Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Margeir Pétursson öruggur sig- urvegari í Skákþingi I slands Skák Bragi Kristjánsson Skákþingi íslands í landsliðs- flokki lauk laugardaginn 27. september með öruggum sigri Mar- geirs Péturssonar, stórmeistara. Hann hlaut 8 vinninga í 11 skákum og hafði forystu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu. Margeir vinnur nú í fyrsta skipti á íslandsmóti og finnst mörgum kominn tími til að hann ben titilinn skákmeistari Is- lands. íslandsþingið er þriðja skákmótið í ár, þar sem Margeir sigrar af miklu öryggi og verður gaman að fylgjast með honum á Olympíuskákmótinu í nóvember nk. Jafliir í öðru og þriðja sæti urðu stórmeistaramir Guðmundur Sigur- jónsson og Jóhann Hjartarson, með 7 vinninga hvor. Guðmundur veitti Margeiri nokkra keppni, en slæm byrjun Jóhanns gerði vonir hans um sigur á mótinu að engu. í fjórða til sjötta sæti komu Karl Þorsteins, alþjóðlegur meistari, Þröstur Þór- hallsson og Jón L Ámason stór- meistari. Karl tefldi af geysilegri hörku, en öryggið skildi hann eftir heima í Reykjavík. Hann vann 5 skákir, en tapaði 3. Þröstur getur verið ánægður með sinn hlut. Hann vantaði aðeins Vz vinning til að ná fyrsta áfanga að alþjóðlegum titli og sannaði enn einu sinni, að hann er einn efnilegasti skákmaður yngri kynslóðarinnar hér á Iandi. Jón L. er varla kátur yfir sinni frammi- stöðu, en tapið fyrir Hannesi í 2. umferð setti hann alveg út af lag- inu. í sjöunda sæti kemur svo Hannes Hlífar Stefánsson með 6 vinninga. Hannes er aðeins 14 ára og sýndi enn einu sinni í þessu móti, að mik- ils má af honum vænta í framtíð- inni. Hann vann sfna fyrstu skák gegn stórmeistara og að auk vann hann fallegustu skák mótsins gegn Björgvini Jónssyni í 1. umferð. Um aðra keppendur er það helst að segja, að alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjamason, tefldi langt undir styrkleika og taflmennska Davíðs, Dans og Björgvins var of götótt til að gefa fleiri vinninga. Þröstur Ámason, jafnaldri Hannesar, fékk það erflða hlutskipti að verma neðsta sætið. Hann tefldi mun bet- ur en vinningatalan sýnir og verður örugglega sterkustu skákmönnum erfiður andstæðingur þegar hann hefur öðlast meiri reynslu. Mótshald var Gmndfírðingum til mikils sóma og þökkuðu keppendur fyrir góðan aðbúnað með óvenju fjömgri og skemmtilegri tafl- mennsku. 7. umferð: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Móttekið drottningarbragð 1. d4 - d5, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - dxc4, 4. Rc3 — c5, 5. d5 — exd5, 6. Dxd5 - Dc7? Afgerandi afleikur í 5. leik! Svartur varð að fara í drottninga- kaup, en eðlilegt framhald er 6. — Dxd5, 7. Rxd5 — Bd6, 8. e4 — Rc6, 9. Bxc4 — Rge7, 10. 0-0 með örlítið betra tafli fyrir hvítan. 7. Rg5! Bindur svörtu drottninguna við að valda f7-reitinn og hótar 8. Rb5 o.s.frv. 7. - a6, 8. De4+ - Re7 Ekki gengur 8. — De7 vegna 9. Rd5 og svartur ræður ekki við margvíslegar hótanir hvítu riddar- anna. 9. Bf4 - Dc6, 10. 0-0-0 - be6 Óvenjuleg byijun hafði kostað keppendur mikinn tíma, þegar hér var komið. Þeir höfðu notað lV2klst. hvor eða meira en helming þess umhugsunartíma, sem þeim var ætlaður á 40 leiki. Síðasti leikur svarts leiðir til tapaðs endatafls, en erfitt er að benda á betri leik. Hvítur hefur svo mikið forskot í lið- skipan, að umframpeð svarts hefur ekkert að segja. 11. g3 - Dxe4, 12. Rcxe4 - Rf5, 13. Rxe6 - fxe6, 14. g4 - Rh6 Þvingaður leikur, þótt ljótur sé. Ekki gengur 14. — Rd4, 15. e3 — Rdc6, 16. Bxc4 o.s.frv. eða 14. — Rh4, 15. Bg5 - Rg6, 16. Hd8+ - Kf7, 17. Bf4 o.s.frv. eða 14. - Re7, 15. Rd6+ o.s.frv. 15. Rg5 - Rc6, 16. Rxe6 - Kf7, 17. Rg5+ - Ke8,18. Bh3 - Hd8 Leiki svartur 18. — Rd4 er því lfklega best svarað með 19. e3 — Re2+, 20. Kc2 - Be7, 21. Hhel - Rxf4, 22. exf4 og svartur er hjálp- arvana. 19. Re6 - Rd4!? Hannes reynir að mgla andstæð- inginn í ríminu með skiptamuns- fóm. 20. Rxd8 - Rxe2+, 21. Kc2 - Rxf4, 22. Hhel+ - be7, 23. Bfl - hf8, 24. Bxc4 - b5?, 25. Rc6 - Rg€ og Hannes gafst upp áður en Margeiri vannst tími til að leika 26. Hd8 mát. Með sigri á Guðmundi Sigurjóns- sjmi í 9. umferð gulltryggði Margeir fyrsta sætið. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Guðmundur Siguijónsson Hollensk vörn 1. d4 - e6, 2. c4 - f5, 3. Rf3 - Rf6, 4. g3 - d5 Gijótgarðs-afbrigðið, en önnur leið er 4. %- Be7 ásamt 5. — d6, — 0-0 o.s.frv. 5. Bg2 - c6, 6. 0-0 - Bd6, 7. b3 - De7 8. Rbd2 - Rbd7, 9. Bb2 - b6 Önnur áætlun svarts í þessari stöðu er 9. — Bd7 ásamt B-e8-h5 o.s.frv. 10. Re5 — Bb7x, 11. cxd5 — exd5 Til greina kom 11. — cxd5, 12. Rxd7 - Dxd7, 13. Rf3 - 0-0 með Margeir Pétursson, skákmeist- ari Islands 1986. örlítið betri stöðu fyrir hvítan. 12. Rdf3 - Hc8, 13. Dd3 - Re4, 14. Rxd7 - Dxd7,15. Re5 - Bxe5 Svartur má engan tíma missa, því annars leikur hvítur 16. f3 og 17. e4 og opnar sér sóknarlin- ur á kóng svarts á miðborðinu. 16. dxe5 - 0-0. 17. Hadl - De7, 18. e3 - Rc5 Svarti riddarinn er á leiðinni til e6, þar sem hann skorðar hvíta fnpeðið á e5. 19. Dd4 - Re6, 20. Da4 - Dc7 Hvítur hótaði bæði 21. Ba3 og 21. Dxa7. Nú gengur 21. Dxa7 ekki vegna 21. — Ha8 og hvíta drottningin fellur. 21. Ba3 - b5, 22. Dh4 - hf7 Ekki 22. - c5 vegna 23. Bxd5 o.s.frv. 23. Bd6 - Db6, 24. a4 - a5, 25. axb5 — Dxb5, 26. Da4 — Ba6, 27. Hfel - Hb7, 28. Dxb5 - Hxb5, 29. Hal - Hxb3,30. Hxa5 - Bb7 Hvítur hefur greinilega náð und- irtökunum, en spumingin er, hvort honum tekst að opna stöðuna fyrir biskupana. 31. Heal - g5, 32. Ha7 - Kf7, 33. Bfl - Rd8 hvítur hótaði 34. Ba6, en betra var að leika 33. — Kg6 við þeirri hótun. 34. Be2 - Ke6 Nú gengur 34. — Kg6 ekki vegna 34. g4 og ef svartur drepur ekki kemur 36. Bdl — Hb2, 37. Ba3 — Hd2, 38. Bb4 - Hb2, 39. Bc3 - Hb5, 40. Bc2 og hvítur vinnur. 35. e4! - Með þessum skemmtilega leik gerir Margeir út um skákina. 35. - Hb2 Svartur má ekki drepa á e4: 35. — fxe4, 36. Bg4+ eða 35. — dxe4, 36. Bc4+. 36. exf5+ - Kxf5, 37. Bd3+ - Ke6, 38. f4! Hvítur eyðir ekki tíma í að drepa peðið á h7, því tvö samstæð frípeð á e- og f-línu studd af biskupapar- inu vinna skákina fljótt og vel. 38. - gxf4, 39. gxf4 - d4, 40. Be4 - Kf7 og í þessari stöðu lék Margeir SOVÉSKIR DAGAR 1986: FYRIRLESTUR Dr. Einar I. Siggeirsson flytur erindi í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10 /' kvöld, fimmtud. 9. okt. kl. 20.30. Erind- ið nefnir hann: „Vísindaleg og atvinnuleg áhrif, ættuð frá Úzbekistan, á íslenskar framfarir". Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. MÍR # SOVÉSKIR DAGAR 1986: Tónteikar og dans í Hlégarði Söng- og dansflokkurinn „Lazgí“ frá Sovótlýðveldinu Úzbekistan heldur kveðjutónleika og danssýningu í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit föstudagskvöldið 10. okt. kl. 20.30. Fjölbreytt efnis- skrá. Missið ekki af sérstæðri skemmtun. MÍR Samstarfsnefnd íslenskra friðarhreyfinga: Heldur friðarstund á Lækjartorgi annað kvöld SAMSTARFSNEFND íslenskra friðarhreyfinga efnir til friðar- stundar á Lækjartorgi annað kvöld, föstudagskvöld, milli kl. 21.00 og 22.00 til að fagna leið- togafundinum í Reykjavík. Mótettukórinn syngur bæði við upphaf friðarstundarinnar og eins við lok hennar, biskup íslands, Pét- ur Sigurgeirsson talar, Helga Backman leikari flytur ávarp fyrir hönd íslenskra friðarhópa og Guðr- ún Ásmundsdóttir og Valdimar Flygenring leikarar lesa ljóð. Það eru níu íslenskir friðarhópar, sem standa að friðarstundinni: Samtök lækna gegn kjamorkuvá, Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjamorkuvá, íslenska friðar- nefndin, Samtök um kjamorku- vopnalaust ísland, Samtök herstöðvaandstæðinga, Friðar- hreyfíng íslenskra kvenna, Friðar- hópur fóstra, Friðarsamtök listamanna og Ménningar- og frið- arsamtök íslenskra kvenna. Tómas. Jónsson, myndlistarmað- ur, hefur hannað sérstakt merki í tilefni íeiðtogafundarins og verða þau seld um helgina. Einnig verða vaxkindlar til sölu á Lækjartorgi annað kvöld og eru landsmenn allir hvattir til að tendra ljós í gluggum sínum bæði á föstudags- og laugar- dagskvöld til að láta í ljós von sína um árangurríkan fund íeiðtoganna. Þá eru stjómmálaflokkar og félaga- samtök hvött sérstaklega til að taka þátt í friðarstundinni og styðja þetta framtak, enda hefur bæði fengist leyfi frá stjómvöldum og borgaryfírvöldum fyrir uppákom- unni á Lækjartorgi. Fulltrúar samstarfsnefndarinnar sögðust hafa valið föstudagskvöldið sérstaklega vegna þess að þá væru báðir leiðtogamir komnir til lands- ins og fundur þeirra ekki byijaður. Hugmyndin væri að bjóða þá Reag- an og Gorbachev velkomna með þessari klukkustundar langri friðar- stund og vonast fulltrúar nefndar- innar til að öll íslenska þjóðin taki þátt í að bera fram óskir okkar um frið á þennan annars myndræna hátt. Einnig vonast samtökin til þess að andblærinn frá fundinum berist út um heim allan. Á Akranesi verður einnig haldin friðarstund á sama tíma annað kvöld og með sama yfírbragði og á Lækjartorgi og jafnvel víðar á landinu. Þessar níu friðarhreyfíngar hófu að starfa saman í byijun þessa árs og er þetta þriðja uppákoman sem þær standa saman ,að. Fyrst stóðu þær sameiginlega að friðarpáskum og á Hirosima-daginn í ágúst sl. stóðu þær fyrir kertafleitingu á tjöminni í Reykjavík. Fulltrúar hinna niu friðarhreyfinga, sem standa að friðarstundinni á Lækjartorgi annað kvöld. Frá vinstri: J6n Samsonarson, Svavar Sigmundsson, Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Bogadóttir, Margrét Hákonardóttir, Sigurhanna Siguijónsdóttir, Steinunn Harðardóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Tómas Jónsson og Tómas Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.