Morgunblaðið - 17.10.1986, Síða 10

Morgunblaðið - 17.10.1986, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Hver er ábyrgnr? eftirBessí Jóhannsdóttur Samstillt starfsfólk Lífskjör almennings byggjast á vel reknum fyrirtælqum. Fyrirtækin eiga svo á hinn bóginn velferð sína undir hæfu, samstilltu starfsfólki. Rekstur- inn þarf sífellt að vera í endurskoðun með hliðsjón af fyrri reynslu, núver- andi stöðu og mati manna á því hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér. Fyrirtæki verða til og hverfa líka af vettvangi. Menn taka áhættu og hafa oft hag af en tapa oft líka. Hlutafélagaformið veitir fólki tæki- færi til að takmarka þessa áhættu við þá fjárupphæð, sem það kýs að leggja undir hveiju sinni. Fólk tekur sig saman, safnar peningum, ræður starfsmenn og kemur á fót rekstrar- einingu til að vinna að markmiðinu á þann hátt að íjármagnið skili arði. Ábyrgð á rekstri hlutafélaga skipt- ist milli hluthafa, stjómar og framkvæmdastjóra. I raun er ábyrgð- in hér mest á herðum framkvæmda- stjóranna. Stór gjaldþrot nokkurra fyrirtækja að undanfömu hafa beint augum fólks að verkaskiptingu stjómar og framkvæmdastjóra hluta- félaga. Ljóst er að samkvæmt lögum um hlutafélög ber stjóm verulega ábyrgð á starfseminni. Athyglisvert verður að fylgjast með málalokum í þeim málum. Aðhald frá hluta- bréfamarkaði Hér á landi hefur þróun hlutafé- laga með mikilli þátttöku almennings verið hægfara. Algengast er að hluta- félög séu í eigu tiltölulega fámenns hóps, svo sem vina eða fjölskyldna svo dæmi sé tekið. Þetta fyrirkomu- lag hefur vafalaust verið ýmsum fyrirtækjum til trafala. Aðgangur að ^ármagni til uppbygginga hefur orð- ið að koma innan frá að mestu leyti, þ.e. frá þröngum hópi eigenda, ríkis- reknum sjóðum og bönkum. Þetta þýðir að fjármagnið flæðir ekki til þeirra fyrirtækja, sem talið er að eigi bjartasta framtíð. Það fer frekar til þeirra, sem eiga aðgang að skömmt- unarstjórum hins ríkisrekna tjár- magnskerfís. Þetta hefur leitt til þess að fram- kvæmdastjórar og stjóm hlutafélaga hafa ekki æskiiegt aðhald frá hluta- bréfamarkaði. Stjómendur þurfa ekki að hugsa um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafi á verð hlutabréfa á mark- aðnum. Þeir hugsa mun meir um hvemig þeir eiga að halda atvinnu- veitendum, þ.e. fjölskyldu og vinum, góðum. Þar eru notaðar ýmsar að- ferðir eins og boð í laxveiði, utan- landsferðir o.s.frv. sem oftast koma fyrirtækinu ekki til góða rekstrarlega séð en tryggja nauðsynlega fyrir- greiðslu. Þetta fyrirkomulag er komið í sjálfheldu. Bessí Jóhannsdóttir Aimenningxir eignast hlutabréf Lengi vel var bankakerfið og ríkis- sjóður milliliður milli almennings og fyrirtækjanna í landinu við tjár- magnsútvegun. Ánægjulegt hefur verið að sjá að fyrirtæki hafa á und- anfömum misserum gefið út skulda- bréf til sölu á almennum skuldabréfa- markaði til að tjármagna maigvíslega uppbyggingu. Þessari þróun hefur verið illa teldð af ýmsum fulltrúum kerfísins, sem gera sér ekki grein fyrir því að aukið úrval á peningamarkaði er líklegt til að örva viðskiptin. í lögum um Seðlabanka, sem kom- ið var á fót í upphafi viðreisnar voru sett fram ýmis háleit markmið. Með- al annars var bankanum ætlað að koma hér á fót kaupþingi. Þar var hugmyndin að fyrirtæki gætu farið beint til almennings og boðið til sölu hluta í eignum þeirra og framtíðar- telqum. Margar ástæður eru fyrir því, sem óþarft er að greina. Kjami málsins er sá að verkefnið er fram- kvæmanlegt og í raun kominn tími til að fela það öðrum í hendur en Seðlabanka. Þá má vonast til að eitt- hvað fari að gerast. Einstaklingurinn í öndvegi Takist að koma hér á beinu sam- bandi almennings við fyrirtækin í landinu í meiri mæli en nú er, fer fólk að veita atvinnulífinu meiri áhuga en áður hefur verið raunin. Hlutabréfaeign almennings myndi gera það að verkum að stjómendur þessara fyrirtækja yrðu metnir á annan hátt. Þá skiptir hagur fyrir- tækisins meginmáli og arðsemin yrði sett í öndvegi. Almenningur fengi líka auknar tekjur tækju þeir „rétta" áhættu með hlutdeild sinni í eignum og framtíð fyrirtækjanna. Almennt séð myndi reksturinn batna og hag- vöxtur aukast. Ég er þeirrar skoðun- ar að þessar breytingar séu þess eðlis að allir geti haft af þeim hag, en þannig gerast einmitt bestu við- skiptin. Sjálfstæðisflokkurinn setur ein- staklinginn í öndvegi. Við teljum að með því að tryggja frelsi til athafna verði þörfum þjóðfélagsþegnanna best sinnt. Það er í fullu samræmi við þessa stefnu að blásið verði lífi í hugmyndir um öflugan hlutabréfa- markað á íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri og þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins iReykjavik. Birgitta Ulfsson og Erna Tauro í Norræna húsinu LAUGARDAGINN 18. október kl. 16.00 verður flutt S Norræna húsinu dagskrá, þar sem tveir gestir frá Finnlandi koma fram; leikkonan Birgitta Ulfsson og lagahöfundurinn og píanóleikar- inn Erna Tauro. Dagskrána nefna þær „Pá Kánsliga fotsulor". Birgitta Ulfsson les upp ljóð og syngur vfsur við undirleik Emu Tauro, en hún hefur samið // STÓRMARKAÐUR Lóuhólum 2—6, sími 74100 5 SI.ÁTUR Í KASSA kr. 898.00 kassinn all flest lögin. Dagskráin hefst með upplestri úr Kalevala, en síðan flyt- ur Birgitta Ulfsson ljóð eftir þekkta finnska höfunda og má nefna Rune- berg, Diktonius, Lars Huldén, Solveig von Schultz, Bengt Ahlfors ofl. Þær Birgitta og Ema Tauro hafa flutt þessa dagskrá víða í Svíðþjóð og alls staðar hlotið mikið lof fyrir í sænskum blöðum, segir í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu. Sunnudaginn 19. október fara þær til Akureyrar, þar sem þær 8kemmta í Fiðlaranum kl. 15.00. Birgitta Ulfsson og Ema Tauro hafa báðar komið og skemmt á Listahátíð. Birgitta Ulfsson kom fram á Listahátíð 1984 ásamt sænsku leikkonunni Stinu Ekblad og fluttu þær dagskrá undir nafninu „Nár man har kánslor". Ema Tauro vann með Leikfélagi Reykjavíkur er það setti upp „Leikhúsálfana" eftir Tove Jansson á Listahátíð 1972, en Ema Tauro samdi tónlist- ina við leikritið. Kaffisöludag*ur NÆSTKOMANDI sunnudag, 19. október, verður árlegur kaffi- söludagur Kvenfélags Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði. Kaffisalan verður i Góðtemplarahúsinu og hefst að lokinni guðsþjónustu. Kaffisöludagurinn er stór dagur í starfí safnaðarins. í kirkjunni hefst dagurinn með bamasamkomu kl. 11.00. Klukkan 14.00 verður guðsþjónusta og mun sr. Guðmund- ur Oskar Ólafsson fyrrverandi fríkirkjuprestur í Hafnarfirði predika. Þáttur Kvenfélagsins í starfi safnaðarins verður seint fullþakk- aður og má geta þess að félagið ber allan kostnað af bamastarfinu í kirkjunni. Allur ágóði af kaffisöl- unni rennur til starfseminnar. Ég vil skora á Fríkirkjufólk og velunnara kirkjunnar að mæta á sunnudaginn í Góðtemplarahúsið að lokinni guðsþjónustu og sýna þannig hug sinn til kirkjunnar. Einar Eyjólfsson prestur Rauðás — Reykás Höfum mjög traustan kaupanda að raðhúsi fullbúnu eða í smíðum, helst við Rauðás eða Reykás. Ef þú ert að hugsa um að selja þá er þetta tækifærið. S.62-1200 rf/mni jvfy Kári Fanndal Quðbrandaaon Lovisa Kristjánaddttir Bjöm Jónaaon Hdl. GARÐUR Skinholti'» allt TIL SLÁTURGERÐAR! Nautahakk kr. 198.00 kg yel'ð' nauta, lamba, svína og folaldakjöt af nýslátruðu tá9*vörU Oplð tll kl. 20.00 I kvðld, en til kl. 16.00 laugardag. K 'Vantar einbýlis- eða raðhús Þrátt fyrir nokkurt framboð einbýlis- og raðhúsa vantar okkur eftirtaldar eignir fyrir ákveðna aðila: ★ Einbýlishús í Selási. ★ Einbýlishús t.d. á tveim hæðum sem næst mið- bænum. ★ Einbýlishús í Laugarási. ★ Einbýlishús á Seltjarnarnesi. Skipti á góðri hæð á Nesinu koma til greina. ★ Einbýlishús í Sæviðarsundi. ★ Raðhús í Fossvogi. ★ Raðhús í Selási. Vinsamlegast hafið samband. Sé þess óskað verður farið með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og upplýs- ingar um eign yðar ekki veittar nema að höfðu samráði. Fasteignaþjónustan Austurst'ræti 17, s. 26600 Þorsteinn Steingrímsson lögg. fasteignasali. 266001

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.