Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 17 Gigtarfélag ís- lands 10 ára: Berst í bökkum fjárhagslega GIGTARFÉLAG fslands er 10 ára í dag. Það var stofnað 9. október 1976 að frumkvæði Fé- lags íslenskra gigtlækna, sem eru þeir er gerst þekkja vanda- mál gigtsjúkra fyrir utan sjúkl- ingana sjálfa. Meginmarkmið félagsins er að styðja við bakið á gigtsjúkum og stuðla að fram- för í gigtlækningum. Eins og hjá öðrum hliðstæðum félögum var hafin fjársöfnun. Á fyrstu árunum var fénu varið í kaup á rannsóknartækjum í ónæmis- fræði, þar sem þar væru mestu möguleikar á að finna orsakir sjúk- dómanna. Seinna var tekin sú ákvörðun að hugsa ekki eingöngu um framtíðina, en gera eitthvað fyrir þá sem þegar eru gitsjúkir. Ákveðið var að ráðast í það stór- ræði að stofna Gigtlækningastöð þar sem gigtsjúkir fá læknishjálp sérfræðinga og endurhæfíngu, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun, sem flestir þurfa á að halda ásamt lyfl- um. Gigtlækningastöðin er til húsa í Armúla 5 og hefur starfað í tvö og hálft ár. Starfið þar hefur gefið góða raun. Gigtarfélagið hefur not- ið velvildar margra við uppbygg- ingu Gigtlækningastöðvarinnar bæði félaga og einstaklinga og bo- rist stórgjafír frá ýmsum aðilum. Þrátt fyrir það berst félagið í bökk- um fjárhagslega og þyrfti ríkulegan stuðning hins opinbera, sem ætti að vera sjálfsagður þar sem á Gigt- lækningastöðinni er sinnt mikil- vægum þætti heilbrigðisþjón- ustunnar. Fyrsti formaður Gigtarfélagsins var Guðjón Hólm Sigvaldason, en núverandi formaður er Sveinn Ind- riðason. Fréttatilkynning Barðstrendingar: Hugmyndir um nöfn á nýjum hrepp Miðhúsum, Reykhólasveit. UMRÆÐUR eru í gangi hér um sameiningu hreppanna svo og fundarhöld i sveitarstjórnum og virðist vera einhugur um það að eina lausnin á þessu vanda- máli sé að sameina alla hreppa Austur-Barðastrandarsýslu í einn hrepp. Ýmsir eru famir að spá í nafn fyrir hinn nýja hrepp og hefur fréttaritari hent reiður á fjórum nöfnum og eiga eflaust fleiri eftir að koma í ljós. Fyrsta nafnið er Austurbyggðarhreppur og er þetta nafn tengt sýslunafni. Ann- að nafnið er Vaðalfjallahreppur, en Vaðalfjöllin eru einkennisfjöll þessarar byggðar. Mynd af Vaðal- fjöllum yrði þá merki hins nýja hrepps. Þriðja nafnið er Austur- Barðstrendingahreppur og tæki við af nafni sýslunnar. Fjórða nafnið er Svanafold. Þess má geta að hvergi mun vera meira af svön- um en hér og fer þeim ört fjölg- andi og gæti verið sú ástæða fyrir því að á flæðilandinu (vöðlunum) er allmikið af marhálmi, sem er eina blómategundin sem vex í söltu vatni hér við land. Marhálmurinn hvarf hér við strendur árið 1930, en fer nú ört vaxandi. Einkennismerki hins nýja hrepps yrðu 5 svanir. Frétta- ritari mun taka á móti hugmynd- um manna um nafngiftir og koma þeim á framfæri. - Sveinn Tamningamenn Til leigu er tamningamiðstöðin Garð- húsum, Skagafirði. Pláss fyrir 24 hross. Góð starfsaðstaða. Nánari uppl. gefur Jónína Hallsdóttir í síma 95-6382. Saumum sjálf — það borgar sig! Dustum nú rykið af saumavélunum og skundum á saumanámskeið hjá Spori í rétta átt. Loksauma- vél á staðnum. Góð fjárfesting sem er fljót að borga sig. Upplýsingar og innritun í símum 15511, 27683 og 83069. Hafnarstræti 21, s. 15511. BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SlMI 6S-12-99 Renault 21, BMW 525, Audi 100 og Benz 230. Ég hef reynt þá alla nema Saab 9000 og tel að Lancia Thema standi sig með mikilli prýði í þeim flokki.“ „CAR“, BRETLANDI, JANÚAR 1986 Samanburðarprófuti á SAAB 9000 Turbo 16, Renault 25 V6 Turbo og LANCIA THEMA TURBO. „Lancia Thema er fágaðasti bíllinn. Undirvagn og fjöðrun eru frábær, smíði og frágangur eru fyrsta flokks og þægindi og sæti eru í hæsta flokki. Sem hraðskreiður 4 dyra fólksbíll, þá er LANCIA THEMA í fremstu röð þeirra eftirsóknar- verðustu.“ Sigurður Hreiðar DAGBLAÐIÐ, 5. JÚLÍ 1986 í akstri er bíllinn eins og hugur manns... Þannig búinn (með 165 ha. turbo vél) er bíllinn einstaklega kraftmikill, léttur í vöfum og svarar hverju og einu eins og best verður á kosið... Gírarnir fimm ganga ljúftog örugglega milli skiptinga og fjöðrunin er þýð, án þess að vera lin... Þar við bætist að sætin eru fjarskalega þægileg... Og þetta, sem gerir LANCIA bílana svo áhugaverða í mínum augum: Þeir virka svo þéttir, skröltlausir og stabflir.“ „WHAT CAR“, BRETLANDI, DESEMBER 1985 Samanburðarprófun á Mercedes Benz 190E, BMW520Í, Audi 90, Alfa Romeo 90 og LANCIA THEMA TURBO. „LANCIA THEMA TURBO kemur best út af þessum 5 bílum að því er varðar hröðun og hámarkshraða. Á öllum sviðum býður Thema upp á mest þægindi. Hann er ekki bara mjög rúmgóður, haganlega innréttaður og þægilegur, farangursgeymslan er líka stór, vel löguð og þægileg í hleðslu. Sætin eru frábær, og öll stjórntæki rétt staðsett. Ef tekið er tillit til hve Thema er geysilega aflmikil, þá kom bensíneyðslan okkur á óvart. Að jafnaði eyddi bíllinn aðeins rúmum 10 lítrum á hundraðið.“ Mikið hrós, ekki satt? En LANCIA THEMA á það skilið. Því ekki að kynnast Thema af eigin raun? Við bjóðum ykkur að koma, skoða og kynnast þessum frábæra bíl. LANCIA THEMA kostar frá aðeins 733 þúsund krónum með ríkulegum búnaði. Gætið ykkar , Benz, BMW, Audi, Yolvo og SAAB, hér kemur LANCIA THEMA! Fyrir suma er aðeins það besta nógu gott og nú eiga þeir nýjan vaikost, sem er LANCIA THEMA. Hann er framleiddur af gömlum og grónum bílaverksmiðjum, sem hafa um áraraðir einbeitt sér að smíði vandaðra luxusbíla og sportbíla. LANCIA THEMA kom á markaðinn fyrir rúmu ári og er ekki ofsögum sagt að hann hafi slegið í gegn á luxusbílamarkaðnum í Evrópu og fáir bílar hlotið eins lofsamlega dóma og umsagnir og hann. Lítum á nokkrar: Gísli Sigurðsson b MORGUNBLAÐIÐ, 12. JÚNÍ 19861 „Hér er um alveg nýja hönnun að ræða, sem tekist hefur vel. Línumar em allar ávalar og það leynir sér ekki, jafnvel tilsýndar að þar fer bíll í háum gæðaflokki... Allur frágangur er til fyrirmyndar, sætin stór og þægileg. Hér er mikill hraðbrautar- vargur, hámarkshraðinn 220 km/klst, þegar miðað er við 165 ha. vélina, hún var í bílnum sem prófaður var. Hann fer í hundraðið á yndir 8 sek. og gerii; allt með mikilli mýkt og elegans. Með turbo-gerðinni hefur LANCIA verulegt tromp á hendi; bíl, sem keppir við Saab 9000, gengisskr. 20.9.86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.