Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Island í brennidepli Leiðtogafundur vonandi til styrktar friði Fyrirhugaður fundur Mik- hails S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, og Ronalds Re- agan, forseta Bandaríkjanna, í Reykjavík 11. og 12. október nk. setur ísland í sviðsljós heimsins með sterkari hætti en nokkur dæmi eru um fyrr og síðar. Dagana, sem fundurinn verður haldinn, beinast augu heimsbyggðarinnar að íslandi. Sómi þjóðarinnar býður, að allur undirbúningur fundarins verði hnökralaus og til fyrirmyndar. Við megum ekkert til spara til að svo megi verða. Fundurinn í Reykjavík er haldinn til að undirbúa annan fund leiðtoga stórveldanna, sem vilji er fyrir að halda í Banda- ríkjunum síðar á þessu ári. Tillagan um að halda þennan undirbúningsfund er komin frá Gorbachev, en hugmyndin um að hittast hér í Reykjavík er sameiginleg niðurstaða leið- toganna beggja. Nefndi sovéski leiðtoginn Reykjavík eða aðra borg í Evrópu og valdi Reagan Reykjavík. í mars sl. lagði Gorbachev til, að þeir Reagan kæmu saman til fundar í hlut- lausu ríki fyrir Bandaríkjafund- inn og ræddu þá möguleika á samningi um stöðvun kjam- orkuvopnatilrauna. Líklegasta skýring á vali Reykjavíkur er einfaldasta skýringin: Annars vegar lega íslands, mitt á milli Bandarílganna og Sovétríkj- anna, og hins vegar hve auðvelt er að koma hér á fullkomnu öryggiseftirliti. Hvað sem því líður er staðsetning fundarins í senn mikill heiður fyrir ísland og yfirlýsing um traust stór- veldanna á ríkisstjóm okkar og þjóðinni allri. Reagan Bandarflgaforseti skýrði heimspressunni sjálfur frá ákvörðuninni um fundinn í Reykjavík. Hann lýsti honum sem „maður talar við mann“- fundi og lagði þar með áherslu á, að þeir Gorbachev ætluðu að eiga mjög persónulegar viðræð- ur. George Shultz, utanríkisráð- herra, sagði, að fúndurinn í Reykjavík ætti að gefa samn- ingamönnum stórveldanna orku til að reyna að leysa þau ágrein- ingsatriði, sem enn hindra samkomulag um ýmsa þætti afvopnunarmála. Hann sagði, að auk afvopnunarmála yrðu tvíhliða samskipti ríkjanna, al- þjóðamál og mannréttindi til umræðu. Reagan forseti taldi ólíklegt, að skrifað yrði undir samninga í Reykjavík, en orð- rétt sagði hann: „Ég veit ekki, hver niðurstaða fundarins verð- ur, en líkur á afvopnunarsam- komulagi eru betri nú en þær hafa verið um margra ára skeið." Ummæli Bandaríkjaforseta eru vissulega uppörvandi. Enn er of snemmt að spá um það, hvort leiðtogamir munu beinlín- is reyna að ná samkomulagi um einhver atriði á Reykjavíkur- fundinum, t.a.m. um takmark- anir á tilraunum með kjamorku- vopn eða fækkun meðaldrægra kjamorkuflauga í október, en fundurinn sjálfur er staðfesting á því, að mikill skriður er kom- inn á afvopnunarviðræðumar í Genf. Eins og fram kom í for- ystugrein Morgunblaðsins í gær, hefur skapast grundvöllur fyrir samkomulagi um vemlega takmörkun kjamorkuvígbúnað- ar og kjamorkutilrauna, bann við framleiðslu efnavopna og frestun geimvamaáætlunarinn- ar í nokkur ár. Deilur um njósnir, sem sköpuðu tortryggni milli stórveldanna, stefndu þessum árangri í voða um hríð, en þær hafa nú verið leystar með farsælum hætti. Það er sérstakt ánægjuefni, að hinn kunni sovéski andófsmaður, Yuri Orlov, sem setið hefur í þrælkunarbúðum í mörg ár, skuli leystur úr haldi og leyft að fara með konu sinni úr landi. Fundurinn í Reykjavík mun hafa í för með sér mikið álag fyrir marga íslendinga, ekki síst þá sem starfa að löggæslu, ferðamálum og fjölmiðlun. Hinn almenni Reykvíkingur kann einnig að verða fyrir einhveiju ónæði. Við skulum hins vegar hafa hugfast, að á fundi Gorbachevs og Reagans taka voldugustu menn veraldarinnar ákvarðanir, sem ráða úrslitum um framtíðarheill mannkyns. Við skulum vera hreykin og samvinnufús og sýna umheim- inum, að við verðskuldum það mikla traust, sem okkur hefúr verið sýnt. Það væri í anda sögu okkar og markmiða, að fundur leiðtoga stórveldanna yrði til að bæta andrúmsloftið í heiminum og efla frið og tengsl þjóða í milli. Island gerðist aðili að Atl- arítshafsbandalaginu til að treysta öryggi sitt og frið í heiminum, ekki sem spor í áreitnisátt heldur sem lóð á vogarskálar jafnvægis og heimsfriðar. Þættir úr starfi Hjartavemd Forspjall Á röskum tuttugu ára starfsferli hefír Hjartavemd lagt áherslu á vamir gegn þrem aðaláhættuþátt- um kransæðasjúkdóms: hækkuð- um blóðþrýstingi, hækkaðri blóðfitu (kolesterol) og reyking- um. Einnig var frá byrjun bent á: kyrrsetustörf, aukna líkams- þyngd og streitu i starfi. Óhætt er að fullyrða að rannsóknir hafí leitt í ljós að þrír fyrstnefndu áhættuþættimir, hækkaður blóð- þrýstingur og blóðfíta ásamt reykingum, séu marktækir (beinir) orsakavaldar kransæðasjúkdóms og æðakölkunar, en hinir þrír síðar- nefndu (kyrrsetustörf, aukin líkamsþyngd og streita) séu við- bótaráhættuþættir sem mjög ber að varast. Enn er langt frá að öll kurl séu komin til grafar hvað varð- ar orsakavalda eða áhættuþætti kransæðasjúkdóms og almennrar æðakölkunar. Sé litið til nágrannaþjóða hafa í þessu efni bæði merkileg og ánægjuleg tíðindi gerst á áttunda tug aldarinnar. Ber þar fyrst til að nefna allt að 25% Iækkun krans- æðadauðsfalla í Bandarílg'unum. Margra skýringa hefur verið leitað. Vitað er að á sjöunda áratugnum var þar í landi hafínn mikill áróður fyrir blóðþrýstingsmælingum meðal almennings. Einnig byijaði þá mik- il herferð fyrir aukinni líkamsrækt (hlaupum, skokki, sundi, göngu- ferðum) sem er talin hafa náð almennri þáttiðku. — Þá var og fyrir þann tíma hafín mikil upplýs- ingaþjónusta fyrir skynsamlegu og heilbrigðu mataræði, þ.e. neyslu fítusnauðra fæðutegunda svo sem físks og magurs kjöts og minnkun sykumeyslu. Þá hafa hjartavemd- arfélög og krabbameinsfélög í Bandaríkjunum haldið uppi kröft- ugum áróðri gegn reykingum síðustu áratugina. Mun hvergi í heimi hafa verið unnið meira að reykingavömum en í Bandaríkjun- um. Þá hefír dánartíðni kransæða- sjúkdóms lækkað greinilega í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, en í báð- um þessum löndum hefír síðustu áratugina verið í gangi svipað for- vamarstarf og lýst hefír verið í Bandaríkjunum. I byijun áttunda áratugarins var dánartíðnin um helmingi hærri í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi en í Svíþjóð og farið sílækkandi, en far- ið smám saman hækkandi á sama tíma í Svíþjóð. Sé litið til Norðurlandanna og Bretlands hafa litlar breytingar orð- ið á dánartíðni kransæðasjúkdóms, nema í þeim héruðum eða land- svæðum sem ofangreindum aðgerð- um hefír verið beitt. Vil ég benda á rannsókn sem fram fór í Norður- Kiijalahéruðum Finnlands á vegum fínnskra heilbrigðisyfírvalda og AI- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Strax eftir fyrsta fímm ára upp- gjörið var greinileg lækkun á tíðni kransæðasjúkdóms og kransæða- dauða, en mest var þó lækkun á tíðni heilablóðfalls. Þess ber að geta að einmitt í þessu héraði Finnlands var mesta dánartíðni kransæða- sjúkdóms og jaðraði hún við hæstu tölu í heimi, en það var ástæðan til að rannsókninni var hrundið af stað. Sambærileg rannsókn var hafín löngu fyrr í Gautaborg eða um • 1970. Valinn var hópur karla, nokk- ur þúsund að tölu, fæddir árið 1913. Beitt er sömu forvömum og áður er getið með leiðréttingu á blóð- þrýstingi og blóðfítu, þar sem þess er þörf, reykingavömum svo og Morgunblaðift/Árni Sæberg Sigurður Samúelsson mataræðisbreytingu með leiðbein- ingu um hollt mataræði. Rannsókn- ir sýna að orðið hefír marktæk lækkun á kransæðadauða í þessum hópi borið saman við önnur hémð Svíþjóðar, en þar hefír tíðnin frekar hækkað eins og áður segir [1]. I Danmörku og Noregi hefír lækkun þessarar tíðni látið standa á sér og það sama er að segja um Bretland. Um forvarnastörf Rannsóknastöðvar Hjartaverndar Blóðþrýstingur: í fyrstu uppgjömm Rannsókna- stöðvar Hjartavemdar reyndist um fjórði hluti rannsakaðra með hækk- aðan blóðþrýsting og flestum þeirra ókunnugt um það. [2] Nú, um 15 ámm síðar, er læknum ljós hættan af leyndri hækkun blóðþiýstings og blóðþrýstingur er oftast mældur er leitað er læknis í fyrsta sinn. [3] Er það til sóma fyrir læknastéttina. í þessu sambandi er rétt að segja frá þeirri ánægjulegu staðreynd að síðastliðinn vetur var framkvæmd heilsufarsrannsókn á íbúum Seyðis- ijarðarhéraðs (230 að tölu) og fannst aðeins einn karl með leynda blóðþrýstingshækkun. [4]. Blóðfita: Langt er frá því að blóðfíturann- sóknir séu jafnalgengar og blóð- þiýstingsmælingar. Ber þar tvennt 11111 9 9 9 9 9 6 6 7 7 7 6 8 0 2 4 til, að draga þarf blóð til rannsókn- arinnar og tiltölulega fáar rann- sóknastofur framkvæma rannsókn- ina, þarf því oft að senda blóðsýni langa leið. Vissulega gætu heil- brigðisyfírvöld átt þátt í að lagfæra þetta. Hér er um alvarlegan áhættuþátt að ræða, sem nauðsyn- legt er að athugaður sé engu síður en hækkaður blóðþrýstingur, enda hægt að hafa áhrif á hvort tveggja. Fyrir 9 ámm kom út viðamikil skýrsla frá Rannsóknarstöð Hjarta- vemdar um blóðfítumælingar karla á aldrinum 34—61 árs á Reykjavík- ursvæðinu. [5] Sýndi hún að meðalgildið (254 mg % eða 6,6 mmól/1) var með því hæsta í heimi, aðeins tvær þjóðir sýndu hærra gildi, Finnar og Skotar. Við rann- sóknir síðustu ára sem enn hafa ekki birst, virðist meðalgildið hjá íslendingum hafa lækkað um 15—20 mg %, sem vonandi hefir heillavænleg áhrif á tíðni kransæða- sjúkdóma og kransæðadauða meðal þjóðarinnar, þegar til lengdar lætur. Reykingar: Því miður er það raunasaga, hve 1 litlu af opinbem fé hefír verið varið til reykingavama á síðustu áratug- um, enda árangurinn ekki sem skyldi. Þó munu sígarettureykingar á síðustu 5—10 ámm hafa farið minnkandi, sérlega meðal karla á miðjum aldri. Þannig sýna niður- stöður Hóprannsóknar Hjarta- vemdar að um 36% karla reyktu sígarettur 1967—68 en 29% árin 1979—81. Samsvarandi tölur fyrir konur em 42% og 39%. [6,7] Nú sjást veðrabrigði í lofti í þess- um málum eftir að Alþingi sam- þykkti ný reykingavamalög fyrir tveim ámm. Reykingar hafa greini- lega minnkað á mannamótum svo og réttur þeirra sem ekki reykja aukist skv. lögum. Rétt er að taka fram: Ekki þykir lengur fint að reykja. Kyrrsetustörf: Ekki leikur vafí á að fólk stundar útivist alls konar ásamt líkamsæf- ingum í auknum mæli með ári hveiju. Fyrst er að minnast á skíða- íþróttina og allan þann fjölda fólks á öllum aldri sem sjá má á góðviðr- isdögum á skíðum hér í nágrenni Reykjavíkur og sama mun gilda um stærri bæi landsins. 11111 9 9 9 9 9 7 7 8 8 8 6 8 0 2 4 DÁNARTÍÐNI ÚR KRANSÆÐASJÚKDOMUM Korlar ReiknuS stefna Konur Reiknuð stefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.