Morgunblaðið - 09.10.1986, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986
Fiskaflinn kominn
yfir milljón lestir
Stefnir í enn eitt metaflaárið
FISKAJFLI landsmanna er nú
110.227 lestum meiri en á sama
tíma í fyrra og stefnir því í enn
eitt metaflaár íslendinga. Um
mánaðamótin var aflinn orðinn
rúmlega ein milljón lesta. Loðnu-
aflinn var þá 535.730 lestir,
þorskaflinn 293.698 og afli af
öðrum bolfiski 219.337 lestir.
Hlutfallslega er mest aukning í
rækjuveiði, rétt innan við 50%,
en loðnuaflinn er nú 64.381 lest
meiri en á sama tíma i fyrra.
Aflinn í septembermánuði reynd-
ist í heiidina 41.157 lestum meiri
en á sama tíma í fyrra. Afli báta
var 45.057 lestum meiri en í fyrra
og munar þar mestu um loðnuna,
en afli togara var hins vegar 3.900
lestum minni. Þorskafli báta í sept-
ember var 6.155 lestir og afli
annarra botnfísktegunda 5.071.
Það er í báðum tilfellum litlu minna
en á síðasta ári. Rækjuafli bátanna
varð 5.054 lestir, sem er nær helm-
ingi meira en á síðasta ári og
hörpudiskafli varð 1.953 lestir, 300
lestum meira en í fyrra. Loðnuafli
í mánuðinum varð 139.939 lestir,
43.303 lestum meiri en í september
á síðasta ári. Togarar öfluðu nú
26.675 lesta, sem er 3.900 lestum
minna en í fyrra, þorskafli var 703
lestum meiri en afli annarra botn-
físktegunda 4.603 lestum minni.
Heildarafli báta fyrstu 9 mánuði
ársins er 799.933 lestir en var í
fyrra 707.338. Þorskafli nú er
154.015 lestir en var í fyrra
137.716. Af öðrum botnfiski fékkst
nú 72.721 lest, 3.181 lest meira en
í fyrra. Loðnuafli varð 535.730 lest-
ir en var í fyrra 471.349. Rækjuafli
er 26.340 lestir, 7.910 lestum meiri
en í fyrra og afli annarra helztu
físktegunda er einnig meiri nú.
Togarar fengu á þessu tímabili sam-
tals 286.299 lestir á móti 268.617
KVIKMYNDASAFN íslands
gengst fyrir islenskri kvik-
myndahátið í Regnboganum á
meðan á leiðtogafundinum
stendur. Nefnist hún „The Icel-
andic film festivat‘ og hefst í
dag, en lýkur n.k. mánudag. Að
sögn Hilmars Oddsonar er mark-
mið hátíðarinnar að kynna þeim
sem gista Iandið þessa daga
íslenska kvikmyndagerð. Ein
myndanna, „A hjara veraldar*1
eftir Kristinu Johannesdóttur, er
að hluta til tekin í Höfða þar sem
Reagan og Gorbachev munu
funda sem kunnugt er.
Myndimar sem sýndar verða
heita á íslensku og ensku: Skilaboð
lestum í fyrra. Þorskaflinn nú er
8.835 lestum meiri og annar afli
8.847 lestum meiri. Þetta tímabil
er afli allra helztu nytjategunda
meiri en í fyrra. Þorskaflinn nú er
293.698 lestir, en var 268.564 í
fyrra. Afli annarra botnfisktegunda
nú er 219.337 lestir en í fyrra
207.309 og loðnuaflinn 535.730 á
móti 471,349 Iestum í fyrra. Heild-
araflinn var nú 1.086.232 lestir en
975.955 á sama tíma í fyrra.
til Söndru (Message to Sandra),
Rokk í Reykjavík (Rock in Reykja-
vík), Atómstöðin (The atomic stati-
orí), Skammdegi (Deep winter),
Útlaginn (The outlaw), On top (Með
allt á hreinu), A hjara veraldar
(Rainbows end), Húsið (The ho-
usé), og Hrafninn flýgur (The
retum of the barbarians). Síðast
nefnda myndin hefur verið klippt
fyrir bandarískan markað og er
þetta Evrópufrumsýning á þessari
útgáfu.
Sýningar verða í tveimur sölum,
kl. 15.00, 17.00, 19.00, 21.00 og
23.00.
Kvikmyndasafn íslands:
*
Islensk kvikmyndahátíð
fyrir erlenda gesti
Dagur Alþjóðapóstsambandsins:
Nýtt frímerki í dag
- undir kjörorðinu: „Pósturinn, boðberi friðar
NÝTT frímerki kemur út í dag
í tilefni af degi Alþjóðapóstsam-
bandsins, sem jafnframt er
dagur frimerkisins. Að sögn Jó-
hanns Hjálmarssonar, blaðafull-
Lítil loðnu-
veiði
LÍTIL veiði er um þessar mundir
á loðnumiðunum. Á þriðjudag
tilkynntu aðeins 5 skip um afla
og siðdegis í gær voru 3 skip
með slatta.
trúa Pósts- og símamálastofnun-
arinnar, er kjörorð dagsins að
þessu sinni „Pósturinn, boðberi
friðar“ og sagði Jóhann það vel
við hæfi einmitt nú, með hliðsjón
af leiðtogafundinum í Reykjavík.
Jóhann sagði að ekki hefði verið
unnt að gefa út sérstakt frímerki í
tengslum við leiðtogafundinn þar
sem mun lengri fyrirvara þyrfti til
að koma slíku um kring. Hins veg-
ar væri sérstakur póststimpill í
tengslum við leiðtogafundinn fyrir
erlendu fréttamennina í Hagaskóla.
Alþjóðapóstsambandið var stofti-
að þann 9. oktober 1874, fyrir eitt
hundrað og tólf árum. í sambandinu
eru 168 þjóðir, höfuðstöðvamar eru
í Bem í Sviss og aðalforstjóri er
Adwaldo C. Botto de Barros.
Söluverð arkarinnar, sem kemur
út í dag, er 30 krónur, en verðgildi
frímerkisins er 20 krónur. Mismun-
urinn rennur í sjóð til að efla og
styrlqa störf og rannsóknir á sviði
frímerkja og póstsögu. Myndefni
frímerkisins er eftir Auguste Mayer
og er úr ferðabók Paul Gaimards.
Það sýnir feijustað á Hvítá hjá Iðu
1836.
Sett hefur verið upp frímerkja-
sýning með frímerkjum er tengjast
starfsemi Pósts og síma og sýning-
in Síminn í 80 ár hefur verið
framlengd.
„Þingflokkur hverf-
ur ekki af þingi“
- Yfirlýsing landsnefndar BJ lögð
fyrir forseta sameinaðs þings
Á ÞRIÐ JUD AGSKVÖLDIÐ var
haldinn opinn landsnefndar-
fundur á vegum Bandalags
jafnaðarmanna að Templara-
sundi 3. Fundinn sóttu um 25
rnanns og var samþykkt yf irlýs-
ing varðandi stefnu Bandalags-
ins.
„Við teljum að þingflokkur geti
ekki horfíð af þingi" sagði Þor-
geir Axelsson í samtali við
Morgunblaðið. „Þingflokkinn
studdu um 10 þúsund kjósendur.
Við teljum að í öllum þjóðfélögum
í mótun komi upp nýjar hugmvnd-
ir og það sé rangt að ginna
kjósendur til að fylgja þeim ef
talsmenn þeirra gufí upp.“
Yfirlýsingin sem samþykkt var
er svohljóðandi; „Stuðnings-
mannafundur Bandalags jafnað-
armanna haldinn í Reykjavík 7.
oktober 1986 skorar á alla sína
menn, einkum fulltrúa í lands-
nefnd og framkvæmdanefnd, að
halda störfum áfram ótrauðir
samkvæmt markaðri stefnu hvað
sem líður brotthlaupi þingmanna.
Við erum þeirrar skoðunar að á
það skuli reynt í almennum kosn-
ingum og frammi fyrir alþjóð
hvort stjómmálahreyfíng stendur
eða fellur. Bandalag jafnaðar-
manna hefur komið mikilli hreyf-
ingu á öll íslensk félagsmál. Sú
hreyfíng má ekki dvína nú.“
| Morgunblaðið/Einar Falur
Erla Hallgrímsdóttir formaður fegrunamefndar ásamt þeim aðil-
um sem veittu viðurkenningunum viðtöku.
Samtökin „Gamli miðbærinnu:
Yiðurkenning veitt
fyrir fegrun um-
hverfis og félagsmál
SAMTÖKIN „Gamli miðbær-
inn“ veittu i gær tíu stofnunum
og fyrirtækjum viðurkenningu
fyrir fegrun umhverfis i mið-
borg Reykjavíkur. Jafnframt
var Hlaðvarpanum veitt viður-
kenning fyrir að hafa stuðlað
að félags- og menningarmálum
í gamla miðbænum.
Guðlaugur Bergmann, einn af
forsvarmönnum samtakanna,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að skipuð hefði verið fegrunar-
nefnd til að velja þá aðila, sem
taldir væru best að slíkri viður-
kenningu komnir og hefði nefndin
skilað áliti fyrr í þessari viku.
Viðurkenningamar voru síðan
veittar í hófí, sem haldið var í
veitingahúsinu Kvosinni í gær.
Snorri Tómasson tók við viður-
kenningu fyrir hönd Bygðastofn-
unar, Dagný Helgadóttir fyrir
hönd Sveins bakara í Banka-
stræti, Erla Þórarinsdóttir fyrir
hönd Sævars Karls klæðskera í
Bankastræti, Vignir Albertsson
fyrir Hafnarhúsið, Linda Jóns-
dóttir fyrir verslunina Companý á
Frakkastíg, Haukur Jackobsen
fyrir verslunina Egill Jackobsen,
Sigurjón Ragnarsson fyrir Hress-
ingarskálann, Bjami Ingvar
Ámason fyrir Hótel Óðinsvé og
Anton Marvaiz fyrir veitingahúsið
Hatturinn við Laugaveg. Þá fékk
íbúðahúsið við Skólavörðustíg 38
viðurkenningu fyrir snyrtilegt
umhverfi. Ennfremur tók Sús-
sanna Svavarsdóttir við viður-
kenningu fyrir hönd Hlaðvarpans,
félags- og menningarmiðstöðvar
kvenna.
Samtökin „Gamli miðbærinn"
hafa nú starfað í tæpt ár og sagði
Guðlaugur Bergmann, að á þess-
um tíma hefði ötullega verið
starfað að ýmsum hagsmunamál-
um er varða aðila sem starfa og
búa í gamla miðbænum. Mætti
þar nefna mál eins og bætta að-
stöðu vegna bflastæða, strætis-
vagnaferðir um Laugaveg,
opnanir verslana, áframhaldandi
áfengisverslun í miðbænum og
margt fleira. „f þessum efnum
hefur mikið verið unnið á bak við
tjöldin og við höfum fengið loforð
fyrir úrbótum. Nú þykir okkur
tími efndanna vera kominn",
sagði Guðlaugur Bergmann.
Hann sagði að aðalfundur sam-
takanna yrði haldinn 28. október
næstkomandi að Hótel Borg.
Háskólaerindi
Síðasta abbadísin á
Kirkjubæjarklaustri
KIRKJUBÆJ ARKL AUSTUR
verður viðfangsefni Önnu Sig-
urðardóttur, forstöðumanns
Kvennasögusafns íslands, í fyrir-
lestri sem hún flytur i dag
klukkan 17.00 í Odda. Erindið
mun fjalla sérstaklega um Halld-
óru Sigvaldadóttur, en hún var
síðasta abbadís á Kirkjubæjark-
laustri, og Gissur Einarsson,
biskup.
Anna Sigurðardóttir fæddist 5.
desember 1908 að Hvítárbakka í
Borgarfírði. Hún vann einkum við
heimilisstörf þar til hún stofnaði
Kvennasögusafn íslands og gerðist
forstöðumaður þess árið 1975.
Anna hefur starfað mikið að
kvenréttindamálum, bæði hér á
landi sem og á alþjóðavettvangi,
og meðal annars heftir hún setið í
stjóm Kvenréttindafélags íslands.
Með ritum sínum: „Úr veröld
kvenna - Bamsburður" og „Vinna
kvenna á íslandi í 1100 ár“ má
segja að Anna hafí gerst brautryðj-
andi í kvennasögurannsóknum á
íslandi. Merkasta framlag Önnu til
fræðanna er þó sennilega stofnun
og starfræksla Kvennasögusafns
íslands, en það setti hún á fót 1.
janúar 1975 og lagði undir það íbúð
sína. Hún hefur annast safnið síðan
og hefur jafnan verið til taks til að
leiðbeina nemendum og fræðimönn-
um á fræðasviði sínu.
Leiðtogar á póstkorti
GEFIÐ hefur verið út í Reykjavík
litprentaðpóstkort i takmörkuðu
upplagi. A kortinu eru andlits-
myndir af leiðtogum stórveld-
anna með ísland í bakgrunni og
fánar þjóðanna þriggja.
Undir myndinni er texti á tveim-
ur tungumálum, sem minnir á
tilgang og eðli leiðtogafundarins.
Útgefandi er Smekkleysa hf og
fæst kortið í bóka- og minjagripa-
verzlunum meðan birgðir endast.
im Pbtct: MtXTlNC RLYKMIIK KUAND
/o.-n ocr.
bctpeva mm ptimmuiK uc.imijhw
ta-n.OKT. tm
Friðrik Erlingsson, teiknari, sá um
útlit og frágang kortsins.