Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 3
3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
Þorskafla-
markverður
330.000
lestir 1987
Þorskaflamarkið í ár
var 300.000 lestir en
áætlaður af li allt að
350.000 lestum
AFLAMARK helztu botnfiskteg-
unda fyrir næsta ár hefur verið
ákveðið með reglugerð frá 30.
október. Samkvæmt því verður
aflamark af þorski fyrir næsta
ár 330.000 lestir. Á þessu ári var
það 300.000 lestir, en Hafrann-
sóknastofnun hafði lagt til að
leyfilegur þorskafli á næsta ári
yrði 300.000 lestir.
Samkvæmt reglugerðinni verður
aflamark annarra tegunda 60.000
lestir af ýsu, 70.000 af ufsa, 95.000
af karfa og 30.000 af grálúðu. Á
þessu ári er leyfilegur afli þessara
tegunda sá sami af ýsu, ufsa og
grálúðu en 100.000 lestir af karfa.
Tillögur fiskifræðinga fyrir næsta
ár voru svo hljóðandi: Þorskur
300.000 lestir, ýsa 50.000, ufsi
65.000, karfi 75.000 og grálúða
25.000 lestir.
Samkvæmt heimildum um milli-
færslu aflamarks milli tegunda,
10%, og heimildar til að færa 5%
milli ára svo og mikillar Qölgunar
skipa á sóknarmarki, eru líkur á
því að þorskafli verði allt að
350.000 lestir á þessu ári og geti
orðið enn meiri á því næsta.
Síldarverð
í yfirnefnd
ÁKVÖRÐUN um nýtt verð á síld
til frystingar og söltunar var í
gær vísað til yfirnefndar Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins. Fyrsti
fundur yfirnefndar verður í dag.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun samkomulag um
verð hafa verið í sjónmáli á fundi
Verðlagsráðsins í gær, en engu
að siður var ákvörðun vísað tii
yfirnefndar.
ENGAR BINDANDI
ÁKVARÐANIR
en samt stefnt á háa vexti
LOTUSPARNAÐUR er algjör nýjung í bankamálum landsins
LOTUSPARNAÐUR er sparnaðarleið þar sem allir sem spara geta stefnt á
hina háu vexti bundinna reikninga án þess þó að
þurfa að rígbinda sparifé sitt.
LOTUSPARNAÐUR hefst sjálfkrafa þegar þú opnar
Innlánsreikning með Ábót.
Þú ákveður síðan hvort þú vilt stefna á að ljúka lotu
og þarft ekki að tilkynna bankanum neitt um
ásetning þinn.
LOTUSPARNAÐI getur þú síðan hætt jafn formálalaust, þurfir þú á
sparifé þínu að halda.
Hátt verð
á erlendum
mörkuðum
Þrjú íslenzk fiskiskip seldu afla
sinn erlendis á mánudag og
þriðjudag. Þau fengu mjög gott
meðalverð, fyrir karfa, ufsa og
þorsk. Ennfremur fékkst gott
meðalverð fyrir gámafisk í Bret-
landi á mánudag.
Sunnutindur SU seldi 101,4 lest-
ir, mest þorsk í Hull á mánudag.
Heildarverð var 7.224.400 krónur,
meðalverð 71,23. Það er eitt hæsta
meðalverð, sem fengizt hefur, en
undanfarið hefur meðalverð fyrir
þorsk í Bretlandi verið hærra en
nokkru sinni áður. Snorri Sturluson
RE seldi 170,5 lestir af karfa og
ufsa í Bremerhaven sama dag.
Heildarverð var 9.535.400 krónur,
meðalverð 55,93. Á þriðjudag seldi
Happasæll GK 78,3 lestir af ufsa í
Bremerhaven. Heildarverð var
4.152.700 krónur, meðalverð 53,00.
Á mánudag voru seldar 210,5 lestir
af gámafiski í Hull og Grimsby.
Meðalverð á kíló var 69,78 krónur.
103 lestir voru af þorski á 68,34,
44 lestir af ýsu á 70,26, 22,3 lestir
af kola á 81,24 og 18 lestir af karfa
á 37,52 krónur.
SVONA EINFALT ER ÞAÐ
ÞÚ STEFNIR HÁTT — ÁN NOKKURRA SKULDBINDINGA
SPARNAÐUR
HIN NÝJA, ALMENNA SPARNAÐARAÐFERÐ
L O T U
Upplýsingar um Lotusparnað færðu á öllum afgreiðslustöðum bankans.
NYTT
SÍMANÚMER
Auglýsingar22480
Afgreiðsla 83033