Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 37 Las Vegas, Nevada , AP. MAÐUR nokkur, sem tekið hafði einkaflugvél á leigu opnaði dyr hennar í 3.000 metra hæð og stökk út. Ekki er talið að hann hafi verið með fallhlíf. Með i för voru kona og tveir menn, sem tóku atburðinn upp á myndband. Lögregla hóf þegar í stað leit að manninum en án árangurs. Maður- inn kvaðst vera þýskur læknir þegar hann tók vélina á leigu. „Ég gat ekki trúað eigin augum“ sagði einn myndatökumannanna. „Hann var örugglega ekki með fallhlíf" bætti hann við. Flugmaður- inn hóf þegar að svipast um eftir manninum en hann var hvergi sýni- legur. Konan, sem heitir Charlotte Ric- hards, sagði hegðun mannsins hafa verið mjög einkennilega. „Ég sat við hlið hans og tók eftir að hann leit stöðugt út eins og hann væri að svipðast um eftir einhveiju" sagði hún. „Skyndilega sneri hann sér að mér og bað mig að giftast sér. Ég fór að hlæja og sagði honum að láta ekki svona. Þá opnaði hann dymar og kastaði sér út.“ Lögreglan tók myndbandið í sína vörslu og er nú unnið að rannsókn málsins. hefur reynst sjálfstæðis- mönnum farsæll forystumaður hefur staðið vörð um hagsmuni Reykvíkinga, bæði í borgarstjórn og á Alþingi Bandaríkjamaður í haldi í Nicaragua: Eiginkonan segir hann CIA-mann Managua, Washington, AP. YFIRVÖLD I Nicaragua boðuðu Tiiræðið við Rajiv Gandhi: Fimm menn handteknir Nýja Delhi, AP. FIMM menn frá Punjab-héraði á Indlandi hafa verið handteknir grunaðir um að hafa staðið að baki morðtilræðis við Rajiv Gandhi, forsætisráðherra lands- ins. Reynt var að ráða hann af dögum á fimmtudag og var þá einn maður handtekinn. Að sögn yfirmanna í lögreglu landsins er mjög líklegt að fleiri verði handteknir í tengslum við til- ræðið. Ríkisstjóm Indlands skipaði í gær sérstaka nefnd til að annast rannsókn málsins. Nefndin mun m.a. rannsaka hvort öryggisverðir forsetans hafi átt nokkum hlut að máli. Maðurinn sem handtekinn var á fímmtudag heitir Karamjit Singh og er 26 ára gamall. Hann er af trúflokki sikka en þeir hafa síðustu fjögur ár barist fyrir stofnun sjálf- stæðs ríkis á Indlandi. Indverskt dagblað skýrði frá því í gær að tilræðismanni Gandhis hefði mistekist sökum þess að skammbyssa hans hefði staðið á sér. _______. Bandaríkin: til fréttamannafundar í gær og kom þar fram Bandarikjamaður, sem sagður er sá eini sem komst lífs af þegar stjómarherinn skaut niður flutningavél á sunnu- dag en þrir menn létu lffið. Rikisstjórn Nicaragua segir manninn vera bandarískan hera- aðarráðgjafa. Bandaríkjastjóra hefur vísað þessum ásökunum á bug. Eiginkona mannsins hringdi i gær í bandariska utanríkisráðu- neytið og sagði mann sinn hafa unnið fyrir bandarisku leyniþjón- ustuna CIA. Stjóm Nicaragua segir flugvélina hafa verið í birgðaflutningum til Contra-skæmliða, sem njóta stuðn- ings Bandaríkjastjómar, þegar hún var skotin niður. Að sögn yfirmanna innan hersins fundust skjöl í flaki vélarinnar sem sýna að mennimir voru hemaðarráðgjafar á vegum Bandaríkjastjómar í nágrannarík- inu EL Salvador. Á fréttamannafundinum sagðist maðurinn heita Gene Hasenfus og vera frá Marinette í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Annað fékk hann ekki að segja og fréttamönnum gafst ekki tækifæri tií að spyija hann spuminga. Eugeue Hasenfus, Bandaríkjamaðurinn sem sandinistar skutu niður í Nicaragua, á blaðamannafundi i Managua á þriðjudag. Talsmaður CLA neitaði því harð- lega að Hasenfus væri starfsmaður leyniþjónustunnar. Vinur hans um langt árabil sagði í gær að Hasenf- us starfaði fyrir fyrirtækið „Air America" og gegndi þar stöðu hleðslustjóra. „Air America" annast birgðaflutninga fyrir CLA. Á ámnum 1981 til 1984 annað- ist bandaríska leyniþjónustan þjálf- un Contra-skæmliða í Nicaragua. Bandaríkjaþing lagði f sumar bless- un sína yfír beiðni Ronalds Reagan um 100 milljón dala hemaðaraðstoð við skæmliða en það mál bíður enn lokaafgreiðsiu. Bandaríkin: Ófætt barn skorið upp San Francisco, AP. HÓPUR bandarískra skurð- lækna gerði á síðasta ári skurðaðgerð á fóstri í móður- kviði.Akveðið var að skýra ekki frá þessum atburði fyrr en ljóst væri hvernig aðgerðin hefði tekist. Bamið er nú tæplega árs gamalt og heils- ast þvi vel. Við skoðun kom í ljós að gall- blaðra fóstursins starfaði ekki eðliiega og að þvagrásin hafði stíflast. Móðirin var skorin upp og fóstrið tekið út til hálfs og ágalli þessi lagfærður með skurðaðgerð. Að aðgerðinni lok- inni var fóstrinu komið fyrir að nýju í móðurkviði. Dr. Michael Harrisson, sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Kalifomíu, annaðist aðgerðina. Að sögn hans gekk fæðingin eðlilega fyrir sig og virðist að- gerðin hafa heppnast með ágætum. Þetta er í þriðja skip- tið sem skurðaðgerð er fram- kvæmd á ófæddu bami en hinar tvær fyrri mistókust. Michael Harrisson framkvæmdi fyrstur manna aðgerð á fóstri árið 1981 en það lést strax að henni lokinni Stökk út fall- hlífar- lausí 3.000 m hæð Birgir ísleifur Gunnarsson er ötull og einarður talsmaður sjálfstæðis- stefnunnar Tryggjum Birgi glæsilega kosningu í komandi prófkjöri Stuðningsmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.