Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 76
SEGÐU ^RNARIiÓLL PEGAR EERÐ ÚTAÐ BORÐA —---SÍMI18833--- tfttunfrlflifrffr STERKTKORT FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 VERÐ f LAUSASÖLU 50 KR. Bandarískar sjónvarpsstöðvar á ísfandi: Eyða 100 milljónum í fr éttaflutninginn ABC sendi fréttatíma frá Morgunblaðið/Einar Falur. Fréttum stjórnað á Austurvelli MILLJÓNIR Bandaríkjamanna fylgdust í gærkvöldi með aðalfréttum sjónvarps- stöðvarinnar ABC, sem stjórnað var frá Austurvelli. Peter Jennings, aðalþulur og fréttastjóri ABC hélt um stjórnvölinn. Stóru sjónvarpsstöðvarnar þijár í Banda- ríkjunum munu næstu daga senda aðal- fréttir sinar héðan. Austurvelli í gærkvöldi ÞRJÁR stærstu sjónvarps- stöðvarnar í Bandaríkjunum munu stjórna fréttaútsending- um sínum héðan frá íslandi næstu daga. Peter Jennings, þulur og fréttastjóri ABC kom til landsins í gær en von er á Dan Rather á CBS og Tom Brokow á NBC í dag. Þeir eru allir mjög þekktir sjónvarps- menn í Bandaríkjunum. ABC hefur smíðað pall á Aust- urvelli þar sem Jennings stóð í gærkveldi, og mun gera næstu kvöld, og sagði fréttimar. CBS hefur smíðað tum á Félagsstofn- un stúdenta og NBC hefur aðstöðu á þaki Húss Verslunar- innar í Kringlunni fyrir frétta- stjóra sína. Viðbúnaðurinn sem fylgir starfsemi sjónvarpsstöðvanna hér er mikill, en starfsmenn stöðvanna vildu ekki gefa upp nákvæmar tölur. Stöðvamar eyða að mati kunnugra samtals um 100 milljónum ísl. kr. í frétta- flutning út af leiðtogafundinum sem á að standa í tvo daga. Starfsmaður ABC sagði að kostnaðurinn í sambandi við fundinn hér væri ekki eins hár og í Genf á síðasta ári. „Við höfðum ekki eins langan tíma til að undirbúa fundinn hér og við höfðum í Genf og þess vegna ekki haft tíma til að eyða eins miklum peningum. Stöðvamar hafa allar reynt að draga úr kostnaði að undanfömu en við reynum þó að láta það ekki bitna á fréttaflutningnum“. Sjá viðtal við Peter Jennings á bls. 2. Saltsíldarsala til Sovétríkjanna: Reikna með viðunandi samningi fyrir helgi Segir Björgvin Jónsson, framk væmdastj óri Glettings SÍLDVEIÐAR hófust í viku- byijun og hefur síld m.a. verið landað á Eskifirði og Fá- skrúðsfirði. Samningaviðræð- ur íslendinga og fulltrúa sovéskra kaupenda hófut i Reykjavik í gær. Þó margt sé óljóst við samningagerðina sögðu menn í gær, að vonandi næðust „viðunandi samningar um sölu á talsverðu magni síldar fyrir helgi". kemur út á mánudag VEGNA leiðtogafundar þeirra Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mik- Gorbachevs aðalritara ommúnistaflokks Sovétríkj- anna, kemur Morgunblaðið út á mánudag, 13. október. Sunnudaginn 12. október verður ritstjóm Morgunblaðs- ins þvi opin sem um venjuleg- an vinnudag sé að ræða og er síminn: 69-11-00. „Ýmis skilyrði sovézku salt- sfldarkaupendanna fyrir samn- ingi eru þess efnis, að það sæmir ekki sjálfstæðri þjóð að ganga að þeim. Þau eru óaðgengileg og eitt þeirra er, að gæði sfldar- innar verði eingöngu tekin út í Sovétríkjunum. Slíkt sjálfdæmi verður þeim ekki selt þó aðrir útflytjendur hafi gert það. Þó samningar um öll önnur atriði náist, verður ekki fallizt á þetta," sagði Björgvin Jónsson, fram- kvæmdastjóri Glettings í Þor- lákshöfii, í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur álits á mögulegum samningum á sölu saltsfldar til Sovétríkjanna. Fulltrúar Sfldarútvegsnefndar og matvælainnkaupastofnunar Sovétríkjanna, Prodintorg, hófu samninga í gær um sölu saltsíld- ar til Sovétríkjanna. Aðilar hafa ákveðið að segja ekkert frá við- ræðunum fyrr en að þeim loknum. Fyrrgreint skilyrði um úttekt á gæðum síldarinnar var rætt á fimdi Sfldarútvegsnefndar með stjómum saltendafélaganna á þriðjudag, en Sfldarútvegs- nefiid hefur neitað að ganga að því undanfarin ár og mun undir engum kringumstæðum hvika frá því, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Björgvin Jónsson sagði, að samningamir nú væm mjög erf- iðir, en taldi þó nokkuð öruggt að viðunandi samningar um sölu á talsverðu magni af saltsíld til Sovétríkjanna myndu nást fyrir helgi. Hann teldi að Gorbachev væri svo snjall stjómmálamaður, að hann léti ekki henda að jafn dökkur skuggi hvíldi yfír sam- skiptum Sovétríkjanna við það land, sem hann hefði valið til leiðtogafundar eins og yrði, ef þessi 40 ára gömlu viðskipti heyrðu sögunni til. Jeimings var mjög jákvæður - sagði Guðrún Jóns- dóttir í Maryland „VIÐ erum stolt af því að vera til,“ sagði Guðrún Jóns- dóttir sem býr I Maryland í Bandaríkjunum eftir að hafa horft á fréttaþátt Peter Jenn- ings fréttamanns hjá banda- rísku sjónvarpsstöðinni ABC, sem sendur var beint frá Austurvelli um Bandaríkin í gærkvöldi. A heimili Guðrúnar og Gunn- ars Tómassonar voru saman komnir nokkrir íslendingar og héldu daginn hátíðlegan eftir útsendinguna. Guðrún sagði að Jennings hefði verið mjög já- kvæður í garð íslendinga og lýst landi og þjóð á þann veg að þau klæddu hvort annað. Rætt var við Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra, Hólmfríði Karlsdóttur fegurðar- drottingu og Jón Pál, sem sagði að við værum best. „Að sjá dóm- kirkjuna, Alþingishúsið og íslenska fánann í bakgrunni hafði ólýsanleg áhrif á okkur öli. Allt var svo fallegt," sagði Guðrún. „Betri landkynningu gátum við ekki fengið." Drukkin móðir með matarlausar dætur LÖGREGLAN í Reylqavík hafði í siðustu viku afskipti af konu um þrítugt, sem var drukkin og hafði tvær ungar dætur sínar meðferðis. Höfðu telpumar ekki fengið matar- bita í nokkurn tíma. Tildrög málsins voru þau að aðfaramótt föstudagsins lenti konan í árekstri á bifreið sinni. Kom þá í ljós að hún var mjög drukkin og jafnvel undir áhrifum annarra efna. Með henni í bifreið- inni voru dætur hennar tvær, þriggja o g fimm ára gamlar. Voru þær afar svangar, enda höfðu þær verið með móður sinni allan fimmtudaginn án þess að fá mat- arbita. Lögregluþjónn fór á Umferðar- miðstöðina í Reykjavík og keypti mat handa telpunum. Síðar um nóttina hafðist upp á móðursystur þeirra, sem tók þær að sér. Þá kom í ljós að móðirin hafði skilið son sinn ellefu ára gamlan eftir einan heima, en konan býr ein með bömin í nágrenni Reykjavík- ur. Var drengurinn orðinn ótta- sleginn, enda hafði móðirin farið að heiman snemma á fimmtu- dagsmorgni með systumar. Hringt var í nágranna drengsins, sem tóku hann að sér um nóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.