Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 70
 70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 % f i f s 9 * í k | f | I n fí/lgdu bldu Línunní Ast er ... e-n ... hin rétta efna- blanda. TM Reg. U.S. PaL Off.—all rights reserved C1986 Los Angetes Times Syndicale TARNOVJSKI Ég er sannfærð um að þú sérð ekki eftir að hafa keypt svona margar prjónaupp- skriftir? HÖGNIHREKKVÍSI l *, t?: |m it- Þessir hringdu Úrið var Þakkir til blað- af Casio gerð burðarstúlku Tveimur hjólum stolið Gróa, hringdi: Stolið var tveimur hjólum frá dóttur minni og dóttursyni vestur á Sólvallagötu á sunnudaginn var. Ég var þar í heimsókn og við sátum yfír kaffibolla þegar hjólunum var stolið, svo að segja beint fyrir fram- an nefíð á okkur. Hjólin eru rauð og gul af gerðinni PUCH og er það skrifað með stórum svörtum stöfum á þau. Spariaurar dóttur minnar frá unga aldri fóru til kaupanna á henn- ar hjóli, sem kostaði um tíu þúsund fyrir ári síðan. Ég vil beina þeim tilmælum til foreldra að athuga hvort böm hafí sést með hjól, sem tilheyra þeim ekki. Þeir sem geta gefíð einhveijar upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í síma 91-33835. Frábærir þættir um „Fyrirmynd arföður“ Arni, hríngdi: Ég skil ekkert í því fólki sem er að kvarta yfir þáttunum „Fyrir- myndaföður" í sjónvarpinu - á laugardögum. Þetta eru alveg frá- bærir þættir og maður getur alltaf bókað nokkur hlátrasköll kl. átta á laugardögum. Mig langar einnig til þess að þakka sjónvarpinu fyrir allt það bamaefni sem það sýnir núna. Ánægja með barnalækni Ánægð móðir suður með sjó, hringidi: Ég vil lýsa yfir ánægju minni með Gest Pálsson, bamalækni. Ég var með bamið mitt hjá honum á Landsspítalanum og hef nokkrum sinnum þurft að leia til hans síðan. Ég hef fengið alveg frábærar við- tökur. Hann er boðinn og búinn til þess að hjálpa manni hvenær sem maður hringir. Jóhanna, hringdi: Úrið sem tekið var í leikfímisaln- um í Seljaskóla var af Casio gerð og merkt með upphafsstöfunum GDO. Þeir sem hafa einhveijar upplýsingar eru beðnir um að hringja í 91-76071. Hattadama Helga, hríngdi: Mig langar að fá að vita hvort það sé nokkur dama í Reykjavík sem saumar hatta eða breytir þeim. Þetta hefur breytst svo mikið á umdanfömum árum, að ég veit ekki um neina stúlku núna sem vinnur þessi störf. Mjög víða góð þjónusta Húsmóðir í Reykjavik, hringdi: Ég vil koma á framfæri þakk- læti til ýmissa fyrirtækja í Reykjavík fyrir frábæra þjónustu. Þar vil ég nefna til Torgið í Austur- stræti til dæmis. Þar er hægt að skila aftur vöm, sem maður er af einhveijum ástæðum ekki ánægður með, og fá peningana aftur. Ég held að það sama gildi í Domus. Þá finnst mér allar þær ijósmynda- vömverslanir sem ég hef hejmsótt með óvenju góða þjónustu. Ég hef líka fengið mjög góða þjónustu í kaffihúsum þegar ég hef hvílt mig aðeins á búðarápinu. Má þar til dæmis nefna Kabarett í Austur- strætinu, lítill staður sem ber ekki mikið á. En þar er þjónustan sérs- taklega góð og viðurgemingur seldur við lágu verði. Ég vil einnig nefna mjög góða þjónustu hjá Fflad- elfíu forlaginu. Að síðustu vil ég benda fólki á að það getur sparað mikið með því að bera saman verð, því það munar oft ótrúlega. Kona á Jófríðarstaðavegi, hríngdi: Það hefur blaðburðarstúlka borið út blaðið til okkar, sem heitir Hjördís og nú er hætt. Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til henn- ar fyrir frábæra þjónustu og vina- legt viðmót. Öndvegissúlur fyrir framan Höfða Jón Oddsson, hringdi: Ég hef alltaf staðið í þeirri mein- ingu að höggmynd Siguijóns Ólafssonar, sem stendur fyrir fram- an Höfða, hús Reykjavíkuborgar, ætti að tákna öndvegissúlur In- gólfs, en ekki bera vitni einhveijum draugagang í húsinu. Þessu til stuðnings má benda á að Siguijón gerði listaverkið eftir að húsið komst í eigu borgarinnar. Mér fínnst það fremur óviðfelldið að verið sé að gaspra um drauga, þeg- ar augu heimsins beinast að Reykjavík. Nær væri að beina at- hygli erlenda fréttamanna að því með hver sérstæðum hætti fund Reykjavíkur bar að. Tvær stökur Hermann Dan, hringdi og sagði að sér hefðu orðið þessar tvær stökur á munni þá um morgun- inn: Það var gamall sveitasiður að syngja ljóð og yrkja kvæði. Þvi finnst mér það miklu miður að missa niður þvílík gæði. Tileftii hinnar síðari er leiðtoga- fundurinn í Reykjavík: Orkan flæðir yfir senn, ofan úr miklum hæðum. Þegar að heimsins mestu menn miðla sínum gæðum. „Opinber kjötsmekkur“ Sjónvarpið hefur undanfama daga haft uppi tilburði til að upp- lýsa landsmenn um hvaða smekk þeir eigi að hafa á súpukjöti. Starfsmenn sjónvarpsins mega eiga sinn smekk fyrir mér, en þeir eiga ekkert með að segja mér eða öðrum hvað við eigum að kalla gott kjöt. Ég og margir fleiri höfum þann smekk að súpu- kjöt eigi að vera vel feitt. Þeir feitustu af bitunum sem sjón- varpsmenn sýndu þjóðinni með slíkum hryllingi á dögunum eru alveg eins og gott súpukjöt á að vera og hætt er við að þeir fengju heldur lélega súpu úr þeim af- skomingum sem þeir kölluðu af miklu yfírlæti „nothæft". Sjónvarpsmenn, ykkar hlutverk er ekki að troða ykkar smekk upp á þjóðina. Látið fólk sjálfrátt um hvað það vill éta. 1135-6419. /, pBTTA ER l FyiZSTA SlMM SE/W HANN Séf< „ VARlsr VOFFANN* SKILTI. " Yíkverji skrifar Samskipti íslendinga, ísraels- manna og gyðinga yfírleitt hafa töluvert verið til umræðu að und- anfömu vegna leiðtogafundarins í Reykjavík. Einn af viðmælendum Víkveija hafði það fyrir satt, að einungis þrír þjóðarleiðtogar hefðu fengið tækifæri til að ávarpa Kness- et, þing ísraels, en það væm þeir Richard Nixon, Anwar Sadat og Ásgeir Ásgeirsson, forseti. Nú hef- ur Víkveiji að vísu ekki framkvæmt sögurannsóknir af þessu tiléfni- og vet má veca; að þetta sé orðum aukið. En það breytir ekki þvf, að frá upphafi hafa samskipti þessara tveggja ríkja verið einkar vináttu- samleg. Ástæðulaust er að mistök í stjómkerfí okkar verði til þess að breyta því. dögunum, að það væri okkur til vansæmdar að hafa ekki fyrir löngu lagt varanlegt slitlag á leiðina frá Reykjavfk til Þingvalla. Þetta eru orð að sönnu. Þingvellir eru helgur staður í huga þjóðarinnar. Þangað fer mikill fjöldi fólks á ári hveiju, bæði íslendingar og útlendingar. Þangað á að sjálfsögðu að liggja beinn og breiður vegur frá höfuð- borginni. í nokkur undanfarin ár hefur verið unnið að því að. leggja varanlegt sljtlag á þennan veg. Er ekki kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum og ljúka þessu verki? F erðamaður, sem oft á leið til Þingvalla hafði orð á því á Enn ber það við, þegar ekið er um götur Reykjavíkur, að veg- farendur sjá glugga opnast á bílnum á undan og út fljúga pylsu- bréf, pappamál og annað slíkt. Þetta er ótrúlegt framferði. Það er ekki síður ástæða til að sekta vegfa- rendur fyrir slíka umgengnishætti heldur en umferðarlagabrot. Næstu daga verður mikið af erlendum ferðamönnum hér vegna leiðtógafundarins. Þeir eru hingað. komnir til þess að gegna margvíslegum störfum en munu að sjálfsögðu nota tækifærið til þess að líta í kringum sig. Fyrir allmörg- um mánuðum var að því vikið í Morgunblaðinu, að í mörgum Evr- ópulöndum tíðkaðist það, að erlend- ir ferðamenn fá endurgreiddan söluskatt af þeim vörum, sem þeir kaupa í viðkomandi landi. Þetta mælist mjög vel fyrir hjá ferða- fólki. Er ekki tímabært að huga að þessu á ný?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.