Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Fiskaflinn kominn yfir milljón lestir Stefnir í enn eitt metaflaárið FISKAJFLI landsmanna er nú 110.227 lestum meiri en á sama tíma í fyrra og stefnir því í enn eitt metaflaár íslendinga. Um mánaðamótin var aflinn orðinn rúmlega ein milljón lesta. Loðnu- aflinn var þá 535.730 lestir, þorskaflinn 293.698 og afli af öðrum bolfiski 219.337 lestir. Hlutfallslega er mest aukning í rækjuveiði, rétt innan við 50%, en loðnuaflinn er nú 64.381 lest meiri en á sama tíma i fyrra. Aflinn í septembermánuði reynd- ist í heiidina 41.157 lestum meiri en á sama tíma í fyrra. Afli báta var 45.057 lestum meiri en í fyrra og munar þar mestu um loðnuna, en afli togara var hins vegar 3.900 lestum minni. Þorskafli báta í sept- ember var 6.155 lestir og afli annarra botnfísktegunda 5.071. Það er í báðum tilfellum litlu minna en á síðasta ári. Rækjuafli bátanna varð 5.054 lestir, sem er nær helm- ingi meira en á síðasta ári og hörpudiskafli varð 1.953 lestir, 300 lestum meira en í fyrra. Loðnuafli í mánuðinum varð 139.939 lestir, 43.303 lestum meiri en í september á síðasta ári. Togarar öfluðu nú 26.675 lesta, sem er 3.900 lestum minna en í fyrra, þorskafli var 703 lestum meiri en afli annarra botn- físktegunda 4.603 lestum minni. Heildarafli báta fyrstu 9 mánuði ársins er 799.933 lestir en var í fyrra 707.338. Þorskafli nú er 154.015 lestir en var í fyrra 137.716. Af öðrum botnfiski fékkst nú 72.721 lest, 3.181 lest meira en í fyrra. Loðnuafli varð 535.730 lest- ir en var í fyrra 471.349. Rækjuafli er 26.340 lestir, 7.910 lestum meiri en í fyrra og afli annarra helztu físktegunda er einnig meiri nú. Togarar fengu á þessu tímabili sam- tals 286.299 lestir á móti 268.617 KVIKMYNDASAFN íslands gengst fyrir islenskri kvik- myndahátið í Regnboganum á meðan á leiðtogafundinum stendur. Nefnist hún „The Icel- andic film festivat‘ og hefst í dag, en lýkur n.k. mánudag. Að sögn Hilmars Oddsonar er mark- mið hátíðarinnar að kynna þeim sem gista Iandið þessa daga íslenska kvikmyndagerð. Ein myndanna, „A hjara veraldar*1 eftir Kristinu Johannesdóttur, er að hluta til tekin í Höfða þar sem Reagan og Gorbachev munu funda sem kunnugt er. Myndimar sem sýndar verða heita á íslensku og ensku: Skilaboð lestum í fyrra. Þorskaflinn nú er 8.835 lestum meiri og annar afli 8.847 lestum meiri. Þetta tímabil er afli allra helztu nytjategunda meiri en í fyrra. Þorskaflinn nú er 293.698 lestir, en var 268.564 í fyrra. Afli annarra botnfisktegunda nú er 219.337 lestir en í fyrra 207.309 og loðnuaflinn 535.730 á móti 471,349 Iestum í fyrra. Heild- araflinn var nú 1.086.232 lestir en 975.955 á sama tíma í fyrra. til Söndru (Message to Sandra), Rokk í Reykjavík (Rock in Reykja- vík), Atómstöðin (The atomic stati- orí), Skammdegi (Deep winter), Útlaginn (The outlaw), On top (Með allt á hreinu), A hjara veraldar (Rainbows end), Húsið (The ho- usé), og Hrafninn flýgur (The retum of the barbarians). Síðast nefnda myndin hefur verið klippt fyrir bandarískan markað og er þetta Evrópufrumsýning á þessari útgáfu. Sýningar verða í tveimur sölum, kl. 15.00, 17.00, 19.00, 21.00 og 23.00. Kvikmyndasafn íslands: * Islensk kvikmyndahátíð fyrir erlenda gesti Dagur Alþjóðapóstsambandsins: Nýtt frímerki í dag - undir kjörorðinu: „Pósturinn, boðberi friðar NÝTT frímerki kemur út í dag í tilefni af degi Alþjóðapóstsam- bandsins, sem jafnframt er dagur frimerkisins. Að sögn Jó- hanns Hjálmarssonar, blaðafull- Lítil loðnu- veiði LÍTIL veiði er um þessar mundir á loðnumiðunum. Á þriðjudag tilkynntu aðeins 5 skip um afla og siðdegis í gær voru 3 skip með slatta. trúa Pósts- og símamálastofnun- arinnar, er kjörorð dagsins að þessu sinni „Pósturinn, boðberi friðar“ og sagði Jóhann það vel við hæfi einmitt nú, með hliðsjón af leiðtogafundinum í Reykjavík. Jóhann sagði að ekki hefði verið unnt að gefa út sérstakt frímerki í tengslum við leiðtogafundinn þar sem mun lengri fyrirvara þyrfti til að koma slíku um kring. Hins veg- ar væri sérstakur póststimpill í tengslum við leiðtogafundinn fyrir erlendu fréttamennina í Hagaskóla. Alþjóðapóstsambandið var stofti- að þann 9. oktober 1874, fyrir eitt hundrað og tólf árum. í sambandinu eru 168 þjóðir, höfuðstöðvamar eru í Bem í Sviss og aðalforstjóri er Adwaldo C. Botto de Barros. Söluverð arkarinnar, sem kemur út í dag, er 30 krónur, en verðgildi frímerkisins er 20 krónur. Mismun- urinn rennur í sjóð til að efla og styrlqa störf og rannsóknir á sviði frímerkja og póstsögu. Myndefni frímerkisins er eftir Auguste Mayer og er úr ferðabók Paul Gaimards. Það sýnir feijustað á Hvítá hjá Iðu 1836. Sett hefur verið upp frímerkja- sýning með frímerkjum er tengjast starfsemi Pósts og síma og sýning- in Síminn í 80 ár hefur verið framlengd. „Þingflokkur hverf- ur ekki af þingi“ - Yfirlýsing landsnefndar BJ lögð fyrir forseta sameinaðs þings Á ÞRIÐ JUD AGSKVÖLDIÐ var haldinn opinn landsnefndar- fundur á vegum Bandalags jafnaðarmanna að Templara- sundi 3. Fundinn sóttu um 25 rnanns og var samþykkt yf irlýs- ing varðandi stefnu Bandalags- ins. „Við teljum að þingflokkur geti ekki horfíð af þingi" sagði Þor- geir Axelsson í samtali við Morgunblaðið. „Þingflokkinn studdu um 10 þúsund kjósendur. Við teljum að í öllum þjóðfélögum í mótun komi upp nýjar hugmvnd- ir og það sé rangt að ginna kjósendur til að fylgja þeim ef talsmenn þeirra gufí upp.“ Yfirlýsingin sem samþykkt var er svohljóðandi; „Stuðnings- mannafundur Bandalags jafnað- armanna haldinn í Reykjavík 7. oktober 1986 skorar á alla sína menn, einkum fulltrúa í lands- nefnd og framkvæmdanefnd, að halda störfum áfram ótrauðir samkvæmt markaðri stefnu hvað sem líður brotthlaupi þingmanna. Við erum þeirrar skoðunar að á það skuli reynt í almennum kosn- ingum og frammi fyrir alþjóð hvort stjómmálahreyfíng stendur eða fellur. Bandalag jafnaðar- manna hefur komið mikilli hreyf- ingu á öll íslensk félagsmál. Sú hreyfíng má ekki dvína nú.“ | Morgunblaðið/Einar Falur Erla Hallgrímsdóttir formaður fegrunamefndar ásamt þeim aðil- um sem veittu viðurkenningunum viðtöku. Samtökin „Gamli miðbærinnu: Yiðurkenning veitt fyrir fegrun um- hverfis og félagsmál SAMTÖKIN „Gamli miðbær- inn“ veittu i gær tíu stofnunum og fyrirtækjum viðurkenningu fyrir fegrun umhverfis i mið- borg Reykjavíkur. Jafnframt var Hlaðvarpanum veitt viður- kenning fyrir að hafa stuðlað að félags- og menningarmálum í gamla miðbænum. Guðlaugur Bergmann, einn af forsvarmönnum samtakanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að skipuð hefði verið fegrunar- nefnd til að velja þá aðila, sem taldir væru best að slíkri viður- kenningu komnir og hefði nefndin skilað áliti fyrr í þessari viku. Viðurkenningamar voru síðan veittar í hófí, sem haldið var í veitingahúsinu Kvosinni í gær. Snorri Tómasson tók við viður- kenningu fyrir hönd Bygðastofn- unar, Dagný Helgadóttir fyrir hönd Sveins bakara í Banka- stræti, Erla Þórarinsdóttir fyrir hönd Sævars Karls klæðskera í Bankastræti, Vignir Albertsson fyrir Hafnarhúsið, Linda Jóns- dóttir fyrir verslunina Companý á Frakkastíg, Haukur Jackobsen fyrir verslunina Egill Jackobsen, Sigurjón Ragnarsson fyrir Hress- ingarskálann, Bjami Ingvar Ámason fyrir Hótel Óðinsvé og Anton Marvaiz fyrir veitingahúsið Hatturinn við Laugaveg. Þá fékk íbúðahúsið við Skólavörðustíg 38 viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi. Ennfremur tók Sús- sanna Svavarsdóttir við viður- kenningu fyrir hönd Hlaðvarpans, félags- og menningarmiðstöðvar kvenna. Samtökin „Gamli miðbærinn" hafa nú starfað í tæpt ár og sagði Guðlaugur Bergmann, að á þess- um tíma hefði ötullega verið starfað að ýmsum hagsmunamál- um er varða aðila sem starfa og búa í gamla miðbænum. Mætti þar nefna mál eins og bætta að- stöðu vegna bflastæða, strætis- vagnaferðir um Laugaveg, opnanir verslana, áframhaldandi áfengisverslun í miðbænum og margt fleira. „f þessum efnum hefur mikið verið unnið á bak við tjöldin og við höfum fengið loforð fyrir úrbótum. Nú þykir okkur tími efndanna vera kominn", sagði Guðlaugur Bergmann. Hann sagði að aðalfundur sam- takanna yrði haldinn 28. október næstkomandi að Hótel Borg. Háskólaerindi Síðasta abbadísin á Kirkjubæjarklaustri KIRKJUBÆJ ARKL AUSTUR verður viðfangsefni Önnu Sig- urðardóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns íslands, í fyrir- lestri sem hún flytur i dag klukkan 17.00 í Odda. Erindið mun fjalla sérstaklega um Halld- óru Sigvaldadóttur, en hún var síðasta abbadís á Kirkjubæjark- laustri, og Gissur Einarsson, biskup. Anna Sigurðardóttir fæddist 5. desember 1908 að Hvítárbakka í Borgarfírði. Hún vann einkum við heimilisstörf þar til hún stofnaði Kvennasögusafn íslands og gerðist forstöðumaður þess árið 1975. Anna hefur starfað mikið að kvenréttindamálum, bæði hér á landi sem og á alþjóðavettvangi, og meðal annars heftir hún setið í stjóm Kvenréttindafélags íslands. Með ritum sínum: „Úr veröld kvenna - Bamsburður" og „Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár“ má segja að Anna hafí gerst brautryðj- andi í kvennasögurannsóknum á íslandi. Merkasta framlag Önnu til fræðanna er þó sennilega stofnun og starfræksla Kvennasögusafns íslands, en það setti hún á fót 1. janúar 1975 og lagði undir það íbúð sína. Hún hefur annast safnið síðan og hefur jafnan verið til taks til að leiðbeina nemendum og fræðimönn- um á fræðasviði sínu. Leiðtogar á póstkorti GEFIÐ hefur verið út í Reykjavík litprentaðpóstkort i takmörkuðu upplagi. A kortinu eru andlits- myndir af leiðtogum stórveld- anna með ísland í bakgrunni og fánar þjóðanna þriggja. Undir myndinni er texti á tveim- ur tungumálum, sem minnir á tilgang og eðli leiðtogafundarins. Útgefandi er Smekkleysa hf og fæst kortið í bóka- og minjagripa- verzlunum meðan birgðir endast. im Pbtct: MtXTlNC RLYKMIIK KUAND /o.-n ocr. bctpeva mm ptimmuiK uc.imijhw ta-n.OKT. tm Friðrik Erlingsson, teiknari, sá um útlit og frágang kortsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.