Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 ^■leiðtogafundurinn í reykjaví Reagan hvetur til þjóðareiningar: Segir samþykktir þing’sins veikja samningsstöðn sína Washington, Sameinuðu þjóðirnar, AP. RONALD Reagan Bandarikjaforseti kallaði í gær leiðtoga repúblík- ana og demókrata á sinn fund. Reagan fór þess á leit að beiðni hans um fjárveitingar til smiði og þróunar kjarnorku- og geimvopna yrði ekki skorin niður í meðförum Bandaríkjaþings. Sagði forsetinn að allur niður-skurður myndi veikja samningsstöðu hans gagnvart Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétrikjanna. Jim Wright, leiðtogi demókrata i fulltrúadeildinni, sagði flokk sinn reiðubúinn til að fresta öllum niðurskurði á fjárveitingum til næsta árs. Talsmenn forsetans gáfu hins vegar i skyn að frestunin ein dygði ekki til. Samkvæmt fyrirliggjandi sam- samþykkt neinar slíkar takmarkan- þykkt fulltrúadeildarinnar verður ir. Qárveiting til geimvamaáætlunar Reagan forseti ávarpaði leiðtoga Bandaríkjastjómar „fryst“ auk þess þingflokkana og sagði m.a.:„Það raunum með kjamorkuvopn og fækkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Taldi hann líklegt að drög að samkomulagi gætu legið fyrir í lok fundarins og síðan yrði það á hendi samningamanna stórveld- anna í Genf að ná fullum sáttum. Petrovsky kvaðst jafnframt von- góður um að Reykjavíkurfundurinn myndi almennt leiða til bættra sam- skipta stórveldanna. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagðist í gær ekki eiga á því að leiðtogamir myndu undirrita samkomulag í Reykjavík. Taldi hann líklegra að þeir Reagan og Gorbachev myndu fyrst og fremst ræða samningaleiðir, sem fulltrúar stórveldanna í Genf gætu fetað sig eftir. Hann ítrekaði þá jafnframt þá afstöðu Bandaríkja- stjómar að tilraunir með kjamorku- vopn væm nauðsynlegar til þess að reyna áreiðanleika vopnanna. Ronald seti. Reagan Bandaríkjafor- sem blátt bann verður lagt við fram- leiðslu efnavopna og tilraunum með vopnabúnað gegn gervitunglum. í samþyktinni er þess jafnframt kraf- ist að Bandaríkjastjóm virði ákvæði Salt II samkomulagsins. Öldunga- deildin hefur hins vegar ekki Bush vongóð- ur um árangur GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, sagði I viðtali við bandariska blaðið USA Today að verulegur árangur gæti náðst á leiðtogafundinum í Reykjavík. Bush sagðist búast við veruleg- um árangri í viðræðum um meðal- drægar eldflaugar í Evrópu og einnig á sviði langdrægra kjama- flauga og efnavopna. er ákaflega erfitt fyrir mig að heíja samningaumleitanir við Sovétmenn þegar fyrir Iiggur að þegar hafa verið samþykktar ráðstafnir á öllum þeim sviðum, sem umræðumar munu taka til. Ef ríkisstjóm okkar og þing er ekki samhuga er ár- angri af fundinum stefnt í voða. Þjóðarhagsmunir kreljast eining- ar.“ George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær telja líklegt að Reagan og þing-leið- togamir kæmust að samkomulagi sem báðir aðilar gætu fellt sig við. Vladimir Petrovsky, aðstoðar- utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kvaðst í gær vongóður um að fund- ur leiðtoganna í Reykjavík gæti rutt brautina að samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar. Aðspurður sagðist hann einkum vænta þess að viðræður leiðtoganna gætu leitt til samkomulags um bann við til- Meðreiðarsveinar Bandaríkj aforseta Pravda um Reykjavíkurfundinn: Ætlað að þíða ís kalda stríðsins Hoskvu, AP. DAGBLAÐIÐ Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, lét í gær í ljós þá von, að leið- togafundur risaveldanna i Reykjavík um næstu helgi yrði til þess að þíða „ís kalda strfðsins“ í samskiptum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Jafnframt var lögð á það áherzla, að það væri ósk sovézkra stjómvalda, að viðræð- urnar beindust fyrst og fremst að eftirliti með vígbúnaði. Greinin í Pravda, sem var rituð af Viktor Afanasyev, aðalritstjóra blaðsins, ber yfir höfuð með sér bjartsýni varðandi árangur af fyrir- huguðum tveggja daga viðræðum þeirra Reagans Bandaríkjaforseta og Gorbachevs Sovétleiðtoga. Afan- asyev gagnrýnir hins vegar Bandaríkjastjóm fyrir að halda áfram geimvopnarannsóknum og kjamorkutilraunum og fyrir að hóta að eyðileggja SALT-1 og SALT-2 samningana um takmarkanir á vígbúnaði. „Mannkynið vonast til þess, að ís kalda stríðsins muni byija að þiðna í hinni köldu Reykjavík og að samskipti Bandaríkjanna og Sov- étrflqanna jafnt sem alþjóðleg samskipti almennt verði hlýlegri," segir ennfremur f grein Afanasy- evs. „Þær vonir sem bundnar em við Reykjavík, era miklar, en áhyggjumar og kvíðinn era ef til ekki minni. Þrátt fyrir það að viðræður hafa verið í gangi milli sérfræðinga, ut- anríkisráðherranna og annarra, þá hefur ekki náðst neinn árangur á meginsviðum heimsmálanna og þá einkum og sér í lagi á sviði kjam- orkuvopna. Bandaríkjastjóm hyggst ekki hætta við „sijömustríðs" áætlun sína og hefur tekið upp þá stefnu að grafa undan SALT-1 og SALT-2 samningunum án þess að hætta við kjamorkuvopnatilraunir," segir í grein Afanasyevs. Að efni til er greinin lík frétta- skýringu í Pravda í síðustu viku, þar sem fyrirhuguðum leiðtoga- fundi var lýst sem jákvæðri vísbend- ingu um „róttæka breytingu til hins betra" í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Grein gerð fyrir helstu ráðgjöfum Reagans á Reykjavíkurfundinum Frá Jóni Ásg^iri Sigurdssyni fréttaritara Morgunbladsins í Bandaríkjunum ÞÓ FUNDUR leiðtoganna eigi að heita einkafundur, er samt fjöldi ráðgjafa með i för, hér á eftir verða þeir helstu raktir. George P. Shultz utanríkisráð- herra gegnir tveimur hlutverkum. Annarsvegar stjómar hann ráðu- neytinu, með yfír 150 sendiráð erlendis, og hefur eigin vél frá flug- hemum til að reka erindi sín um heim allan. Hinsvegar er hann að- alráðgjafí Reagans forseta og í því hlutverki ferðast hann með forset- anum á leiðtogafundinn á íslandi um helgina. Þegar Shultz kemur á Andrews herflugvöllinn í dag, stígur hann um borð í forsetaflugvélina sem hver annar farþegi. Starfsmenn hans fara flestir með annarri vél. En þessir ráðgjafar utanríkisráð- herrans munu gegna lykilhlutverki á bak við tjöldin, vegna sérþekking- ar sinnar á Sovétmönnum. Thomas W. Simons Jr. er aðstoð- ardeildarstjóri þeirrar deildar sem hefur með málefiii Evrópu og Kanada að gera. Hann fór til ís- lands daginn eftir að leiðtogafund- urinn var tilkynntur, til að taka þátt í undirbúningi alls þess sem fylgir forsetaheimsókn. Simons er 48 ára og ættaður frá Minnesota-fylki. Hann hlaut BA- gráðu frá Yale-háskólanum og George Shultz doktorsgráðu við Harvard. Hann hefur starfað í Póllandi og Sov- étríkjunum, kann tungur beggja landa og þrátt fyrir lítt spennandi starfstitil er hann aðalsérfræðingur um Sovétríkin hjá utanríkisráðu- neytinu. Yfirmaður Simons er Rozanne L Ridgway, deiidarstjóri, en hún er einnig frá Minnesota-fylki og ein af fyrstu konunum sem komast til Keppa að því að fá Island úr NATO - segir Time um Sovétmenn „TOPPFUNDURINN mun gefa Gorbachev tækifæri til þess að þoka fram því takmarki, sem Sovétmenn hafa lengi keppt að á sviði ut- anrfkismála, en það er að fá ísland út úr NATO. Kreml hefur verið meira en vinsamleg og stutt ísland i alþjóðamálum, jafnvel þegar það var ekki beinlínis í þágu Sovétríkjanna að gera það.“ Þannig er m. a. komizt að orði í síðasta tölublaði bandaríska viku- ritsins Time, þar sem Qallað er ítarlega um fyrirhugaðan leiðtoga- fund í Reykjavík. Þar segir enn- fremun „A meðan á svokölluðum þorskastríðum stóð 1950 - 1970, er ísland færði smám saman út fisk- veiðilandhelgi sína í 200 mflur. mótmæltu Sovétmenn, en þeir urðu þó fyrstir af stórþjóðunum til þess aðviðurkenna þessi nýju takmörk. í staðinn jók ísland verzlunarvið- skipti sín við Moskvu og sér nú Sovétmönnum fyrir um það bil ein- um fímmta hluta af þörf þeirra fyrir frosinn fisk og um 80% af þörf þeirra fyrir saltsfld. Island kaupir Forsiðan á Time með sögninni: Stefnumót á tslandi. svo 90% af því bensíni, sem það þarf, frá Sovétríkjunum." slíkra metorða. Ridgway er 51 árs, útskrifuð frá Hamline-háskóla í St. Paul, er ekki Sovétsérfræðingur, en var um skeið sendiherra Banda- ríkjanna í Austur-Þýskalandi. Ridgway hefur tekið mikinn þátt í samskiptum við Sovétríkin undan- farið ár. Á leiðtogafundinum í Genf, veitti hún forystu bandarísku nefndinni sem samdi við Sovétmenn um lokayfirlýsingu fundarins. Shultz hældi henni mikið fyrir harð- fylgni í samningaviðræðum. Þegar Shultz utanríkisráðherra og sovéskur kollegi hans, Eduard A. Shevardnadze, þinguðu með mikilli leynd um Daniloff, var Roz- anne Ridgway eini aðstoðarmaður Shultz. Þriðji Minnesota-búinn í hópi ráð- gjafanna er Mark R. Parris, sem er 36 ára, starfaði í bandaríska sendiráðinu í Moskvu og hefur und- anfarið veitt forstöðu þeirri deild utanríkisráðuneytisins, sem hefur með sovésk málefni að gera. Sovét- deildin er ein stærsta og mikilvæg- asta “ríkjadeildin" í ráðuneytinu. Thomas Simons stjórnaði deildinni áður og hún er talin stökkpallur fyrir þá sem stefna hátt í utanríkis- þjónustunni. Mark Parris sótti nám við stjómarerindrekadeild Geor- getown-háskólans í Washington. Nitze verður með Aðrir ráðgafar bandaríska ut- anríkisráðherrans gefa einnig forsetanum ráð og gegna því tvö- földu hlutverki. Einn þeirra er Paul H. Nitze, einn af aðalráðgjöfum ríkisstjómarinnar í vígbúnaðarmál- um. Hann er sagður hafa kennt Shultz á þann flókna málaflokk. Nitze er 79 ára og því aldursfor- seti þeirra sem Reykjavíkurfundinn sækja. Hann hefur gegnt fjölda starfa í utanríkis- og vamarmála- ráðuneytunum. Arthur A. Hartman, sendiherra í Sovétríkjunum, er annar slíkur ráðgjafi, hann er sextugur og út- skrifaðist eins og Nitze frá Har- vard-háskólanum. Hann er talinn einn aðalmaðurinn í utanríkisþjón- ustunni, var áður sendiherra í París. Hann er orðinn sovétsérfræðingur, á jþeim fimm áram, sem hann hefur gegnt sendiherraembætti í Moskvu. Auk þessara ráðgjafa fylgja Shultz nokkrir aðrir aðstoðarmenn, t.d. Charles E. Hill, sem sinnir við- kvæmustu málunum fyrir utanríkis- ráðherrann og Charles E. Redman, aðstoðarblaðafulltrúi, sem fer nú í fyrsta sinn á leiðtogafund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.