Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Kveðjuorð: Olafur Sveins- son, Stóru- Mörk Fæddur 30. október 1908 Dáinn27.ágústl986 Það kom mér mjög á óvart er ég frétti lát Ólafs í Stóru-Mörk. Eg hitti hann í sumar glaðan og hressan eins og hann var æfinlega er maður hitti hann á förnum vegi, og datt mér þá síst í hug að hann yrði allur að nokkrum vikum liðn- um. Ég kjmntist Ólafi þegar ég var ungur að árum, en hann þá á besta skeiði lífsins, óvenju glæsilegur maður á velli, hár vexti og vel limað- ur og hinn geðþekkasti í allri framgöngu. Ólafur hafði mikinn áhuga á íþróttum og var afburða góður glímumaður, með allrabestu glímu- mönnum landsins og sá besti á Suðurlandi er hann stóð upp á sitt besta. Glímdi hann bæði fallega og drengilega, svo ungir drengir er höfðu áhuga á íþróttum hrifust mjög af honum. Við strákamir í Austur-Landeyj- um vorum svo lánsamir að geta fengið Ólaf hluta úr vetii til þess að kenna okkur íslenska glimu. Það voru ánægjulegir dagar fyrir okk- ur, Ólafur lagði sig allan fram við að kenna okkur og gera úr okkur hrausta menn og við hrifumst af glæsimennsku hans og framkomu. Fyrir þessa vetrardaga er ég inni- lega þakklátur og veit ég að svo myndu allir mæla er með mér voru á þessu íþróttanámskeiði. Ólafur var sonur sæmdarhjón- anna Sveins Sveinssonar og Guð- leifar Guðmundsdóttur, þau hófu búskap í Dalskoti og þar fæddist Ólafur, en þau fluttu að Stóru-Mörk 1923 og þar andaðist Sveinn um t Móðir okkar, INGVELDUR JÓHANNSDÓTTIR, áður til heimilis á Þjórsárgötu t, lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 3. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 10. október kl. 15.00. Fjóla Magnúsdóttir, Kristfn Magnúsdóttir, Theodóra Guðnadóttir, Guðfinna Guðnadóttir. t Móðir mín og systir, PÁLÍNA ÞORKELSDÓTTIR, Sogavegi 92, lóst í Landakotsspítala 6. október. Hannes Hafliðason, Sigríöur Sigurðardóttir. Eiginmaður minn og faðir, RAGNARJÓNASSON, Álftamýri 36, er látinn. Sigrfður Þorsteinsdóttir, Sverrir Ragnarsson. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSGERÐUR ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR frá Lýsudal f Staðarsveit, Hraunbœ 10, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Staðarstað laugardaginn 11. október kl. 15.00. Rútuferð verður frá BS( kl. 11.00. Haraldur Þorsteinsson, Kristján Jónasson, Sigrfður Jónasdóttir, Sigurborg Jónasdóttir, Guðmundur Jónasson, GunnarJónasson, Inga Jónasdóttir, barnabörn og Friðgeir Ágústsson, Bergþóra Sigurjónsdóttir, Svanf rfður Guðmundsdóttir, Oliver Grey, barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinóttu við andlót og jarðarför KRISTBJARGAR BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd ættingja. Gfsli Arnkelsson. t Alúðarþakkir til sjúkrahússprests, lækna og hjúkrunarfólks á deild 2A Borgarspítalanum fyrir veitta aðstoð við fráfall og útför sonar míns, EINARS GfSLASONAR. Guð blessi ykkur öll. Sigurborg Hansdóttir. aldur fram 1930 frá stórum bama- hópi, en fjölskyidan var samhent og Guðleif héit áfram búskap með bömum sínum og allt gekk vel og veit ég að Ólafur hefur verið þar vel liðtækur. Hinn 27. maí var stór hamingju- dagur í lífi Ólafs því þann dag giftist hann heitkonu sinni Guðrúnu Auðunsdóttur skáldkonu frá Dalseli og tóku þau við búi í Stóru-Mörk 1940 ásamt Eymundi bróður Ólafs. Þau hjónin eignuðust eina dótt- ur, Áslaugu, mikla ágætiskonu sem er gift Ólafi Auðunssjmi bygginga- meistara. Þau búa í Reylq'avík og eiga 4 mdhnvænleg böm. Ólafur stóð alla tíð fostum fótum í sinni fögm fæðingarsveit, Vestur- Eyjafjallahreppi, þar kaus hann að lifa og starfa, vinna sveit sinni og sýslu allt, sem hann mátti. Ólafur var vel gefinn og félagslyndur enda hlóðust á hann snemma á æfi ýmis félagsmálastörf, sem ég kann nú ekki öll upp að telja. Hann hreifst ungur af ung- mennafélagshrejrfingunni og var um árabil í stjóm UMF Trausta og um tíma formaður þess félags. Þá var hann ungur kosinn í hrepps- nefnd V estur-Eyj afj allahrepps, í skólanefnd Skógaskóla, í sýslu- nefnd um fjölda ára, safnaðarfull- trúi, formaður kirkjukórs Dals- kirkju, í stjóm Kaupfélags Rangæinga. Þessi upptalning segir nokkuð um félagsmálamanninn 01- af Sveinsson, en hún segir lfka mikið um hans ágætu konu. Hún hefur stutt hann vel í starfi, en þó getað gefið sér tíma til að yrkja sín fögm ljóð. í henni hljóta að búa miklir mannkostir. Þá vil ég ekki gleyma að geta Eymundar, bróður Ólafs, sem alla tíð hefur búið félags- búi með þeim hjónum, hlúð að búi og búfénaði svo sómi er að. Þessi fjölskylda lét af búskap í mars 1985 og flutti á Öldmnar- heimilið Kirkjuhvol í Hvolhíreppi og hefur búið þar síðan. Það veit ég að þar hefur Ólafur hresst upp á dvalargesti með sínum óbilandi lífsþrótti. Én skjótt bregður sól sumri. Hinn 14. ágúst veiktist Ólafur snögglega og var fluttur í Borgarspítalann og þar andaðist hann 27. ágúst sl. Ólafur var jarðsettur í Stóra-Dal að viðstöddu miklu fjölmenni. Þar sást best hvað Ólafur var vinsæll maður og vel metinn af samferða- mönnum. Fátt er hér sagt um merkan mann, en þar munu aðrir bæta um, mér kunnugri starfsferli hans. Eyjaflallasveit hefur misst mikið, en mest hafa þó misst eigin- kona hans, einkadóttir og bama- böm. Þeim og öllum nánum ættingjum vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Fljdji heiðursmaður- inn heill til hærri sviða. Ingólfur Jónsson Klara Helga- dóttir — Minning Fædd 26. október 1926 Dáin 30. september 1986 Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið gott... (V. Briem.) Ekki varð hún löng ævin hennar ömmu. Það vantaði 27 daga að hún næði því að verða sextug. Hún fæddist í Vestmannaeyjum 26. október 1926, og hét fullu nafni Kristjana María Klara. Hún var dóttir hjónanna Guðnýjar Guð- mundsdóttur og síðari manns hennar Helga Guðmundssonar. Þau áttu ekki önnur böm saman, en áður átti Guðný með fyrri manni sínum, Guðmundi, Elínu, sem lést 1984, Þorgerði og Guðlaugu Öldu. Helgi átti áður eina dóttur, Önnu Ólöfu, með fyrri konu sinni. Amma elst upp í Vestmannaeyjum til tíu ára aldurs, en þá flytur fjölskyldan til Reykjavíkur. Á þessum ámm eru kröpp kjör hjá almenningi og erfitt um vinnu. Má reikna með að á þess- um árum hafi amma tamið sér vinnusemi, sparsemi og hvemig nýta mátti hlutina. Því seinna áttu þessir eiginleikar eftir að koma henni að góðu gagni. Árið 1946 giftist hún Núma Jóns- sjmi rennismið frá Borgamesi. Þau bjrrjuðu sinn búskap á Egilsgötu 16, en keyptu sér síðan íbúð í Hólm- garði 58, þar sem amma bjó æ síðan. Þau eignuðust einn son, Helga. Því miður kjmntumst við ekki afa þar sem hann dó aðeins 36 ára gamall og við ekki fæddar. Amma varð því ekkja aðeins 34 ára gömul. Hún hafði þá þegar kynnst miklum veikindum, þar sem afi háði sína baráttu í mörg ár, þar til yfir lauk. í ein sex ár var amma alveg láus við veikindi og erfiðleika sem þeim fylgja, en um fertugt greinist í henni sá sjúkdómur sem hún barðist við í heil tuttugu ár af fádæma viljastyrk og lífskrafti. Amma starfaði lengst af í Þórs- kaffí, en einnig sem baðvörður við Fellaskóla. Hún amma var glæsileg kona. Örugg og hreinskiptin í allri fram- göngu, dugleg, áræðin og kom hlutum í framkvæmd án hávaða. Hún var glaðsinna og upplífgandi og hún var skemmtilegur félagi og vinur. Við eigum góða minningu frá Vestmannaeyjaferð með henni 1982, á þjóðhátíð, en þar taldi hún sig á heimaslóðum, og var svo sann- arlega í essinu sínu að sýna okkur eyjuna sína. Amma var mjmdar- kona í öllum hannyrðum, og eigum við marga góða gripi, sem varðveita minningu hennar. Þegar hún gaf okkur gjafir voru þær gefnar að vel athuguðu máli — alltaf rausnar- gjafír sem áttu bæði að þroska okkur og gleðja. Það er óskiljanlegt hvað lagðar eru á okkur mannfólkið misþungar byrðar. Amma háði sína baráttu með reisn og æðruleysi. Við nýtt og nýtt áfall kom best í ljós hversu sterk hún var. Það er dýrmætt að hafa fengið tækifæri að umgangast slíka hetju, óbilandi trú á lífíð, hug- hreystandi og stjrkjandi þótt sjálf væri helsjúk. Síðustu klukkustundina fyrir andlát hennar sat fjölskylda okkar við banabeð hennar við kertaljós — og friður yfír. Hún kveður hvem og einn og biður honum blessunar Guðs. Þetta er gert með reisn — og kjarki. En þetta var ömmu líkt — til síðustu stundar að biðja okkur þess besta sem hún vissi. Þessi stund var dýrmæt. Ingibjörg Klara, Krist- jana Guðný og Harpa. Stjórn ogtrúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur: Sjómenn hjá Gæzlunni fái sömu hækk- anir og tollverðir og lögregluþjónar STJÓRN og trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu, að beina því til fjár- málaráðherra að hann hlutist til um það, að félagsmenn SR, sem starfí hjá Landhelgisgæzlunni fái sömu launahækkanir og lög- reglumenn og tollverðir hafa fengið með því að afsala sér verkfallsrétti. Sjómenn hjá Land- helgisgæzlunni hafi ekki verk- failsrétt samkvæmt lögum, en starfí engu að síður samkvæmt kjarasamningi farmanna þó sömu kröfur séu gerðar til þeirra og fyrrnefndra stétta. Þetta þurfi því að leiðrétta. Stjóm og trúnaðarmannaráð SR fjallaði einnig um gerðardóm í ágúst síðastliðnum vegna kjaradeilu und- irmanna á farskipum og útgerða þeirra. Gerðadómur dæmdi undir- mönnum 21.187 krónur f mánaðar- laun fyrir 40 klukkusatunda vinnuviku, en krafa farmanna var að mánaðarlaun yrðu 27.000 krón- ur. í samþykkt frá Sjómannafélag- inu segir að nokkrar vonir hafi verið bundnar við störf gerðardóms, með- al annars vegna þess, að frá febrúarsamkomulagi ASÍ og VSÍ til niðurstöðu gerðardóms í ágúst hafi þátttakendur febrúrarsam- komulagsins svokallaða unnið að og samið um verulegar launahækk- anir til ýmissa starfshópa. Kjarakr- öfur farmanna í Sjómannafélagi Reylcjavíkur, sem fram hafí verið lagðar snemma á þessu ári, hafi enn ekki fengið þá umfjöllun og afgreiðslu sem stjóm og trúnaðar- mannaráð SR sætti sig við. Því séu fyrri kröfur áréttaðar og jafnfrarnt áréttað að íjöldi háseta á farskipum samkvæmt kjarasamningum verði endurskoðaður og þeim fjölgað vegna óhóflegs vinnuálags. Vegna boðaðrar vinnustöðvunar á kaup- skipaflotanum 5. janúar næstkom- andi verði þessi tvö atriði eingöngu rædd við útgerðir farskipa. í máímánuði síðastliðnum greip ríkisstjómin inn í kjaradeilu undir- manna á farskipum með setningu bráðabirgðalaga. Svar farmanna við því var boðun jrfirvinnubanns, sem félagsdómur dæmdi ólgmætt á þeim forsendum að f kjarasamningi væri gert ráð fyrir yfírvinnu- greiðslu. Stjóm og trúnaðarmann- aráð Sjómannafélags Reykjvíkur vísar þessari niðurstöðu félagsdóms algjörlega á bug og bendir á í sam- þykkt sinni að ennþá beri sjómönn- um almenn mannréttindi sambæri- leg og öðru vinnandi fólki hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.