Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 59 Landsbyggð- arfólkið frest- ar helgar- ferðum ÚTLIT er fyrir að fátt fólk utan af landi verði i höfuðborginni um helgina. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar blaðafulltrúa Flugleiða er lítið bókað I áætlun- arflug félagsins fram yfir helgi. Þeir hefðu líklega frestað höfuð- borgarferðum að sinni vegna umstangsins í Reykjavík. Um aðrar ástæður lítilla bókana í innanlandsflugi er ekki vitað. Líklegt er þó að landsbyggðarfólkið fresti helgarferðum sínum vegna skorts á gistirými í höfuðborginni og að það óttist lélega þjónustu vegna leiðtogafundarins, til dæmis hjá leigubílastöðvum og veitinga- húsum. Sæmundur bjóst við að nauðsynlegt yrði að fækka ferðum eitthvað vegna minni umsvifa fram jrfir helgi. Um helgina verður bannað að fljúga yfir ákveðin svæði í Reykjavík, en Sæmundur taldi ekki að það myndi trufla áætlunarflug Flugleiða. Sérfræðing- ar frá Was- hington til aðstoðar JÓN Hákon Magnússon, forstjóri fjölmiðla- og kynningarfyrirtæk- isins Kynning og markaður, sem fenginn var af stjórnvöldum til þess að annast reksturinn á al- þjóðlegu fréttamiðstöðinni í Hagaskóla hefur ráðið til liðs við sig og sína menn þijá fjölmiðla- og almannatengslasérfræðinga frá fyrirtækinu Gray & co. i Washington. Jón Hákon sagði í samtali við Morgunblaðið við Morgunblaðið í gær að þessir sérfræðingar á sviði fjölmiðlunar, almannatengsla og fjarskipta væru afskaplega þýðing- armiklir fyrir þá starfsemi sem fram færi í Hagaskóla. Hann hefði ákveðið, eftir að hann tók þetta verk að sér, að ráða til aðstoðar reynda sérfræðinga, og kvaðst hann ekki hafa orðið fyrir vonbrgðum með störf þeirra. Jón Hákon sagði að þeir ásamt íslenska starfsfólk- inu, hefðu unnið frábært starf, og bætti við „Þeir eru bara starfsmenn Kynningar og markaðar, eins og hinir." Gert við Ár- neskirkju ÞANN 5. september sl. var hafin gagnger viðgerð á Arneskirkju á Ströndum. Þegar gólf og vegg- ir voru opnaðir kom í ljós að mun minna verk er að gera við kirkj- una en haldið var. Máttarviðimir eru að mestu ófúnir en skipta þarf um gólf, glugga og klæðningu að utan að mestu leyti. Um það varð samkomulag á al- mennum safnaðarfundi þann 3. maí sl. að áhugafólk um endurbyggingu Ámeskitkju sæi um viðgerðina en ekki safnaðarsjóm. Þeim sem vildu á þessum tíma- mótum sýna hug sinn til þessarar gömlu kirkju er vinsamlegast bent á að hafa samband við: Pálínu Guðjónsdóttur, Munaðamesi (s.96-3006), Guðfinnu Guðmundsdóttur, Reykjafirði,(96-3060), Valgeir Bene- diktsson, Amesi II (96-3026), Jakob Thorarensen, Gjögri (96-3046), Huldu Kjörenberg, Laugabraut 12, Akranesi. Framkvæmd- um við Miklu- braut lokið Framkvæmdum við Miklu- braut vegna innkeyrslu í nýja miðbæinn er lokið. Steypt hafa verið undir- göng undir götuna fyrir tengigötur að Miklubraut sem auðveldar aðkomu að Kringlunni. Morgunblaðið/Bjami I fyrsta sæti vinsældalistans: HOUAND ELECJRO Holland Electro er í efsta sæti íslenska ryksuguvinsældalistans - og hún hefur verið þar í meira en áratug. ÞaÖ ætti ekki að koma neinum á óvart því Holland Electro er engin venjuleg ryksuga. • Kraftmeiri gerast ryksugur ekki. Holland Electro hefur allt að 1200 watta mótor sem tryggir aukinn sogkraft og einstakan árangur. • Breytilegur sogkraftur. Meö sjálfstýringu er sogkraftinum stjómað eftir þörfum - Þykkustu teppin sleppa ekki. • Lág bilanatíðni. Bilanatíðni Holland Electro er lægri en hjáöðrum tegundum. • Góðþjónusta. Viðgerða- og varahlutaþjónusta er eins og hún gerist best. • Teppabankari. Holland Electro býður sérstaka teppabankara til aö fríska teppin upp. ÞaÖ er engin tilviljun aö Holland Electro hafi setiö svo lengi í fyrsta sæti ryksuguvinsældalist- ans, þetta er nefnilega engin dægursuga heldur ryksuga sem kann tökin á teppunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.