 11. og 18. júní, og þá aðallega
um nokkra kostnaðarreikninga og
afslætti, sem í öllum aðalatriðum
voru til skýringar á, í það minnsta
þegar þá loksins var farið að kalla
til starfsmenn markaðsdeildar Haf-
skips hf., sem höfðu grunnþekkingu
á málum. Eftir að Hæstiréttur felldi
gæsluvarðhaldsúrskurð Sakadóms
með öllu úr gildi 18. júní, hefí ég
aðeins verið kvaddur til skýrslutöku
samtals í um 3 klukkustundir, þar
til rannsókn lauk í september. 011
voru þau atriði veigalítil. Samt var
talið geta skipt sköpum um gang
málsins að mönnum væri haldið í
einangrun.
Það kom mér einnig spánskt fyr-
ir sjónir að fyrstu 14 daga gæslu-
varðhaldsins var ekki við mig talað
af rannsóknarfulltrúum, utan fáar
mínútur. Er slík meðferð í andstöðu
við mannréttindasáttmála, sem ís-
land á aðild að. Þá var einnig
kostulegt að leita þurfí endanlega
á náðir Hæstaréttar til að fá notið
kosningaréttar, en rétturinn ógilti
úrskurð Sakadóms.
Mér fínnst hinsvegar ástæða til
að láta koma fram, að úrvals starfs-
menn gæsluvarðhaldsfangelsisins
við Sfðumúla styttu mér þó stundir
hvað mest þeir máttu og tek ég
ofan fyrir þeim, og þakka.
Þrátt fyrir skýr fyrirmæli í lögum
um meðferð opinberra mála um að
rannsóknaraðili skuli leggja sig
fram um að rannsaka jöfnum hönd-
um þau atriði sem benda til sektar
grunaðs manns og sakleysis,
myndi sjálfstæð rannsókn á vinnu-
brögðum leiða hið gagnstæða í ljós
í veigamiklum atriðum, í það
minnsta framan af rannsókninni.
Mjög mun hafa reynt á réttlætis-
og siðferðiskennd starfsmanna
embættisins við frágang málsins,
hvort þeir teldu sig vera að veija
meintan heiður RLR og hversu hátt
var reitt til höggs í upphafi, eða
hvort þeir hafa talið sig vera trúa
réttargæsluhlutverki sínu. Ég hygg
að það hafi aldrei gerst í sögu
RLR, að rannsóknarlögreglustjóri,
Hallvarður Einvarðsson, komi fram
í sjónvarpi og á síðum dagblaða í
upphafi rannsóknar, með yfírlýs-
ingar um hundruð milljóna króna
auðgunarbrot og ítarlega tíundun
refsingar á meintum afbrotum, sem
venjulegur maður á erfítt með að
skilja öðruvísi en sem fyrirfram
dóm um sekt og að þjófnaður
hafi átt sér stað.
Ekki er óeðlilegt að aðilar velti
fyrir sér réttarfarslegri stöðu sinni
þegar málið hefur verið sent emb-
ætti ríkissaksóknara, sem sami
maður veitir nú forstöðu. Miðað við
þær aðstæður þyrfti ekki að koma
á óvart þótt dómsmálaráðherra
skipaði utanaðkomandi og óháðan
saksóknara í málið og er með þeim
orðum síst verið að gera lítið úr
saksóknurum og samstarfsmönnum
þeirra starfandi við embættið.
Réttarfarsbrot
Það er staðreynd að í annað
skipti á innan við 10 árum hefur
átt sér stað gróft réttarfars-
hneyksli. Þessu máli svipar að því
leyti til Geirfinnsmálsins, að menn
eru að ástæðulausu sviptir frelsi
sínu í skjóli embættisathafna, sem
virðast. byggjast á fjölmiðlahræðslu
Ragnar Kjartansson
og almenningsáliti, svo ekki sé leit-
að dýpri skýringa að svo stöddu.
Menn skyldu hugleiða hvaða
refsingu þeir hlutu sem sviptu sak-
lausa menn þá frelsi mánuðum
saman og hvaða refsingu þeir hlutu,
sem ötuðu þessa og aðra menn
auri á meðan á gæsluvarðhaldi
þeirra stóð. Refsing þessara aðila
var engin.
Tímabilið september
1984 — febrúar 1985
Róum nú lífróður
í umíjöllun um Hafskipsmálið
virðast margir blekkingameistarar
vilja gleyma þessu tímabili og þeim
umræðum sem þá fóru fram, heldur
er það staðhæft að forsvarsmenn
Hafskips hf. hafí haldið því fram
allt til gjaldþrots að reksturinn
stæði með blóma. Staðreyndimar
segja þó allt annað. Lítum á þær.
Siglt var inn í árið 1984 með
rekstraráætlun, sem gerði ráð fyrir
nokkrum hagnaði.
Fyrsti áþreifanlegi skellur ársins
birtist félaginu í brottfalli vamar-
liðsflutninga í aprílmánuði. Látið
var í veðri vaka af stjómvöldum
að lausn málsins væri á næsta leiti
og hélt félagið því áfram Ameríku-
siglingunum og lagði í fyrstu
áherslu á milliflutninga milli Evrópu
og Bandaríkjanna með umhleðslu í
Reylqavík. Var það undanfari
beinna Atlantshafssiglinga er hó-
fust í áföngum 15. október 1984.
Þá um haustið var orðið ljóst að
Rainbow-deilan myndi ekki leysast
fyrr en í fyrsta lagi undir lok árs-
ins, afleiðingar taxtahruns í ís-
landssiglingum famar að segja
jafnt og þétt til sín og með auknum
þunga, vanskil viðskiptamanna
mjög farin að aukast vegna efna-
hagsþrenginga og að lokum
mánaðar stöðvun vegna verkfalls
BSRB og fyrirsjáanleg aukin geng-
isfelling undir lok ársins umfram
aðstefnd mörk stjómvalda.
Hagnaðarvon var orðin að engu
og ljóst að staðið var frammi fyrir
umtalsverðu tapi. Að auki var á
þessum tíma mikil óvissa ríkjandi
um verðlag kaupskipa, sem höfðu
farið mjög lækkandi.
Þessi viðhorf vom rædd í stjóm
félagsins og kynnt Útvegsbanka
íslands.
Á tímabilinu frá síðari hluta októ-
bermánaðar. fram í desember var
það sem kalla mætti hemaðar-
ástand hjá félaginu. Haldinn var
hátt á annan tug funda með hinum
ýmsu hópum starfsmanna og þeim
gerð grein fyrir, með ótvíræðum
hætti, að félagið væri að beijast
fyrir lífí sínu og óskað samstöðu
um að leita allra leiða til viðnáms
í rekstri.
I nóvember voru hafnar könnun-
arviðræður við Eimskipafélag
íslands um samstarf eða sammna
og í desember tók sérstök stjómar-
nefnd til starfa, sem fjallaði um
rekstrarvanda félagsins og hugsan-
legar lausnir.
Ljóst var að taprekstur myndi
leiða til neikvæðrar eiginfjárstöðu
og að skipaverðmæti stóð á veikum
gmnni. Því yrði annað hvort að ná
samningum við Eimskipafélagið
eða auka hlutafé félagsins.
Um þessar mundir hafði félagið
sjálft fmmkvæði að því að kynna
rekstrarvanda sinn opinberlega,
þannig að ekki verður með sann-
gimi sagt að það hafí farið með
veggjum.
Þá mátti sjá fyrirsagnir í dag-
blöðum eins og:
„Róum nú lífróður"
„erum að beijast
fyrir lífi okkar“
ásamt umfjöllun um rekstrarvand-
ann og vom þessi skrif áberandi í
desember 1984 og janúar/febrúar
1985.
Félagið hafði byijað Atlants-
hafssiglingar sínar í áföngum 15.
október 1984, og því er talið var á
gmndvelli trúverðugra áætlana, og
framan af reiknað með að lausn
Rainbowmálsins væri í sjónmáli
til styrktar þessari siglingatil-
raun.
Eftir frumviðræður við Eim-
skipafélagið í nóvember og desemb-
er bámst skilaboð úr stjóm þess
félags inn á stjómamefndarfund
Hafskips hf. 3. janúar 1985, sem
eigi gátu verið skilin á annan veg
en ekki væri áhugi á framhaldi við-
ræðna; Hafskip hf. væri með allt
niður um sig eins og fram hefði
komið í flölmiðlum, en ljóst að Eim-
skipafélagið myndi skila vemlegum
rekstrarhagnaði eftir árið 1984 o.s.
frv.
Þessi skilaboð, ásamt lítt jákvæð-
um undirtektum ýmissa aðila vegna
hugmyndarinnar um samstarf/
samruna, leiddi síðan til ákvörðunar
stjómar félagsins um nýtt hlutaQár-
útboð og reyndust stjómarmenn og
fyrirtæki þeim tengd taka á sig um
80% hins nýja hlutafjár.
Þessi ákvörðun var tekin í sam-
ráði við Útvegsbanka íslands enda
Ijóst að um frekari fyrirgreiðslu af
hálfu bankans yrði ekki að ræða
nema með auknum ábyrgðum.
í bréfí vegna hluthafafundarins
og í töluverðri fjölmiðlaumfjöllun í
janúar og febrúar 1985 vom rekstr-
arerfíðleikar félagsins í kastljósi,
þannig að öllum mátti vera ljóst
að staðið var frammi fyrir vem-
legri áhættu. Þeir sem halda öðru
fram eru menn ómerkra orða,
samferðamenn í meðlæti — and-
stæðingar í mótlæti.
Þeir sem halda því einnig fram
sem röksemd fyrir vísvitandi blekk-
ingu að áætlað rekstrartap, kr. 55
milljónir vegna ársins 1984, er
kynnt var með fyrirvara á hluthafa-
fundi 9. febrúar 1985, en varð í
raun um 96 milljón króna tap, ættu
einnig að skoða yfírlýsingu Eim-
skipafélagsins í upphafí árs 1985.
Þá var haldið fram að Eimskip
kæmi út með töluverðum hagnaði,
sem reyndist verða 57 milljón króna
tap við útgáfu ársreiknings í apríl
1985. Ekki ætla ég þeim blekking-
ar, en get vísað almennt til þess
sem forsætisráðherra sagði efnis-
lega á spástefnu Stjómunarfélags
íslands fyrr á árinu, að sér virtist
sem blekið væri ekki fyrr þomað í
opinberum áætlunum að þær reynd-
ust rangar — „Maður líttu þér
nær“ á viða við i þessu samhengi.
Hlutir sem þessir eru ekki með
öllu óeðlilegir í efnahagsástandi
eins og því, sem var á þessum tíma.
Benda má á að íjölmargir einstakl-