Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Shotokan karate Byrjendanámskeið er að hefjast í Karateskólanum Reykjavík. Kennsla fer fram í Skipholti 3. Mánudaga frá kl. 19.30. Föstudaga frá kl. 19.00. Karateskólinn er ungt og öflugt karatefélag sem býður fólk velkomið á æfingar í vetur. Fyrri nemendur velkomnir. Upplýsingar í símum 666687 fyrir kl. 16.00 og 75473 eftir kl. 18.00 alla daga og á staðnum á æfingatímum. Námskeið í Þáttur áætlanageröar í stjórnun íslenskra fyrirtækja hefur aukist verulega á undanförnum árum. Ástæða þess er fyrst og fremst aukinn skilningur stjórnenda á nauðsyn markvissrar áætlanagerðar, sem verkfæri til að ná settum markmiðum. En einnig hefur tilkoma einkatölva og sérstakra áætlanagerðaforrita s.s. Multiplan og Lotus 1-2-3 gert vinnu við áætlanagerð þægilegri. Stjórnunarfélag íslands heldur námskeið þar sem fjallað verður um áætlanagerð sem stjórntæki til að ná sem bestum árangri í rekstri og stjórnun fyrirtækja. Efni námskeiðsins er m.a.: Ýmsartegundir áætlana s.s. stefnumót- andi áætlun, fjárhagsáætlun, greiðslu- áætlun og rekstraráætlun. Skipulag áætlanagerðar, þ.e. hver gerir hvað, hvenær og hvernig. Efnahagsleg uppbygging fyrirtækis, kynning á hugtökíím og kennitölum, svo sem framlegð, framlegðarstigi, nullpunkti, arðsemi og veltuhraða fjármuna. Tekju- og kostnaðareftirlit og saman- burður á bókhaldi og áætlun. Kynning á áætlanagerðarforritum og tölvutækni sem hjálp við áætlanagerð. Leiðbeinandi: Gísli Arason, rekstrarhagfræðingur. Raunhæf verkefni verða í gerð rekstrar-og greiðsluáætlana. Tími og staður: 20.-24. október, kl. 13.30-17.30 Ánanaustum 15. Scjórnunarfélðg Isjðnds Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Leitin að Njáluhöfundi eftir Ólaf Guðmundsson Leit af þessu tagi er svipuð verki leynilögregiumanns. Tvenns ber jafnt að gæta: hins jákvæða og hins neikvæða. Það er ekki nóg, þótt tínt sé til eitt og annað, sem kemur heim og saman, heldur verður að gefa jafnmikinn gaum að mótbárum. Ein örugg mótbára útilokar mann, hve margt svo sem með honum mælir. Einar Ól. Sveinsson: Formáli að Brennu-Njáls sögu (1954). „Það er þessvegna nokk- uð ljóst, að það orkar tvímælis hvort Sturla kemur til greina, tímans vegna, sem höfundur Njálu, ef tilgátur fræði- manna um ritunartíma sögunnar eru réttar.“ Á þvf ári er aðdáendur Sturlu Þórðarsonar minntust sjöhundruð- ustu ártíðar hans með Sturlustefnu í Háskóla íslands, birtist í Morgun- blaðinu skemmtileg grein eftir Matthías Johannessen, skáld og rit- stjóra, þar sem hann setur fram þá kenningu að Sturla hafí skrifað Njáls sögu. Mér fannst þetta vel tilfallið og leit svo á að Matthías í tilefni ársins, væri að heiðra Sturlu með því að skipa honum á bekk með þeim, sem nefíidir hafa verið sem höfundar þessa meistaraverks íslenzkra bók- mennta. Mér þótti auðsætt, að þar sem þessi óvænta og nýstárlega hug- mynd var ekki sett fram á Sturlu- stefnu, en þangað hefði hún getað átt erindi, myndi ekki vera mikil al- vara á bak við hana. Hún væri eins konar heiðursnafnbót Sturlu til handa. Ekki reyndist getspeki mín á marga físka. í ritgerð um Sturlu Þórðarson, sem birtist á síðastliðnu ári í „Bókmenntaþáttum" rökstuddi Matthías kenningu sína nánar á §ör- legan og skáldlegan hátt og fór oft á kostum, eins og hans er von og vísa. Ég hef ekki séð neitt á prenti um þessa kenningu fyrr en 21. septem- ber síðastliðinn í grein eftir Eirík Bjömsson, lækni, þar sem hann fagn- ar því að loks sé höfundur Njálu fúndinn með nokkurri vissu. Hinsveg- ar er greinarhöfúndur óánægður með að þögn hafí ríkt um þetta afrek, og lítið hafí verið rætt um það og ritað. Njáls saga er án efa mest lesin allra fslendingasagna. Hún er þeirra mest, fjölbreytileg að efni og auk þess stórbrotið listaverk. Um uppruna sögunnar er enn flest á huldu, þótt rannsóknir á ritun- artíma og staðfræði hafí leitt ýmis- legt markvert í ljós. Til langs tíma hefur mönnum verið hugleikið að fínna höfúnd hennar, en þó að það sé nokkuð augljóst, að sú leit mun seint sækjast, er eins og áhugi manna á henni hafí vaxið hin síðari ár. Hermann Pálsson bar fram þá til- gátu í bók sinni „Uppruni Njálu og hugmyndir" (1984), að höfundur Njálu hafi verið Ámi biskup Þorláiks- son. Það er ekki ætlunin að Ijalla um bók Hermanns hér, en ég verð samt að segja að mér fínnst hug- mjmd hans mjög athyglisverð, m.a. vegna þess að Ámi biskup var fædd- ur og alinn upp í Skaftafellsþingi og hve ættartengsl hans við Svínfellinga og Gissur jarl voru náin, en það kem- ur vel heim við ýmislegt, sem Njálurannsóknir hafa leitt í ljós. Rannsóknir á staðfræði sögunnar hafa farið fram um langt skeið, en þær sýna hvar höfundur hefur verið gagnkunnugur, en það gæti bent til þess hvar hann ólst upp, eða dvaldi til langframa. Veilur í staðþekkingu, skortur á ömefnum og beinar villur, benda hinsvegar til ókunnugleika — þar hafi höfundur ekki dvalið lang- dvölum. Slíkar rannsóknir geta auðvitað ekki sannað hver hafi verið hinn mikli Njálumeistari. Hinsvegar geta þær útilokað ýmsa, sem nefndir hafa verið í þessu sambandi. Það sama gildir um ritunartíma sögunnar, en fræðimenn hafa fært fram sterk rök fyrir því að hún sé rituð á tímabilinu frá 1280 til 1285. í fljótu bragði viiðist ekkert vera því til fyrirstöðu, tímans vegna, að Sturia Þórðarson sé höfúndur Njálu (d. 1284). En ef þetta er skoðað nánar kemur í ljós að tíminn, sem hann hefúr til að Ijúka ritverkinu er í naumara lagi. Siguiður Nordal seg- ir að slíkt verk hafí verið mörg ár í smíðum. Bjöm M. Olsen og Pétur Sigurðs- son hafa leitt sterk rök að því að Sturla hafí ritað íslendinga sögu á efstu árum sínum. Undir þetta tekur Jón Jóhannesson í formála sínum að Sturlunga sögu (1946). Það verður að teljast heldur ólík- legt, að á þessum skamma tíma frá 1280 fram á mitt ár 1284, þegar Sturla er önnum kafinn að ljúka við íslendinga sögu sína, geti hann samtímis ritað annað eins ritverk og Njálu, sem mun hafa verið mörg ár í smíðum, eins og drepið var á hér að ofan. íslendinga saga hefur einnig verið tímafrekt verk, á því er enginn vafí. Það er þessvegna nokkuð ljóst, að það orkar tvímælis hvort Sturla kem- ur til greina, tímans vegna, sem höfundur Njálu, ef tilgátur fræði- manna um ritunartima sögunnar eru réttar. Svo sem áður er sagt, kom mér hugmynd Matthíasar nokkuð á óvart. Aðallega vegna þess að fræðimenn hafa nær undantekningarlaust, verið þeirrar skoðunar að Njáluhöfundur hafí verið úr AustfirðingaQórðungi. Guðbrandur Vigfússon, sá get- spaki snillingur, segir í inngangi að Sturlungu útgáfú sinni (Prolegomena 1878) um höfúnd Njálu: , the work of a lawyer... (XLIH) ritverk lagamanns, sem er vel að sér í íslenzkri sögu og ættfræði (ættartölumar eru ekki úr Land- námu, en benda til annarrar arfsagnar). Hann hefur búið í Austfirðingafjórðungi austanverð- um — það eru staðfræðivillur hjá honum á Vestur- og Suðurlandi. Lars Lönroth: Njáls saga — A critical introduction (1976). He evidently wrote the saga in a milieu dominated by the Svinfell- ings. Það er augljóst að hann skrifaði söguna á yfírráðasvæði Svínfell- inga. Sigurður Nordal: Um íslenzkar fomsögur (1968) Njáluhöfundur hefur verið í tals- verðum tengslum við Austurland. Barði Guðmundsson fullyrti að rannsóknir bentu eindregið til þess að höfundur væri austfírskur. Einar Ól. Sveinsson og Hermann Pálsson telja báðir að staðþekking höfúndar í Skaftafellsþingi bendi til langdvalar þar. Það er athygiisvert að þessir fram- angreindu fræðimenn eru allir fúU- vissir þess, að höfundur Njálu hafí verið í nánum tengslum við Austfirði og víða nákunnugur þar um slóðir. Það er einnig dijúgt á metunum að þeir hafa allir fengist við Njálurann- sóknir, sumir árum saman. Finnur Jónsson segir hinsvegar í bókmenntasögu (1904—5) sinni, að sá sem setti Njálu saman hafí verið Breiðfírðingur, enda nefnir Matthías hann máli sínu til stuðnings. En hvemig leit Finnur á tilurð Njálu? Hann var sagnfestumaður, sem áleit að ekki væri hægt að ræða um neinn sérstakan höfúnd sögunnar í þeirri mynd sem hún væri nú. Það er því ljóst að umsögn Finns er ekki mikils virði í Jiessu sambandi. Enda segir Einar 01. Sveinsson í formála sínum að Brennu-Njáls sögu (CVII): ... ef miðað er við kenningar Finns Jónssonar má segja að höf- undurinn heiti Legio. Eins og ég gat um hér að framan hafa farið fram ítarlegar rannsóknir á staðþekkingu Njáluhöfundar. Ég hygg að það sé ekki á neinn hallað þótt maður segi að athuganir Einars Ól. Sveinssonar séu í fremstu röð. Þessvegna hef ég valið rannsóknir þessa grandvara og varkára vísinda- manns til að varpa betur ljósi á það hvar höfundur hefur verið kunnugur og hvar ekki. En svör við þeirri spum- ingu gætu komið okkur á slóðina að uppruna hans. Um_ þekkingu höfundar á stað- fræði íslands em niðurstöður Einars Ól. Sveinssonar þessar: Á Austfjörðum er staðþekking góð og þar verða ekki sannaðar beinar staðvillur. Frá Seljalandsmúla til Lónsheiðar er allt talið rétt og staðþekking á vissum slóðum ótrúlega smásmugu- leg; I Rangárþingi er sumt rétt en annað rangt. I stuttu máli virðist staðfræðiþekking höfundar vera frekar komin af ferðum um sýsluna en langdvölum þar. í Ámesþingi virðist staðþekking góð, sérstaklega ofan til í sýslunni. Staðþekking á Þingvöllum mjög ör- ugg og nákvæm. Staðþekking í Boigarfírði er nokk- uð á huldu, en þau fáu bæjamöfn, sem þar em neftid, em rétt. í Breiðaijarðardölum, umhverfi Sturlu Þórðarsonar, þar sem maður skyldi ætla að hann væri nákunnug- ur, segir Einar Ól. Sveinsson þetta í inngangi sínum að Brennu-Njáls sögu (LXXXVI): Ekki getur það dulist, að nokkra nasasjón hefur höfundur af því héraði, svo sem væri af ferð eða ' glöggum sögnum manns. Hann viðhefúr jaftivel orðalag sveitar- innar, þegar hann segir, að Gunnar reið fram dalinn, þegar hann reið upp eftir. Eigi að síður er höfúnd- urinn þó fráleitt vel kunnugur. Honum er vant ömefna: hann tal- ar um næsta bæ hjá Hrútsstöðum, hann talar um að vera í fjöllunum milli Laxárdalsbotns og Hauka- dals... Varla gerir höfundur sér vel ljósa vegalengdina frá Staðar- felli út í Bjameyjar... Fyrir vestan Breiðaijarðardali er ekki margt til frásagnar, en þó er þar merkileg þekking á nokkmm leið- um. Á Norðurlandi er erfítt að fullyrða um þekkingu höfundar, en hann virð- ist vita um alþekkta bæi og kunna skil á héraðaskipun. Þegar litið er á þessar niðurstöður um staðþekkingu söguhöfúndar, kemur í ljós að þær koma ekki vel heim við þá kenningu að Sturla Þórð- arson sé höfundur Njálu. Það er aðallega tvennt, sem tekur af allan vafa: hin gloppótta staðþekking í Breiðafjarðardölum og hve höfundur virðist vera nákunnugur í Skaftafells- þingi og á Austfjörðum. Það er ekki unnt að merkja á rit- gerð Matthíasar, að skoðanir fræði- manna á uppmna Njáluhöfúndar og niðurstöður staðfræðirannsókna, sem nánast útiloka Sturlu Þórðarson, hafí markað djúp spor. Enda er það at- hyglisvert að hann vitnar aðeins einu sinni í staðfræðirannsóknir Einars Ól. Sveinssonar og þá með þessum orðum: Hann (Njáluhöfundur) er vel kunn- ugur í Boigarfirði og Breiðaflarð- ardölum, og notar jaftivel að sögn Einars Ól. Sveinssonar staðháttar- málvenju þar um slóðir. (Bókmenntaþættir bls. 285—6.) Þetta mætti misskilja á þann veg að EÓS teldi Njáluhöfund vel kunn- ugan í Boigarfírði og Breiðafjarðar- dölum, en það er fullmikið sagt, eins og áður hefúr komið fram. Þótt Matthías sé stuttorður um staðfræðina er það ljóst að það vandamál vefst nokkuð fyrir honum. Hann telur sig verða að gera því nokkur skil. Það þarf ekki einu sinni að vera að höfundur Njáls sögu hafí kom- ið í Rangárþing. Meistarinn hafði íslenzkt mannlíf og íslenzka stað- hætti í blóðinu. En þó hefur hann ekki hárrétta tilfínningu fyrir ijar- lægðum á söguslóðum Njálu. Það var t.a.m. meira í ráðizt að fara á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.