Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Feginn að hafa verið hér áður - segir Peter Jennings aðalþulur og fréttastjóri ABC Við opnun Reykjanesbrautar í gær. Matthías Bjaraason samgönguráðherra ásamt Snæbirni Jónassyni vegamálastjóra. Reykjanesbraut opnuð umferð: „Mun verða annar fjölfarn- asti þjóðvegur landsins“ - segir Matthías Bjarnason, samgöngnráðherra REYKJANESBRAUT var formlega opnuð umferð í gær, en fram- kvæmdir við hana hafa staðið yfir síðan árið 1982. Um er að ræða 6,3 km veg. Vegagerð rikisins sá um hönnun vegarins og útboð. _Ég hef sem betur fer verið á íslandi einu sinni áður,“ sagði Peter Jennings, þulur og frétta- stjóri kvöldfrétta bandarisku sjónvarpsstöðvarinnar ABC, skömmu áður en hann byrjaði að lesa kvöldfréttir stöðvarinnar á Austurvelli í gærkvöldi. Hann kom til landsins í gær og sagði að það kæmi sér að góðum notum að hafa verið hér i tvær vikur í þorskastriðinu. “Það hjálpar mikið að þekkja til á stöðum sem maður kemur til með svo skömm- um fyrirvara,“ sagði hann. Jennings er einn af þremur jekktustu fréttastjórum Banda- Peter Jennings á Austurvelli i gærkvöldi. VONIR standa til að kvikmyndin „Fóra“ eftir Tarkowsky komi til landsins aðfaranótt föstudags og að hún verði frumsýnd á föstu- dag eftir kl. 5 í Tónabíó. Myndin er fengin hingað með stuttum fyrirvara og verður hún sýnd fram yfir helgi að þessu sinni, en þetta eintak myndarinnar fer síðan á kvikmyndahátíð i MUanó á Ítalíu i næstu viku. Friðbert Pálsson, forstjóri Há- skólabiós, sagði að upphaflega hefði verið von á kvikmyndinni fyrr í ríkjanna. Hann keppir við Dan Rather og Tom Brokow um áhorf- endaijölda og er þriðji í vinsælda- röðinni af nýjustu áhorfendatölum að dæma. Fréttaþáttur CBS stöðv- arinnar, með Rather í broddi fylk- ingar, er vinsælastur. Jennings hélt að hann gæti haft forskot á hina tvo vegna fyrri reynslu sinnar hér. Hann ætlar að gera stutta fréttapistla um íslenska tungu og lestrarkunnáttu í landinu og Island og NATO á meðan hann er hér. Hann fékk bréf frá nokkrum íslendingum búsettum í Banda- ríkjunum nú í vikunni. Þeir fögnuðu því að hann væri að fara til lands- ins og sögðust búast við að hann gerði fréttum af landinu góð skil. Sjónvarpsfréttunum var sjón- varpað beint klukkan hálfellefu. Jennings kynnti atriðin af palli á Austurvelli og stóð og beið á meðan pistlar og auglýsingar voru sýndar. Starf hans virtist heldur ómerkilegt. en væntanlega býr meira að baki en það sem augað fær séð. Hópur' borgarbúa fylgdist með fréttaút- sendingunni og tum Dómkirkjunn- ar og Alþingishúsið sómdi sér vel á bak við Peter Jennings á sjón- varpsskermi á fréttapallinum. Morgunfréttir stöðvarinnar verða einnig lesnar af honum á meðan á leiðtogafundinum stendur. þessari viku en það brást. Hann sagði að margir góðir menn og konur hefðu lagt málinu lið sem gerði það mögulegt að fá kvikmynd- ina hingað til sýningar helgina sem leiðtogafundurinn stæði yfir í Reykjavík. „Sjón er sögu ríkari," sagði Friðbert sem hefur séð mynd- ina. „Þetta er stórkostleg mynd og sú besta sem Tarkowsky hefur gert. Það er greinilegt að Guðrún Gísla- dóttir passar vel inn í hlutverkið og gefiir myndinni ákveðin áhrif sem Tarkowsky hefur verið að leita eftir." Þann hluta vegarins, sem liggur frá Kaplakrika í Hafnarfirði og fram hjá vegamótum Vífílsstaða- vegar, lagði Hlaðbær hf. og hönnun og framkvæmd á þeim vegi tókst með slíkum ágætum að Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu sá tilefni til að verðlauna verkið. Hagvirki hf. lagði svo veginn frá Vífilstaðavegi að Breiðholtsbraut. Reykjavíkurborg annaðist uppsetn- ingu umferðarljósa oggötulýsingar. Vegurinn er þó ekki enn fullfrá- genginn. Eftir er að setja annað malbikslag ofan á hann og jafn- framt á eftir að koma fyrir meiri lýsingu. Matthías Bjamason, samgöngu- ráðherra sagði m.a. við tækifærið: „Umferð um Hafnarfjarðarveginn, sem er sú mesta sem er á íslenskum þjóðvegi, 22 til 25 þúsund bílar á dag, mun minnka verulega því talið er að milli 6 og 8 þús. bílar muni nú velja þessa leið daglega í stað Hafnarfjarðarvegarins og þar með mun þessi hluti Reykjanesbrautar- innar verða annar fjölfamasti þjóðvegur landsins ef þjóðvegir í þéttbýli í Reykjavík eru ekki taldir með.“ Ráðherra sagði að Reykja- nesbrautin myndi létta mikið umferð annarra vega, en um Foss- vog aka 34.300 bflar á dag og um Kópavogslæk 24.400 bflar á dag. „Þótt þessi vegarkafli hafí nú verið tekinn í notkun, á umferðarmynstr- ið enn eftir að breytast á þessum slóðum þegar Arnamesvegurinn hefur verið lagður frá Amamesi yfir Reykjanesbraut í Nónskarði á Suðurlandsveg hjá Rauðavatni, en um þessa vegagerð hefur jafnan verið talað í sömu andránni og Reykjanesbrautina. Hér er um að ræða 2,6 km veg og er áætlaður kostnaður við lagningu hans um 70 milljónir kr. Reykjavíkurborg þurfti að bæta við tveimur akgreinum á mikinn hluta Reykjanesbrautar frá Breið- holtsbraut að Vesturlandsvegi og endurbæta þurfti tengingu Kópa- vogs við Reykjanesbraut. Eyjar eru við öll gatnamót og umferðarljós við tvenn þeirra, undirgöng á nokkrum stöðum og götulýsing. Kostnaður vegarins er nú orðinn 193 milljónir kr. miðað við verðlag 1986, en áætlaður heildarkostnaður við lagningu Reykjanesbrautar frá Reykjavík að Hafnarfirði er 308 milljónir kr. þegar lokafrágangi við Reykjanesbraut er lokið. SS og Sund opna vöru- húsið Nýja bæ í dag HÚS Vörumarkaðarins við Eiðis- torg hefur verið selt heildversl- uninni Sund hf., og frá og með deginum i dag starfar matvöru- verslunin undir nafninu Nýi bær. Forráðamenn Sunds hyggjast stofna hlutafélag ásamt Slátur- félagi Suðurlands um rekstur Nýja bæjar. Að sögn Óla Kr. Sig- urðssonar, framkvæmdasljóra, verður Vörumarkaðurinn áfram með verslun á efri hæð hússins, þar sem seld verða húsgögn og raftæki. í næstu viku verður hafist handa við að breyta Nýja bæ þannig að þar geti rúmast 25 smáar verslanir undir sama þaki. Óli sagði að hluta- félagið stæði nú í viðræðum við ýmsa aðila um leigu á versiunar- plássi. Óli sagði að verslunin mjmdi án efa breyta um svip við eigenda- skiptin. Eigendaskipti á Kaupþingi DR. Pétur H. Blöndal og fjöl- skylda hans hafa keypt allt hlutafé Kaupþings hf, eins helzta verðbréfafyrirtækis hér á landi. Aðspurður sagði Pétur að engar breytingar yrðu vegna eigendaskip- tanna, en benti á að fyrirtækið væri í örri þróun og vexti. Þá verð- ur stefnt að því að halda áfram útgáfu tímaritsins Vísbendingar. Sjá nánar frétt í við skiptablaði B-l. Skýrsla um flugslysið á Suðurgötunni: Engin bilun í vélinni Flugstjóri tók ekki nægilegt tillit til brautarskilyrða og flugumfer ðarstj óri fylgdist ekki sem skyldi með flugtaki SKÝRSLA Flugslysanefndar um slys á Reykjavíkurflugvelli 10. mars sl., þegar F-27 vél Flugleiða, Árfari, rann fram af flugbraut við Suðurgötu, var undirrituð 1. september og skil- að til samgönguráðuneytisins í byrjun síðasta mánaðar. Þar kemur fram að líklegasta orsök slyssins hafi verið sú að flug- stjórinn ákvað að hætta við flugtak, en misreiknaði braut- arskilyrði sem voru slæm. Hann hafi haft of lítinn hluta flug- brautarinnar til ráðstöfunar og því ekki getað stöðvað Árfara slysalaust. Þijár mínútur liðu frá slysinu þar til slökkvibílar vallarins komu að vélinni. Árfari, sem bar einkennisstaf- ina TF-FLO var á leið til Patreks- fjarðar með 41 farþega og 4 manna áhöfn. í „flugtaksbruni" heyrði flugstjórinn dynki og áleit að hjólbarði hefði sprungið. Taldi hann eðlilegt að hætta umsvifa- laust við flugtak enda væri hámarkshraða ekki náð. Flug- slysanefnd leiðir getum að því að flugstjóramir hafi ekki athugað hversu slæm bremsuskilyrði voru þennan morgun. Mikið vatn var á brautinni, og öll skilyrði til vatns- fleytingar (aquaplaning) fyrir hendi, en þá missa njólbarðamir snertingu við jörðina og vélin rennur stjómlaust áfram. Slitrur úr dekkjunum sem fundust á flug- brautinni benda eindregið til þess að þetta hafi gerst. Framburður flugstjórans um að vélin hafi ver- ið innan þeirra marka þar sem leyfilegt er að hætta við flugtak er ekki vefengdur. í skýrslunni segir orðrétt: „Við rannsókn slyssins kom í ljós að ekki hafði sprungið á dekki í flug- taksbruninu, og engin bilun kom fram í vélinni við skoðun. Hraði flugvélarinnar í flugtaksbmninu var að nálgast V, og bendir því ekkert til annars en að flugtak hefði orðið með eðlilegum hætti hefði flugtaksbmni verið haldið áfram..." Ónákvæmni í hraða- mæli vélarinnar er talin hafa stuðlað að því að flugstjórinn áleit hröðun hennar minni. Dynkimir sem flugstjórinn heyrði em taldir hafa orsakast af því þegar flugvélin rann í gegn- um vatnspolla á flugbrautinni og gusaðist undan hjólunum á búk- inn. Vatnið virðist einnig hafa valdið því að hraði flugtaksbmns- ins var minni en eðlileg er. Ber flugstjórinn að hann hafi fundið það og þegar dynkimir heyrðust fyrst haldið að eitthvað væri bilað I vinstri hreyfli. Síðan hafi dynk- imir endurtekið sig áleit hann þá að þeir stöfuðu frá spmngnum barða. A hljóðrita vélarinnar kem- ur fram að 3 sekúndum eftir að hljóðin heyrast í seinna skiptið fyrirskipar flugstjórinn að hætta við fiugtak, og drepur á hreyflun- um tveimur sekúndum síðar. Vélin rennur sfðan stjómlaust í 25 sek- úndur þar til hún stöðvast á á Suðurgötunni eftir að hafa farið í gegnum girðingu við flugbraut- arendan. Flugumferðarstjórinn var einn í flugtuminum. Þrir vom á vakt, einn þeirra í matarhléi og sá þriðji hafði fengið leyfi til að skreppa frá. Flugumferðarstórinn fylgdist ekki með vélinni í seinni hluta flugtaksins, og „afhenti" hana aðflugsstjóm á Keflavíkurflug- velli eftir að hún hafði farið fram af flugbrautinni. Flugmaður ann- arrar vélar sem varð vitni að slysinu gerði tuminum aðvart um það. Flugtuminn tilkynnti slökkviliði vallarins og Slökkviliði Reykjavíkurborgar samtfmis að FI-32 hefði farið út af brautar- enda. Bflar Slökkviliðs Reykjavík- urborgar vom stöðvaðir við flugbraut og látnir bíða eftir því að flugvél frá Flugfélagi Norður- lands væri lent. Komu þeir því að vélinni tæpum 10 mínútum eftir slysið. „Flugumferðarstjór- inn fylgdist ekki sem skyldi með flugvélinni ... og hann tafði að nauðsynjalausu sjúkra- og slökkvibfla sem vom í hraðaakstri á leið á slysstað" segir í skýrsl- unni. í niðurstöðum skýrslunnar er lagt til að nánari ákvæði verði sett um hvémig reikna skuli flug- taks- og lendingarþunga þegar brautarskilyrði em slæm. Þá verði yfírborð flugbrautanna lagfært og vegalengdarmerki sett við helstu flugvelli. „Fórnin“ frum- sýnd á f östudag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.