Morgunblaðið - 17.10.1986, Page 15

Morgunblaðið - 17.10.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 15 iðnað eða veitt ráðgjöf um bættar framleiðsluaðferðir. Þá má benda á, að tæknivætt at- vinnulíf verður ekki til af sjálfu sér. Víðfeðm þekking þarf að vera til reiðu. Keðja kunnáttu og fæmi verð- ur að spanna breitt bil, allt frá verkmennt til skilnings á lögmálum náttúrunnar, en sá skilningur fæst ekki nema með rannsóknum. Tilvera grunnrannsókna verður þó einkum réttlætt á menningarlegum forsendum. Við íslendingar viljum búa í nútimaþjóðfélagi, þar sem lögð er stund á alla helstu þætti mennta og menningar. Þar má engan hlekk- inn vanta. Þess vegna rekum við þjóðleikhús og sinfóníuhljómsveit. Og því viljum vð líka að fullnægt sé fróð- leiksfýsn okkar um gerð eldQalla og leitað að dýpstu rökum um eðli fág- aðra flata í heimi stærðfræðinnar. Þannig er Raunvísindastoftiun Há- skólans ómissandi þáttur íslenskrar menningar. Raunvísindastofnun er orðin traust í sessi og þekkt á alþjóðlegum vett- vangi vísinda, enda hefiir hún átt á að skipa mörgum vísindamönnum, sem getið hafa sér góðan orðstír heima og erlendis. En stofnunina ber sífellt að efla Það sem er henni helst fjötur um fót á þessum tímamótum er húsnæðisekla. Þrátt fyrir að ekki hafí verið veitt ^árveiting fyrir nýjum stöðum við stofnunina sl. áratug hef- ur starfsliði þó fjölgað, því unnt hefur verið að afla innlendra og erlendra styrkja til starfeeminnar. En þessi vöxtur hefur valdið miklum hús- næðisþrengslum. Þar við bætist, að núverandi hús við Dunhagann þarfíi- ast mikilla viðgerða og endurbóta. Nú eru rökstuddar vonir um, að úr þessum málum sé að rætast, og er það aftnælisósk stofhunarinnar til Alþingis og stjómvalda að svo megi verða. Höfundur er prófessor við Raunvis- indadeild Háskólans ogjafuframt stjómarformaður Raunvísinda- stofnunar Háskólans. Flytur leikrit á Bylgjunni STOFNAÐ hefur verið nýtt út- varpsleikhús, Sakamálaleikhú- sið. Leildiúsið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi er hefur á að skipa föstum hópi leikara og sinnir eingöngu gerð útvarpsleikrita. Sakamálaleikhúsið, sem rekið er af Útvarpsauglýsingum sf., hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og á nú í fómm sínum nokkr- ar þáttaraðir sem ætlunin er að flytja í útvarpi, þar á meðal öll ævintýri Sherlock Holmes, þætti af Safni dauðans, frásagnir úr Innsig- luðu bókinni, lífshlaup Þriðja mannsins og fleira. Vettvangur Sakamálaleikhússins á þessu leikári verður hin nýja út- varpsstöð, Bylgjan, FM 98,9 og þáttaröðin sem send verður út fyrstu vikumar er „Safn dauðans", og er hver þáttur sjálfstætt saka- mál, sem tekur hálfa klukkustund í flutningi. Sakamál af Safni dauð- ans em þýdd úr ensku og færð í nýjan leikbúning af Gísla Rúnari Jónssyni, tónlistin frumsamin og flutt af Hirti Howser, en leikarar Sakamálaleikhússins era: Edda Björgvinsdóttir, Júlíus Bijánsson, Jömndur Guðmundsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Þóra Friðriksdóttir og Öm Ámason, undir leikstjóm Gísla Rúnars. Fyrsti þátturinn úr Safni dauðans verður fluttur á Bylgjunni nk. sunnudag kl. 14.30 og nefnist hann „Þar til dauðinn aðskilur okkur", en þættimir verða framvegis á dag- skránni á þeim tíma. Þeir verða síðan endurfluttir á fimmtudags- kvöldum kl. 18.30. Raunvísindastofniin Háskólans tuttugu ára Kynningarrit - Opið hús eftir Þorkel Helgason Saga Um þessar mundir er minnst 75 ára aftnælis Háskólans. Ein af stærstu stofnunum hans á einnig eig- ið merkisaftnæli, en það er Raunvis- indastofnun Háskólans, er komið var á fót fyrir 20 ámm. Reyndar tvinn- ast afmæli þessi saman: Á 50 ára afmæli Háskólans árið 1961 gaf Bandaríkjastjóm Háskólanum álit- lega peningagjöf er veija skyldi til byggingar yfir rannsóknir á sviði raunvísinda. Með viðbótarframlagi úr ríkissjóði og fé frá Happdrætti Háskólans var reist hús við Dunhaga í Reykjavík. Á miðju ári 1966 stað- festi þáverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, regiugerð um Raunvísindastofnun Háskólans, og tók hún til starfa í umræddu húsi í október sama ár. Full kennsla hófst í raunvísindum við Háskólann 1969, er Verkfræði- deild Háskólans var breytt í Verk- fræði- og raunvísindadeild. Skipulagðar háskólarannsóknir í raunvísindum vom þannig hafhar á undan kennslu i sömu greinum. Þetta er í samræmi við þá reynslu háskóla um víða veröld, að háskólakennsla verður hjómið eitt, ef hún styðst ekki við öflugar rannsóknir. Skipulag — verksvið Raunvísindastofnun leysti af hólmi Eðlisfræðistofnun Háskólans, sem starfað hafði frá 1958 undir foiystu Þorbjöms Sigurgeirssonar, prófess- ors. En Raunvísindastofnun nær ekld aðeins til eðlisfræða. Henni er skipt í rannsóknastofur eftir fræðasviðum, en þau em: eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, þar með talin landa- fræði, jarðeðlisfræði, m.a. á sviði há- loftarannsókna. reiknifræði, ásamt tölvufræði og stærðfræði, ásamt stærðfræði- legri eðlisfræði. Hlutverk Raunvísindastofnunar er einkum að vera vettvangur grund- vallarrannsókna og er hún eina rannsóknastofnunin hérlendis, sem sinnir slíkum rannsóknum á viðkom- andi fræðasviðum. En auk þess em stundaðar margvíslegar nytjarann- sóknir í allríkum mæli. Starfslið Raunvísindastoftiunar er af tvennum toga. Annars vegar em starfemenn, sem ráðnir em beint hjá stofnuninni. Þannig em um 40 stöðu- gildi á íjárlögum hennar, en auk þess einn til tveir tugir manna, sem fá greidd laun af sfyrkjum og öðmm sértekjum. Hins vegar hafa nær allir kennarar Raunvísindadeildar Háskól- ans á ofangreindum sérsviðum, 30 að tölu, rannsóknaraðstöðu á stofti- uninni, en um 40% af starfsskyldu háskólakennara taka til rannsóknar- starfa. Magnús Magnússon, prófessor, var forstjóri Raunvísindastofnunar fyrsta áratuginn. Stjómarfyrirkomu- lagi var breytt 1975, og síðan hefur stjómarformaður stoftiunarinnar ver- ið í forystu fyrir hana. Þorkell Helgason, prófessor, gegnir nú því starfí en Elísabet Guðjohnsen er framkvæmdastjóri. Afmæliskynning Stofnunin minnist tvítugsafmælis síns einkum með tvennum hætti: Útgáfu kynningarrits og þátttöku í „opnu húsi“ Háskólans sunnudaginn 19. október. í kynningarritinu er rakin saga stoftiunarinnar. Þá em starfsemi og skipulag stofnunarinnar kynnt, en megineftú ritsins er lýsing á öllum helstu verkeftium, sem unnið er að á stoftiuninni um þessar mundir. Kennir þar margra grasa enda fræðasviðin Qölbreytileg. Ritinu er ætlað að veita fróðleiksfúsum al- Dr. Þorkell Helgason „Spyrja má, hver sé hag- ur þjóðarínnar af ástundun rannsókna í raunvísindum. Beinast ligfgnr við að svara því með vísun til nytsemi rannsókna fyrir vöxt og viðgang atvinnulífs.“ menningi innsýn í rannsóknarverk- efiiin. Ritið er ríkulega skreytt myndum úr sögu og starfi og af verkefnum á stofnunni. Aðalritstjóri er Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræð- ingur við stofnunina. Hinn meginþátturinn í kynningu á stofnuninni á þessu tvíþætta af- mælisári er fólginn í fyrmeftidu „opnu húsi“. Þar verða verkeftii kynnt með veggspjöldum og mynd- um. Þá verða sýnd rannsóknartæki og tölvubúnaður. Starfsmenn stofti- unarinnar verða viðstaddir og munu skýra út og svara spumingum gesta. Kynning Raunvísindastofnunar verð- ur á þremur stöðum á háskólalóðinni. Meginsýningin verður í aðalhúsa- kynnum stofnunarinnar við Dun- haga, næst við Háskólabíó. Reiknifræði verður kynnt í aðsetri . hennar í gömlu loftskeytastöðinni við Suðurgötu og jarðfræði í jarðfræða- húsi Háskólans, sem áður hýsti Atvinnudeild Háskólans. Ennfremur verða fluttir sex fyrirlestrar á tímabit- inu 11 til 18 og hetjast þeir ávallt á heila tímanum. Að lokum verða efna- fræðingar stofnunarinnar með sér- staka uppákomu í Háskólabíói kl. 15 þennan sunnudag. Tilgangur — framtíð Spyija má, hver sé hagur þjóðar- innar af ástundun rannsókna í raunvísindum. Beinast liggur við að svara því með vísun til nytsemi rann- sókna fyrir vöxt og viðgang atvinnu- lífs. Sum af þeim verkeftium, sem fengist er við á Raunvísindastofnun, koma atvinnuvegum og almenningi að beinum notum. Þannig hafa verið hannaðar nýjar framleiðsluvömr fyrir EINN AF OKKUR Á ÞING Á Alþingi þarf að vera fólk úr öllum áttum. Ásgeir Hannes Eiríksson kemur beint úr athafnalífinu í hjarta Reykjavíkur. Það er alltaf þörf fyrir þannig menn á þing. Kosningaskrifstofan er íTemplarasundi 3, 3. hæð, símar 28644 og 28575. Sakamálaleikhúsið stofnað: Leikhópur Sakamálaleikhússins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.