Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐE), FTMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 200 íbúar á Djúpavogi: Neita að greiða fullt afnotagjald RÚV TVÖ hundruð íbúar á Djúpavogi hafa sett nöfn sín á undirskrifta- lista, sem sendur hefur verið Markúsi Erni Antonssyni, út- varpsstjóra, þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun að eyða stórfé í lengingu dagskrár Rásar 2. Segj- ast ibúarnir ekki sjá ástæðu til þess að þeir greiði sömu afnota- gjöld og aðrir landsmenn, þar sem þeir njóti ekki þjónustu Rás- arinnar. „Það er rangt að ákveðið hafí verið að eyða stórfé í dagskrárleng- ingu Rásar 2. Hið rétta er að útvarpsráð ákvað að kannaður skyldi kostnaður við útsendingu all- an sólarhringinn. Þeirri könnun er ennþá ekki lokið," sagði Markús Öm Antonsson, útvarpsstjóri, að- spurður. Markús Öm sagði að stöðugt væri unnið að uppbyggingu dreifí- kerfis fyrir Rás 2 í landinu í samræmi við það fjármagn sem veitt væri til þeirra hluta. Rás 2 hefði hafíð útsendingar í desember mánuði 1984 og nú væri svo komið að útsendingar Rásarinnar næðust á flest öllum þéttbýlisstöðum á landinu, nema á svæðinu frá Fá- skrúðsfírði suður til Djúpavogs. Markús sagði að afnotagjöld Rfkisútvarpsins, væm fyrst og fremst vegna nota á litasjónvarpi. Hann sagðist ekki geta sagt til um það nákvæmlega hvenær Rás 2 næði til Djúpavogs. „Aðrir hafa sætt sig við að þurfa að bíða nokk- uð eftir dreifikerfínu, án þess að gera uppsteyt og ég vona að fólkið á Djúpavogi sýni sömu biðlund og svo fjölda margir aðrir hafa gert,“ sagði Markús að lokum. Dæmdur í sekt fyrir brot á iðnlöggjöf SAKADÓMUR Reykjavíkur dœmdi í gœr Kristján Inga Einarsson, prentara, í 12 þúsund króna sekt fyrir brot á iðnlöggjöfinni. Kristjáni Inga var í ákæm gefíð að sök að hafa brotið lög með þvi að starfa sem ljósmyndari án þess að hafa til þess leyfí, þar sem ljós- myndun er löggilt starfsgrein. Hann tók m.a. 59 andlitsmyndir af alþingismönnum f handbók Al- þingis árið 1984. Sverrir Einarsson, sakadómari, kvað upp dóminn og hefur Kristján Ingi áfrýjað honum til Hæstarétt- ar. Starfsfólk fyrirtækisins Bræðurnir Ormsson h.f. rýmir til fyrir leiðtogafundinn um helgina. Bræðumir Ormson h.f.: Starfsfólkið í helgar- frí til Luxemborgar FYRIRTÆKIÐ Bræðumir Ormsson h.f. verður lokað föstudaginn 10. október og laugardaginn 11. október vegna helgarferðar starfsfólksins til Luxemborgar. í fréttatilkynningu frá starfs- mannafélaginu segir að vegna stórfelldrar söluaukningar og mik- illa anna að undanfömu hafi fyrirtækið ákveðið að bjóða starfs- fólkinu f helgarferð og hafí verið ákveðið að velja einmitt þessa helgi til að „rýma enn betur fyrir leið- togafundinum mikla" eins og þar stendur. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru beðnir um að leggja skilning í málið vegna þessara sérstöku að- stæðna f landinu þessa helgi, eins og það er orðað í fréttatilkynning- unni. Þar er þess jafnframt getið að starfsfólkið verði komið til starfa á ný næstkomandi mánu- dag. Bolungarvík: Prófkjör Sjálfstæð- ismanna PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík vegna framboðs í Vestfjarðakjördæmi fer fram í Verkalýðshúsinu við Hafnargötu laugardaginn 11. október frá kl. 14.00-16.00 og sunnudaginn 12. október frá kl. 14.00-18.00. Þess er vænst að þeir sem áhuga hafa og taka þátt í prófkjörinu komi tímanlega á kjörstað, segir í frétt frá umsjónaraðilum prófkjörsins. Fáskruðsfjörður Síldarsöltun hófst í gær F&skrúðsfirði Fyrsta síldin á þessarí vertíð barst til Fáskrúðsfjarðar á mið- vikudag er vélskipið Snæfarí RE kom með um 50 lestir, sem salt- aðar voru hjá söltunarstöð Pólarsildar. Síldin, sem veidd var á Mjóafirði, er falleg og stór. Sfldin var kryddsöltuð í plast- tUnnUr Albert Ljúft en aðallega skylt að leyfa Stöð 2 að stinga í samband hjá okkur - segir Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri ríkissjónvarpsins „Takmarkaður fjöldi kvik- myndavéla er leyfður af aðalat- burðum leiðtogafundarins, svo sem á flugvellinum þegar leið- togamir koma til landsins og frá fundum leiðtoganna í Höfða. Hinsvegar þær sjónvarpsstöðvar, sem fá að fara þarna inn, eru skuldbundnar öðrum sjónvarps- stöðvum fyrir beinum sendingum frá þessum atburðum samkvæmt vinnureglum sjónvarpsstöðva og Stöð 2, eins og aðrar sjónvarps- stöðvar er inni í þvi dæmi,“ sagði Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, í samtali við Morgun- blaðið. „Til dæmis sér bandaríska sjón- Ágæti svarar gagnrýni: Neytendasamtökin renna hýru auga til gömlu einokunarinnar „VIÐ TELJUM eðlilegt að svara strax þegar aðilar á borð við Neytendasamtökin eru opinber- lega farín að renna hýru auga til gömlu einokunarinnar og þeirra tima sem Grænmetisversl- un landbúnaðarins var einráð i sölu á kartöflum og útiræktuðu grænmeti og Sölufélag garð- yrkjumanna í sölu á inniræktuðu grænmeti," sagði Gestur Einars- son forstjóri Agætis, dreifingar- miðstöðvar matjurta, í upphafi blaðamannafundar fyrir skömmu. Agæti boðaði fundinn í þeim tilgangi að „svara gagn- rýni á núverandi fyrirkomulag á dreifingu matjurta og Ieiðrétta villandi og rangar upplýsingar" er fram komu í fjölmiðlum i kjöl- far HlAfiftgnannafiinHar Neyt- endasamtakanna fyrir skömmu. Gestur sagði að frelsið í þessum viðskiptum væri óheft, með kostum og göllum slíks fyrirkomulags. Það sýndi fáránleika þess að kenna fyr- irkomulagið við einokun að nú væru sex aðilar að bítast um dreifíngu á grænmeti og kartöflum þar sem tvö fyrirtæki hefðu áður verið nær ein- ráð. Þessir aðilar eru: Bananar hf., Mata hf., Þykkvabæjarkartöflur hf., Agæti og Sölufélag garðyrkju- manna auk einstakra bænda, sem Gestur taldi með sem sjötta dreif- ingaraðilann. Sögðu forráðamenn Ágætis að nýja dreifingarfyrir- komulagið væri dýrara í rekstri, en það skilaði neytendum þó lægra vöruverði í mörgum tilvikum. Þá nefndu þeir að vöruþróun og gæða- vnál hefðu tekið stórstfgum fram- MorgunblaÆa/Þorkell Gestur Einarsson forstjóri og Olafur Sveinsson fjármálastjóri svara fyrir sig á blaðamannafundi Ágætis. er svipað og almenn verðlags- hækkun á milli ára miðað við ágústmánuð. Einnig voru til sölu á þessum tíma premier kartöflur og höfðu þær aðeins hækkað um 4% á milli ára og voru því í raun ódýr- ari en árið áður. Ágæti hefur stefnt að því að vera með samkeppnisfært verð á öllu grænmeti og kartöflum og mjög oft verið með hagstæðasta verðið. Álagningu á kartöflur er ætlað að standa undir móttöku, þvotti og þurrkun á kartöflum og loks pökkun ásamt dreifíngu. Til þess að standa undir þessu notar Ágæti sömu álagningu og Græn- metisverslun landbúnaðarins hafði undir opinberu verðlagseftirliti en meðhöndlun vöru og þjónusta hins vegar mun meiri og kostnaðarsam- förum, til hagsbóta fyrir neytendur og framleiðendur, og stöðugt væru að koma nýjar vörur á markaðinn. Vegna gagnrýni Neytendasam- takanna voru eftirfarandi upplýs- ingar lagðar fram: „Sumarverð á kartöflum, miðað við lok september 1985 og 1986, hækkaði um 21% sé mið tekið af 2 kg. pakkningu. Eftir að vetrarverð var útgefíð af sexmannanefnd hefur verðið til framleiðenda, miðað við 6. október, hækkað um 16% en í blöðum hefur verið talað um 51% hækkun. í ágúst var talað um mikla hækk- un á milli ára á sumarkartöflum. Staðreyndin er sú að ef verð um miðjan ágúst er borið saman milli ára er þessi hækkun um 21%, sem ari en var hjá GL. Það hefur verið gefíð út að í september hafí sama verð verið á kartöflum hjá Ágæti og samkeppnisaðilum. Það liggur hins vegar fyrir að á þessum tíma var verðið hjá Ágæti lægra en hjá helsta samkeppnisaðilanum. Ágæti flutti inn um 250 tonn af matarkartöflum á liðnu sumri en sennilega hafa verið flutt inn um 600 tonn alls. Meðalálagning á þessar kartöflur var um 50% og þurfti hún að duga fyrir þvotti, pökkun og dreifingu. Mikil afföll urðu á kartöflunum vegna skemmda og vegna þess að 15 til 20% þurfí að flokka úr vegna stærð- ar. Einnig var fjármagnskostnaður verulegur en við lánuðum til versl- ana með venjulegum hætti en þurftum að standa skil á greiðslum jafnóðum, meðal annars 50% jöfn- unargjaldi. Það fór líka svo að Ágæti ákvað að hætta innflutningi fyrr en seinna og hvetja íslenska kartöfluframleiðendur til að taka fyrr upp. Ágæti hefði getað selt verulegt magn af innfluttum kart- öflum til viðbótar en það þótti hreinlega ekki þess virði rekstrar- lega séð, en hins vegar voru aðrir að selja innfluttar kartöflur nálægt mánuði eftir að við byijuðum að selja íslenska framleiðslu. Verðsamanburður á milli ára er varasamur. Uppskera og tíðarfar ráða mestu um hvenær í mánuði verð breytist. Ef eðlilegt er að verð sé lágt þegar framboðið magn er mikið þá leiðir af sjálfu sér að ef magn er lítið þá er verð hátt, svo fremi sem eftirspum er fyrir hendi. varpsstöðin CBS öðmm banda- rískum sjónvarpsstöðvum fyrir myndefni gegn gjaldi og íslenska ríkissjónvarpið sér flölmörgum evr- ópskum sjónvarpsstöðum fyrir myndefni í beinni útsendingu og þar á meðal Stöð 2.“ Aðspurður sagðist Páll hafa heyrt sögusagnir um það að fréttastofa ríkissjón- varpsins hafí haft uppi tilburði í þá átt að Stöð 2 yrði ekki þátttakandi þama á sama hátt og aðrar evróp- skar sjónvarpsstöðvar, en „ég vil nú varla trúa því að það sé satt því mér finnst að menn ættu að taka þátt í samkeppninni á þeim gmnd- velli að reyna að vera betri en aðrir í stað þess að eyðileggja fyrir öðr- um.“ Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri ríkissjónvarpsins, sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna samkeppn- inni. „Ég kannaði það sjálfur hvort Stöð 2 ætti rétt á þessum beinu útsendingum okkar og það var stað- fest við mig að svo væri og þar með byrjum við þeirra útsendingar- dag á því að leyfa Stöð 2 að stinga í samband hjá okkur. Okkur er það auðvitað bæði ljúft og skylt, en þó aðallega skylt," sagði Ingvi Hrafn Jónsson að lokum. Þingeyjarsýsla: Viðurkenning fyrir snyrti- legt umhverfi VERÐLAUN, forláta klukku, veitti málningarverksmiðjan Harpa fyrir mörgum árum í býli í Þingeyjarsýslu, sem þótti snyrtilegast og best um gengið i suður sýslunni. Samkvæmt dómi þar til kjörinnar nefndar hlaut klukkuna Sigfurður heitinn Páls- son, Skógarhlíð i Reykjahverfi. Viðurkenningu fyrir snyrti- legasta býlið og umgengni hlutu þau Sara Hólm og Jón Gunnlaugs- son Skógum III. Verðlaun fyrir bestu umhirðu og fegurstu húsalóð- ina hlutu Hulda Jóna Jónasdóttir og Ásgeir Rúnar óskarsson fyrir lóðina að Hrísarteig 5, í hinum nýja byggðarkjama á Skarðahálsi. Fréttaritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.