Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 41
TOL VUR ÞIJ OÐIL Tölvusyning í Borgarleikhúsinu 8.-12. október. Stórkostleg sýning - írœðandi og skemmtileg MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 - segja sovésku sendifulltrúarnir Á FRÉTTAMANNAFIJNDI sem fulltrúar sovésku sendinefndarinnar héldu að Hótel Sögu í gær, kom fram að Sovétmenn eru mjög ánægð- ir með að Reykjavík skuli vera næsti fundarstaður þjóðarleiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Kom fram í máli þeirra Valentin Falin, stjómarformanns Novosty, Vitalie Korbisch, starfsmanns mið- stjómar Kommúnistaflokksins og Vitalie Jourkin, varaformanns þeirrar deildar utanríkisráðuneytis- ins í Moskvu sem sérhæfír sig í málefnum Norður-Ameríku, að Sovétmenn segjast reiðubúnir til þess að ræða hvers konar afvopnun- armál á fundinum. Geysilegur fjöldi fréttamanna var á fundinum, og vom Sovétmenn spurðir spjömnum úr. Meðal annars vom þeir spurðir hvers vegna Reykjavík hefði verið valin sem fundarstaður, þar sem greint hefði verið frá því í Genf í nóvember í fyrra, að næsti fundarstaður leið- toganna yrði Washington. Svarið var á þá leið, að þessi fundur í Reykjavík, kæmi ekki í staðinn fyrir fund leiðtoganna í Washington, en áríðandi væri að halda vinnufund, þar sem leiðto- gamir gætu ræðst við, og reynt að komast að rammasamkomulagi, áður en hinn eiginlegi leiðtogafund- ur yrði í Washington. Sovétmenn bentu einnig á landfræðilega legu Reykjavíkur, nánast mitt á milli Moskvu og Washington, auk þess sem þeir sögðu íslendinga vera gestrisna, og þjóðina vinsamlega. Lýstu Sovétmennimir yfír ánægju með það hvemig íslensk stjómvöld og undirbúningsaðilar hefðu staðið að skipulagningu fyrir fundinn, og sögðu Sovétmenn þakkláta fyrir alla þá vinnu og að- stoð sem Islendingar hefðu lagt af mörkum. Morgunblaðið/RAX Aragrúi fréttamanna, innlendra sem erlendra, frá daghlöðum, sjónvarpsstöðvum, útvarpsstöðvum og vikuritum var samankominn á fyrsta blaðamannafundinum sem sovéska sendinefndin hélt í gærmorgun. STÆRSTA OG GLÆSILEGASTA TOLWStHING SEM HALDIN HEFUR VERH) Á ÍSLANDI opin daglega frá kl. 10,00 - Morgunblaðið/RAX Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra ávarpar fulltrúa fjöhniðla og býður þá velkomna til íslands. Fréttamiðstöðin opnuð í gær: Undirbúningur og fram- kvæmd vekur aðdáun heimspressunnar MATTHÍAS Á. MATHIESEN utanríkisráðherra opnaði í gær frétta- miðstöðina í Hagaskóla og bauð fulltrúa allra fjölmiðla velkomna til íslands. í íslensku fréttamiðstöðinni er lögð áhersla á landkjmningu, fyrir hina fjölmörgu erlendu fjölmiðla, auk þess sem þar er boðið upp á léttar veitingar. Helgi Ágústsson, sem kallaður var heim frá sendiráðinu í Wash- ington til þess að stjóma alþjóðlegu fréttamiðstöðinni í Hagaskóla sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að undirbúningurinn hefði gengið vonum framar, en vissulega hefðu skipuleggjendumir enn áhyggjur af ýmsum liðum. „Okkar aðal- áhyggjuefni í dag, er að símalínur verði ekki nægar út úr landinu, þegar að fundunum kemur," sagði Helgi. Hann sagði að línunum hefði verið ijölgað úr 215 í um 400, en þá væru símalínumar fyrir fjöl- miðlalið Hvíta hússins undanskild- ar. Friðarhlaup á laugardag: Steingrímur og Vig- dís taka við kyndlinum Á LAUGARDAGINN gengst alþjóðlegur fríðarhópur fyrir fríðarhlaupi í tilefni komu leið- toga stórveldanna. Hlaupið verður með friðarkyndil frá Keflavík til Reykjaríkur. Kyndillinn kemur hingað til landsins frá London um 7 leytið á laugardagsmorgun. Kunnur íslenskur íþróttamaður hleypur með kyndilinn fyrsta spölinn en síðan taka íþróttamenn frá flest- um sérsamböndunum við og skiptast á að hlaupa til Reykjavík- ur. Áætlað er að komið verði til Reykjavíkur rúmlega 11, en þar verður stór kyndill tendraður, ftill- trúar alþjóðafriðarhópsins flytja ávarp og kyndillinn afhentur Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra og forseta Islands frú Vigdísi Finnbogadóttur. (fyrsta skipti á íslandi eru öll stærstu tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækin saman komin á einum stað. Meira en 40 aðilar sýna, á u.þ.b. 1700 m2 sýningar- svæði, allt það nýjasta sem tölvutækn- in býður. Sýningargestir fá tækifæri til að kynn- ast tölvum og hugbúnaði af eigin raun í „Skjáverinu". Þar gefst einnig tæki- færi til að reyna hæfileika sína í æsispennandi og skemmtilegum leik sem nefnist „dulrænir hæfileikar". Verðlaunin eru LASER PC tölva frá Gunnari Ásgeirssyni og aukavinn- ingar. Pétur Hjaltested tónlistarmaður heldur tónleika á u.þ.b. klukkustundar fresti og leikur eingöngu á tölvur. Sérfræðingar halda fyrirlestra um mál- efni sem tengjast tölvum í íslensku þjóðlífi. Aðgöngumiðinn er jafnframt happ- drættismiði. Verðlaunin eru glæsileg: VISO PC tölva, helgarferð fyrir tvo til Húsavíkur með Flugleiðum, tölvunámskeið hjá Stjórnunarfélaginu og Framsýn o.fl. Missið ekki af einstæðri sýningu! Fyrirlestrar dagsins '^’SS Snorrí w 20 ^enntun. Reykjavík í brennidepli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.