Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 IleiðtogafundurinnJ reykjavikI Leigunám á húsnæði umhverfis Höfða: Gert að kröfu örygg- isvarða stórveldanna SÍÐDEGIS í gær voru gefin út bráðabirgðalög um leigunám á húsnæði þvi sem er í næsta ná- grenni Höfða, samkvæmt upplýs- ingum Steingrims Hermannsson- ar forsætisráðherra. Morgunblaðið/Einar Falur Borðsalurinn i norsku feijunni Bolette, þar sem íslendingar geta fengið sér snæðing. Næturgisting kostar 10.000 kr. í Bolette Islendingar geta snætt kalt borð í ferjunni Forsætisráðherra sagði að þessi bráðabirgðalög næðu til þeirra húsa sem snéru að Höfða. „Þetta er gert að kröfu öryggisvarða stórveld- anna,“ sagði Steingrímur, og bætti við: „okkur þykir mjög siæmt að þurfa að gera þetta, en við eigum ekki annarra kosta völ, en verða við þessu." Helstu vandræði sem munu skap- ast vegna þessa leigunáms, eru samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þau, að ýmsir eigiendur húsnæðis umhverfís Höfða höfðu leigt innlendum og erlendum fjöl- miðlum húsnæði sitt yfír næstu helgi, og því er þess að vænta, að eigendur húsnæðisins muni gera kröfu á ríkissjóð, vegna tekjutaps. Bráðabirgðalögin tóku gildi á miðnætti sl. en ekki verður gripið til þess að krefjast rýmingar hús- næðis, fyrr en á laugardag. Er hér um að ræða fyrirbyggjandi ráðstöf- un af hálfu stjómvalda, samkvæmt kröfu erlendu öiyggisvarðanna, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, þar sem flestar stóru erlendu sjónvarpsstöðvamar höfðu tryggt sér húsnæði í þessum bygg- ingum, til leigu, á meðan á leið- togafundinum stendur. Erlendum fréttamönnum, sem koma til landsins án þess að hafa tryggt sér gistingu, er nú boðið upp á að dveljast um borð í norsku feijunnu Bolette í Reykjavíkurhöfn. Næturgisting kostar 10.000 isl. kr. og morgun- verður 280 krónur. Skipið liggur við Austurbakkann i Reykjavík- urhöfn með gott útsýni yfir til sovésku skipanna við Ægisgarð. íslenska ríkisstjómin og Ferða- málaráð ákvaðu að fá skipið til landsins þegar fundur leiðtoga stór- veldanna lá fyrir. Ferðaskrifstofa ríkisins sér um skipið á meðan það er hér. Búist er við að um 200 manns gisti þar yfír helgina en 120 hafa þegar flutt inn. Káetumar em ýmist gerðar fyrir tvo eða flóra en nú er yfirleitt að- eins einn um káetu. Þær hafa salemi og vask en sturtur em frammi á göngunum. Reglulegar siglingar feijunnar em á milli Kristjánssands í Noregi og Hirts- hals í Danmörku. Það er um fímm tíma sigling og káetumar því ekki ætlaðar til langdvalar. Boðið er upp á hlaðborð um borð í skipinu þrisvar á dag. íslendingar geta pantað borð og snætt þar ef þeir vilja en „hótelgestir" verða látnir ganga fyrir. Hádegisverður kostar 800 kr. og kvöldverður 920. Lítið „diskótek" og bar em um borð Pétur Guðmundsson, flugvallarstjórí: Benti þeim á dóms- málaráðuneytið í skipinu. Tveir svissneskir biaðamenn em meðal þeirra sem gista í Bolette. Þeir sögðu að verðið fyrir gistingu væri hátt en það hefði þó ekki kom- ið þeim á óvart þar sem að þeir hefðu lesið í svissneskum blöðum að næturgisting á íslandi kostaði 75.000 krónur. Þeir sögðu að það hefði verið góð hugmynd að fá feij- una til landsins. Það væri reyndar þröngt um borð en betra að vera þar en á ódýrari og betri stað ein- hvers staðar fyrir austan fjall. Fréttamaður ABC sjónvarps- stöðvarinnar í London er ýmsu vanur en sagðist aldrei hafa eytt eins miklu fyrir svipaða gistingu og hann hefur um borð í Bolette. Hann sagði að það hefði verið nokk- uð kalt fyrstu nóttina en huggaði sig við að hann hefði getað virt sovéska skipið Baltíku vel fyrir sér þegar það sigldi í höfn. /1 <• f PÉTUR Guðmundsson, flugvall- arstjóri á Keflavíkurflugvelli, óskaði eftir því við Morgunblaðið vegna frásagna í blaðinu í gær af afskiptum hans af ferðum gyðinga til landsins, að eftirfar- andi kæmi fram. „Ég hafði þau ein afskipti af þessu máli, að ég benti Jery Stro- ber, fulltrúa gyðinga hér á landi á það, að hann þyrfti að fá lendingar- leyfi hjá dómsmálaráðuneytinu. Vísaði ég honum á að ræða mál sitt við Þorstein Geirsson, ráðuneyt- isstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Ég tók engar ákvarðanir í þessu máli.“ Flugmálastj órn: Takmarkanir á flugi FLUGMÁLASTJÓRN hefur markanir á flugumferð yfir sennt frá sér tilkynningu um tak- Reykjavíkurflugvelli, dagana 9. Býst ekki við að Raisa Gorbachev komi til Islands - segir Valentin Falin, yfirmaður Novosti „ÉG BÝST EKKI við því, að hún komi,“ sagði Valentin Falin, yfirmaður sovésku fréttastofunnar Novosti, þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann i gærkvöldi, hvort Raisa Gorbachev myndi fylgja eiginmanni sinum til íslands. Forsætisráðherra skýrði frá því Annars vegar lega landsins mitt á sunnudagskvöld, aó frú Gorba- chev kæmi til íslands með manni sínum og yrði sérstakur gestur eiginkonu sinnar frú Eddu Guð- mundsdóttur. í Bandaríkjunum varð vart óánægju vegna þessarar fyrirætlunar frú Gorbachev. Bent var á, að frú Nancy, eiginkona Reagans Bandaríkjaforseta, kæmi ekki, þar sem litið væri svo á að Reykjavíkurfundurinn væri fyrst og fremst vinnufundur. Valentin Falin, sem er opinber talsmaður Sovétstjómarinnar, sagði, að persónulegir hagir frú Gorbachevjgerðu henni ókleyft að koma til íslands. Hann neitaði því, að óánægja Bandaríkjamanna hefði haft áhrif í þessu sambandi. Falin kvað tvær ástæður fyrir því, að höfuðborg íslands hefði orðið fyrir valinu sem fundarstað- ur Reagans og Gorbachevs. á milli New York og Moskvu og hins vegar ýmsar aðstæður í Reykjavík, sem auðvelduðu þjóð- arleiðtogunum tveimur að eiga viðræður. Hann kvað valið á Reylq'avík ekki fela í sér neina nýja stefnu Sovétmanna gagnvart íslandi. Samskipti ríkjanna á sviði stjómmála, viðskipta og menning- armála væru góð og vandræða- laus. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Falin um fyrirhuguð mót- mæli ísraela og Bandaríkjamanna hér á landi vegna aðbúnaðar Gyð- inga í Sovétríkjunum. Hann sagði, að ef hinir mörgu andstæðingar Bandaríkjastjómar hefðu sama hátt á og söfnuðust hér saman til að mótmæla skapaði það aug- ljóslega erfíðleika. „Ég hef enga samúð með slíku fólki,“ sagði hann. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Valentin Falin, yfirmaður Novosti, ræðir við blaðamann Morgun- blaðsins. Valentin Falin sagði, að Gorbachev væri væntanlegur til íslands á föstudaginn, en ekki yrði skýrt frá því, hvar í Reykjavík hann dveldist, fyrr en hann væri kominn til landsins. Falin vildi engu spá um niður- stöðu Reykjavíkurfundarins, en kvað Sovétmenn koma til hans með einlægum vilja til að ná vera- legum árangri á sviði afvopnunar- mála. til 13. október, vegna komu þjóð- arleiðtoganna til landsins. I tilkynningunni, sem er í íjóram liðum segir: „Allt almannaflug, nema áætlunarflug og neyðarflug, er óheimilt innan flugstjómarsviða Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvall- ar nema með sérstöku leyfi frá flugtumum viðkomandi flugvalla, frá kl. 1500 þann 9. október til kl. 1500 þann 13. október 1986. Sækja skal um undanþágu til flugs á þess- um tíma með minnst 3 klst. fyrir- vara. Áætlunarflug, til Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla og frá þeim, verður hagað þannig í samráði við flugumsjón áætlunarflugfélaganna, að flugumferð verður ekki í 1 klst. fyrir og eftir áætlaða komu og brottför leiðtoganna. Flug er alfarið bannað, á sama tíma og tilgreint er í fyrsta lið, yfír svæði (efri mörk ótakmörkuð) sem takmarkast að sunnanverðu af flug- braut 14/32 á Reykjavíkurflugvelli og hugsaðri framlengingu hennar í báðar áttir annars vegar, og hins vegar norðan megin þeirrar línu, af 5 sjómílna radíus frá fjarðlægð- armæli á flugtuminum á Reykjavík- urflugvelli (5 NM DME). Þetta hefur hefur í for með sér að ekki er hægt að nota flugbraut 20 til lendingar, 02 til flugtaks, 25 til lendingar og 07 til flugtaks. Ekki verður heldur hægt að nota vinstri umferðahring fyrir braut 14. Um feijuflug og leiguflug erlend- is frá gilda ákvæði NOTAM A159 og A160. Þess konar flug er, á sama tíma og tilgreint er í fyrsta lið, alfarið bundið við Keflavíkur- flugvöll."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.