Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 í heimsókn hjá einkasjónvarpinu Kanal to í Kaupmannahöf n: aldurinn er líklega um 25 ár. Flest eru þau ráðin óreynd, en hafa svo alizt upp á staðnum, því þama eru nokkrir aðeins eldri, sem geta sagt hinum til. Það er nánast eins og að koma inn í menntaskóla að koma þama í heimsókn. Krakkar út um allt og stöku eldri menn innan um, eldri menn, sem kannski em að komast á fimmtugsaldurinn. í fyrstu var erfitt að fá fólk til að vinna á stöðinni, því þeir sem vom komnir í fasta vinnu þorðu fæstir að taka þá áhættu að sleppa henni og ana út í óvissuna. Nú er það hins vegar orðið mun auðveld- ara, eftir því sem stöðin hefur áunnið sér nafn, en eftir sem áður er það helzt komungt fólk sem er ráðið. Kannski vegna þess að ungt og óreynt fólk fær minna kaup en þeir rejmdu, en ungt fólk fellur líka betur inn í þann ramma, sem stöð- in hefur sett sér. Einn starfsmann- anna þama, sem varla er sprottin grön, sagði að vinnan á rásinni væri ekki aðeins vinna, heldur öllu fremur lífsháttur, því þau legðu sig fram af öllum l£fs og sálarkröftum. Þama bullar og sýður starfsgleðin. Hveijir horfa á rás tvö? Hvort sem ungt fólk er ráðið þama vegna þess að það er ekki eins frekt til fjárins eða ekki, þá fellur það vísast vel að áhorfendun- um. Þó fræðilega séð geti um helmingur Dana séð rásina, þá leyn- ir sér ekki að tónlistar- og skemmtiefnið er einkum miðað við ungt fólk, en myndvalið höfðar til fólks á öllum aldri, lika framhalds- þættimir. Það er ekki ósennilegt að stærstur hópur áhorfenda séu unglingar og svo fólk á eftirlaunum. Unga starfsfólkið veit vei af gamla fólkinu og reiknar með, að því finn- ist notalegt að sjá ungt og huggu- legt fólk, með hýrlegt yfírbragð. Áhorfendafjöldinn er óþekkt stærð. En starfsfólkið ætlar ekki lengur að vaða í villu um áhorfendaflöld- ann, því í desember á gera heljarins mikla skoðanakönnun á því hversu margir horfí á hvað og á hvaða aldri áhorfendur séu. Og þá á líka að taka þetta með í reikninginn við efnisvalið og miða fjárútlátin við niðurstöðumar. Það er vel þekkt t.d. í Bandaríkjunum að leggja mesta peninga í vinsælustu dag- skrámar og kallast „ratings". Sumir starfsmennimir em örlítið uggandi yfír þeirri stefnu, óttast að vönduð dagskrrárgerð, t.d. fréttaefni, víki fyrir léttmetinu. Það er þó ekki fullvíst, því það er greini- legt að t.d. í Bandaríkjunum er aukinn áhugi á fréttum og um leið renna meiri peningar í fréttaþætti. Hvað sem kemur út úr skoðana- könnuninni og hvort sem hún verður látin stýra dagskrárgerð og -vali, eða ekki, þá er ljóst að betur má, ef duga skal. Meðan stjóm Esselte fínnst það styrkja ímynd fyrirtækisins að taka þátt í fjölmiðl- un, þá er Rásin gulltryggð. En ef Esselt-ingum fer að leiðast þófíð, þá verða góð ráð dýr fyrir ungling- ana á rás tvö. tapi, þá er það Esselte, sem skemmtir sér við að borga undir skemmtunina. Fyrir þá er það vísast aðeins skiptimynt að punga út með 4—6 milljónir á ári. Afruglarasalan er eina beina tekjulindin, en það þarf ekki að horfa lengi á efni dagskrár stöðvar- innar til að sjá, að óbeinar auglýs- ingar koma þar við sögu, þó stöðin megi ekki auglýsa. En starfsmenn stöðvarinnar fullyrða að þeir fái ekki borgað fyrir slíkar auglýsingar í beinhörðum peningum, þeim sé aðeins lagt eitt og annað til, sem sé svo sýnt á skjánum. Hvað er að sjá á rás tvö? Þó reksturinn sé ekki kominn á fast eftir árin tvö, þá er dagskráin það. Stöðin byrjar útsendingar dag- ana §óra á morgunsjónvarpi frá kl. 6—9, er vel að merkja ein um þann tíma, því ríkissjónvarpið er ekki komið á fætur svo snemma. Þetta er léttur og líflegur þáttur, þar sem ægir saman beinum útsendingum sinni í viku er einhverskonar frétta- skýring, innlend eða erlend, nátt- úruþættir og annað ámóta. Endahnúturinn eða öllu heldur slaufan, stuttar fréttir og svo er vingjamlega boðið góða nótt. Stöðin sýnir að jafnaði 15 kvik- myndir á mánuði, alls konar kvikmyndir en þó líklega mest amerískar. Nú um daginn sýndu þeir Gandhi, en flestar eru myndim- ar heldur eldri en hún. Annað dagskrárefni er ýmist heimagert eða aðkeypt. Þeir era með fasta tónlistarþætti einu sinni í viku og svo tónleika aðra hveija viku eða svo. Þarf nokkuð að taka fram, að tónlistin er hvorki eftir Bach né Bítlana, heldur enn yngri menn? Þama sjást líka fastir kynningar- þættir um kvikmyndir og leikhús og smærri atriði, sem koma í Gott kvöld-þættinum. Innviðir stöðvarinnar Það vildi svo til, að þá daga, sem blaðamaður Morgunblaðsins fylgd- Fjárhagnrinn ótraustur — en starfsfólkið fullt atorku Morgunþáttarfólkið ásamt skoskum gestum sinum. F.v. er Camilla M. Renard, Sten Andersen, Erik Weir fréttamaður og tveir Skotar. Á borðinu eru leifar af lifrarpylsunni. Gestimir tinast í eldhúsið innan um dymar á bak við. Fyrir rúmum tveimur árum fóru ný útvarpslög gegnum danska þingið, en með herkjum þó. Og þá varð pláss fyrir Kanal to, rás tvö á sjónvarpsskermum hér i Kaupmannahöfn og ná- grenni. Það er danska menntamálaráðu- neytið, sem úthlutar leyfum. Það vora þrír aðilar, sem sóttu um lejrfí og þeir fengu að skipta með sér einni rás. Það er kristileg sjón- varpsstöð, sem sjónvarpar endram og sinnum í vikunni, en er ekki með samfellda dagskrá. Svo var það Week-end avisen, sem fékk lejrfí til að sjónvarpa föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Og loks Kanal to, sem fékk að senda út hina fjóra dagana. Week-end avisen hefur nú hætt útsendingum. Þeir ætluðu að íjármagna stöðina með auglýsing- um, sem komu aldrei, svo þar með var sú saga á enda. Þeir halda þó enn lejrfínu, sem rás tvö vildi þó gjaman fá. Það er svo undir menntamálaráðunejrtinu komið hvort og hvenær stöðin fær að senda út um helgar. Tveggja ára óstöðugur rekstur Rásin er Kaupmannahafnarstöð, en vegna þéttbýlisins hér í kring, þá nær líklega um helmingur þjóð- arinnar útsendingum hennar, ef hann kærir sig um. Það er ijarri lagi að eftir þessi tvö ár standi stöðin styrkum fótum, ef litið er á reksturinn. í upphafí voru eigendumir tveir. Annar var ekta barón með gamalt nafn, hinn var aðeins kallaður barón vegna þess hve honum hafði vegnað vel í viðskiptalífínu. En nafnbótin og fyrri velgengni dugði þessum ungu mönnum lítt, svo fyrr en varði hopp- aði baróninn af. I vor varð stöðin gjaldþrota. Þá yfirtók starfsfólkið reksturinn, en eftir stuttan tíma tók fyrri eigandi stöðina aftur og seldi hana. Nú á sænska stórfyrirtækið Esselte 40%, Sven Borg, sem er vel þekktur blaða- og umboðsmaður og kvikmyndaframleiðandi hér á 40% og svo á lögfræðingur nokkur, Ka- roly Nemeth um 20%. Fyrri eigend- ur eiga enn einhvem reyting hlutafjár og sitja í stjóm. Reksturinn er fjármagnaður með því að selja „afraglara", því hluti efnisins er sendur út truflaður. Þeir hafa selt um 43 þúsund „afruglara" það sem af er, selja nú um 250 slíka á dag. Það kostar á milli 500 og 600 d.kr. að kaupa „afruglara" í upphafí, en síðan 135 krónur á mánuði og heldur minna ef borgað er fyrir þijá eða sex mánuði fram í tímann. En meðan stöðin er rekin með Stjómstöð rásarinnar er ekki fyrirferðamikil, frekar en annað þar. úr sjónvarpssal, músíkmjmdbönd- um, innlendum og erlendum inn- skotum og ekki sízt teiknimjmdum handa þeim, sem það vilja. Svo er slökkt fram að hádegi, en þá koma fréttir, síðan gjaman einhver stutt dagskrá um fólk eða fyrirbæri. Upp úr hádeginu koma fram- haldsþættir, en aðeins fyrir þá innvígðu, sem hafa lagt fé í „afrugl- ara“. Undir kvöldmat eru svo kannski bingó, með þátttöku áhorf- enda. Klukkan sjö kemur þátturinn Gott kvöld sem er Go’ aften á nútímadönsku. Þátturinn með þessu notalega nafni era aðalfrétt- imar þeirra og þær era bomar fram jafn notalega og nafnið segir til um, tekið mjúklega á áhorfendum. Aðal- efni kvöldsins er svo „rugluð" kvikmynd, en í kringum hana era Fréttastofan er eitt stórt herbergi. Mette Fymbo fréttamaður er dagskrár um aðskiljanleg efoi. Einu hér á tali við Sören Bach. ist með starfsemi á rás tvö, átti hann leið um ríkissjónvarpið danska. Heimili þess er ekki aðeins ein væn bygging, heldur margar, svo það kallast Sjónvarpsbærinn, TV-byen. Útvarpið deilir rejmdar húsum með sjónvarpinu. Þama er allt ótrúlega stórt í sniðum, und- urglæsileg og smekkleg húsakjmni, þar sem listaverk og snilldarleg, dönsk hönnun og handverk gleðja augað. Rás tvö er til húsa í gam- alli byggingu á Norðurbrú, sem hefur bara verið máluð öll hvít að innan. Gólfín era gömul, listaverkin ekki komin enn og húsgögnin svo- lítið tilviljanakennd. Aðalinngangurinn að Kanal to lætur ekki mikið yfir sér. Það vinna á milli 60 og 70 starfs- menn á Rásinni. Rejmdar rísa þeir varla undir nafoinu menn, því þau era flest vart af bamsaldri. Meðal-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.