Morgunblaðið - 17.10.1986, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 17.10.1986, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 3. deild: Selfyssingar eru nú efstir SELFYSSINGAR eru nú efstir í 3. deildinni í handknattleik en þeir unnu ÍH 24:16 f fyrrakvöld á Selfossi. ÍS hefur hlotið 4 stig úr fyrstu þremur leikjum sínum en um síðustu helgi unnu þeir Njarðvfkinga nokkuð óvœnt f Seljaskólanum með 25 mörkum gegn 23. Hvergðrðingar, með Stefán Halldórsson í broddi fylkingar, unnu ÍH, en Janus Guðlaugsson þjálfar það lið, með 21 marki gegn 16 í Hafnarfirðinum á laugardag- inn. Janus hefur lítið sem ekkert getað leikið með liðinu enn sem komið er vegna meiðsla en Stefán er ífullu fjöri með Hvergerðingum. Einn leikur var að Laugum í 3. deildinni en þar unnu Völsungar lið Ögra meö 37 mörkum gegn 14. Stórsigur það! Staðan í deildinni er nú þessi: Selfoss 2 2 0 0 48:30 4 IS 3 2 0 1 UMFN 2 10 1 Völsungur 3 10 2 Hveragoröl 110 0 UMlB 0 0 0 0 IH 2 0 0 2 ögrl 10 0 1 Athygli vekur að Stúdentar, sem eru í 2. sæti, eru með óhagstæða markatölu, 62:69, eða 7 mörk í mínus og er það ekki algengt með- al efstu liða. • Siggeir Magnússon og fólagar hans hjá Vfkingi munu leika fyrri leikinn gegn St. Otmar f Laugardalshöllinni sunnudaginn 16. nóvember. Evrópukeppnin íhandknattleik: • Martina Navratilova hefur unnið 1000 leiki á ferli sfnum sem at- vinnumaður f tennis og hefur aöeins ein tenniskona unnið oftar, Chris Evert Lloyd. Víkingar leika fyrri leikinn heima - Dinos Slovan, mótherjar Stjörnunnar, virðast vera mjög sterkt lið VÍKINGAR hafa samið við svissn- eska liðið St. Otmar um að leika fyrri leik félaganna í Evrópukeppn- inni í handknattleik hér heima en upphaflega átti leikurinn að vera í Sviss. Víkingar leika því hér í Laugar- dalshöllinni sunnudaginn 16. nóvember og úti í Sviss viku síðar, sunnudaginn 23. nóvember. Ástæðan er sú að svissneska liðið getur ekki notað höllina sem þeir leika í fyrri helgina því þá mun vera einhver sýning þar og þeir fóru því fram á við Víkinga að víxla leikdögum og var það samþykkt. Fyrir íslenska handknattleiks- unnendur er þetta ekki verra því þá verða tveir stórleikir með skömmu millibili hér á landi. Víkingar og St. Otmar sunnudag- inn 16. nóvember og síðan Stjarn- Navratilova hefur unnið 1000 sigra - Hún er tekjuhæsti tennisleikari fyrr og síðar MARTINA Navratiiova varö á miðvikudaginn önnur tenniskon- an f heiminum til þess að vinna 1000 sigra á tennisvellinum. Þessum merka áfanga náði hún á móti f Vestur-Þýskalandi og það tók hana aðeins 51 mfnútu að sigra hina 18 ára gömlu Nathalie Tauziat frá Frakklandi á Porsche tennismótinu. Chris Evert Lloyd hafði áður náð þessum áfanga. „Ég hef talið sigra mína sjálf og samkvæmt því var þetta sigur númer 997 en tölvan segir víst eitthvað annað þannig að ég verð bara að trúa henni. Þessi sigur var ekkert merkilegri en aðrir sem ég hef unnið," sagði hún brosandi eftir sigurinn á miðvikudaginn. Navratilova vann sinn fyrsta sig- ur sem atvinnumaður í tennis árið 1973 og en alls hefur þessi drottn- ing tennisíþróttarinnar unnið 15 stórmót á sínum ferli. Sjö sinnum hefur hún unnið Wimbledon- keppnina, þrívegis opna banda- ríska mótið og það ástralska en aðeins tvívegis það franska. Hún hefur á ferlinum fengið yfir 11 millj- ónir dollara fyrir sigra í þessum mótum og er það meira en nokkur annar tennisleikari, karl eða kona, hefur fengið áður. „Ég vildi mjög gjarnan vinna hin fjögur stærstu sama árið áður en ég hætti þessu,“ sagði Navratilova og bætti því síðan við að það væri mun erfiðara fyrir hana nú en oft áður. an og Dinos Slovan frá Jubloana hér helgina á eftir, á meðan Víking- ar leika úti. Ekki er enn komið á hreint hvaða dag Stjarnan leikur hér heima því til stóð að leika laug- ardaginn 22. nóvember en þá er karlakórahátíð í Höllinni og íþrótt- um úthýst á meðan. Verið er að reyna að fá Júgóslava til að leika á föstudagskvöldið en ekki er enn komið samþykki frá þeim. Samkvæmt þeim upplýsingum sem forráðamenn Stjörnunnar hafa fengiö þá er væntanlegur hingað 150 manna hópur með lið- inu og þar á meðal viðskipta- og verslunarnefnd þannig að það verður örugglega fjör í Höllinni, ef leikið veröur þar. Víkingar hafa rætt 'við knatt- spyrnumanninn Ómar Torfason í Sviss og ætlar hann að afla upplýs- inga um lið St. Otmar fyrir leik liðanna þannig að Víkingar viti eitt- hvað um liðið þegar leikurinn hefst. Liðiö hefur verið stórveldi í hand- knattleiknum í Sviss undanfarin ár en er nú í fjórða sæti deiidarinnar. Þeir eru aö byggja upp ungt lið, svipað og Víkingar, og má því eiga von á skemmtilegum leikjum þeirra á milli. Lítið er vitað um mótherja Stjörnunnar annað en þeir eru í öðru sæti í deildinni þar og það segir í sjálfu sér sína sögu. Liðið er aðeins einu stigi á eftir Metalo- plastiga en það er eitt sterkasta handknattleiksliðið í heiminum og hefur verið um nokkurt skeið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.