Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 39 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fuiltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Ronald Reagan í Reykjavík Ikvöld er Ronald Reagan, Bandarílqaforseti, væntan- legur til Reykjavíkur. Forsetinn kemur hingað með skömmum fyrirvara en erindi hans er brýnt: að ræða við Mikhail Gorbachev, flokksleiðtoga Sovétríkjanna, um samskipti ríkjanna, sem ráða mestu um þróun alþjóðamála. í útvarpsávarpi til bandarísku þjóðarinnar í tilefni af Reykjavíkurfundinum sagði Re- agan meðal annars og vísaði til þess, þegar hann hitti Gorbac- hev í Genf fyrir tæpu ári: „Við vorum í um fímm klukkustundir einir saman á fundum, og í meira en 15 stundir ræddum við saman ásamt með viðræðu- nefndum okkar. í sannleika sagt þá kynntumst við þama á ný sannleiksgildi orðanna: þjóðir vantreysta ekki hver annarri af því að þær eru vopnaðar; þær eru vopnaðar af því að þær van- treysta hver annarri. Eg talaði tæpitungulaust um þetta við Gorbachev og sagði honum, að við teldum, að ástæðuna fyrir þessu vantrausti væri að fínna í viðleitni Sovétmanna til að þröngva hugmyndafræði sinni upp á aðra og sölsa þá undir sig.“ I þessum orðum má greina það, sem fyrir Ronald Reagan vakir á fundum þeim, sem hann á með Mikhail Gorbachev; leið- togamir ræða ekki um sérgreind atriði heldur kanna þeir hvaða baráttumálum sínum þeir geta náð fram við mótun sameigin- legrar meginstefíiu. Frá því að Ronald Reagan tók við embætti Bandaríkjaforseta í ársbyijun 1981 hefur hann sýnt og sann- að, að hann er stjómmálamaður, sem er einstaklega laginn við að vinna málstað sínum fylgi. Hann er fullviss um að samn- ingatækni sín og sannfæringar- máttur dugar ekki síður á Sovétmenn en aðra. Reagan nær ekki árangri með því að fara í launkofa með hugsjónimar, sem búa að baki steftiu hans. Eftir að skýrt var frá hinum óvænta Reykjavíkurfundi þeirra Reagans og Gorbachevs, hafa áhrifamenn um mótun stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og vamarmálum skipst í tvö hom í afstöðu sinni til fundarins. Á Bandaríkjaþingi fagnaði Thom- as O’Neill, forseti fulltrúadeild- arinnar, sem ekki er flokks- bróðir forsetans, því, að til fundarins yrði gengið. Margir sérfræðingar um alþjóðamál og landflótta Sovétmenn telja fund- inn á hinn bóginn varasamt fyrirtæki; forsetinn hafí verið of fljótur að verða við óskum Gorbachevs. Stefna Reagans í öryggismálum sætir gagnrýni frá vinstri á þingi en hægri utan þings. Reagan leggur mikið undir með því að koma til Reykjavík- ur, þegar tæpar fjórar vikur em til þingkosninga í Bandaríkjun- um. Hann ætlar sér að sjálf- sögðu að nýta fundinn í pólitíkinni heima fyrir. Hann hefur hvatt þingmenn til að sýna Sovétmönnum það svart á hvítu, að Bandaríkjamenn standi ein- huga saman út á við. Og segir hiklaust að markviss uppbygg- ing á herafla Bandaríkjanna síðastliðin fímm og hálft ár hafí átt mestan þátt í að fá Sovét- menn til að setjast að samninga- borðinu. Það þarf töluverða rökfími til að sannfæra fólk um að þessi fullyrðing sé röng. í forsetatíð Ronalds Reagan hafa Bandaríkjamenn endur- heimt sjálfstraust sitt út á við. Sumum fínnst nóg um þá þjóð- emiskennd, sem forsetinn setur á oddinn. Samherjum Banda- ríkjanna þykir, að ekki sé ávallt tekið nægilegt tillit til sjónar- miða þeirra; viðhorf þeirra njóti ekki sama skilnings og áður. Við íslendingar höfum ekki far- ið varhluta af þessu undanfaraa mánuði eins og umræður um sjóflutninga til vamarliðsins og hvalveiðar hafa sýnt. Því ber að fagna að fulltrúar þjóðanna hafa komist að sameiginlegri niður- stöðu um þessi mál. Enginn vafí er á því, að koma Reagans til íslands dregur athygli forset- ans og annarra ráðamanna í Washington sterkar að íslensk- um máleftium en nokkru sinni fyrr. Sú pólitíska inneign getur komið okkur að verulega góðum notum næst þegar bjátar á í hinum nánu og vinsamlegu sam- skiptum þjóðanna. Ronald Reagan er annar for- seti Bandaríkjanna, sem sækir ísland heim. Hann kemur hing- að þann dag, sem Bandaríkja- menn hafa kennt við Leif Eiríksson, er fann Vínland fyrir 1000 árum. Þá sköpuðust fyrstu tengsl íslendinga við Norður- Ameríku. En það er á síðustu hálfu öld, sem þau hafa dafnað og blómstrað með einstökum hætti, þegar litið er á stærð þjóðanna annars vegar og þá hagsmuni, sem eru í húfí hjá báðum. Morgunblaðið fagnar komu Ronalds Reagan ti! ís- lands og vonar að hún treysti enn hið góða vináttusamband þjóðanna um leið og tekið er undir þær óskir alls mannkyns að fundur hans með Mikhail Gorbachev hér í Reykjavík beri góðan ávöxt. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna: Ástsæll og umdeildur en óskoraður leiðtogi Ronald Wilson Reagan, fertug- asti forseti Bandaríkjanna, sem í dag kemur til fundar við Mik- hail Gorbachev, leiðtoga Sov- étríkjanna, í Reykjavik, er umdeildur maður. Aðdáendur hans eru vissir um, að hans verði getið f sögubókum sem ástsæl- asta forseta landsins en öðrum finnst, að hann sé sá ólíklegasti þeirra, sem gegnt hafa þessu embætti. Það viðurkenna hins vegar allir, að um Reagan leiki einhver óskilgreinanleg bjart- sýni, sú trú, að ameríski draum- urinn geti ræst, og það voru þessar hugsjónir, sem færðu hon- um forsetaembættið. Jafnvel hörðustu andstæðingar Reagans viðurkenna, að hann hafi gefíð forsetaembættinu aftur það vald og þá virðingu, sem það hafði misst í tíð þriggja fyrirrennara hans og karlmennska hans og kímnigáfa þegar hann var að ná sér eftir bana- tilræðið í apríl árið 1981 brenndi sig inn í hjörtu bandarísku þjóðar- innar. Þá minntust margir þess, sem Reagan sagði þegar hann tók fyrst við embætti: „Þeir, sem halda því fram, að við lifum á hetjulausum tíma, vita ekki hvar þeir eiga að leita." Reagan hefur sérstöðu um margt í forsetaembættinu. Hann er ekki aðeins fyrsti leikarinn, sem leggur undir sig Hvíta húsið, heldur einnig fyrsti maðurinn, sem er fráskilinn og auk þess elstur allra fyrirrenn- ara sinna, rúmlega sjötugur, til að sveija embættiseiðinn. Einu sinni bauðst hann til þess í hálfkæringi að segja af sér ef læknar fyndu einhver merki um elliglöp hjá hon- um en sannleikurinn er sá, að f augum landa sinna er hann lífskrafturinn holdi klæddur og þróttmeiri en nokkur andstæðinga hans á þingi. Ronald W. Reagan fæddist 6. febrúar árið 1911 í Tampico í Illino- is, uppi yfír aðalversluninni í bænum. Hann var annar sonur drykkfellds sölumanns og hann átti erfiða æsku. Faðir hans, Jack, rammkaþólskur íri, fluttist úr ein- um bænum í annan í atvinnuleit, átti aldrei sína eigin íbúð og 55 dollarar voru mestu vikutekjumar, sem hann vann sér inn um ævina. í móður Reagans, Nellie, var meira spunnið. Hún var mótmæl- andi, kalvínskur presbyteri, algjör bindindismanneskja, sem notaði hverja stund, sem gafst, til að hjálpa þeim meðbræðmm sínum, sem áttu bágt. Það var hún, sem í raun framfleytti fíölskyldunni með saumaskap og kennslu í sunnu- dagaskólanum og til að fá útrás fyrir áhuga sinn á leiklist las hún upp úr klassískum verkum fyrir fangana í bæjarfangelsinu. Reagan tók þetta hvort tveggja í arf frá móður sinni, leiklistaráhugann og trúna, og hann hefur verið í söfti- uði presbytera alla tíð. Að loknu menntaskólanámi sett- ist Reagan i Eureka-háskólann í Dixon skammt frá Chicago þar sem hann lagði stund á hagfræði og kostaði sig sjálfur með því að vinna fyrir sér sem strandvörður og upp- þvottamaður á veitingashúsum. Sem námsmaður skaraði Reagan ekki framúr en það gerði hann hins vegar í íþróttum og í leikfélagi skól- ans. Það var líka á þessum árum, sem hann sýndi fyrst foringjahæfí- leika sfna, þegar hann skipulagði og stjórnaði árangursríku nemenda- verkfalli, sem var fáheyrt á kreppu- árunum, til að mótmæla niðurskurði á fjárframlögum til skólans. Reagan kynntist Hollywood flmm árum eftir að hann lauk námi við Eureka-skólann. íþróttafrétta- maður við bæjarútvarpið kynnti hann þá fyrir einum útsendara Wamer Brothers-kvikmyndafélags- ins og honum leist svo vel á unga manninn, Reagan var þá 26 ára gamall, að eftir reynslutökur fékk hann sjö ára samning við félagið. „Ástin liggur í loftinu" hét fyrsta kvikmyndin, sem Reagan lék f og þar fór hann með hlutverk ástsjúks íþróttafréttamanns. Reagan fékk aldrei neinn Óskar og var ekki einu sinni tilnefndur til hans fyrir þær 50 kvikmyndir, sem hann lék í um dagana, og venjulega var hann látinn leika góða strákinn, sem alltaf spilaði á aðra flðlu og- var aldrei nógu heppinn sjálfur til að hreppa draumadisina. „Gerum Reagan að ríkisstjóra," sagði frétta- maðurinn Jack Wamer árið 1966 við heldur litlar undirtektir til að byija með. „Nei, styðjum heldur Jimmy Stewart og kynnum Reagan sem hans besta vin,“ sögðu aðrir. Þetta vanmat á Reagan var gryfja, sem margir áttu eftir að falla í. Fyrstu stjómmálareynsluna fékk Reagan í starfi sínu fyrir banda- ríska leikarafélagið. Að lokinni síðari heimsstyijöld var hann demó- krati í anda Roosevelts og stjómaði kosninganefndinni í Hollywood fyrir Hany Tmman en skoðanir hans áttu eftir að breytast. Hann varð formaður leikarafélagsins á erfiðum tímum, þegar verkföll ógnuðu kvik- myndaiðnaðinum og kalda stríðið var í algleymingi, og smám saman færðist hann til hægri f hinu pólitfska litrófl. Reagan var kallaður fyrir sem vitni fyrir óamerísku nefndinni á dögum McCarthys og þótt hann reyndi að veija rétt félaga sinna í leikarafélaginu varð hann eins og aðrir að sætta sig við, að sumir þeirra vom reknir, þeir, sem ekki gátu hreinsað sig af öllum gmn um „kommúnískar tilhneigingar". Enn áttu þó eftir að líða tíu ár þar til hann snerist til liðs við Repúblik- anaflokkinn. Tvennt átti mestan þátt í skoð- anaskiptum hans. Skömmu eftir að hann skildi við leikkonuna Jane Wyman varð á vegi hans ung og metnaðargjöm leikkona að nafni Nancy Davis en faðir hennar var virtur skurðlæknir og áhrifamikill repúblikani á austurströndinni. Þau gengu í hjónaband árið 1952 og Nancy, sem aldrei velktist í vafa um pólitískar skoðanir sínar, hafði mikil áhrif á eiginmann sinn. Hitt var svo, að árið 1954, þegar Reag- an áttaði sig á, að dagar hans í kvikmyndunum vom brátt taldir, gerðist hann „gestgjafi“ í sjón- varpsþætti, sem stórfyrirtækið General Electric kostaði, „Leik- húsinu á öldum ljósvakans", og í því starfí gmndvallaði hann sfna pólitísku framabraut. Viku eftir viku og mánuð eftir mánuð ferðað- ist hann um Bandaríkin þver og endilöng vegna sjónvarpsþáttarins og smám saman varð hann að þeim mælskumanni, sem fáir standast snúning. Reagan gekk í Repúblikana- flokkinn árið 1962, baiðist fyrir Nixon og gat sér mikið orð í barátt- unni fyrir Barry Goldwater. Goldwater var mikill andkommún- isti og það var Reagan einnig en sá var munurinn á þeim tveimur, að Goldwater hræddi fólk með yfír- lýsingum sínum en Reagan vakti traust og tiltrú. Eftir þessu var tek- ið og frammámenn í viðskiptaheim- inum f Kalifomíu lögðu brátt að honum að bjóða sig fram sem ríkis- stjóra. Reagan var til í slaginn og hann kom, sá og sigraði. Hann vann kosningamar gegn demó- kratanum Pat Brown með einnar milljónar atkvæða meirihluta. Stjómmálaskoðanir Reagans breyttust allmikið meðan hann gegndi embætti ríkisstjóra í Kali- fomíu og þar lagði hann gmnninn að hægrisveiflunni árið 1980 með baráttu sinni gegn „bákninu" og áherslu á fomar dyggðir. Hann varð frægur fyrir vinnusemi, fyrir að kunna að velja sér hæfa sam- starfsmenn og einstaka málamiðl- unarhæfileika. Andstæðingar hans meðal frammámanna í rikinu minnast hans enn með söknuði. Hinum bandaríska hversdags- manni féll Reagan vel í geð. í hans augum var hann hinn dæmigerði fíölskyldumaður, vinnusamur, hóf- samur og trúrækinn. Á sunnudags- morgnum mátti ganga að honum vísum ásamt Nancy við messu í presbyterakirkjunni í Bel-Air og það ber sjaldan við, að hann taki meira en eitt glas. Tóbak hefur hann aldrei snert. Þegar Reagan sigraði í forseta- kosningunum árið 1980 urðu straumhvörf í bandarfsku þjóðlífi. Það var ekki aðeins, að fólk lýsti óánægju sinni með Jimmy Carter og mistök hans við að leysa gísla- deiluna f íran, heldur var einnig um að ræða uppgjör við hefðbundin áróðursbrögð demókrata. Fjórðung- ur þeirra kjósenda, sem áður höfðu fylgt demókrötum, gekk nú til iiðs við Reagan, kaþólskir menn jafnt sem mótmælendur, verkamenn jafnt sem fijálslynt fólk á austur- ströndinni. Þessi saga endurtók sig þegar Reagan sigraði Walter Mond- ale með enn meiri yfirburðum í forsetakosningunum árið 1984. Flestum fréttaskýrendum ber saman um, að Ronald Reagan hafí það til að bera, sem geri hann að meira en meðalmanni í forsetaemb- ættinu. „Hann er enginn svipur, sem líður hjá á sviði sögunnar," segir Robert Murray, sagnfræðing- ur við háskólann í Pennsylvaníu. „Hann hefur fært forsetaembætt- inu vald og virðingu meðal þjóðar- innar og án slíks leiðtoga getur lýðræðið ekki þrifist." Reagan trey stir á eigið hugboð eftír James Reston MARGIR vilja gefa Reagan for- seta ráð áður en fundur hans með Mikhail Gorbachev hefst á íslandi, og flestir eru ráðgjafarn- ir neikvæðir. Henry Kissinger fyrrum ut- anríkisráðherra hefur opinber- lega lýst því yfir að svo stuttir og skyndilegir leiðtogafundir séu “hættulegir". Aðrir utanríkissérfræðingar, sem er Kalda stríðið enn i fersku minni, taka undir með Kissinger og segja að takmörkun kjarn- orkuvopna sé of flókið mál til að selja í hendur vinglgjörnum og tæknilega fáfróðum stjóm- máialeiðtogum. Skjalamöppur Reagans til undir- búnings leiðtogafundinum eru því fullar af aðvörunum og vangavelt- um um það, hvemig fari, ef... Hvemig fer, ef Gorbachev fellst i á mikla fækkun kjamorkuvopna með því skilyrði að forsetinn slái „Stjömustríðs" áætlun sinni á frest og fallist á bann við öllum kjam- { orkuvopnatilraunum? Hvemig fer, ef Sovétleiðtoginn meinar ekki það sem hann segir, og hann, samstarfsmenn hans eða eftirmenn ganga á bak orðanna á fundinum í Reylqavík? Forsetinn gerir sér fulla grein fyrir þessum möguleikum og hefur sjálfur oftsinnis haft orð á þeim. Ráðgjafa hans greinir á, og í huga hans sjálfs takast á neikvætt álit á Sovétríkjunum og vonir um frið, auk þess sem hann dreymir enn um vamarflaugar úti í geimnum. Hingað til hefur Reagan tekist að koma öðmm í klandur, en slopp- ið sjálfur. En tfminn er naumur og hann verður að velta fyrir sér hvem- ig fari ef... Hvemig fer, ef hann hlustar á þá sem örvænta? Hvemig fer ef hann aðhefst ekkert í heimi sem í eru 50.000 kjamorkuvopn og áfram geysar vígbúnaðarkreppa, fíárlaga- , kreppa og viðskiptakreppa? Hvem- | ig fer, ef hann gerir ekki enn eina úrslitatilraun til að fá Gorbachev til að fallast á hugsjón sína um meira öryggi í heiminum? Ronald Reagan kann ef til vill ekki góð skil á flóknum og hættu- legum flækjum samninga um takmörkun á Igamorkuvopnum, en hann hefur fulla trú á getu sinni til að tala sig út úr vandanum. Nýlega sagði hann nokkram blaðamönnum í Hvíta húsinu frá því að komið hefðu jákvæð svör frá Rússum og hreyfing væri á viðræð- um. „Mér finnst þeir hafa bragðist ótrúlega vel við, og það hafa þeir reyndar gert frá því að hann [Gorbachev] komst til valda. ... Eftir því sem ég best veit, er hann fyrsti rússneski leiðtoginn sem nokkum tíma hefúr í raun og vem lagt til að vopnum verði útrýmt... jafnvel lýst sig fúsan til að útrýma langdrægum eldflaugum. Þetta er breyting... Ég tel þetta tækifæri sem við megum ekki missa af.“ Þetta er einnig breyting á tals- máta forsetans, en hann hefur hinn bóginn fulla trú á því að sér takist að ná fram breytingum. „Á fundi okkar (Gorbachev) í í Genf, sagði ég við hann,“ hélt for- setinn áfram, „að við tveir væram í einstakri aðstöðu til að láta þriðju heimsstyijöldina skella á, en við gætum á sama hátt komið á friði í heiminum. Ég gerði honum full- ljóst að okkur geðjist ekki að þeirra þjóðfélagskerfi og við vitum að þeim líkar ekki okkar kerfi, en við verðum að búa saman í þessum heimi, og báðum vegnar betur ef friður ríkir...“ Á þessum tveimur dögum sem Bandaríkjaforseti fundar með Gorbachev á íslandi, gæti farið svo að hann geri lítið annað en að hamra á þessari grandvallarstað- reynd og ákveði auk þess dagskrána sem aðstoðarmenn beggja munu undirbúa fyrir leiðtogafundinn í Washington síðar á þessu ári eða snemma á næsta ári. En maður getur vart tekið undir með þeim sem telja fundinn á ís- landi vonda og hættulega hugmynd. Forsetinn fer þangað ekki til að ákveða hversu margar eldflaugar hvor um sig megi eiga, hvar megi geyma þær, hversu margar þær stóra megi vera eða hvað eigi að gera við stýriflaugar í skipum. • Reagan fer ekki til íslands til að ræða um tækjabúnað, hann fer þangað til að ræða heimspeki - hann mun ekki einungis ræða um ; forsendur vígbúnaðar heldur einnig um mannréttindi og ráðstafanir vegna svæðisbundinna átaka, og vegna njósnara og blaðamanna. Forsetinn er líklega, eins og venjulega, of bjartsýnn um árangur ! í þessum málaflokkum. En sagan kennir okkur samt sem áður, að átök milli ríkja sem aðhyllast mis- munandi heimspekistefnur þurfi ekki að standa um aldur og ævi. í lok síðustu aldar virtist mesta ógnun við heimsfriðinn vera það hatur sem ríkti milli Bretlands og Frakklands. Á þessari öld hefur engin þjóð virst ógna heimsfriðnum jafn mikið og Þýskaland Hitlers. En vandamál sem virðast óleys- anleg, líkt og trúarstríðin sem stóðu öldum saman, leysast á endanum. Þannig var bundinn endir á óvin- áttu Frakklands og Þýskalands, og Bandaríkjanna og Japans. Reagan forseti hefur jafnvel gerst svo djarfur að spyija: Hvernig fer, ef Gorbachev meinar raun- verulega það sem hann segir? Við skulum ( það minnsta kanna það nánar. James Reston er blaðamaður New York Times. JÁSþýddi. Komin þreyta í prófkjörin - segir Sveinn H. Skúlason formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík SVEINN H. Skúlason formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík mun eftir næstu kosningar leggja til að athugað verði með breytingar á vali fram- bjóðenda flokksins vegna galla á prófkjörsleiðipni. „Það er komin ákveðin þreyta í þetta fyrirkomulag. Prófkjörin hafa þróast út í slag á milli manna um ákveðin sæti sem ljóst er að marg- ir eru ekki tilbúnir að fara út í vegna návígisins og kostnaðarins sem bar- áttunni fylgir. Þetta prófkjör okkar nú með 15 þátttakendum sýnir okk- ur það,“ sagði Sveinn. Sagði hann nauðsynlegt að leita að öðra fyrir- komulagi sem gæti gengið eitt sér eða samhliða prófkjöram. Sagðist Sveinn hafa talað fyrir uppstillingu framboðslista í kjörnefnd, að und- angenginni skoðanakönnun í full- trúaráði. Ætti það að gefa góða vísbendingu um vilja flokksmanna því í Reykjavík ættu 1.300 manns sæti í fulltrúaráðinu. Taldi hann að tími væri kominn til að reyna eitt- hvað nýtt eftir komandi kosningar. Frá lokaundirbúningi á Stöð 2 i gærkveldi. Stöð 2 byrjar útsendingar í dag: „Erum bæði kátir og kvíðn- ir í senn“ - segir Jón Ottar Ragnarsson, sj ónvarpsstj óri „ÞAÐ hefur gengið á ýmsu i lokasprettinum og segja má að við séum bæði kátir og kvíðnir í senn,“ sagði Jón Óttar Ragnars- son, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, i samtali við Morgunblaðið í gær, en fyrsta útsending nýju sjón- varpsstöðvarinnar hefst kl. 18.45 í kvöld með ávarpi Jóns Óttars og siðan verða fréttir á dagskrá, þar á meðal bein útsending frá komu Ronalds Reagans, Banda- ríkjaforseta, til íslands. „Nú er aðalatriðið að fólk stilli tæki sfn inn á stillimyndina til að ná útsendingunni. Það hefur verið rosaleg vinna og álag á starfsfólk- inu hér þessa síðustu daga og hefur leiðtogafundurinn óneitanlega bætt við álagið sem hér var fyrir við að koma á fót nýrri sjónvarpsstöð. Allir fréttamennimir okkar sex verða á kafí ( fundinum og höfum við m.a.s. bætt við einum frétta- manni, Helga Péturssyni, í viðbót á meðan á honum stendur auk þriggja viðbótar upptökuhópa. Starfsfólkið hefur unnið allt upp (18 til 20 tíma á sólarhring þessa síðustu daga og allar vélamar okkar hafa verið ( stöðugri notkun. Við höfum tekið upp fullt af fréttaefni, fyrsta inn- lenda umræðuþáttinn tókum við upp á sunnudaginn - umræðuþátt, sem Magnús Magnússon hjá BBC stjómar, og verið er að vinna úr erlendum fréttaþáttum út af leið- togafundinum. Ennfremur höfum við verið að ganga frá kynningar- myndum fyrir sjónvarpsstöðina." Jón sagði að búið væri að panta hátt á fjórða þúsund lykla og búið væri að afgreiða um 1.600. Hann sagði að ljóst væri að nokkur vand- ræði yrðu með að anna eftirspum lyklanna fram á næsta ár, en það í yrði ýtt á eftir pöntunum eins og I hægt er. Jón Óttar sagði að upp- ranalega hefði verið ætlunin að hafa útsendingu Stöðvar 2 opna þijá til fjóra fyrstu dagana, en vegna þess að ekki er búið að af- greiða nema hluta þeirra lykla, sem pantaðir hafa verið, sagðist Jón Óttar vonast til að hægt verði að hafa dagskrána alla opna í viku í viðbót. Eftir fréttir og beina útsendingu frá komu Reagans frá Keflavíkur- flugvelli verður á dagskrá Stöðvar 2 breskur grínþáttur er nefnist „Spéspegill" (Spitting Image) en í honum er óspart gert grín að stjóm- málamönnum og heimsmálapólitflc þar á meðal þeim Reagan og j Gorbachev. Þá verður á dagskrá bandarískur framhaldsþáttur er heitir „Bjargvætturinn". Umræðu- þáttur Magnúsar Magnússonar um leiðtogafundinn verður á dagskrá um kl. 22.00 og að honum loknum verða á dagskrá tvær kvikmyndir, , „Hann er ekki sonur þinn“ og „48 ! stundir".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.