Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
Iðnaðarráðuneyti:
RARIK fjármagni stofn-
framkvæmdir í sum-
arbústaðah ver fum
SETTAR hafa verið reg-lur um
rafvæðingu sumarbústaða-
hverfa. Reglur þessar hafa verið
staðfestar af iðnaðarráðherra og
eru settar samkvæmt tillögum
frá Rafmagnsveitum rikisins og
gilda reglumar á orkuveitusvæði
þeirra.
í frétt frá iðnaðarráðuneytinu
segir, að þar sem um sé að ræða
skipulögð eða fullbyggð sumar-
húsahverfi íjármagni RARIK í
upphafí stofnframkvæmd (há-
Opið próf-
kjör Alþýðu-
flokksí
Vesturlands-
kjördæmi
spennulínu og lágspennudreifi-
kerfi), ef að mati Rafmagnsveitn-
anna er verulegur áhugi fyrir
rafvæðingu. Mun RARIK þá í
hverju tilviki meta hversu margir
af þeim sem möguleika hafa komi
til með að tengjast viðkomandi
stofnkerfi innan þriggja ára. Stofn-
kostnaði yrði þá deilt niður á
þennan áætlaða fjölda umsækjenda,
að viðbættum verðbótum eftir því
hvenær á tímabilinu óskað er eftir
tengingu.
I reglunum er kveðið á um að
fyrir hvert hverfi skuli gera kostn-
aðaráætlun fyrir allar heimtaugar,
sem ætla má að verði tengdar innan
þriggja ára, og skal þeim kostnaði
skipt jafnt á heimtaugamar. Þetta
heimtaugargjald skal hver notandi
greiða auk hlutdeildar í stofnlögn
og hlutdeild í spennistöð, sem sam-
svarar 5 KVA afli. Þeir notendur
sem kunna að tengjast kerfinu og
ekki eru með í upphaflegu áætlun-
inni, skulu greiða samkvæmt
kostnaði, þó aldrei lægra gjald en
upphaflega áætlunin var. Verða
heimtaugar afhentar í plastkassa,
sem settur verður upp utanhúss og
fer mæling þar fram. Umsækjendur
annast sjálfir alla jarðvinnu frá
greiniskáp að bústað í samráði við
RARIK.
Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri
í iðnaðarráðuneytinu, sagði að með
þessum reglum væri leyst úr mikl-
um vanda. „Rafmagnsveitumar
hafa hingað til ekki viljað taka
neina fjárhagslega áhættu af fram-
kvæmdum í sumarbústaðalöndum,
heldur hafa þeir umsækjendur sem
fyrstir hafa komið greitt mest, en
aðrir sem á eftir koma greiða miklu
minna. Ranglætið í þessu er aug-
ljóst," sagði Páll. „Núna taka
Rafmagnsveitumar hins vegar
nokkra áhættu með því að áætla
hve margir munu byggja svæði
síðar meir. Þeir sumarbústaðaeig-
endur sem síðast byggja greiða
einnig fastan hluta kostnaðar, jafn-
vel þótt ekki hafí verið gerð ráð
fyrir að fleiri bættust við. Þannig
ætti áhætta Rafmagnsveitnanna að
jafnast út, en markaður að auk-
ast,“ sagði Páll Flygenring að
lokum.
Skór með skemmda afturfætur:
Hætt við sölu stóð-
hestsins til Þýskalands
Á aðalfundi kjördæmisráðs Al-
þýðuflokksins í Vesturlandskjör-
dæmi, sem haldinn var i
Borgamesi sl. laugardag var
samþykkt að gangast fyrir opnu
prófkjöri um skipan efstu sæta
framboðslista Alþýðuflokksins í
komandi alþingiskosningum.
Prófkjörið skal fara fram fyrir
lok nóvember. Á fundinum var kjör-
in prófkjörsnefnd til að gera tillögur
um framkvæmd prófkjörsins, en
kjördæmisráðið kemur saman til
fundar 18. október og verður þá
endanleg tilhögun prófkjörsins
ákveðin.
Á aðalfundinum var jafnframt
kjörin ný stjóm og er nú formaður
hennar Guðmundur Lárusson fram-
kvæmdastjóri í Stykkishólmi.
Kjördæmisráðinu var ennfremur
falið að undirbúa tillögur um at-
vinnumál og orkumál í kjördæminu
og leggja þær fyrir fund kjördæmis-
ráðsins 18. október nk.
í aðalhluta bókarinnar eru rösk-
lega 4.100 íslensk flettiorð með
enskum þýðingum. Þar er einnig
að finna alla aðra vitneskju, sem
bókin veitir um hvert hugtak. í
ensk-íslenska hlutanum er aðeins
ein íslensk þýðing við hvert orð, og
er hún hugsuð sem tilvísun til
íslensk-enska hlutans.
í fréttatilkynningu frá útgefanda
segir, að margir hafi beðið þessarar
bókar með óþreyju. Þó hún sé ekki
tæmandi, eigi hún erindi til allra,
sem fáist við uppeldis- og sálfræði-
leg viðfangsefni. Hún sé náma
fróðleiks um ýmis sálræn fyrirbæri,
sem mörgum leikmanni muni einnig
þykja forvitnilegt að kynnast, og
hún sé auðug að ágætum íslenskum
orðum. Mörg þeirra hafi ekki birst
HÆTT hefur verið við sölu á
einum þekktasta stóðhesti lands-
ins, Skó númer 823, til Þýska-
lands. Að sögn Gunnars
Bjarnasonar, ráðunautar um
hrossaútflutning, reyndist hest-
urinn, sem er 16 vetra gamall,
skemmdur á afturfótum og því
ákveðið að hætta við fyrirhugaða
sölu.
Kaupandinn, Wemer Dietz frá
Þýskalandi, var kominn til landsins
til að ganga frá kaupunum og var
umsamið verð 300 þúsund krónur.
Að sögn Gunnars Bjamasonar varð
að samkomulagi milli þeirra, að
hætta við viðskiptin eftir að ásig-
almenningi fyrr.
í Orðanefnd Kennaraháskóla ís-
lands eru: Jónas Pálsson rektor,
Sigríður Þ. Valgeirsdóttir prófessor
og Þuríður J. Kristjánsdóttir pró-
fessor.
Að ósk Orðanefndar Kennarahá-
skólans hefur verið unnið að
undirbúningi þessarar útgáfu á veg-
um íslenskrar málnefndar síðastlið-
in tvö ár, og er þetta annað ritið f
ritröð málnefndarinnar. Fyrst var
Tölvuorðasafh, sem út kom 1983.
Von er á 2. útgáfu þess, aukinni
og endurbættri, í haust.
Orðaskrá úr uppeldis- og sálar-
fræði er pappírskilja, 255 bls. í
allstóru broti og fæst í öllum bóka-
verslunum. Dreifingu annast
Orðabókaútgáfan.
komulag stóðhestsins hafði verið
kannað.
„Ég hefði orðið mér til skammar
um alla Evrópu ef ég hefði sent
hestinn til Þýskalands með svona
fótstöðu", sagði Gunnar í samtali
við Morgunblaðið. „Fagmenn í
Þýskalandi hefðu líklega talið 90%
vissu fyrir því að þetta væri arf-
geng veila, sem kæmi fram við
aldur. Ég hef þekkt þennan hest
frá því hann var ungur og af mynd-
um verður ekki annað séð en hann
standi fallega í afturfætuma. En
hann hefur greinilega ekki þolað
álagið á afturfætuma með ámnum.
Seljendumir sögðu réttilega að
hann væri óhaltur. Hins vegar er
lqukan svo til alveg niðri og nánast
öfug og er bólgin. Þá em sinamar
í slíðmnum slitnar. Ég sá það því
strax og ég skoðaði hestinn að þetta
myndi ekki ganga og sagði kaup-
andanum það og hann var mér
sammála", sagði Gunnar Bjama-
son.
Bræla á
loðnumiðunum
VEÐUR fór versnandi á loðnumið-
unum um miðjan dag i gær og var
búist við brælu. Átta skip höfðu
þá fengið tæp 4 .000 tonn frá þvi
um nóttina.
Þessi skip em: Harpa RE 570 tonn,
Rauðsey AJÍ 540 tonn, Kap 2 VE
200 tonn, Þórður Jónasson EA 400
tonn, Hrafn GK 600 tonn, Júpíter
RE 1.100 tonn, Ljósfari RE 350 tonn
og Súlan EA 200 tonn.
Sólarhringinn á undan tilkynntu 8
loðnuskip um afla, samtals 5.740
tonn. Þau em: Eldborg HF 1.400
tonn, Þorshamar GK 600 tonn, Gísli
Ámi RE 650 tonn, Pétur Jónsson
RE 750 tonn, Hákon ÞH 720 tonn,
Eskfirðingur SU 500 tonn, Húnaröst
ÁR 620 tonn og Víkurröst GK 500
tonn.
íslensk málnefnd:
Orðaskrá úr upp-
eldis- og sálarfræði
ÚT ER komin Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði, sem Orðanefnd
Kennaraháskóla íslands hefur tekið saman. Nefndin sendi frá sér
fjölritað orðasafn með þessu nafni árið 1979, en nú hefur miklu
efni verið bætt við, og fylgir skilgreining eða útskýring nær hveiju
hugtaki. Það er nýjung í íslensku orðasafni af þessu tagi.
Suðureyri:
Mannlaus vörubif-
reið féll 40 metra
niður bratta brekku
Stöðvaðist á steyptum xegg mitt á milli íbúðarhúsa
ÞAÐ óhapp vildi til á Suðureyri um miðjan dag á sunnudag að
mannlaus vörubifreið rann niður Hjallabyggð, fór fram af vegarbrún-
inni þegar hún kom að aflíðandi beygju, sem þar var í götunni,
steyptist niður um 40 metra bratta brekku, fór þar á milli íbúðar-
husa, sópaði með sér verkfærasl
steyptum vegg, sem var mitt á
Aðalgötu.
„Skúrinn splundraðist og það
eina sem heilt var af honum var
þakið, sem lá að vísu við hliðana á
kofarústunum," sagði sjónarvottur
í samtali við Morgunblaðið. „Vöri-
bíllinn lá á steypta veggnum þegar
hann loksins stöðvaðist, vinstri
helmingurinn á öðrum lóðarhelm-
i leiðmni og stöðvaðist siðan á
milli húsana númer 43 og 45 við
ingnum og sá hægri á hinum,
spítnabrak úr skúmum og verk-
færin, sem í honum voru, eins og
hráviði allt í kring, pústið farið og
olíupannan efst uppi í brekku."
Vömbíllinn er í eigu Fiskiðjunnar
Freyju á Suðureyri og er hann tal-
inn mikið skemmdur ef ekki ónýtur.
Vörubifreiðin rann stjórnlaust niður götu á Suðureyri, féll niður
u.þ.b. 40 metra bratta brekku og stöðvaðist síðan á steyptum vegg
mitt á milli ibúðarhúsa. Myndimar sýna aðstæður og verksummerki.