Morgunblaðið - 17.10.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.10.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 21 Til þess að stuðla að því mun ríkisstjómin áfram leggja áherslu á jákvæða raunvexti. Með minni verð- bólgu munu nafnvextir að sjálf- sögðu verða lækkaðir. Þó er gert ráð fyrir að raunvextir lækki nokk- uð frá því, sem þeir em nú, til samræmis við vexti í helstu við- skiptalöndum okkar. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að þótt ný bankalöggjöf veiti viðskiptabönkunum aukið frelsi til þess að ákveða vexti, er gert ráð fyrir því að ákvarðanir um vexti verði háðar samþykki banka- ráða, sem við ríkisbankana em kosin af Alþingi. Einnig gera lög um Seðlabanka íslands ráð fyrir því, að hann geti, með heimild ráð- herra, tryggt að raunvextir hér á landi verði ekki hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar íslendinga. Þótt ríkisstjómin telji óhætt, með tilliti tii þess jafnvægis sem náðst hefur á árinu, að slaka á bindingu og stuðla að lækkun raunvaxta, er aðhald í peningamálum eftir sem áður óhjákvæmilegt á meðan svo mikil þensla ríkir í þjóðfélaginu sem nú er. Við það að verðbólga fer vel nið- ur fyrir 10 af hundraði, mun verða unnt að koma heilbrigðari skipan á ýmislegt í peninga- og efnahags- málum þjóðarinnar. M.a. er þá tímabært að athuga, hvort ekki sé rétt að afnema alla vísitöluviðmiðun fjármagns og annarra skuldbind- inga. Eftir kjarasamningana í febrúar sl. var verðlagseftirlit hert og al- menningi veittar stórauknar upp- lýsingar um verðlag. Þessu mun verða haldið áfram. Verðlagsstofn- un mun með athugunum sínum stuðla að lægra verðlagi, bæði í heildsölu og smásölu. Með þeim megin leiðum, sem ég hef lýst, telur ríkisstjórnin að tak- ast megi að ná þeim markmiðum í efnahagsmálum, sem hún hefur sett sér. Forsenda þess er þó, að Steingrímur Hermannsson kjarasamningar um næstu áramót verði innan þess ramma. Endurskipulagning' í atvinnurekstri Um leið og góður byr er notaður til þess að ná jafnvægi í efnahags- málum, er óhjákvæmilegt að nýta batnandi þjóðarhag til þess að bæta afkomu þeirra atvinnugreina, sem enn eiga í rekstrarerfiðleikum eftir verðbólgu undanfarinna ára. Eins og ég hef áður sagt, er undanlátssemi í gengi mjög tak- mörkuð eða engin lækning í þessum tilfellum. Ríkisstjómin mun í þess stað leggja áherslu á fjárhagslega endurskipulagningu með lengingu lána, með sem minnstum afborgun- um fyrstu árin, auknu eigin fé og lækkun íjármagnskostnaðar. Á það mun verða lögð áhersla við við- skiptabankana, að hluti af auknu ráðstöfunarfé þeirra verði nýttur til fjárhagslegrar endurskipulagning- ar þeirra fyrirtækja, sem eru í viðskiptum við viðkomandi banka. Jafnframt er gert ráð fyrir því, að stofnfjársjóðir og Byggðastofiiun taki þátt í þessu verki. Vegna fisk- vinnslunnar eru Byggðastofnun ætlaðar kr. 300 milljónir í þessu skyni á lánsfjáráætlun ársins 1987. Ráðstöfun þess fjármagns er þegar hafin. Breytingu framleiðsluhátta í landbúnaði mun verða fram haldið í samræmi við nýleg lög um fram- leiðslu landbúnaðarafurða o.fl. Minni neysla, einkum lambakjöts, og óvænt verðfall skinna veldur meiri erfiðleikum en gert var ráð fyrir. Ekki virðist álitlegt að þeir bændur, sem áfram framleiða mjólk og lambakjöt, dragi almennt saman búskap umfram það, sem orðið er. Því gera nýlegir samningar ríkis og bænda ráð fyrir nýjum leiðum. Nauðsynlegt er að taka i ríkari mæli en gert hefur verið tillit til aðstæðna, t.d. landgæða og land- eyðingar. Aðstoða þarf bændur, sem búa á svæðum þar. sem hætta er á landspjöllum, til að taka upp aðrar búgreinar eða hætta búskap, ef þeir kjósa. Vísa ég í þessu sam- bandi til athyglisverðrar skýrslu um landnýtingu, sem nýlega er komin út á vegum landbúnaðarráðuneytis. Jafnframt er óhjákvæmiiegt að veruleg breyting verði á framleiðslu landbúnaðarafurða. Neysluvenjur fólks hafa breyst mjög og munu enn breytast. Bændur og vinnslu- stöðvar verða að kappkosta að koma til móts við kröfur neytenda. Ljóst er jafnframt, að ekki nægir að hafa stjóm á aðeins einum þætti kjötframleiðslunnar. Framleiðsluna alla verður að samræma. Það er bæði neytendum og framleiðendum til góðs, og hagkvæmast fyrir þjóð- arbúið. Um það þurfa framleiðend- ur að ijalla. Orka og iðja Af öðrum þáttum atvinnulífsins, sem unnið er að, vil ég nefna eftir- farandi: Gert er ráð fyrir að viðræðum um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði ljúki fljótlega. Verði ákveðið að ráðast í það fyrirtæki, verða samstarfssamningar ríkis- stjómarinnar og fyrirtækisins Rio Tinto Zink Metals lagðir fyrir Al- þingi til staðfestingar, að öllum líkindum á þessu haustþingi. Áfram er haldið athugunum á stækkun álversins í Straumsvík og þar með nýtingu þeirrar ágætu aðstöðu sem þar er. Um orkufrekan iðnað, sem svo er nefndur, vil ég þó taka fram, að horfur í heiminum almennt eru ekki sérstaklega hagstæðar fyrir hann. Því getur svo farið, að lítið verði um framkvæmdir á þessu sviði hér á landi á næstunni. Orkunotkunin hefur aukist hæg- ar á undanfömum ámm en áður var, og spáð hafði verið. Því hafa orkuspár verið endurskoðaðar, og orkuframleiðsla og sala löguð að nýjum aðstæðum. Þótt hagur ein- stakra hitaveitna sé mjög erfiður vegna mikilla og óhagstæðra skulda, hefur hagur annarra orku- fyrirtækja farið batnandi. Því hefur reynst unnt að lækka raunverð orku frá Landsvirkjun til almennings- veitna um 39 af hundraði síðan það var hæst 1983. Vegna lítillar orkuaukningar get- ur svo farið að ákveðið verði að fresta Blönduvirkjun enn nokkuð, einkum ef niðurstaða verður sú, að kísilmálmverksmiðja á Reyðarfírði verði ekki reist á næstunni. Erlent áhættufjármagn Ríkisstjómin mun áfram kapp- kosta að örva nýsköpun í atvinnulíf- inu. Fjármagn það, sem Rannsóknaráð ríkisins hefur haft til styrkveitinga til rannsókna í þágu nýsköpunar, hefur reynst ákaflega mikilvægt í þessu sam- bandi. Gert er ráð fyrir því, að á þessu þingi verði lagt fram frum- varp til laga um sjóð þennan og starfsemi Rannsóknaráðs almennt o.fl; Á vegum iðnaðarráðherra er í undirbúningi fmmvarp til laga um einkaleyfi. Það á að bæta starfsskil- yrði hugvitsmanna og auðvelda þeim að njóta eðlilegs hagnaðar verka sinna. Komið hefur í ljós, að þörf fyrir áhættuijármagn er mjög mikil, einkum á fyrstu ámm nýrra fyrir- tækja. Gegnir Þróunarfélag íslands í því sambandi mikilvægu hlut- verki. í ýmsum tilfellum getur samstarf við erlenda aðila, sem búa yfir þekkingu og tækni, leyst mik- inn vanda. Um það em reglur nú óljósar, breytilegar frá einni at- vinnugrein til annarrar, jafnvel svo að forræði íslendinga, þar sem það er nauðsynlegt, er ekki tryggt og heimildir til að veita leyfi og undan- þágur í höndum margra. Því er nauðsynlegt að endur- skoða reglur, sem gilda um þátttöku erlendra aðila í íslenskum atvinnu- fyrirtækjum. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir því, og þá hafa í huga að samstarf við erlenda aðila á ýmsum sviðum getur verið mikil- vægt og fullkomlega eðlilegt, en tryggja verður að Islendingar sjálf- ir hafi óskert forræði yfir atvinnulífí landsins. Verkefni framundan Af mörgum öðmm mikilvægum verkefnum, sem unnið er að, vil ég nefna nokkur. Lengp hefur uppstokkun banka- kerfísins verið á dagskrá. Það verk hefur gengið seint, enda mörg ljón Kæru flokkssystkin. Stuðningur ykkar hefur verið mér veganesti í störf- um menntamálaráðherra 1983—85 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra síðan í október 1985. Með fulltingi ykkar er ég fús til að virtna áfram að góðum málum með þingflokki sjálfstæðismanna og leita því stuðnings í 2. sæti á framboðslista flokksins í prófkjörinu 18. október. Með vinsemd og flokkskveðju, Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.