Morgunblaðið - 09.10.1986, Page 15

Morgunblaðið - 09.10.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 15 Guðrún Gísladóttir í hlutverki Mariu, völvunnar frá íslandi. Og hann valdi mig. Ég var þá á Grikklandi og fékk upphringingu þangað og var beðin að koma tii Svíþjóðar að hitta Tarkowsky að máii. Ég var að drepast úr stressi fyrir fúnd okkar. Tarkowsky glápti á mig og túikurinn hans sagði eitthvað. Hann spurði mig hvort ég væri alltaf svona freknótt. Svo stóð hann upp og tók fyrir augabrýrnar á mér. „Ég ætla að segja þér frá þessari konu, Maríu, “ sagði hann og settist og hallaði sér aftur í stólnum. „Hún er mjög einmana þessi kona, mjög einmana. “ Svo sagði hann ekkert meir. Tarkowsky talaði um efni myndarinnar í viðtali í París í mars sl. og sagði þá: „Það sem ég fjalla um hér er mikilvægara en allt annað; skorturinn á rými fyrir andann í menningu okkar. Við erum sífellt að auka þekkingu okkar á efnisheiminum og við gerum tilraunir með hann án þess að taka með í reikninginn afleiðingamar sem það getur haft f för með sér, að útiloka mann- inn frá vitund sinni. Maðurinn þjáist en hann veit ekki af hveiju. Hann fínnur að það vantar samhljómun og hann leitar or- sakanna fyrir því. Ég vildi sýna að maðurinn getur endumýjað tengsl sín við lífíð með owskys, Larissu, þegar hún kom til hans ásamt vinkonu sinni. Við þekktumst frá þvi hún var hér á landi. Svíamir eru ansi lengi að ákveða hvort þeir eigi að vera almennileg- ir en þegar þeir ákveða sig eru þeir stórgott og harðduglegt vinnufólk. Þetta var gengið hans Bergmans. “ Sænski leikstjórinn Ingmar Bergman sagði einu sinni um Tarkowsky: „Það var kjaftaði öllu í Tarkowsky. Svo kom mikil- vægasta og langlengsta senan f myndinni en þar átti hús að brenna til kaldra kola. 100.000 hlutir urðu að gerast í réttri röð, þakið að falla eftir þtjár mfnútur og kvikna f bflnum eftir fímm mfnútur, en atriðið, 12 til 15 mínútna langt, átti að taka f einu skoti og ef eitthvað færi úrskeiðis yrði að taka allt saman aftur og það kostaði milljón- ir. Ég átti að hjóla útúr myndinni og var í síðu pilsi sem slóst við fætuma á mér þeg- ar ég klifraði upp á hjólið, en allt fór vel. En svo bilaði myndatökuvél Nykvists og allt fór út um þúfur og húsið brann. Þegar farið var að gæta að biluninni fannst ekk- ert að vélinni og blöðin kenndu brehnusér- fræðingum frá London um ófarimar þvf ekkert mátti segja um myndavél Nykvists. Það voru allir sendir heim nema ég, því ég átti heima svo langt f burtu eða uppi á ís- landi, á meðan reynt var að safna peningum til að gera atriðið upp á nýtt. Erland átti eina einfalda og stutta senu eftir og svo yrði tökum lokið. Allir voru heldur þungir á brún og niðurdregnir á Yneðan beðið var eftir peningum fyrir atriðið og þá fyrst var smakkað á vfni. Peningamir fengust, húsið var endurbyggt á nokkrum dögum, leikar- amir komu og atriðið var tekið aftur. Það mátti ekki tæpara standa hjá mér því um leið og ég var komin út úr myndinni sprakk á hjólinu. Svo fór Tarkowsky með filmubút- inn til Stokkhólms og ætlaði að hringja og láta vita ef allt væri í lagi. Og það var allt f lagi svo þá var aðeins stutta senan með Erland eftir en aðstoðarleikstjórinn átti að sjá um hana. En Erland sagði við Berg- man: „Það er upplagt fyrir þig að gera þetta atriði, “ þar sem þeir voru að kveðj- Tarkowsky á góðri stund að undirbúa tökur. því að endumýja skuldbindingar sínar við sjálfan sig og sál sína. Og ein leiðin til að öðlast aftur siðferðileg heilindi... er að hafa styrk til að fóma sjálfum sér... Mynd- in er ljóðræn dæmisaga. Hvem kafla hennar má túlka á ólíkan máta. Ég geri mér grein fyrir að hún stríðir á móti því sem viðtekið er á okkar tímum ... en þarf að taka það fram, að ég trúi og ég er furðu lostinn á því sjálfsmorði andans sem við stefnum hraðbyri að og án þess að nokkur kúgi okkur til þess.“ „Það tók tíma að komast inn í hópinn, “ segir Guðrún, „en þegar það var komið var fínt að vinna með honum. Það var aldrei hægt að vita hvort ég var Svíamegin eða Rússamegin. Ég hafði mitt eigið tungumál og lenti í því að vera milligöngumaður á milli sænska hópsins og eiginkonu Tark- eins og kraftaverk þegar ég fyrst uppgötv- aði Tarkwosky. Allt í einu stóð ég við dymar að herbergi sem enginn hafði látið mig hafa lykla að fyrr en núna. Þetta var herbergi sem mig hafði ætíð langað til að komast inn í, þar sem hann fór um frjálslega og æsing- arlaust. Ég fann til hvatningar og vellíðunar: Hér var kominn maður sem lýsti því sem mig hafði ætíð langað til að lýsa án þess að vita hvemig. Fyrir mér er Tarkowsky sá mesti, sá sem fann upp nýtt tungumál, trútt eðli kvikmyndarinnar í lýsingu sinni á lífínu, lífí draumsins. „Þeir dá hvor annan. Við vorum öll sam- ankomin á þessari eyju, Gotlandi, og Bergman býr á annarri eyju skammt frá. Erland Josephson fór yfirieitt um helgar til Bergmans og kjaftaði öllu íhann um hvem- ig hlutimir gengju og kom svo til baka og Sven Nykvist ast. Bergman kipptist við og hljóp inn og náði í frakkann sinn og ætlaði með Erland en sá þá á síðustu stundu að það væri ekki við hæfl. Tarkowsky heyrði af þessu og þótti voðalega gaman. Andrei Tarkowsky fæddist í apríl árið 1932 í litlu þorpi á bökkum Volgu en faðir hans, Arseni, var velþekkt Ijóðskáld. Tarkowsky stundaði fyrst nám í tónlist en síðan myndlist og loks jarðfræði og starfaði m.a. í Síberíu. Hann lærði hrafl í austur- lenskum tungumálum, „en ekkert af þessu var fyrir mig“. Árið 1954 hóf hann nám í kvikmyndagerð við Kvikmyndastofnunina í Moskvu og var þar í fjögur ár undir hand- leiðslu Mikhaels Romm. Fómin er hans sjöunda mynd frá því hann gerði lokaprófs- mynd sína við stofnunina árið 1960. „ Við unnum mlluna án þess að tala um hana. Við töluðum um maígt annað. Aðal- lega reifst hann út í hvað ég reykti mikið og hvað við drykkjum mikið á íslandi. Hann hafði aldrei séð annað eins, en hann lýgur því nú! Það var frekar að maður skynjaði hlutina. Það er ekki hægt að segja alla hluti með orðum. Tarkowsky er þannig maður að það fylgjast allir með honum og maður reynir að finna hvað hann er að hugsa. Hann sagði f ræðu f lokahófí eftir tökumar að hann væri ósköp feginn að hafa ekkert talað við okkur. Sven Nykvist sagði að hann hefði ferðast í gegnum margt landslagið en aldrei með jafngóðum leiðsögumanni. ílokin vom allir orðnir málþola. í lokahóf- inu varsetið undirborðum fátta klukkutíma og það var alltaf einhver að halda ræðu. Viðgerðum svolítið fyndinn hlut. Það þurfti alltaf að vera túlkur með til að þýða yfir á rússnesku eða úr rússnesku yfir á sænsku. Ég talaði á íslensku og hafði við hliðina á mér Gota sem þýddi það sem ég sagði yfir á kínversku. Þeir ætluðu aldrei að skilja djókið. Tarkowsky sagði eitt sinn í blaðaviðtali: „Sumir kvikmyndagerðarmenn vita frá upp- hafi að kvikmyndaformið hentar þeim best. Ég var í vafa, hafði litla tilfinningu fyrir henni. Ég vissi að um flókin tæknileg atriði væri að ræða, en skildi ekki þá að kvikmynd- in er ein aðferðin til að tjá sig með, eins og ljóðlistin, tónlistin eða bókmenntimar. Meira að segja eftir að ég gerði fyrstu myndina mína, Æska ívans, skildi ég ekki hlutverk leikstjórans. Það var ekki fyrr en seinna sem ég uppgötvaði möguleika kvik- myndarinnar." Vinnudagurinn? Þetta var eiginlega aðal- lega bið eftir að ský drægi fýrir sólu. Ef það gerðist var rokið til og fílmað. Tark- owsky vinnur líkt og hann var í leikhúsi, senumarem langar, þærem æfðarmörgum sinnum, samsetningamar eru afar nákvæm- ar. Það má ekki skeika millimetra. Tarkowsky segir: „Kvikmyndagerð er byggð á tveimur tegundum leikstjóra, sem gera tvær tegundir kvikmynda. Annars veg- ar eru þeir sem líkja eftir veröldinni sem þeir lifa í og hins vegar þeir sem skapa sér sína eigin veröld, ljóðskáld kvikmyndanna. Og ég held að aðeins Ijóðskáldin verði skráð á spjöld kvikmyndasögunnar: Bresson, Dov- sjenko, Mizoguchi, Bergman, Bunuel, Kurosawa." Það vargaman og erfítt þegar við Erland lágum á fjölinni og áttum að fljúga. Það var atriði þar sem Alexander fer og sefur hjá völunni Maríu og þau áttu að fljúga. Fjölin, örmjó, var sett á lyftara og ég náði að liggja á henni með öðm mjaðmarbeininu og öðmm olboganum og hann hefur ekki haft mikið meira pláss. Þannig þurftum við að liggja í heilan dag á meðan æft var og svo annan dag á meðan atriðið var tekið. Eftir það var Erland oft að fínna spýtur oní fjöm og spyrja hvort við ættum ekki að leggja okkur. Tarkowsky segist aldrei velta því fyrir sér hvað áhorfendur hugsa um myndir hans. Honum finnst erfítt að setja sig í þeirra spor, meiningarlaust og óþægilegt. „Sumir reyna að spá í gengi mynda minna," segir hann. „Ég er ekki einn af þeim. Það besta sem maður getur gert fyrir áhorfendur er að vera maður sjálfur og nota persónulegt tungumál sem þeir skilja. Ljóðskáld og rit- höfundar eru ekki að reyna að láta fólk kunna við sig. Þeir vita ekki hvemig gera á fólk ánægt.“ Ég fann út að María er ekki neitt nema samlíðan. Hún hefur ekkert sérstakt sjálf: Þetta fer bara í gegnum hana. Henni þykir óskaplega vænt um þennan Alexander því hann fínnur mikið til. Ég vona bara að Tarkowsky batni og hann geri fleiri myndir. Hann sagði við Láms Ými úti í Stokkhólmi þegar Láms var að byrja á nýrri mynd: Ef þú vilt vera ham- ingjusamur, gerðu þá ekki bíómynd. Hann þjáist mikið fyrir að vera f útlegð. Hann fékk ekki að gera margar myndir í Sovétríkj- unum en hann veit ekki hvomm megin betra er að gera myndir. Hér er allt mælt í tíma og peningum en f Sovétríkjunum skiptir tíminn ekki eins miklu máli og ef þú færð á annað borð að gera mynd skipta peningar engu. En svo em þær ekkert endilega sýnd- ar. Tarkowsky er Guðrúnu ráðgáta og tilvilj- anir varðandi Fómina og raunverulega atburði, nýliðna og á líðandi stundu, eru undrunarefni. Alexander leitar til íslensku völunnar Maríu til að koma í veg fyrir heims- endi og fyrr en varir hittast stórveldin tvö á íslandi til að ræða m.a. hvemig koma má í veg fyrir heimsendi. Og eitt af atriðum myndarinnar er tekið á þeim stað í Stokk- hólmi sem Olof Palme var seinna myrtur á. Þá senu átti fyrst að taka uppi f sveit en svo var ákveðið að taka hana í Tunnelgat- an í Gamla Stan. Það er draumasena, heimsendir, fólk er á hlaupum niður tröppur og lítill drengur liggur í blóði sínu á göt- unni. Næst þegar ég kom til Stokkhólms var þessi staður afgirtur, fullur af rósum. Mér fínnst Tarkowsky hálfgöldróttur. Eina stundina liggur hann fyrir dauðanum, þá næstu er hann að ná sér og núna segja gárungamir að húsinu í Fórninni svipi til Höfða, eitt við ysta haf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.