Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 19
19
hún fjallar um tilfinningalegt sam-
spil tveggja kvenna.
Í Anne Trister er aðalpersónan
listmálarinn Anne, leikin af Albane
Guilhe. Anne er svissneskur gyðing-
ur á þrítugsaldri. Dauði föður
hennar hefur djúp áhrif. Eftir jarð-
arforina flýr hún frá Evrópu til
Quebec, þar sem hún reynir að
komast til ráðs við sjálfa sig og ná
aftur tökum á málaralistinni. í
Montreal hittir hún eldri mann,
Simon að nafni, og hjá honum telur
hún sig finna aftur föðurímyndina.
Hún kynnist einnig sálfræðingnum
Alix, sem leikin er af Louise Mar-
leau. Anne berst hatrammri baráttu
við að endurheimta tök sín á list-
inni og gjörvöllu lífi sínu, en engu
að síður vex togstreitan hið innra
með henni. Við brottför frá Evrópu
hijóp hún frá móður sinni og mann-
inum sem hún ætlaði að giftast.
Smám saman breytast tilfinningar
hennar gagnvart Alix úr vináttu í
líkamlega ást. Þegar tiivonandi eig-
inmaður kemur til fundar við hana
í Montreal, verður hún loksins að
horfast í augu við þessar breyting-
ar.
Þriðji kvenleikstjórinn sem hér
verður ijallað um, Anne Wheeler
frá Alberta, hefur fram til þessa
einbeitt sér að gerð styttri mynda,
en fyrsta myndin hennar í fullri
lengd, Loyalties, kom á markað í
sumar. Loyalties er gerð í bresk-
kanadískri samvinnu og tekin í
Alberta.
Breskur læknir (Kenneth Welsh)
flytur með eiginkonu sinni Lily
(Susan Wooldridge) og fjórum böm-
um í heldur fátækt hérað í norður-
hluta Alberta. íbúar staðarins átta
sig ekki á hvers vegna þessi breska
yfirstéttarfjölskylda hefur byggt
sér lúxusvillu og sest að á meðal
þeirra. Lily gefur engin svör og
viðurkennir ekki þann einmanaleik
sem hijáir hana í nýjum heimkynn-
um. Indíánakonan Rosanne (Tatoo
Cardinal) er ráðin til fjölskyldunnar
til bamagæslu og heimilisstarfa.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986
Leikstjórinn Léa Pool frá Quebec er ein margra kvenna sem nú fást við kvikmyndagerð í Kanada.
Rosanne á sjálf þijú böm og hefur
sagt skilið við drykkfelldan eigin-
mann og sest að í fátæklegu
húsnæði hjá móður sinni. Þrátt fyr-
ir fátækt ríkir þar þó sú eining
innan fjölskyldunnar sem er svo
átakanlega fjarri bresku ijölskyid-
unni. Fyrsta kastið ríkir tortryggni
milli Lily og Rosanne enda þjóð-
félagslegur og menningarlegur
bakgmnnur þeirra gjörólíkur. Þeim
tekst þó að brúa það bil og með
þeim tekst djúp vinátta. Meðan vin-
áttubönd þeirra styrlq'ast taka
hjónabandsmál hvorrar um sig
óvænta stefhu. Eiginmaður
Rosanne, Eddy, hættir að drekka,
fær atvinnu og hún flytur að lokum
til hans aftur. Á heimili læknisins
gægjast aftur á móti fram skugga-
leg atvik úr fortíð hans sem leiða
til upplausnar þeirrar fjölskyldu.
Myndin fjallar því um mannlegt og
siðfræðilegt gildi tryggðarinnar.
Auk þess eru tiyggðinni við land
og uppmnalega menningu gerð skil
á óbeinan en engu að síður mjög
rækilegan hátt.
Loyalties hefur hlotið frábæra
dóma hér í Kanada, en sú kvikmynd
sem mest umtal hefur vakið í sum-
ar er vafalaust The Decline of the
American Empire, frumsýnd í
Cannes í Frakklandi og við opnun
kvikmyndahátíðarinnar í Toronto.
Leikstjóri hennar er Denys Archard
frá Quebec. Kvikmyndagagnrýn-
endur hafa unnvörpum hrósað
Archard og segja Decline meðal
bestu kvikmynda sem gerðar hafa
verið í Kanada. Þó nafnið bendi svo
til, þá er myndin ekki pólitísk þjóð-
arádeila, heldur beinist hún að
einstaklingnum og ábyrgð hans
gagnvart heildinni. Persónur Arch-
ards í Decline eiga það sammerkt
að hafa haft skipti á hugsjónum
sínum og þeim lífsgæðum sem
greiða út í hönd.
Þennan boðskap býr Archard í
búning kómedíunnar og lengi fram-
an af snúast samtöl persónanna
miklu fremur um gleði og háska
kynlífsins en hnignandi þjóðfélags-
ástand. Persónumar eru átta, fjórar
konur og fjórir karlar velmegunar-
þjóðfélagsins, sem hittast í glæsi-
leg^um sumarbústað við strönd til
kvöldverðar. En þó kvikmyndin
fjalli á yfirborðinu einkum um ásta-
lífið, þá eru það fremur samræður
áttmenninganna en ástaleikir þeirra
sem leikstjórinn beinir athygli sinni
að. Eins og Archard hefur sagt,
liggur frumleikinn í að gera kvik-
mynd sem höfðar til eyrans fremur
en til augans. „Augað hefur séð
allt,“ segir hann, „en eyrað er
óspjallað."
Samband sveitar-
félaga á Suður-
nesjum:
Aðalfund-
ur haldinn
í Stapa
Vogum.
AÐALFUNDUR Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum
verður haldinn í félagsheimil-
inu Stapa í Njarðvík á föstudag
og laugardag, 10. og 11. októ-
ber.
Fundurinn hefst kl. 14.00 á
föstudag með fundarsetningu.
Síðan flytur formaður Sambands-
ins, Áki Graanz, skýrslu stjómar.
Þá verða flutt erindi um framtíð-
arsýn í ferðamálum og endurskoð-
un á starfsháttum og samþykkt-
um SSS og um samstarfsmál
sveitarfélaganna á Suðumesjum.
Á laugardag hefst fundur kl.
10.00 með ávarpi Matthíasar Á.
Mathiesen, utanríkisráðherra. Þá
verður rætt um hver eigi að taka
við hlutverki sýslunefndar Gull-
bringusýslu og gerð verður grein
fyrir iðnþróunarverkefni fyrir
Suðumes.
Aðalmál fundarins er vatns-
búskapur Suðumesja, mál sem
hefur verið mikið til umræðu á
undanfömum ámm. Einnigverður
rætt um skipulagsmál. í lok fund-
arins verður stjómarkjör. Fundar-
slit eru ráðgerð kl. 18.00 á
laugardag.
EG
ATHVARFID UFI
Styrktartónleikar fyrir Kvennaathvarfið. Ágóði
rennur óskiptur
til athvarfsins
FIMMTUDAG 9. OKTÓBER
SJALLINN OG
DYNHEIMAR
Bubbi Morthens, Bjarni
Tryggva, Dansstúdíó Aiís, Stuð-
kompaníið, Skriðjöklar og fleiri
Miðaverð í Sjallann 600,- í Dynheima 400,-
Sjallinn opnaður kl. 21.30, Dynheimar kl. 21.00
SELFOSS
10. OKTÓBER
Bubbi, Megas,
Guðjón Guð-
mundsson, Kríst-
ján Hrafnsson,
Rauðir fietir,
Dansleikur, hljóm-
sveitin Kikk
KEFLAVIK
12. OKTÓBER
Bubbi, Bjarni
Tryggva, Kristján
Hrafnsson, Guð-
jón Guðmunds-
son, Rauðir fletir
og fíeiri