Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986
73
Nemendur
lögreg’lu-
skólans í
búnínga
500-600 manns K
við löggæslustörf 1
um helgina
LÖGREGLAN í Reykjavík fær
til liðs við sig um 100 iögreglu-
menn frá nágrannabæjunum og”*—
250—300 björgunarsveitarmenn
af höfuðborgarsvæðinu vegna
leiðtogaf undarins. Auk þess
verða þeir nemendur Lögreglu-
skólans sem vanir eru Iöggæslu-
störfum drifnir í búninga fyrir
helgina. Alls verða því 500—600
manns við löggæslustörf í höfuð-
borginni á meðan á fundi leið-
toga stórveldanna stendur.
Að sögn Bjarka Elíassonar yfir-
lögregluþjóns hjá lögreglunni í
Reykjavík átti Lögregluskólinn að
hefjast í byrjun vikunnar, en setn-
ingu hans hefði verið frestað fram
vfir næstu helgi vegna fundarins.
I skólanum verða um 80 nemendur
og verður um helmingur þeirra við
störf um helgina.
Lögreglan fær liðsauka frá Sel-
fossi, Keflavík, Keflavíkurflugvelli,
Hafnarfirði, Kópavogi, Akureyri og
Rannsóknarlögreglu ríkisins. Alls
eru þetta um 100 manns.
Síðdegis í gær fóru foringjar
samtaka björgunar- og hjálpar-
sveita landsins á fund yfírmanna
lögreglunnar til fá upplýsingar um
hlutverk sveitanna í löggæslunni.
Fram kom að þeim verður falið að
sjá um gæslu í kring um fundar- *
staðinn, Höfða, í samvinnu við
lögregluna, jafnt að degi sem nóttu
alla helgina. Einnig verða þeim fal-
in ýmis gæslustörf, svo sem við
höfnina og ( sambandi við flugið.
Jóhannes Briem deildarstjóri björg-
unardeildar Slysavamarfélags
íslands sagði i gærkvöldi að allt
tiltækt lið sveitanna á höfuðborgar-
svæðinu og nágrenni yrði kallað út
og vonaðist hann til að 250—300
manns kæmu til starfa um helgina.
Davfð Oddsson borgarstjóri ávarpar gesti að Kjarvalsstöðum í gær.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
Móttaka fyrir fjölmiðla að Kjarvalsstöðum:
Margir vildu ná
tali af borgarstjóra
DAVÍÐ ODDSSON borgarstjóri Reykjavíkur tók síðdegis í gær
á móti fulltrum þeirra fjölmiðla sem hér eru staddir vegna leið-
togafundar þeirra Reagans og Gorbachev nú um helgina. Var
borgarstjroinn léttur í máli, er hann ávarpaði fuiltrúa fjölmiðl-
anna, og var þröngt á þingi er þeir reyndu hver á fætur öðrum
að ná borgarstjóranum í smáviðtal.
Borgamtjóri sagði m.a. að hann
treysti íslendingum fullkomlega
fyrir skipulagningu þess fundar
sem nú stendur fyrir dyrum, og
lét að því liggja í máli sínu, að
hann kynni ekki að meta blaðaum-
(jallanir erlendis, þar sem væri
látið að því liggja, að mikil fé-
græðgi hefði hlaupið í menn.
Kvaðst hann einnig ósáttur við
blaðalýsingar á borð við það að
hér ríkti algjör ringulreið - sagðist
reyndar alls ekki verða var við
neitt ófremdarástand.
Davíð sagði að hingað til lands
kæmu með 10 daga fyrirvara um
4000 manns, og vakti athygli á
því að ef sambærilegt hlutfall
kæmi til Lundúna með sama
skamma fyrirvaranum, þá yrðu
Lundúnabúar að búa sig undir að
taka á móti 400 þúsund manns.
Davíð sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkveldi að Hann
myndi taka á móti þeim Reagan
og Gorbachev þegar þeir kæmu í
Höfða. „Ég mun hitta þá inni í
Höfða, bjóða þá velkomna, af-
henda þeim húsið og óska eftir
því að þeir riti nöfn sín í gestabók
sem ég hef látið útbúa af þessu
tilefni og því næst taka þeir við
sjálfír," sagði Davfð.
Davíð sagði að borgarstjóm
hefði af umhverfísástæðum ákveð-
ið að láta jafna út þann uppgröft
sem er við sjávarsíðuna, fyrir aftan
Höfða. „Við ákváðum þetta af
umhverfisástæðum," sagði Davíð.
Hann sagði að jarðvegurinn yrði
grafínn upp á nýjan leik, eftir að
fundum leiðtoganna lyki. Davíð
var spurður hvað þessar fram-
kvæmdir myndu kosta: „Þetta
kostar svona tvær og hálfa til þijár
milljónir króna," sagði Davíð, „en
við eigum von á því að ríkið muni
endurgreiða okkur þann kostnað."
Morgunblaðið/Arni Sæberg
FuUtrúar erlendu pressunnar
settu sig ekki úr færi við að ná
tali af Davíð Oddsyni borgar-
stjóra í móttöku þeirri sem hann
stóð fyrir fyrir erlenda blaða-
menn í gær.
Borgarstjóri kvaðst afar
ánægður með það að Reykjavíkur-
borg fengi að lána Höfða undir
þennan fund leiðtoganna, „mér
fínnst það raunar alveg dásam-
legt,“ sagði Davíð.
Time með 5 tonn
af ljósmyndabúnaði
Bandaríska vikutimaritið
Time leigði sérstaka flutninga-
vél á Bretlandi til að flytja
litmyndatækjabúnað hingað til
landsins út af leiðtogafundin-
um. Tækjabúnaðurinn gerir
blaðinu kleift að senda litmynd-
ir, sem verða teknar hér á
laugardag, til Bandaríkjanna i
góðan tima áður en blaðið fer
í prentun á sunnudag. Búnaður-
inn vegur 4 til 5 tonn og kostar
„mörg hundruð þúsund doll-
ara“ að sögn starfsmanns Time.
Hann sagði að það væri ótrú-
legt hversu vel hefur gengið að
koma tækjunum upp. „Við höfum
yfirleitt miklu lengri tíma til að
skipuleggja starfsemi okkar en
við höfum nú. Við vorum til dæm-
is með svona tæki á Asíuleikunum
í Seoul í haust og höfðum heilt
ár til að undirbúa það. En ég
vona að þetta gangi vel hér. ís-
lendingar hafa verið mjög hjálps-
amir. Eg óttast bara að það verði
of mikið álag á símalínunum þeg-
ar við förum að senda myndimar."
Tækjabúnaðurinn verður send-
ur héðan með flutningaskipi. Þau
verða væntanlega notuð til að
senda sex til átta litmyndir frá
íslandi til Bandarikjanna.
Vélin sem Time leigði til að flytja litmyndatækjabúnað sinn hingað til lands. Helst mætti lialda að
hún væri af bresku flugutinjasafni.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Tækjabúnaðurinn í kössum á 1. hæð Morgunblaðshússins, en
Time hefur litmyndaaðstöðu hjá Myndamót á efstu hæð hússins.
j,lr‘.. i