Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 5 Söngkonan Joan Baez til íslands BANDARÍSKA söngkonan Joan Baez er væntanleg tíl íslands á föstudagsmorgun og mun hún koma fram á tónleikum í ís- lensku óperunni, i Gamla bíói, á laugardag. Vigfús Geirdal, sem átti frumkvæð- ið að komu söngkonunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þrátt fyrir lítinn sem engan fyrirvara hefði söngkonunni tekist að breyta fyrri áætlunum sínum til að komast hingað til lands, en hún er forseti friðarsamtakanna „Humanitas Int- emational". Það eru íslensk friðar- samtök sem standa að tónleikunum í íslensku óperunni á laugardag og auk Joan Baez munu íslenskir tón- listarmenn koma fram á tónleikun- um, sem heflast klukkan 14.00. Vigfús Geirdal sagði að Joan Baez hefði verið kunnugt um leið- togafundinn á íslandi þegar samband var haft við hana og hefði hún strax tekið vel í að koma hing- að, enda hefði hún oft áður látið til sín taka við tækifæri sem þessi. Sagði Vigfús að hún hefði þá þegar hugleitt Islandsferð og hefði ósk íslensku friðarhreyflnganna um að fá hana hingað tekið af skarið í þeim efnum. Hugsanlegt er að Joan Joan Baez. Baez muni einnig koma fram á miðnæturtónleikum í Gamla Bíói á föstudagskvöld en ekki hafði endan- lega verið frá því gengið er Morgunblaðið fregnaði síðast í gær. Joan Baez kemur til landsins með Flugleiðavéi frá Bandaríkjunum á föstudagsmorgun og með í förinni er aðstoðarmaður hennar Martha Henderson. Þær munu dvelja á einkaheimilum á meðan á dvölinni stendur og er áætlað að þær fari aftur utan sídegis á sunnudag. MÁNUDAGINN 13. OKTÓBER. Þeir sem vilja nota tækifærið til að auglýsa vinsamlega hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir kl. 16 föstudaginn 10. október. Styrkium Sjálfstæðisflokkinn -styðjum Jón Magnússon í 4. sætið Stuðningsmenn STVRKJUM SJALFSTÆDISFLOKKINN! -fáum sterkan og baráttuglaðan fulltrúa neytenda í þingflokkinn Með því að tryggja Jóni Magnússyni öruggt sæti í þingflokki Sjálfstæðisflokksins fáum við í fremstu víglínu... • ... öflugan talsmann neytenda og baráttumann fyrir lægra vöruverði. • ... mann með ferskar hugmyndir um nýjungar í íslensku atvinnulífi. • ... ötulan baráttumann fyrir jöfnum kosningarétti. • ... talsmann réttláts skattakerfis. • ... mann með ákveðnar skoðanir - og vilja til þess að berjast fyrir þeim. Jón Magnússon er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður Iðnlánasjóðs og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna. Hann hefur gegntfjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, m.a. sem formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hvarvetna barist af harðfylgi fyrir hugðarefnum sínum og víða látið hressilega til sín taka. Störf hans og málflutningur eru ótvíræður styrkur fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna styðjum við Jón Magnússon. Jón á erindi á þing.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.