Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 23 Forseta íslands, Vigdís Finnbogadóttur, var færður fyrsti lykillinn. Með henni á myndinni eru Þorsteinn Sigurðsson formaður K-nefnd- ar og Arnór Pálsson umdœmisstjóri kallað á nauðsyn þess að hafín verði starfræksla unglingageð- deildar. í ávarpi, sem Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra hefur sent frá sér í tilefni sölu K-lykilsins, segir hún að um sl. áramót hafi verið notuð heimild í fjárlögum til kaupa á húsnæði fyrir slíka deild. Reykjavíkurborg mun rýma húsnæðið á næstunni og gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist á þessu ári, a.m.k. verði göngudeild opnuð, en legudeild á næsta ári. „Á unglingageðdeild er fyrirhuguð sú sérhæfða þjón- usta, er geðsjúkir unglingar þurfa á að halda. Þennan hlekk hefur til þessa vantað í geðheilbrigðis- þjónustu landsins. Þarf þó ekki að skýra í löngu máli að slík þjón- usta á unglingsaldri getur forðað mörgum frá enn alvarlegri geð- truflunum síðar.“ Ennfremur segir ráðherra: „Ráðgjöf fyrir foreldra um geð- heilsu unglinga skiptir miklu í þessu sambandi og er æskilegt að göngudeild unglingageðdeildar sjái fyrir slíkri ráðgjöf.“ Hún þakkar síðan Kiwanismönnum í ávarpi sínu og minnist fjársöfnun- ar Kiwanismanna fyrr á árinu til kaupa á eldvamabúnaði fyrir Kópavogshæli. Páll Ásgeirsson, yfirlæknir Bamageðdeildar Landspítalans, sagði á fundinum að bamageð- deildin gæti yfirleitt ekki sinnt nema bömum upp að 16 ára aldri enda væru geðtruflanir unglinga mikið til öðruvísi en annars vegar bama og hinsvegar fullorðinna. Þær bæru fljótt að og oft ekki til önnur ráð en að vista viðkom- andi. Hann sagði að til væru unglingaheimili á höfuðborgar- svæðinu en meðferð þar væri frábrugðin þeim aðferðum sem læknar vildu beita. Þorsteinn Sigurðsson, formað- ur K-dagsnefndar, sagði að áætlaður kostnaður við uppbygg- ingu deildarinnar væri 5,5 milljón- ir króna og vonuðust Kiwanis- menn að hægt yrði a.m.k. að safna því fé. í dag verða lyklamir seldir á fjölfömum stöðum og á morgun verður gengið með þá í hús á landinu öllu. * Island - Noregur: „Þetta þýðir að síld- in siglir sinn sjó“ - segir Óskar Vigfússon formað- ur Sjómannasambandsins „ÉG lýsi yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu. Ég get ekki annað séð en að þetta þýði það að við verðum að láta síldina sigla sinn sjó,“ sagði Óskar Vig- fússon forseti Sjómannasam- bands íslands þegar hans álits var leitað. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að sjómenn séu að flengjast út um allan sjó án þess að bera annað úr býtum en lágmarkskaup- trygginguna. Dæmið gengur ekki upp þannig. Miðað við það verð sem nú er verið að ræða um fyrir frystu sfldina og vegna samningana við Finna og Svía get ég ekki annað séð en að vonlaust sé fyrir menn Samstarf í fisk- eldisrannsóknum Möguleikar á áframhaldandi seiðaútflutningi til Noregs en verðlækkun líkleg NOKKUR sameiginleg rannsóknar- og þróunarverkefni Islendinga og Norðmanna í fiskeldi eru i undirbúningi eða hafa þegar verið ákveðin. Nýlega fór tíu manna hópur á vegum Rannsóknaráðs ríkisins til Noregs til að kynnast þeirra störfum á þessu sviði með sameiginleg verkefni í huga. í leiðinni voru kannaðir möguleikar á áframhald- andi seiðaútflutningi íslendinga til Noregs. Bjarni Guðmundsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra sagði að útlit væri fyrir að markaðurinn yrði áfram fyrir hendi, en varaði menn við að meta hann af of mikilli bjartsýni. íslendingamir fóru á flesta þá ótrúlegum árangri á þessu sviði. staði þar sem Norðmenn stunda rannsóknir í fiskeldi. Bjami sagði að það einkenndi starf Norð- manna á þessu sviði að margar og ólíkar stofnanir störfuðu sam- an að því að auka þekkingu í fiskeldinu til að treysta grundvöll atvinnugreinarinnar. Rannsókn- imar væru oft á tíðum verkefna- bundnar og væri athyglisvert að sjá fagmúrana brotna þannig að hver grein legði sitt af mörkum. Sem dæmi nefndi hann að land- búnaðurinn legði til kynbóta- og fóðurfræðiþekkinguna, sjávarút- vegurinn legði til þekkingu á líffræði hafs og fiska og hagfræð- in og verkfræðin legðu til tækni- þekkingu og fleira. Bjami sagði að þegar væri ákveðið samnorrænt verkefni við rannsóknir á kvíatækni, sérstak- lega með erfiðari hafsvæði í huga. íslenska fyrirtækið Eldistækni hf. er þátttakandi í þessu verkefni. Þá sagði Bjami að verulegur áhugi væri fyrir sameiginlegu kynbótastarfí íslendinga og Norð- manna, ekki síst með kynbætur á laxi og öðmm tegundum fiskjar í huga, en Norðmenn hefðu náð að fara af stað fyrir þessi 20—25 þúsund tonn, á verði sem er langt fyrir neðan það sem sjómenn geta sætt sig við,“ sagði Óskar. Óskar sagði í gærkvöldi að illa gengi að ákveða síldarverðið í yfir- nefnd verðlagsráðs. Fundur væri boðaður á morgun, föstudag, og legði hann áherslu á að komist yrði að einhverri niðurstöðu svo menn þyrfti ekki að standa í neinum blind- ingsleik. Formaður Sjómannasambands- ins sagðist ekki sjá hvað sjómenn- imir 900 sem ætluðu á sfldveiðar gætu gert. Flestir væru búnir með kvóta sínu og ekkert nema svart- nætti framundan hjá þeim. Afráðið er að sett verður í gang verkefni sem beinist að kjmbótum á hafbeitarlaxi með það að mark- miði að auka endurheimtumar. Munu íslenskir búfjárræktarmenn ganga inn í hóp norska starfs- félaga sinna í þessu skyni. Þriðja verkefnið sem verður farið af stað með er lúðueldi, og verður það samstarfsverkefni Hafrannsókna- stofnunarinnar hér og Hafrann- sóknastofnunarinnar í Bergen. Bjami sagði að útflutningur seiða hefði verið sérstaklega kannaður í þessari ferð. Sagði hann að útlit væri fyrir að þessi markaður yrði áfram opinn, en menn væm varaðir við að meta hann af of mikilli bjartsýni. Norð- menn væru að stórauka seiða- framleiðsluna auk þess sem þeir væm með kynbótum að koma fram með nýjun laxastofn sem væri miklu betri en annarsstaðar þekktist. Taldi Bjami að verð og gæði okkar seiða yrði sá þáttur sem seiðaútflutningurinn til Nor- egs takmarkaðist við. Ef okkur tækist að ná framleiðslukostnað- inum niður og auka gæði seiðanna ætti að vera markaður fyrir okkar seiði í Noregi. Bjami gerði minna úr hættunni á lokun Noregsmark- aðarins vegna sjúkdómahættu, sagði að heilbrigðiseftirlitið með seiðaframleiðslunni væri gott hér og miklu betra en í Noregi. Bjami sagði að búast mætti við lækkun seiðaverðsins strax á næsta ári. Stórir seiðaframleið- endur væm að koma inn á markaðinn í Noregi, auk þess sem lækkandi verð á afurðunum á heimsmarkaði þrýsti á verðlækk- un. Þá teldu margir að seiðaverðið hefði verið óeðlilega hátt að und- anfömu og búast mætti við lækkun þegar af þeirri ástæðu. „Ber að fresta olíuviðræðum“ - segir Björgvin Jóns- son framkvæmda- sljóri Glettings „ÉG held að það sé almenn skoð- un allra þeirra sem hlut eiga að máli, útgerðarmanna, sjómanna og síldarsaltenda, að það beri að fresta öllum samningum við Sov- étmenn um olíuviðskipti," sagði Björgvin Jónsson framkvæmda- stjóri Glettings í Þorlákshöfn þegar leitað var eftir viðbrögð- um hans. Taldi hann að það eitt dygði til að topparnir í kerfinu í Sovétríkjunum fengju að frétta um þetta mál. Björgvin sagði að saltsfldarvið- ræðumar við Sovétmenn hefðu strandað á geysilegum undirboðum „vina okkar og bandamanna“ Kanadamanna og Norðmanna. „Sfldarsöltun á íslandi er liðin tíð eins og málið stendur nú,“ sagði Björgvin einnig. Hann taldi að mikill vandi yrði að skipta þeim 60 þúsund tunnum sem seldar hefðu verið til Finnlands og Svíþjóðar og atvinnuleysi yrði í sjávarplássunum, því aðalvinnan á haustin hefði snúist um síldina. Þá sagði hann að Sfldarútvegsnefnd væri í miklum vanda vegna þess að hún væri búin að festa kaup á miklu magni af tunnum, sem engin not væru nú fyrir. Gunnar Helgi Hálfdanarson Guðmundur H. Garðarsson Unga f ólkið kýs Guðmund H. Garðarsson eftir GunnarHelga Hálfdanarson Nú fara bráðum í hönd_ kosn- ingar til hins háa Alþingis íslend- inga. Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins sker úr um hvaða fulltrúa Sjálfstæðisflokkurinn býður fram til að gegna þeim miklu trúnaðar- störfum sem þingmennska fyrir flokkinn er. Mikilvægt er, að til þeirra starfa veljist hæfir menn, menn sem hafa þor og djörfung til að byggja upp fyrir framtíðina, menn sem láta skammtímahags- muni víkja fyrir langtímaupp- byggingu. Slíkur maður er Guðmundur H. Garðarsson. Guðmundur H. Garðarsson er maður unga fólksins á Islandi. Það þarf ekki að eyða í það mörg- um orðum hversu ómetanlegt það er fyrir unga fólkið á landinu að eiga fulltrúa á Alþingi, sem hugs- ar fyrst og fremst fyrir framtí- ðina. Guðmundur H. Garðarsson hefur um langt skeið verið í for- ystu fyrir launþegahreyfinguna á íslandi. Með hagsmuni launþega að leiðarljósi hefur Guðmundur ætíð verið ötull stuðningsmaður frjáls og öflugs atvinnulífs, og gert sér grein fyrir að frelsi til athafna er besta tryggingin fyrir bættum lífskjörum. Guðmundur H. Garðarsson var fyrstur til að flytja tillögu um fijálsa fjölmiðlun á íslandi. Sú bylting sem átt hefur sér stað í fjölmiðlun á íslandi er ein af stærri framförum okkar tíma, dyggilega studd af Guðmundi. Sjálfstæðismenn, styðjum þann mann sem þorir að taka langtíma- hagsmuni fram yfir skammtíma- hagsmuni. Af hinum höfum við nóg. Höfundur er framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags tslands hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.