Morgunblaðið - 28.10.1986, Síða 38

Morgunblaðið - 28.10.1986, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 Minning: Jón Abraham Ólafs- son sakadómari Fæddur 21. febrúar 1931 Dáinn 20. október 1986 Kveðja frá Framsóknar fékigi Reykjavíkur Daginn fyrir andlát sitt var Jón Abraham Olafsson staddur í hópi félaga sinna á aðalfundi framsókn- arfélaganna í Reykjavík. Það hefur áreiðanlega ekki hvarflað að nein- um viðstöddum, að þetta yrði síðasti fundurinn, sem Jón sæti, enda lék hann á aís oddi og spjallaði um líðandi atburði stjómmálanna með sínum glöggu og hittnu athuga- semdum, sem jafnan hittu í mark. Fáeinum klukkustundum síðar var hann allur, svo skjótt geta veður skipazt i lofti. Jón Abraham Ólafsson var um langt skeið í forystusveit framsókn- armanna í Reykjavík og var formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur 1972—74. Sökum óvenjulegrar greindar og víðtækrar þekkingar á þjóðfélagsmálum var hann eftirsóttur til félagsmála- > starfa og voru honum falin margs konar trúnaðarstörf fyrir Fram- sóknarflokkinn. M.a. átti hann sæti í miðstjóm hans 1971—78. Þá var hann f sendinefnd íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York sem fulltrúi Framsóknarflokksins og nutu kraftar hans sfn vel á þeim vettvangi. Þá var Jóni sýndur sá trúnaður að vera skipaður f yfirkjör- stjóm í Reykjavík, auk margra annarra trúnaðarstarfa, sem of langt væri að rekja hér. Alþjóðastjómmál voru Jóni Abra- ham hugleikin og lét hann sig málefni vestrænnar samvinnu miklu skipta. Hann skipaði sér snemma í sveit þeirra manna sem gerðu sér grein fyrir þýðingu örygg- is- og varaarmála fyrir íslendinga. Hann gegndi forystuhlutverki á þessu sviði hér á landi og var for- maður Varðbergs 1965—66 og sat síðar í sfjóm Samtaka um vestræna samvinnu um árabil og var vara- formaður samtakanna sfðustu árin sem hann sat í stjóm. Hugsjónir hans á þessu sviði voru aldrei fal- ar, þótt stundum væri reynt að þyrla moldviðri kringum þessi mál. Vinir og samherjar Jóns Abra- hams em harmi slegnir yfir hinu skyndilega og óvænta ffáfalli hans. Hann var glæsilegur að vallarsýn og í minningunni lifir hann sem traustur og góður félagi, sem ávallt var hægt að leita til og reiða sig á um lausn vandasamra viðfangs- efna. Stjóm Framsóknarfélags Reykjavíkur sendir eftirlifandi konu hans, Sigríði Þorsteinsdóttur, og fjölskyldu samúðarkveðjur um leið og störf Jóns Abrahams Ólafssonar fyrir Framsóknarfélag Reykjavíkur em þökkuð. Alfreð Þorsteinsson, form. FR. Aðfaranótt 20. október sl. lést Jón Abraham Ólafsson sakadómari f Borgarspítalanum í Reykjavík. Andlát hans bar brátt að. Jón hafði verið við störf vikuna áður, án þess að vitað væri að hann kenndi sér nokkurs meins og kom því andlát hans okkur samstarfsfólki hans mjög á óvart. Jón fæddist 21. febrúar 1931 í Reykjavík og lést því langt um ald- ur fram. Foreldrar hans vom Ólafur Einarsson og kona hans, Ingveldur Einarsdóttir. Jón lauk stúdentsprófi ffá Verslunarskóla íslands 1952 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1958. Eftir það var hann við fram- haldsnám í lögfræði við University of Illinois, College og Law 1959. Hinn 1. janúar 1960 varð Jón full- trúi sakadómarans (síðar yfirsaka- dómara) í Reykjavík, aðalfulltrúi varð hann 1968 og sakadómari árið 1972, en því starfi gegndi hann til dauðadags. Jón fylgdi Framsóknarflokknum að málum og lét hann félagsmál mikið til sín taka á vegum flokks- ins. Hann var um skeið varaformað- ur SUF, í miðstjóm flokksins og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur. Þá var Jón formaður Varðbergs og sat í stjóm samtaka um vestræna samvinnu. Hann var um árabil í jrfirkjörstjóm Reykjavík- ur. Jón hefur síðustu ár átt sæti f stjóm dómarafélags íslands. Hinn 4. desember 1955 kvæntist Jón eftirlifandi koriu sinni, Sigríði Þorsteinsdóttur, og var hún honum traustur lífsfömnautur. Þau eign- uðust þijú böm, tvær dætur, þær Helgu og Ingveldi, sem báðar eru upp komnar og einn son, Jón Ein- ar, sem er enn í heimahúsum. Fyrir hjónaband átti Jón eina dóttur, Sigrúnu. Jón var mjög fær lögfræðingur og leituðu dómendur við Sakadóm Reykjavíkur oft til hans með vanda- söm úrlausnarefni. Minnist ég þess að hafa oftsinnis þegið hjá honum góð ráð. Dómar hans bám vitni réttsýni hans og glöggskyggni, enda stóðust þeir yfirleitt er til æðri réttar kom. Samstarfsfólk Jóns minnist hans sem góðs starfsfélaga, sem lífgaði upp umhverfi sitt með glaðværð sinni. Hann sagði skemmtilega frá og hnyttin tilsvör hans em okkur minnisstæð. Þegar Jón er kvaddur er hans minnst með þakklátum huga fyrir ágæt kynni og ánægjulegt sam- starf. Sendi ég f.h. starfsfólks Sakadóms Reykjavíkur Sigríði konu hans, bömum og fjölskyldu allri, innilegar samúðarkveðjur. Gunnlaugur Briem í dag verður gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík útför Jóns Abra- hams Ólafssonar sakadómara, sem andaðist aðfaranótt mánudagsins 20. október sl. á 56. aldursári, en hann veiktist mjög snögglega þessa nótt. Jón fæddist 21. febrúar 1931 í Reykjavík, sonur hjónanna Ólafs Einarssonar verkamanns, sem and- aðist 1973, og Ingveldar Einars- dóttur, sem andaðist 1966. Var hann yngstur 10 bama þeirra hjóna, en 2 þeirra em látin á undan Jóni. Jón ólst upp í foreldrahúsum við Laugaveginn í Reykjavík og fór snemma að vinna til þess að létta undir með foreldrum sínum. Vann hann m.a. með skólanámi við verzl- unarstörf hjá Silla og Valda og við skrifstofustörf hjá Eimskipafélagi íslands hf. Jón lauk stúdentsprófí frá Verzl- unarskóla íslands árið 1952 og lagaprófi frá Háskóla íslands árið 1958. Að loknu prófi vann hann fyrst á vegum flármálaráðuneytis- ins og Framsóknarflokksins að ýmsum verkefnum, en hinn 1. jan- úar 1960 hóf hann þau störf, sem áttu eftir að verða ævistarf hans eftir það. Varð hann þá fulltrúi sakadómara í Reykjavík (síðar yfir- sakadómara). Hinn 1. janúar 1968 varð Jón aðalfulltrúi og frá 1. ágúst 1972 var hann skipaður sakadóm- ari og gegndi því starfi til æviloka. Þá tók Jón ámm saman virkan þátt í ýmsum félagsstörfum, m.a. fyrir Framsóknarflokkinn og dóm- ara. Var hann í stjóm Dómarafé- lags íslands er hann lézt. Hinn 4. desember 1955 gekk Jón að eiga Sigriði Þorsteinsdóttur, sem lifir mann sinn. Áttu þau saman tvær dætur, Helgu og Ingveldi, sem em uppkomnar, og einn son, Jón Einar, sem er á 12. ári. Þá átti Jón dóttur, Sigrúnu, áður en hann kvæntist. Er móðir Sigrúnar Sigríð- ur Steingrímsdóttir. Sigrún er gift Áma Einarssyni líffræðingi. Helga er gift Jóhanni Agli Hólm matreiðslumanni og Ing- veldur heitbundin Þorsteini Krist- leifssyni flugmanni. Em bamaböm Jóns fímm. Jón var mikill heimilisfaðir og bar mjög fyrir bijósti hag og vel- ferð fjölskyldu sinnar. Veit ég að mjög kært var með honum og einkasyninum og áttu þeir margar ánægjulegar stundir saman. Er föð- urmissirinn því Jóni Einari sérlega þungbær á viðkvæmum aldri. Mér hefur sjaldan bmgðið jafn mikið og þegar Sigríður hringdi til mín árla morguns mánudaginn 20. október sl. og sagði mér, að Jón hefði dáið um nóttina. Við hjónin höfðum verið með þeim og sam- starfsfólki okkar Jóns á leiksýningu í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöld- ið og þar kvöddumst við og gerðum ráð fyrir að hittast á vinnustað okkar næsta mánudag. En hér sannast hið fomkveðna, að enginn ræður sínum næturstað. Hinzta kveðjan fór fram þetta kvöld. Ég hefi átt því láni að fagna að vera samstarfsmaður Jóns í rúm 23 ár og eiga hann þar að auki sem góðan vin og hollan ráðgjafa öll þessi ár. Held ég að mér sé óhætt að fullyrða, að sjaldan hafi borið mikið á milli okkar. Jón lauk góðu lagaprófi á sínum tíma og var öllum lögfræðingum sakadóms Ijóst, að Jón hafði yfir að ráða einna mestri þekkingu okk- ar allra í lögfræði og var víðlesinn í þeim efnum. Þá átti hann sérlega gott með að kryfla erfið vandamál til mergjar á einfaldan hátt til þess að komast að endanlegri niðurstöðu í verkefnum, sem í fyrstu sýndust mjög flókin, en urðu auðskilin að lokum. Held ég, að margir sam- starfsmenn okkar hafi oft átt betra með að leysa verkefni sín af hendi eftir að hafa rætt um þau við Jón og notið ráða hans. Er því í okkar hópi stórt skarð og vandfyllt. Jón var traustur og góður vinur vina sinna. Þá var hann einstaklega glaðvær að eðlisfari og sá oft hinar skoplegu hliðar tilverunnar. Er hann einn af þeim mönnum, sem ég hefi heyrt fljótasta að svara fyr- ir sig, og oftast á sérlega hnyttileg- an hátt. Jón var mikill náttúmskoðandi og hafði gaman af að fara í göngu- ferðir og njóta þess að vera úti í náttúrunni að loknum erilsömum störfum. Gerði hann þetta oft um helgar. Jón er horfinn alltof fljótt og allt- of snögglega. Við hin stöndum eftir og lítum til baka. Eftir stendur minningin um velviljaðan og traust- an samferðamann, sem hafði til að bera sérstaklega ríka réttlætis- kennd. Ég sendi konu Jóns, bömum hans og öðrum ættingjum innilega samúðarkveðju mína og ijölskyldu minnar. Sverrir Einarsson Margrét Sigtryggs dóttir - Minning Fædd 20. júni 1892 Dáin 21. október 1986 Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf. Og lyftir í eiKfan aldingarð því öllu sem Drottinn gaf. (Matt. Joch.) Og nú hefur Drottinn létt þunga ( dagsins af elskulegri vinkonu, sem komin er á leiðarenda, og hefur skilað löngu dagsverki. Það er kom- ið að launauppgjöri, enginn sem þekkti hana efast um að hún fái ekki laun trygga og góða þjónsins. Fyrsta heimili okkar hjónanna var í húsi þeirra Margrétar og Stef- áns í Miðstræti, Siglufirði. Friðrik bróðir Margrétar leigði okkur sína hæð í því húsi. Öll urðum við góðir vinir og nágrannar. Margt gott á ég, sem þetta rita, Margréti að þakka, ung og óreynd sem ég var, gat ég spurt hana til ráða, mér fannst sem hún kynni ráð við öllu. Þegar ég minnist góðra vina, detta mér oft í hug síðustu orðin í bók Bjömstjeme Bjömson, „Á Guðs vegum", en þar stendur: „Þar sem góðir menn fara, þar em Guðs veg- ir.“ Dóttir okkar fæddist í húsi þessa góða fólks, og ég saumaði, undir leiðsögn Margrétar, bamafötin á vélina hennar. Þá fengust ekki til- búin bamaföt, og ég átti enga vél. Mörg sporin átti ég upp á loftið og ég bý að því alla ævi, hve fús og elskuleg hún var við mig. Það kom að því að við fluttum í eigið hús, og seinna til Noregs. Það liðu mörg ár, en það var opinn faðmur þeirra í Miðstræti, þegar við komum heim aftur. Og svona hefur það alltaf verið. Það er gott að eiga góða vini og vita það, að þó aðskilnaður verði oft langur, þá breytast þeir ekki, trygglyndið ætíð það sama og hlýj- an, þegar maður hittist. Ég býst við, að við séum flest með því marki brennd, að okkur I finnist við ekki hafa gert nóg fyrir vini okkar, og svo skyndilega eru þeir horfnir af sjónarsviðinu. En hvenær gerir maður nóg? Markast það ekki af aðstæðum og ástæðum líðandi stundar? Og tíminn bíður ekki eftir manni. Lífselvan streymir jafnt og þétt. Einn góðan veðurdag erum við öll horfín sjónum, og aðrir teknir við. Reynum alltaf að láta hlýhug og vinarþel móta hugsanir, orð og gjörðir. Ég trúi því, að hlýhugur, góðar óskir og bænir fylgi Mar- - gréti yfir landamærin miklu. Hún var ein af þeim, sem hægt er að segja um: „Þú góði og tryggi þjónn. Yfir litlu varstu trúr. Yfir meira mun ég setja þig.“ Ég bið henni allrar blessunar og þakka af alhug samfylgdarárin. Hrefna Tynes Gagnlegar bækur eftirHelga Þorláksson Engin öld hefur fært íslensku þjóðlífi jafnmiklar breytingar sem þessi. Þjóðflutningar frá dreifbýli í þéttbýli, tæknivæðing, samgöngu- bætur, byltingar í heilbrigði og menningariífi — allt þetta hefur gerst svo hratt á síðustu áratugum að við hin eldri gætum haldið að við værum komin í annan heim ef íslensku fyöll- in væru ekki enn á sínum stað og veðurfarið væri ekki jafri elskulega Qölbreytt og áður. Við njótum því hins nýja tíma en eigum flest jafri- hliða skýra og ánægjulega mynd af mörgu frá horfinni tíð, æskuámm okkar. Reynsluþekking okkar gerir okkur því auðvelt að skilja og meta hið nýja samfélag. Oðru máli gegnir með unga fólkið, þá æsku sem hraðfleygt tileinkar sér undur tækni- og tölvualdar. Sá íslenski jarðvegur sem það spratt upp úr, líf dreifbýlisungmennis í leik og starfi, er þéttbýlisbami nútímans framandi og því gefast ekki lengur tækifæri til sveitadvalar að sumri í líkingu við það sem áður var. Við bætist svo hve vélvæðing sveitanna hefúr umtumað starfsháttum þar, einkum að sumri til. Lifnaðarhættir þjóðarinnar fram að miðri þessari öld eru því flestum bömum fjarlægir, orðnir að sögu. En megindrættir þjóðlífs og menn- ingar liðinnar tíðar eru undirstaða, sem hver kynslóð þarf að kunna nokkur skil á til að geta metið starf sitt og stöðu og íhugað möguleika til frekari framþróunar. Bein og óbein sögukennsla er því sterk nauðsyn innan heimilis og í skóla. Þörfin er því meiri hér á landi sem breyting mannlífsins hefur orðið hraðari og stórfelldari en þekkjast mun annars staðar. Þótt nú gefist æ meiri kostur margs konar myndmiðlunar á fróð- leik, verður bókin enn besti bjarg- vættur okkar á heimilum og í skólum. Þar er einnig úr miklu að velja, sagnabálkum, æviminningum og öðru. Mig langar að vekja athygli for- eldra og kennara á gagnlegum bókum hins reynda rithöfundar og skólamanns Sigurðar Gunnarssonar, þar sem hann dregur upp aðgengi- lega mynd af ævintýrum bemsku sinnar, einkum sambúðinni við dýrin á landi, í lofti og sjó eins og hún gafst flestum ungmennum fram eftir öldinni. Bækumar bera sönn heiti: Ævintýrin allt um kring, Ævin- Siguröur Gunnarsson týraheimar og Lifið altt er ævin- týr. Frændi segir tveim forvitnum nútíma bömum sögur af sambúð sinni í leik og starfi við dýrin, villt og tamin, í eðlilegu umhverfi. Svo fléttar hann vel inn í ýmis atriði úr forsögu okkar um landnám, siði, trú og lifnaðarhætti. Auðvelt er að grípa niður hvar sem er t.d. með hjálp efnis- yfirlits og kaflaheita. Kemur það m.a. að góðum notum við hvers kon- ar þemavinnu í skóla, efnisöflun í ritgerðir eða þá til íhugunar og dægrastyttingar. Fýrir okkur hin eldri eru þessar bækur einnig skemmtileg upprifjun horfinnar tíðar. Frásögn Norðlend- ingsins af heimaslóðum vekur okkur einnig til forvitnilegs samanburðar á átthagaminningum úr öðrum lands- hlutum. Þessar bækur, sem ísafoldarprent- smiðja hefur gengið smekklega frá, ættu að vera til í öllum skólasöfnum. Þær eru einnig vel fallnar til gjafa hvar sem foreldrum er annt um að bömin kunni skil á þeim jarðvegi sem samtíð þeirra og ffamtíð er vaxin upp af. Höfundur er fyrrverandi skóla- stjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.