Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Þorskafla- markverður 330.000 lestir 1987 Þorskaflamarkið í ár var 300.000 lestir en áætlaður af li allt að 350.000 lestum AFLAMARK helztu botnfiskteg- unda fyrir næsta ár hefur verið ákveðið með reglugerð frá 30. október. Samkvæmt því verður aflamark af þorski fyrir næsta ár 330.000 lestir. Á þessu ári var það 300.000 lestir, en Hafrann- sóknastofnun hafði lagt til að leyfilegur þorskafli á næsta ári yrði 300.000 lestir. Samkvæmt reglugerðinni verður aflamark annarra tegunda 60.000 lestir af ýsu, 70.000 af ufsa, 95.000 af karfa og 30.000 af grálúðu. Á þessu ári er leyfilegur afli þessara tegunda sá sami af ýsu, ufsa og grálúðu en 100.000 lestir af karfa. Tillögur fiskifræðinga fyrir næsta ár voru svo hljóðandi: Þorskur 300.000 lestir, ýsa 50.000, ufsi 65.000, karfi 75.000 og grálúða 25.000 lestir. Samkvæmt heimildum um milli- færslu aflamarks milli tegunda, 10%, og heimildar til að færa 5% milli ára svo og mikillar Qölgunar skipa á sóknarmarki, eru líkur á því að þorskafli verði allt að 350.000 lestir á þessu ári og geti orðið enn meiri á því næsta. Síldarverð í yfirnefnd ÁKVÖRÐUN um nýtt verð á síld til frystingar og söltunar var í gær vísað til yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins. Fyrsti fundur yfirnefndar verður í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun samkomulag um verð hafa verið í sjónmáli á fundi Verðlagsráðsins í gær, en engu að siður var ákvörðun vísað tii yfirnefndar. ENGAR BINDANDI ÁKVARÐANIR en samt stefnt á háa vexti LOTUSPARNAÐUR er algjör nýjung í bankamálum landsins LOTUSPARNAÐUR er sparnaðarleið þar sem allir sem spara geta stefnt á hina háu vexti bundinna reikninga án þess þó að þurfa að rígbinda sparifé sitt. LOTUSPARNAÐUR hefst sjálfkrafa þegar þú opnar Innlánsreikning með Ábót. Þú ákveður síðan hvort þú vilt stefna á að ljúka lotu og þarft ekki að tilkynna bankanum neitt um ásetning þinn. LOTUSPARNAÐI getur þú síðan hætt jafn formálalaust, þurfir þú á sparifé þínu að halda. Hátt verð á erlendum mörkuðum Þrjú íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis á mánudag og þriðjudag. Þau fengu mjög gott meðalverð, fyrir karfa, ufsa og þorsk. Ennfremur fékkst gott meðalverð fyrir gámafisk í Bret- landi á mánudag. Sunnutindur SU seldi 101,4 lest- ir, mest þorsk í Hull á mánudag. Heildarverð var 7.224.400 krónur, meðalverð 71,23. Það er eitt hæsta meðalverð, sem fengizt hefur, en undanfarið hefur meðalverð fyrir þorsk í Bretlandi verið hærra en nokkru sinni áður. Snorri Sturluson RE seldi 170,5 lestir af karfa og ufsa í Bremerhaven sama dag. Heildarverð var 9.535.400 krónur, meðalverð 55,93. Á þriðjudag seldi Happasæll GK 78,3 lestir af ufsa í Bremerhaven. Heildarverð var 4.152.700 krónur, meðalverð 53,00. Á mánudag voru seldar 210,5 lestir af gámafiski í Hull og Grimsby. Meðalverð á kíló var 69,78 krónur. 103 lestir voru af þorski á 68,34, 44 lestir af ýsu á 70,26, 22,3 lestir af kola á 81,24 og 18 lestir af karfa á 37,52 krónur. SVONA EINFALT ER ÞAÐ ÞÚ STEFNIR HÁTT — ÁN NOKKURRA SKULDBINDINGA SPARNAÐUR HIN NÝJA, ALMENNA SPARNAÐARAÐFERÐ L O T U Upplýsingar um Lotusparnað færðu á öllum afgreiðslustöðum bankans. NYTT SÍMANÚMER Auglýsingar22480 Afgreiðsla 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.