Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 34

Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 ^■leiðtogafundurinn í reykjaví Reagan hvetur til þjóðareiningar: Segir samþykktir þing’sins veikja samningsstöðn sína Washington, Sameinuðu þjóðirnar, AP. RONALD Reagan Bandarikjaforseti kallaði í gær leiðtoga repúblík- ana og demókrata á sinn fund. Reagan fór þess á leit að beiðni hans um fjárveitingar til smiði og þróunar kjarnorku- og geimvopna yrði ekki skorin niður í meðförum Bandaríkjaþings. Sagði forsetinn að allur niður-skurður myndi veikja samningsstöðu hans gagnvart Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétrikjanna. Jim Wright, leiðtogi demókrata i fulltrúadeildinni, sagði flokk sinn reiðubúinn til að fresta öllum niðurskurði á fjárveitingum til næsta árs. Talsmenn forsetans gáfu hins vegar i skyn að frestunin ein dygði ekki til. Samkvæmt fyrirliggjandi sam- samþykkt neinar slíkar takmarkan- þykkt fulltrúadeildarinnar verður ir. Qárveiting til geimvamaáætlunar Reagan forseti ávarpaði leiðtoga Bandaríkjastjómar „fryst“ auk þess þingflokkana og sagði m.a.:„Það raunum með kjamorkuvopn og fækkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Taldi hann líklegt að drög að samkomulagi gætu legið fyrir í lok fundarins og síðan yrði það á hendi samningamanna stórveld- anna í Genf að ná fullum sáttum. Petrovsky kvaðst jafnframt von- góður um að Reykjavíkurfundurinn myndi almennt leiða til bættra sam- skipta stórveldanna. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagðist í gær ekki eiga á því að leiðtogamir myndu undirrita samkomulag í Reykjavík. Taldi hann líklegra að þeir Reagan og Gorbachev myndu fyrst og fremst ræða samningaleiðir, sem fulltrúar stórveldanna í Genf gætu fetað sig eftir. Hann ítrekaði þá jafnframt þá afstöðu Bandaríkja- stjómar að tilraunir með kjamorku- vopn væm nauðsynlegar til þess að reyna áreiðanleika vopnanna. Ronald seti. Reagan Bandaríkjafor- sem blátt bann verður lagt við fram- leiðslu efnavopna og tilraunum með vopnabúnað gegn gervitunglum. í samþyktinni er þess jafnframt kraf- ist að Bandaríkjastjóm virði ákvæði Salt II samkomulagsins. Öldunga- deildin hefur hins vegar ekki Bush vongóð- ur um árangur GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, sagði I viðtali við bandariska blaðið USA Today að verulegur árangur gæti náðst á leiðtogafundinum í Reykjavík. Bush sagðist búast við veruleg- um árangri í viðræðum um meðal- drægar eldflaugar í Evrópu og einnig á sviði langdrægra kjama- flauga og efnavopna. er ákaflega erfitt fyrir mig að heíja samningaumleitanir við Sovétmenn þegar fyrir Iiggur að þegar hafa verið samþykktar ráðstafnir á öllum þeim sviðum, sem umræðumar munu taka til. Ef ríkisstjóm okkar og þing er ekki samhuga er ár- angri af fundinum stefnt í voða. Þjóðarhagsmunir kreljast eining- ar.“ George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær telja líklegt að Reagan og þing-leið- togamir kæmust að samkomulagi sem báðir aðilar gætu fellt sig við. Vladimir Petrovsky, aðstoðar- utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kvaðst í gær vongóður um að fund- ur leiðtoganna í Reykjavík gæti rutt brautina að samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar. Aðspurður sagðist hann einkum vænta þess að viðræður leiðtoganna gætu leitt til samkomulags um bann við til- Meðreiðarsveinar Bandaríkj aforseta Pravda um Reykjavíkurfundinn: Ætlað að þíða ís kalda stríðsins Hoskvu, AP. DAGBLAÐIÐ Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, lét í gær í ljós þá von, að leið- togafundur risaveldanna i Reykjavík um næstu helgi yrði til þess að þíða „ís kalda strfðsins“ í samskiptum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Jafnframt var lögð á það áherzla, að það væri ósk sovézkra stjómvalda, að viðræð- urnar beindust fyrst og fremst að eftirliti með vígbúnaði. Greinin í Pravda, sem var rituð af Viktor Afanasyev, aðalritstjóra blaðsins, ber yfir höfuð með sér bjartsýni varðandi árangur af fyrir- huguðum tveggja daga viðræðum þeirra Reagans Bandaríkjaforseta og Gorbachevs Sovétleiðtoga. Afan- asyev gagnrýnir hins vegar Bandaríkjastjóm fyrir að halda áfram geimvopnarannsóknum og kjamorkutilraunum og fyrir að hóta að eyðileggja SALT-1 og SALT-2 samningana um takmarkanir á vígbúnaði. „Mannkynið vonast til þess, að ís kalda stríðsins muni byija að þiðna í hinni köldu Reykjavík og að samskipti Bandaríkjanna og Sov- étrflqanna jafnt sem alþjóðleg samskipti almennt verði hlýlegri," segir ennfremur f grein Afanasy- evs. „Þær vonir sem bundnar em við Reykjavík, era miklar, en áhyggjumar og kvíðinn era ef til ekki minni. Þrátt fyrir það að viðræður hafa verið í gangi milli sérfræðinga, ut- anríkisráðherranna og annarra, þá hefur ekki náðst neinn árangur á meginsviðum heimsmálanna og þá einkum og sér í lagi á sviði kjam- orkuvopna. Bandaríkjastjóm hyggst ekki hætta við „sijömustríðs" áætlun sína og hefur tekið upp þá stefnu að grafa undan SALT-1 og SALT-2 samningunum án þess að hætta við kjamorkuvopnatilraunir," segir í grein Afanasyevs. Að efni til er greinin lík frétta- skýringu í Pravda í síðustu viku, þar sem fyrirhuguðum leiðtoga- fundi var lýst sem jákvæðri vísbend- ingu um „róttæka breytingu til hins betra" í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Grein gerð fyrir helstu ráðgjöfum Reagans á Reykjavíkurfundinum Frá Jóni Ásg^iri Sigurdssyni fréttaritara Morgunbladsins í Bandaríkjunum ÞÓ FUNDUR leiðtoganna eigi að heita einkafundur, er samt fjöldi ráðgjafa með i för, hér á eftir verða þeir helstu raktir. George P. Shultz utanríkisráð- herra gegnir tveimur hlutverkum. Annarsvegar stjómar hann ráðu- neytinu, með yfír 150 sendiráð erlendis, og hefur eigin vél frá flug- hemum til að reka erindi sín um heim allan. Hinsvegar er hann að- alráðgjafí Reagans forseta og í því hlutverki ferðast hann með forset- anum á leiðtogafundinn á íslandi um helgina. Þegar Shultz kemur á Andrews herflugvöllinn í dag, stígur hann um borð í forsetaflugvélina sem hver annar farþegi. Starfsmenn hans fara flestir með annarri vél. En þessir ráðgjafar utanríkisráð- herrans munu gegna lykilhlutverki á bak við tjöldin, vegna sérþekking- ar sinnar á Sovétmönnum. Thomas W. Simons Jr. er aðstoð- ardeildarstjóri þeirrar deildar sem hefur með málefiii Evrópu og Kanada að gera. Hann fór til ís- lands daginn eftir að leiðtogafund- urinn var tilkynntur, til að taka þátt í undirbúningi alls þess sem fylgir forsetaheimsókn. Simons er 48 ára og ættaður frá Minnesota-fylki. Hann hlaut BA- gráðu frá Yale-háskólanum og George Shultz doktorsgráðu við Harvard. Hann hefur starfað í Póllandi og Sov- étríkjunum, kann tungur beggja landa og þrátt fyrir lítt spennandi starfstitil er hann aðalsérfræðingur um Sovétríkin hjá utanríkisráðu- neytinu. Yfirmaður Simons er Rozanne L Ridgway, deiidarstjóri, en hún er einnig frá Minnesota-fylki og ein af fyrstu konunum sem komast til Keppa að því að fá Island úr NATO - segir Time um Sovétmenn „TOPPFUNDURINN mun gefa Gorbachev tækifæri til þess að þoka fram því takmarki, sem Sovétmenn hafa lengi keppt að á sviði ut- anrfkismála, en það er að fá ísland út úr NATO. Kreml hefur verið meira en vinsamleg og stutt ísland i alþjóðamálum, jafnvel þegar það var ekki beinlínis í þágu Sovétríkjanna að gera það.“ Þannig er m. a. komizt að orði í síðasta tölublaði bandaríska viku- ritsins Time, þar sem Qallað er ítarlega um fyrirhugaðan leiðtoga- fund í Reykjavík. Þar segir enn- fremun „A meðan á svokölluðum þorskastríðum stóð 1950 - 1970, er ísland færði smám saman út fisk- veiðilandhelgi sína í 200 mflur. mótmæltu Sovétmenn, en þeir urðu þó fyrstir af stórþjóðunum til þess aðviðurkenna þessi nýju takmörk. í staðinn jók ísland verzlunarvið- skipti sín við Moskvu og sér nú Sovétmönnum fyrir um það bil ein- um fímmta hluta af þörf þeirra fyrir frosinn fisk og um 80% af þörf þeirra fyrir saltsfld. Island kaupir Forsiðan á Time með sögninni: Stefnumót á tslandi. svo 90% af því bensíni, sem það þarf, frá Sovétríkjunum." slíkra metorða. Ridgway er 51 árs, útskrifuð frá Hamline-háskóla í St. Paul, er ekki Sovétsérfræðingur, en var um skeið sendiherra Banda- ríkjanna í Austur-Þýskalandi. Ridgway hefur tekið mikinn þátt í samskiptum við Sovétríkin undan- farið ár. Á leiðtogafundinum í Genf, veitti hún forystu bandarísku nefndinni sem samdi við Sovétmenn um lokayfirlýsingu fundarins. Shultz hældi henni mikið fyrir harð- fylgni í samningaviðræðum. Þegar Shultz utanríkisráðherra og sovéskur kollegi hans, Eduard A. Shevardnadze, þinguðu með mikilli leynd um Daniloff, var Roz- anne Ridgway eini aðstoðarmaður Shultz. Þriðji Minnesota-búinn í hópi ráð- gjafanna er Mark R. Parris, sem er 36 ára, starfaði í bandaríska sendiráðinu í Moskvu og hefur und- anfarið veitt forstöðu þeirri deild utanríkisráðuneytisins, sem hefur með sovésk málefni að gera. Sovét- deildin er ein stærsta og mikilvæg- asta “ríkjadeildin" í ráðuneytinu. Thomas Simons stjórnaði deildinni áður og hún er talin stökkpallur fyrir þá sem stefna hátt í utanríkis- þjónustunni. Mark Parris sótti nám við stjómarerindrekadeild Geor- getown-háskólans í Washington. Nitze verður með Aðrir ráðgafar bandaríska ut- anríkisráðherrans gefa einnig forsetanum ráð og gegna því tvö- földu hlutverki. Einn þeirra er Paul H. Nitze, einn af aðalráðgjöfum ríkisstjómarinnar í vígbúnaðarmál- um. Hann er sagður hafa kennt Shultz á þann flókna málaflokk. Nitze er 79 ára og því aldursfor- seti þeirra sem Reykjavíkurfundinn sækja. Hann hefur gegnt fjölda starfa í utanríkis- og vamarmála- ráðuneytunum. Arthur A. Hartman, sendiherra í Sovétríkjunum, er annar slíkur ráðgjafi, hann er sextugur og út- skrifaðist eins og Nitze frá Har- vard-háskólanum. Hann er talinn einn aðalmaðurinn í utanríkisþjón- ustunni, var áður sendiherra í París. Hann er orðinn sovétsérfræðingur, á jþeim fimm áram, sem hann hefur gegnt sendiherraembætti í Moskvu. Auk þessara ráðgjafa fylgja Shultz nokkrir aðrir aðstoðarmenn, t.d. Charles E. Hill, sem sinnir við- kvæmustu málunum fyrir utanríkis- ráðherrann og Charles E. Redman, aðstoðarblaðafulltrúi, sem fer nú í fyrsta sinn á leiðtogafund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.