Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 LEIÐTOGAFUNDURINN í REYKJAVÍK Niðurstaða erlendra stórblaða um Reykiavíkurf undinn: Fyrsta skrefið til fækk- unar meðaldrægra flauga líklega stigið á Islandi BLÖÐ og tímarit austan hafs og vestan hafa að vonum fjaliað milrið um Reykjavíkurfundinn. Yfirleitt einkennist frásögnin af varfærni og hóflegum vonum um að hér verði stigið fyrsta skrefið til fækkunar meðaldrægra kjarnaflauga og samið verði um bann við kjarnorkutilraunum. Eitt eru fjölmiðlarnir sammála um; að leiðtogarnir taki gifur- lega áhættu með Reykjavíkur- fundinum, einkum og sér i lagi Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti. Brezka blaðið The Observer seg- ir í heilsíðugrein um fundinn að engin skýring hafi verið gefin af hálfu Bandaríkjamanna, sem rétt- læti fundarhaldið með svo litlum fyrirvara. Brotnar hafi verið allar reglur, sem ráðgjafara Reagans hafi sett til að afstýra pólitízkum vandræðum. Fundurinn komi hins vegar eins og á silfurfati fyrir Gorbachev, sem þurfi svo mikið á samningum um vígbúnaðartak- mörkun að halda heimafyrir. Vinnufundurinn í Reykjavík henti honum því vel þar sem hann mundi ekki lifa leiðtogafund í Banda- ríkjunum af, sem reyndist ekki árangursríkari en Genfarfundurinn, sem talað er um sem samtalsfund. Reykjavíkurfundurinn veiti honum hins vegar tækifæri til beinna við- ræðna við Reagan án þess að gerð sé krafa um áþreifanlegar niður- stöður. Gorbachev sé góður samn- ingamaður og muni reyna nota hæfileika sfna til að sveigja Reagan meira inn á sitt band og þannig undirbúa jarðveginn betur fyrir ár- angur af síðari fundi. Mesta áhætta sem Reagan hefur tekið The Observer segir hins vegar að Reagan taki mestu áhættu, sem hann hafi tekið á allri forsetatíð sinni, með því að fara til Reykjavík- ur og sé í raun óskiljanlegt hvers vegna hann féllst á fundinn. Hann eigi tæplega von á miklu meiru af fundinum en góðri auglýsingu. Hins vegar hafí hann hugsanlega gefíð gífurlegan pólitískan höggstað á sér heimafyrir, innan stjómar sem ut- an, ef árangur af fundinum verður enginn. Fundurinn sé þó kærkomin að því leyti að þannig geti hann látið líta út fyrir að repúblikanar séu jafn friðelskandi og demó- kratar, en nýlegar skoðanakoann- anir um það efni hafa verið repúblikunum mjög í óhag. í sfðustu viku var og birt könnun sem sýndi að 78% Bandaríkjamanna eru hlynntir samningum um vígbúnað- artakmörkun. Viðræðumar við Gorbachev gætu því hjalpað ímynd hans og repúblikana og aukið möguleika þeirra í þingkosningum eftir þijár vikur. Biaðið segir kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Reagan þurfi á öllum hæfileikum sínum að halda til að snúa fundinum upp í sigur. Komi hann heim án dagsetningar leiðtogafundar í Bandarfkjunum hafi Reykjavíkur- ferðin mistekizt. Bandaríkjamenn vilja annanfund The Observer telur að fundurinn í Reykjavík muni snúast um tak- mörkun vígbúnaðar, en að mann- réttindamál, málefni óróasvæða og sambúð stórveldanna verði þar einnig á dagskrá. Aðalmál Banda- ríkjamanna verði að semja um nýjan leiðtogafund en Gorbachev m uni verði raunhæfír samningar um vígbúnaðartakmörkun. Hefur til- hugsunin um að Reagan kunni því að neyðast til að gefa eftir á ýmsum sviðum sett hroll að bandarískum hægrimönnum. Nær útilokað sé fyrir hann að gefa nokkuð eftir á sviði geimvamaáætlunar eða að fallast á bann við kjamorkutilraun- um. Möguleiki sé þó á að takmarka fjölda slíkra tilrauna. Blaðið segir þó að von sé til að samið verði um fækkun meðaldrægra eldflauga enda þótt lítill hemaðarlegur ávinn- ingur yrði af því, a.m.k. ekki fyrir NATO, hvers stýri- og Pershing-n- flaugar séu miklu fremur pólitískt vopn. Samkomulag um flaugar af þessu tagi sýndi þó að leiðtogamir gætu og hefðu vilja til að semja. Andróður gegn Gorbachev Brezka blaðið The Times hefur það eftir heimildarmönnum sínum í Moskvu að Gorbachev telji sér trú um að afvopnunarsamkomu- lag sé í nánd. Hann hafí lengi verið staðráðinn í því að fara ekki til fundar við Reagan nema von væri á árangri í þeim efnum og af þeim sökum séu vonir bundnar við Reykjavíkurfundinn. Báðum aðilum sé hins vegar áfram um að ekki sé gert of mikið úr fundinum, sérstak- lega ef hann yrði árangurslítill, og það sé af þeirri ástæðu sem Banda- ríkjamenn kusu að halda hann á íslandi. Blaðið vitnar einnig til ummæla Helmuts Schmidt, fyirum kanlzara Vestur-Þýzkalands, sem haldi þvi fram að tími stórveldanna til að ná samkomulagi um afvopnun sé að renna út vegna nálægðar for- setakosninga í Bandaríkjunum, en þær eru næsta haust. The Times segir að líklegasta skýringin á því að Gorbachev stakk up á Islandi sé sú að eftir fundinn geti hann skýrt efasemdar- og and- róðursmönnum sfnum í stjómmála- ráðinu hvers sé að vænta af nýjum leiðtogafundi. Uppgötvi hann í Reykjavík að hann mundi ekki hafa erindi sem erfiði af nýjum fundi hefði hann enga ástæðu til að fara til Washington. Blaðið skýrir einnig frá nýlegum og hörðum árásum hans á afturhaldsöflin í sovézka stjómkerfínu í miðjum undirbúningi hans fyrir Reykjavíkurfundinn. Sagði hann m.a. að „gamlir varð- hundar gæfust ekki baráttulaust upp“. Gamlir refir og afturhalds- sinnar, sem væm ekki í takt við þarfir nýrra tíma, hefðu risið upp á afturfætumar gegn tilraunum stjómarinnar til efnahagslegrar og siðferðilegrar endurreisnar. Gefur vonir um tak- mörkun „Evrópu- flauga“ Blaðið The Sunday Times segir Litla, afskekkta ísland: Miðpunktur alheims- í nokkra daga Reykjavik som verdens navle Af Thomas tleine Med vulkaner, gejsere og gleUchere in- den for umiddelbar rækkevidde mades de to supermagters ledere om knap fjor- ten dage i Islands hovcdstad Reykjavik. Hotel Saga i centrum af det smukke lands bovedstad bliver rammen om det íorbe- redendc topmade mellem USAs præsi- dent Ronald Raagaa og-Sovj*tuaíoneas partichef IjfHchaiJ Gorbatjpv. ' “V Ílfalge en talsntántífor ám Wandake re*< gering stir Ulaftð foran <í» tíástUUniit'- tcndc sikkerheds-forberedelser I landeta historic. Allerede tirsdag blev sikker- ' beds-foranstaltningeme i den íntematio- nale lufthavn i Kcflavik aget, og samtidig er tilsynetJktcd. tiltej&efldft ila ftflhUJuf U og sahavne skærpet væseiftigt. * Amerikanske og sovjetiske sikkerheds- ekspertér vefites tll Islaqd' alleréd* I dgg onsdag for ot rádfare sig med de islánd- ske myndigheder' og undéfsage egnede madelokalcr. Sandsynligvis konuner poli- tiet i Reykjavik med hjælp -udefra- til at organisere sikkerheds-foranstaitninger- ne under topmadet, men politidirektar BOdvar Bragason var tirsdag aften til made mcd regeringen, og det var lkke ner. De to delegationer samt et forventet kolossalt opbud aí udenlandske joumali- ster kan komme til at give pladsmangel pá hotelieme i den 97.000 indbyggere sto- re Reykjavik. IsUndske ledere udtrykte tirsdag over- raskelse, stolthed og gláede over, at de to supermagter har valgt at henlægge top- madet til Island •VI vil gare vort absolut bedste for, at topmadet bliver succesrigt*. siger Islands premierminister, Stelngrimmur Her- muligt for JyBahds-Fosten at komme i kontakt med ham. Store delegationer Ifalge regerings-taismanden har de to landes ledere bebudet, at de hver vil medbringc et falge pá omkring 200 pcrso- Amcrikqiivik b^kyUelse Med kun 240.000 indbyggcre er lslancj det mindstc medlem af NATO. Landet . har intet cget militœr, mcn USA har for- pligtct sig tll at snrge íor den mUitære be- skyttclse af Undet, og som modváegt har USA Í4et lov tij at bevare en stor luft- base I byen Keflavik. Og som den sovjetUke udenrigsmini- ater Eduard Sjevardnazde - under stor Utter - udtrykte det 1 FN, da nyheden blev kendt: • Amerikaneme har en meget stor base I Island ... sá dér kan vi fale os helt tryg- ge*. ins - ÁKVÖRÐUNIN um að halda fund Ronald Reagan, Banda- rílgaforseta og Mikhail Gorbac- hev, Sovétleiðtoga, í Reykjavík um næstu helgi, hefur beint at- hygli umheimsins að okkar litU landi í rikari mæli en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar um allan heim hafa frá því tilkynningin barst um fundinn 30.sept. sl. velt þvi fyrir sér, hvaða ástæður séu fyrir því að fundurinn er boðað- ur nú og með svo stuttum fyrir- vara sem raun ber vitni og ekki síður hvers vegna litla, afskekkta ísland, hafi orðið fyrir valinu sem fundarstaður. Landið er for- vitnilegt í flestra augum og fjölmiðlar hafa verið uppfullir af upplýsingum, réttum og röng- um um land og þjóð. Við gripum niður i nokkur blöð er fjalla um ísland og leiðtogafundinn. “Athygli heimsins beinist að ís- landi“ segir í fyrirsögn breska blaðsins The Sunday Times, ö.október sl. í frétt blaðsins segir, að leiðtogar stórveldanna tveggja hafí komið heimsbyggðinni á óvart, er þeir tilkynntu að þeir ætluðu að hittast og ræða saman, en undrun manna hafi orðið enn meiri, er þeir tilkynntu fundarstaðinn, Reykjavík á íslandi. Segir blaðið að heimildir hermi að Gorbaehev hafi stungið upp á Reykjavík, þar sem honum hafi mislíkað fiölmiðlafárið í Genf síðastliðinn vetur, er þeir Reagan hittust þar. Gorbachev hafi talið að þar sem tiltölulega erfítt væri að komast til Reykjavíkur, yrði fjöldi fréttamanna þar ekki eins mikill og í Genf. Staðsetning borgarinnar, nánast mitt á milli Moskvu og Washington, hafi einnig verið heppileg, þar sem leiðtogamir myndu þar mætast á miðri leið. Ronald Reagan, er gjaman hafí viljað vísa heim til föðurhúsanna ásökunum Sovétmanna í sinn garð um þvergirðingshátt, hafí sam- þykkt tillögu Gorbachev. Blaðið segir að þó leiðtogamir ætli sér að eiga tveggja manna tal, sé ljóst að þeir verði langt frá því að vera einir, því von sé á allt að 3000 fréttamönnum til landsins. Síðan er fiallað um væptanlegan fundarstað og möguleika íslendinga til að gæta öryggis þjóðarleiðtog- anna. Einangrun landsins - kostur “Höfuðborg án hryðjuverka", er fyrirsögn á frétt breska blaðsins The Times 2. október sl. Þar er haft eftir ísienskum embættismönn- um, að veigamikill þáttur f þeirri ákvörðun að velja ísland sem fund- arstað, hafí vafalítið verið sú staðreynd, að landið er tiltölulega ömggt fyrir hryðjuverkamönnum. Blaðið tekur undir þetta sjónarmið og segir að hnattstaða hins af- skekkta íslands, úti í miðju Atlants- hafi, hafi sennilega verið álitin hagkvæm og minnir á hryðjuverka- öldu þá er gengið hefur yfir borgir í Evrópu undanfama 10 mánuði. Bent er á að eina aðkomuleiðin til landsins sé um Keflavíkurflugvöll þar sem bandaríski sjóherinn sé með herstöð á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Þetta sé fyrsti fundur leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sem haldinn sé í Evrópulandi, er aðild eigi að Atlantshafsbandalag- inu og jafnvel Eduard Shevardnad- ze, utanríkisráðherra Sovétrflganna hafi virst gera sér grein fyrir, að ísland ætti að vera ömggt, því hann hafi sagt við fréttamenn, í gríni að vísu, að hann teldi öryggi sitt tryggt á fundinum vegna hinnar stóru herstöðvar Bandaríkjamanna. Hemaðarlegt mikilvægi landsins hefur einnig verið til umfiöllunar og norska blaðið Aftenposten, birti t.d. grein 3. okt. sl. undir fyrirsögn- inni “fsland-tappinn í mikilvægum hemaðarlegum flöskuhálsi" og vísar þar til GIUK-hliðsins svokall- aða. Þar segir að vegna aukinnar hervæðingar Sovétmanna á norður- slóðum sé Norður-Atlantshaf og þar með ísland, í brennidepli hagsmuna ríkjanna tveggja og því sé vel við hæfí, að ieiðtogar þeirra hittist hér á landi. Á forsíðu blaðsins þennan sama dag er vísað á þessa grein og birt mynd af Víkingasveitar- mönnum á æfingu Víkingasveitin er einnig á forsíðu breska blaðsins The Observer 5. október sl. í fréttinni er velt vöngum yfir því, hvemig hin 15 manna sveit, raunar með aðstoð 500 óvopn-aðra Iögreglumanna og 100 sjálfboðaliða úr ýmsum björgunar- sveitum eigi að geta tryggt öryggi leiðtoganna. Slíkar vangaveltur getur reyndar að líta í flestum þeim blöðum er um fundinn fialla. The Observer segir, að íslendingar hafi gripið til ýmissa öfyggisráðstafana s.s. ítarlegrar leitar á fólki og í farangri við komu til landsins og að einungis þeir sem sannað geti að þeir eigi vísan gististað fái að koma til landsins og nokkrir hafi þegar verið sendir aftur til síns heima með flugvélum Flugleiða. Blaðið segir, að yfírvöldum hafi verið gert erfitt fyrir, þar sem að fulltrúar stórveldanna hafi verið lengi að koma sér saman um heppi- leg húsakynni fyrir fundina. Kastljós á ísland Flest af því sem í blöðunum stendur virðist byggt á traustum gmnni, en þó er því miður nokkuð um slúð- ursögur, ýkjur og hreinar rang- færslur og virðist slflct hafa færst í aukana eftir að fréttamennimir komu til landsins og þurftu að fara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.