Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Áhrifa vaxtalækkunar ekki að vænta fyrr en síðar - segir Geir Hallgrímsson seðlabankastj óri „ÉG tel að vaxtalækkunin skipti ekki mjög miklu máli fyrir þróun vaxta í landinu," sagði Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri. Hann var spurður um hvort ný- gert samkomulag milli ríkis- valdsins og samtaka lífeyrissjóð- anna um lækkun vaxta á MAÐUR um þrítugt var í Saka- dómi Reylgavíkur í gær úrskurð- aður í tveggja vikna gæsluvarð- hald, grunaður um árás á konu í kirkjugarðinum við Suðurgötu. í hádeginu á mánudag var ráðist á konu um fimmtugt í kirkjugarðin- skuldabréfum Húsnæðisstofnun- ar ríkisins muni hafa áhrif á aðra vexti í landinu. Geir sagði að vextimir yrðu svip- aðir, lækkuðu úr 6,5% í 6,25% fyrst í stað og síðar í 5,9%. „Þannig að ég held að áhrifin komi ekki í ljós um og gerð tilraun til að nauðga henni. Rannsóknarlögreglan hand- tók mann á þriðjudag og hefur hann nú verið úrskurður í gæslu- varðhald til 22. október vegna máls þessa. fyrr en komið er vel fram á næsta ár og jafnvel ekki fyrr en árið 1988", sagði hann. „En þá koma aðrir þættir inn, eins og fjáröflun á innlendum markaði, Qáröflun ríkisins og Qárfestingalánasjóða á innlendum vettvangi, ekki síst íjár- þörf atvinnuveganna. Ahrifin fara mjög eftir því hvað álagið verður mikið á innlendri fjáröflun þegar búið er að taka svo mikið fjármagn frá til íbúðahúsabygginga og hver sparifjármyndunin verður í öðrum formum heldur en í lífeyrissjóðun- um. Til þess að tryggja fullnægjandi sparifjármyndun og þar með lánsfé er hætt við að vextir haldist tiltölu- lega háir," sagði Geir. „Þessi samningur um kaup lífeyrissjóð- anna á skuldabréfum ríkissjóðs er því ekki út af fyrir sig líklegur til að lækka vextina nema annað komi til.“ Árásarmálið; Maður í gæsluvarðhald VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gœr: Um 900 km suðvestur af Reykjanesi er víðáttumikil 970 millibara lægð sem hréyfist norðnorðaustur. SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt ríkjandi um land allt. Þurrt og sum staðar léttskýjað á norðausturlandi en víða skúrir í öðrum lands- hlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Suðvestanátt verður ríkjandi og fremur svalt. Skúrir eða slydduél um vestanvert landið, en þurrt og sum staöar léttskýjað um landið austanvert. TÁKN: Heiðskirt •á Léttskýjað •0 Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður P f VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 6 rignlng Rsykjavfk 11 skýjað Bergen 7 alskýjað Helsinki 6 léttskýjað Jan Mayen 0 skýjað Kaupmannah. 14 léttskýjað Narsaarssuaq 6 skýjað Nuuk 2 þokumóða Oató 9 skýjað Stokkhólmur 8 Iðttskýjað Þórshöfn 10 rignlng Algarve 26 lóttskýjað Amsterdam 16 skýjað Aþena 26 Mttskýjað Barcelona 24 rykmlstur Boriln 14 rigning Chicago 13 tkýjað Glaagow 13 súld Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 18 skýjað Hamborg 12 skýjað Las Palmas 25 Mttskýjað London 20 mistur LosAngeles 18 mistur Lúxemborg 16 skýjað Madrid 22 léttskýjað Malaga 26 hélfskýjað Mallorca 26 mistur Mlami 26 Mttskýjað Montreal 12 Mttskýjað Nlce 23 þokumóða NewYork 12 heiðsklrt Paria 20 Mttskýjað Róm 23 þokumóða Vln 14 rigning Washington 10 mlstur Whtnipeg 2 skýjað Morgunblaðið/Óli K. Magnússon Holræsaskurðinum við Sætún var lokað i gær. Mokað ískurð við Sætún þótt framkvæmdum sé ekki lokið - kostnaður nemur 2 milljónum króna LOKIÐ var við i gær að moka ofan í holræsaskurð, sem er um 200 metra langur og liggur eftir Sætúni í Reykjavík, án þess þó að framkvæmdum hafi verið lokið. Ákvörðun um þetta var tekin af borgaryfirvöldum vegna leiðtogafundarins i Höfða um helgina, en eftir að honum Iýkur þarf að grafa aft- ur upp úr skurðinum og ljúka framkvæmdum. Verkið kostar 2 milljónir krónur. Ingi Ú. Magnússon, gatna- málastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að borgaryfirvöld myndu greiða fyrir þetta a.m.k. fyrst í stað, en ef hægt yrði að heimfæra þennan aukakostnað til leiðtogafundarins, myndi ríkis- sjóður greiða þessar 2 milljónir. Vinnu við lagningu holræsakerfis í Sætún seinkar því um tíu daga og gerði Ingi ráð fyrir að hægt yrði að opna Sætúnið eftir u.þ.b. mánuð og yrði þá öllum fram- kvæmdum við holræsið lokið. Að sögn Inga þótti ekki hægt að láta svæðið umhverfis Höfða líta út eins og þama ætti sér stað einhvers konar skotgrafahemaður svo borgaryfirvöld tóku þá ákvörðun að loka skurðinum rétt á meðan á fundum leiðtoganna stendur þótt verktakinn hafi ekki verið búinn að ganga frá pípunni, sem í hann á að koma. Þá hefur Hitaveita Reykjavíkur flýtt vinnu sinni við gangstétta- framkvæmdir, aðallega í Þing- holtunum og í námunda við rússneska sendiráðið á Túngötu, en Hitaveitan hefur að undanf- ömu unnið við lagningu hitaveitu- lagna undir gangstéttimir. Söngvakeppni á írlandi: Björg’vin í BJÖRGVIN HaUdórsson söngv- ari varð í þriðja sæti í alþjóðlegri söngvakeppni sem haldin var í Castlebar á írlandi sl. laugardag. Lagið sem hann söng er eftir Jóhann G. Jóhannsson og heitir „I write a lonely song“. Fimmtán hundruð lög bárust í keppnina og voru tíu valin frá níu þjóðum í úrslitakeppnina sem sjón- varpað var beint um írland og Skotland og náði til um 4 milljón áhorfenda. I efsta sæti varð lag frá þriðja sæti Svíþjóð, þá kom lag frá Banda- ríkjunum og síðan Björgvin með lag frá íslandi. Lag Jóhanns sem Björg- vin söng er til á íslensku og heitir „Reykjavík". Björgvin sagðist vera nokkuð ánægður með þennan árangur en þetta er í þriðja sinn sem hann hefur tekið þátt í þessari keppni. Fyrst árið 1981 og varð þá í 4. sæti með lag eftir sjálfan sig, síðan árið 1983 og lenti þá í öðm sæti með lag eftir Jóhann Helgason. Irma auglýsir fjallalambið ÓFROSIÐ íslenskt lambakjöt er flutt með flugi til Danmerkur og fleiri landa í sláturtíðinni I haust, eins og fram hefur komið í blað- inu. Kaupandi kjötsins í Dan- mörku er Irma-verslanakeðjan og undanfarna daga hafa verið birtar heilsíðuauglýsingar I dönsku dagblöðunum þar sem kjötið er kynnt. Auglýsingin ber yfírskriftina „Non-stop Island-Irma“. Sagt er frá því að íslenska kjötið sé með alb- esta lambakjöti sem fáanlegt sé í heiminum. Það sé flutt með flugvél- um yfir hafið án millilendingar í frystigeymslum og haldist því hið góða bragð sem einkennir kjötið. Þá segir að lömbunum sé beitt í snarbröttum fjallshlíðum og sé kjöt- ið því laust við alla offitu. Islenska lambakjötið er niðursag- að og meðhöndlað á ýmsa vegu. Eitt verð er sérstaklega auglýst, það er úrbeinað lambalæri á 99,50 danskar krónur kílóið, eða 530 krónur íslenskar. Búvörudeild SÍS hefur flutt kælt lambakjöt til Danmerkur og fleiri landa mörg undanfarin haust. Ekki er um mikið magn að ræða, en nokkurt umstang við útflutninginn. Jóhann Steinsson deildarstjóri í búvörudeildinni hefur sagt að kjötið veki athygli og að fyrst og fremst sé litið á þennan útflutning sem góða auglýsingu fyrir íslenska lambakjötið. Non-stop ^ Island- IiTiia. Auglýsing frá Irma í Ekstra blad- et 7. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.