Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 65 BOBBY EWING hefur níu líf Bobby Ewing er risinn upp frá dauðum. Tólf mánuð- um eftir að Patrick Duffy kvaddi Dallas-þættina með látum og lét handritshöfiinda senda Bobby móðuna miklu, birtist hann einn góðan veðurdag í sturtunni hjá Pamelu og bíður góðan daginn. „Ég hef lært að segja aldrei aldrei aftur," seg- ir Patrick Duffy, en er ófáanlegur að svara því hvemig í ósköpunum honum hafí tekist að reisa persónu sína upp úr gröfínni. Lifði Bobby bflslysið af, vaknaði hann kannski í líkhúsinu og strauk til Timbúktú, eða er hann óskilgetinn föðurbróðir dóttursystur sinnar sem keypti andlitið hjá lýtaskurð- lækni? Áreiðanlegar heimildar herma að hér sé kominn týndur tvíburabróðir en spuming- unni verður ekki svarað fyrr en ný þáttaröð birtist á skjánum. Patrick segist hafa saknað Dallas ákaflega mikið, svo mikið að hann ákvað að fóma friðhelgi einkalífsins á altari Ewing- Qölskyldunnar. „Sérstaklega saknaði ég Larry Hagman," segir Patrick. „A meðan ég var í burtu sá ég Dallas aðeins einu sinni og kom það mér spánskt fyrir sjónir. Eitthvað hafði farið úrskeiðis. Larry var að reyna að skapa gamla andrúmsloftið en tókst það ekki. Þá fannst mér tími til kominn að takast á við þættina að nýju.“ Á undanfömum mánuðum hafa vinsældir Dallas í Bandaríkjun- um farið dvínandi, og em miklar vonir bundnar við endurkomu Bobby. Haft var eftir Lindu Gray að hinir leikaramir kynnu ekki við þá athygli sem beinist að Patrick, en því svarar hann á þann veg að konumar hafí verið að taka yfír Dallas-veldið og nú bætist körlun- um liðsauki. Valdabaráttan á Southfork heldur áfram ... r Jaqueline Kennedy Onassis Af regnboga kynþáttanna JAQUELINE Kennedy Onnassis, Kirk Douglas og Walter Cronkite verða öll á lista yfir 25 Bandaríkja- menn sem hljóta heiðursmerki Ellis-eyju síðar í þessum mánuði. Að auki verða 55 nöfti tilkynnt fyr- ir athöfnina sem fer fram 27. október. Þar með mun vonandi ljúka deilu sem hófst við hátíðahöldin þegar Frelsisstyttan var afhjúpuð í júlí, en þá voru m.a. fulltrúum þeirra þjóða sem byggðu Bandaríkin af- hentir minnispeningar sem gengu undir nafninu „Minnispeningar frelsisins". Eins og kunnugt er get- ur stór hluti Bandaríkjamanna rakið ættir sínar til útlanda og þótti mörgum sem þeir hefðu átt að eiga fulltrúa í þessum hópi og mótmæltu kröftulega. Að lokum náðust sættir um heiðursmerki Ellis-eyju. Óskað var eftir tilnefningum og hinir heppnu valdir úr 15.000 uppástung- um. Jaqueline er af frönskum ættum, Douglas er Rússi og Cronkite hol- lenskur. ©PIB COSPER. 974 Söngmenn Karlakórinn Fóstbræður getur bætt við sig söng- mönnum. Upplýsingar í síma 84870 eftir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld. IJTFLUTNINGS SKJALAGERÐ Til að vörusendingar milli landa nái til réttra aðila á umsaminn og hagkvæman hátt er mjög mikilvægt, að rétt sé gengið frá útflutningsskjölum og spara þannig kostnað og fyrirhöfn er fylgir rangt útfylltum skjölum. |Tilgangur námskeiðsins er að kynna gerð helstu útflutningsskjala sem notuð eru vegna útflutnings frá íslandi til annarra landa. Þátttakendur munu þurfa aó leysa hagnýt verkefni og er þannig stefnt að þvl að þeir fái sem mesta reynslu I útfyllingu sllkra skjala. Námskeiðiö er ætlaöl þeim er sjá m. a. um gerð útflutningsskjala eða hafa hug á að hefja sllk störf. Leiðbeinandi verður Karl Garðarsson frá tollstjóra- embættinu í Reykjavík ásamt gestafyrirlesurum. Staöur og tími: Ánanaust 15, 23.-24. október kl. 9.00-13.00. 1986, kl. 08.30-13.00 Keið $£09 ÚTFLUTNINGS OG MARKAD5SKÓU Í5LANDS Ánanaustum 15 • 101 Reykjavfk • 91 -621063 ■ Tlx2085
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.