Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 15 Hold og blóð, morð og nauðganir Kvikmyndlr Arnaldur Indriðason Hold og blóð (Flesh and Blood). Sýnd í Háskólabíói. Stjörnugjöf: ☆ ☆ ☆ Bandarísk/hollensk. Leik- stjóri: Paul Verhoeven. Fram- leiðandi: Gys Verluys. Handrit: Gerard Soeteman, byggt á sögu Soeteman og Verhoeven. Kvik- myndataka: Jan De Bont. Helstu hlutverk: Rutger Hauer, Jennifer Jason Leigh, Tom Burlinson og Jack Thompson. Það líður varla svo mínútan í þessari miðaldasögulegu mynd Hollendingsins Paul Verhoevens (Turkish Delight), sem hann kýs að kalla Hold og blóð (Flesh and Blood), að ekki sé einhver myrt- ur, einhverri nauðgað, einhveiju rænt eða einhveijir sláist. Ejöful- skapnum linnir aldrei. Láfíð er ekki nema til að eyða því. Þetta er það sem Verhoeven kalla sann- verðuga og raunsæja lýsingu á lífínu á miðöldum. Um það má sjálfsagt deila en mjmdin hans er a.m.k. talsvert öðruvísi en maður á að venjast. Það eru engar hetjur i þessari mynd um flokk málaliða, sem fer ruplandi og rænandi um ótilteknar byggð'r Evópu, seint á sextándu öld. Sumir drepast fljótt og auð- veldlega, aðrir ekki fyrr en þriðja spjótinu er stungið í gegnum búk- inn. Ung stúlka fær sverð í höfuðið og læknirinn mokar gumsinu inn aftur. Það er ekki til sú kona sem ekki er nauðgað í þessari mynd. Móðir hendir sér fram af kastalavegg með dóttur sína í fanginu til að lenda ekki í klónum á málaliðunum, sem hol- lenski leikarinn Rutger Hauer stjómar, en þeir em samsafn skúrka sem Charles Manson væri sjálfsagt ánægður með. Allt, sem málaliðamir gera, gera þeir með blessun heilags Martins en þeir draga líkneski af honum upp úr drullupolli og hafa að leiðarljósi f ránsferðum sfnum. Það er eiginlega hvorki upphaf né endir á Holdi og blóði. Og það má þræta um hvað Verhoevens sé að fara með henni. Stundum er eins og hann sé bara leiður orðinn á hinum sífelldu sverða- og særingamyndum með galdra- mönnum og prinsessum og þokueffektum og fallegum endi. Hold og blóð er ekki svoleiðis mynd ef einhver skyldi halda það. Hún er eins óbeisluð og persón- umar í henni, eins fmmstæð og lostafull og málaliðamir. Hún treður niður hetjudýrkun og skop- ast að skurðgoðadýrkun og kirkj- Rutgcr Hauer i hlutverki Martins i myndinni Hold og blóð sem sýnd er í Háskólabíói. unni. Og eins og til að kóróna hnignunina og niðumíðsluna, sem myndin gerist í, blandast Svarti- dauði í spilið og viðbjóðurinn magnast um helming. En samt er Hold og blóð ástar- saga þótt ótrúlegt sé. Hún hefst á því þegar nokkrir málaliðar með Martin (Rutger Hauer) í farar- broddi era sviknir um ránsfeng sinn af aðalsmanninum Amolfini, sem hann hafði lofað þeim fyrir að hertaka einhvem kastalann. Þeir stofna þá sinn eigin flokk og hyggja á hefndir. Þeir ræna Agnesi (Jennifer Jason Leigh), sem á að giftast Jehan (Tom Burlinson) syni Amolfini, og heimanmundi hennar öllum. Je- han leggur allt í sölumar til að frelsa Agnesi en hún verður skot- in í Martin og þegar kemur að lokauppgjörinu og hún verður að velja á milli veit hún ekki lengur í hvom fótinn hún á að stíga. Þetta er blóðug, klámfengin og hrottaleg ástarsaga. Miðaldimar í huga Verhoevens em ekki sér- lega vinalegur tími en þessi ofbeldisfulla sýn hans er f það minnsta athyglisverð. Það væri gaman að sjá hvað hann gerði við Sturlungaöldina okkar. f LANDSLEIKUR í HANDKNATTLEIK ísland— A-Þýzkaland FORSALA í LAUGARDALSHÖLL FRÁ KL. 17.00 Ávallt jafn góöur ^ Holta- V kjúkHngur HOLTABITIÐ Sva/a/ Heimsmeistarakeppnin sl. vor: A-Þýzkaland í 3. sæti ísland í 6. sæti VÆRZlUNflRBANKINN -vituiun. með þéri! í LAUGARDALSHÖLLINNI í KVÖLD KL. 20.30. HEIMSKLASSA HANDBOLTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.