Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Uppstokkun bankakerfisins: Bankasljóm Seðla- bankans vill sam- eina þrjá banka Viðskiptaráðherra kynnti álit banka- stjórnarinnar í ríkisstjórn í gær MATTHÍAS BJARNASON viðskiptaráðherra kynnti á ríkisstjórnar- fundi í gær, álit bankastjórnar Seðlabankans, hvað varðar uppstokk- un í bankakerfinu og sameiningu banka. Bankastjórnin telur að stefna beri að því að sameina Útvegsbankann einkabönkunum Iðnað- ar- og Verzlunarbanka. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við viðskiptaráðherra í gær. „Bankastjómin bendir á sem fyrstu leið, að heppilegast sé að sameina Útvegsbankann, Iðnaðar- bankann og Verzlunarbankann í einn hlutafélagsbanka," sagði Matthías. Matthías sagði að í tengslum við þessar hugmyndir, væru fleiri leiðir færar, eins og að atvinnuvegimir og einstaklingar, tækju þátt í stofnun þessa banka. „Mér finnst líka að það mætti vera opið öðmm bönkum og sparisjóðum að gerast hluthafar," sagði við- skiptaráðherra. Hann kvaðst vera hrifnastur af þessum sameiningar- möguleika, en það yrði svo bara að koma í ljós, hvort hún væri fær. Matthías sagði að útilokað væri að segja til um það hversu mikið fé ríkið yrði að leggja fram, ef af stofnun slíks banka yrði. „Það er ekki um það að ræða, að ríkissjóður sjálfur leggi fram neitt hlutafé, heldur myndi Seðlabankinn leggja til það sem nú þyrfti, og selja aftur og breyta skuldum í hlutafé. Matthías var spurður hvert yrði þá næsta skrefíð í þessu máli, af hans hálfu: „Vitanlega verður þetta rætt, fyrst og fremst í báðum stjómarflokkunum og sömuleiðis reikna ég með að ég muni hafa forystu um að boða fund með for- ystumönnum þessara tveggja banka og sömuleiðis með stjóm Seðlabankans.“ Ráðherra var spurður hvort hann væri bjartsýnn á að sameiginleg tillaga ríkisstjómar og þingflokka stjómarinnar gæti litið dagsins ljós á þessu þingi: „Ég tel auðvitað nauðsynlegt að það gerist á þessu þingi, en hins vegar get ég ekki komið fram með neina dagsetn- ingu,“ sagði Matthías. Árni Johnsen tekur 3. sætið V estmannaeyj um. ÁRNI Johnsen alþingismaður lýsti því yfir á fjölmennum fundi í Vestmannaeyjum í gærkveldi, að hann tæki 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. Ami færðist niður um eitt sæti I nýafstaðinni skoðanakönnun, sem fram fór í kjördæminu. Er þetta í fyrsta sinn síðan kjördæmabreytingin varð 1959, að Vest- mannaeyingur er ekki í öðru sæti listans. Ámi sagðist hafa kannað mög- Gísli hafa stutt í kjördæmisráðinu Mors^inblaðið/Bjami Aðallið íslands sem teflir á Ólympíuskákmótinu í Dubai. Frá vinstri eru Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson. Ólympíumótið í skák: Islenska landsliðið fór utan í morgun ÍSLENSKA skáklandsliðið lagði af stað í morgun til Dubai við Persaflóa en þar verður Ólympíu- skákmótið sett á föstudaginn. Um 100 þjóðir taka þátt í mótinu og verða tefldar 14 umferðir á mótinu eftir monradfyrirkomulagi. íslenska skáksveitin er þannig skipuð: A fyrsta borði teflir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson er á öðm borði, Jón L. Ámason er á þriðja borði og Margeir Pétursson á fjórða borði. Varamenn eru Guðmundur Siguijónsson og Karl Þorsteins en Karl er eini liðsmaðurinn sem ekki hefur stórmeistaratitil í skák. Liðsstjóri er Kristján Guðmundsson. Þráinn Guðmundsson forseti Skáksambands íslands verður með í förinni en hann mun sitja ársþing alþjóða skáksambandsins, FIDE, og auk þess mun Einar S. Einarsson aðalritari Norræna skáksambandsins sitja þingið. „Ég tel eiginlega alveg útilokað að við endum neðar en í 15. sæti,“ sagði Margeir Pétursson stór- meistari í samtali við Morgunblaðið í gær en í því sæti lenti ísland á síðsta Olympíuskákmóti og var sveitin þá skipuð sömu mönnum og nú. „Með heppni gætum við komist vel uppfyrir 10. sæti en ég tel möguleika á verðlaunasæti þó hverfandi. Rússar, Ungveijar, Júgóslavar, Englendingar og Bandaríkja- menn eru mun hærri að stigum en við og einhveijar þessara þjóða koma efalaust til með að skipa þijú efstu sætin," sagði Margeir. Flestir spá Sovétmönnum auðveldum sigri, en skáksveit þeirra er skipuð heimsmeistaranum Kasp- arov, Karpov fyrrverandi heimsmeistara, Sokolov og Yusupov sem nýlega tefldu um réttinn til að skora á Karpov um að tefla næsta heimsmeistaraein- vígi, Beljavski sem tefldi á fyrsta borði sovésku sveitarinnar á síðasta Ólympíumóti, og Sovétmeistar- anum Tseshkovski. Margeir sagði að í viðbót við stórveldin fimm væru margar þjóðir á svipuðu reki og íslendingar, t.d. Tékkar, Búlgarar, Rúmenar, Vestur- Þjóðveijar, Hollendingar, Kínveijar, Indveijar, Indónesíumenn og Filippseyingar, svo einhveijar séu nefndar. Auk þess gætu margar þjóðir í viðbót í rauninni unnið hvaða þjóð sem er, því fjöldinn og breiddin væru gífurleg. Margeir sagði að íslenska sveitin hefði æft vel fyrir mótið, m.a. dvöldu liðsmennimir í Munaðamesi í viku og fóru þar yfir þær skákbyijanir sem helst eru í tísku um þessar mundir. Útvegsbankinn: Bankastjóramir bera megin- ábyrgð á áf öllum bankans - segir í skýrslu þingkjörinnar nefndar leika á sérframboði, en það hafi verið sitt mat, að þeirri könnun lok- inni, að það væri ekki fysilegur kostur, líkti slíku framboði við það að róa á báti án veiðarfæra. Sagð- ist hann frekar vilja slást í þriðja sætinu, eins og hann orðaði það, en sagði að til þess að ná kjöri í því sæti miðað við breyttar kosn- ingareglur, þyrfti Sjálfstæðisflokk- urinn að bæta við sig umtalsverðu fylgi í kjördæminu. Ami Johnsen fór í ræðu sinni á fundinum hörðum orðum um Egg- ert Haukdal og sakaði hann um óeðlilega málabaráttu fyrir skoð- anakönnunina. Sagði Ámi Eggert hafa borið það út um sig í kjördæm- inu, að hann hefði hyglað Vest- mannaeyingum varðandi fjárveit- ingar. Lýsti Ámi megnri óánægju sinni með þetta framferði Eggerts og rangan söguburð. Þá ræddi Ámi nokkuð, sem hann kallaði heimatil- búið slys í skoðanakönnuninni. Nafngreindi Ámi nokkra nafn- kunna framámenn í Sjálfstæðis- flokknum í Eyjum, sem hefðu staðið fyrir óvæntu framboði Gísla G. Guðlaugssonar á elleftu stundu. Taldi Ami, að þetta framboð hefði ráðið úrslitum um að hann féll nið- ur í 3. sætið, því að 20 manns af 93 Eyjamönnum, sem atkvæðisrétt höfðu, hefðu farið eftir tilmælum fámenns hóps, sem hefði með skipu- lögðum hætti hvatt fólk í kjördæm- inu til þess að kjósa Eggert Haukdal í 2. sæti og Gísla G. Guðlaugsson í þriðja. Gísli G. Guðlaugsson var á fund- inum og mótmælti þessum ásökun- um Áma Johnsen. Benti hann á að það hefðu verið þrír Eyjamenn í framboði og þvertók fyrir að sitt framboð hefði fellt Áma, heldur hefðu sjálfstæðismenn á fasta- landinu svikið Eyjamenn. Sagðist tillögu Eyjamanna um að sætaröð þingmannanna yrði áfram óbreytt frá því sem var fyrir fjórum árum. Rúmlega 200 manns voru á fundin- um, og var ákvörðun Ama um að taka þriðja sætinu mjög fagnað í fundarlok. -hly. AÐ DÓMI nefndarinnar, sem skipuð var til að kanna viðskipta- hætti Útvegsbankans og Haf- skips á undanfömum árum, bera bankastjórar bankans megin- ábyrgð á þeim áföllum sem bankinn varð fyrir við gjaldþrot Hafskips, enda þótt bankastjór- arnir eigi sér nokkrar máls- bætur. Nefndin gagnrýnir einnig hlut bankaráðs í viðskiptum bankans við Hafskip og að bankastjórum bankans hefði ekki verið vikið úr starfi á meðan rannsókn á viðskiptunum við Hafskip fór fram. Rannsóknarnefnd um Útvegsbankann: Sökin er fyrst og fremst Alþingís sem kaus Albert - Albert er ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína RANNSÓKNARNEFND, sem Alþingi skipaði til að rannsaka við- skipti Útvegsbankans og Hafskips, kemst að þeim niðurstöðu í skýrslu sem hún skilaði viðskiptaráðherra á mánudag, að ekkert bendi til þess að Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra hafi misnot- að aðstöðu sína frá 1. janúar 1981 til 10. júní 1983 meðan hann var bæði stjómarformaður Hafskips og formaður bankaráðs Útvegs- bankans. Albert er þó gagnrýndur í skýrslunni fyrir að gefa kost á sér til setu í bankaráði Utvegsbankans án þess að víkja úr stjóra Hafskips þar sem sú staða hans hafi verið almennt fallin til að styrkja stöðu Hafskips hjá Útvegsbankanum með óbeinum áhrifum. Þó er talið að sökin sé fyrst og fremst Alþingis sem kaus hann í bankaráðið, vitandi um stöðu hans hjá Hafskipi, og síðan hafi við- skiptaráðherra hnykkt á þessari andvaralausu kosningu, eins og það er orðað í skýrslunni, með því að skipa Albert formann bankaráðs- ins. Viðskiptaráðherra á þessum tíma var Tómas Áraason. í skýrslunni segir að vandamál Hafskips hafí aldrei verið rædd í bankaráði Útvegsbankans á því tímabili sem Albert sat þar og er í skýrslunni talið að það getúhafa stafað af tillitssemi bankastjóranna sem hafi forðast að setja banka- ráðsformanninn í vanda. Einnig segir að ekki verði séð að fyrir- greiðsla bankans við Hafskip hafi aukist miðað við starfsumfang fé- lagsins á bankaráðsárum Alberts, en á þessum árum var hins vegar slakað á hagsmunagæslu bankans, þ.e. kröfum um raungildi veða. Einu sinni fjallaði Albert Guð- mundsson ótvírætt um viðskiptin við Útvegsbankann á stjómarfund- um Hafskips, samkvæmt skýrsl- unni. Það gerðist á stjómarfundi 29. júlí 1982 þegar allir viðstaddir stjómarmenn samþykktu umsókn um lán til Útvegsbankans að fjár- hæð 2,1 miljón Bandaríkjadala. í því tilviki hefði farið betur á því að Albert hefði setið hjá við at- kvæðagreiðsluna, að mati skýrslu- höfunda. „Því verður ekki á móti mælt,“ segir í skýrslunni, „að Albert Guð- mundsson komst í alveg sérstaka aðstöðu til áhrifa á samskipti Út- vegsbankans og Hafskips. Þar með er ekki sagt, að hann hafi misnotað þessa aðstöðu, þótt hann sjálfur telji sig „fyrirgreiðslureddara", og nefndin dragi þá staðhæfíngu út af fyrir sig ekki í efa. Ekkert hefur komið á daginn, sem bendir til þess að Albert Guðmundsson hafí beitt áhrifum sínum í Útvegsbankanum til hagsbóta fyrir Hafskip." Síðar segir að ekki verði séð að Albert hafí á þessum tíma fylgst neitt að ráði með vinnubrögðum fram- kvæmdastjóra Hafskips og annara varðandi reikningsskil og verðmat skipa. Albert telji þetta tímabil hafa verið blómaskeið Hafskips, en það sé mikill misskilningur eins og fram komi í skýrslunni. í skýrslu nefndarinnar segir að helstu mistökin hafí verið: að gæta þess ekki að hafa nægilegar trygg- ingar fyrir skuldbindingum Haf- skips. Að fylgjast ekki nægjanlega vel með rekstri og fjárhag Haf- skips, einkum eftir 1981. Að gera ekki ráðstafanir til þess að knýja fram gjaldþrot eða sölu á eignum fyrirtækisins löngu fyrr en raun varð á og gjalda ekki varhug við Atlantshafssiglingunum, sem hóf- ust haustið 1984. Höfundar skýrslunnar telja að það sé einkum tvennt sem bankaráð hafí látið undir höfuð leggjast að sinna. í fysta lagi, að marka al- menna útlánastefnu fyrir bankann. Meðal annars þurfti að kveða á um hámark útlána og ábyrgða til ein- stakra viðskiptamanna með hliðsjón af stöðu bankans á hveijum tíma. í öðru lagi, að fylgjast vel með stærstu lánþegum bankans, skuld- bindingum og tryggingum. Þar sem bankaráð' mótaði ekki skýra útlánastefnu og setti engin mörk, fengu bankastjóramir of fijálsar hendur til þess að ráðstafa fé bankans. Þrátt fyrir skýrslu bankaeftirlitsins frá árunum fyrir 1981 þar sem almennt útlánaeftir- lit bankans er gagnrýnt voru málefni Hafskips ekki rædd í bank- aráði frá því í nóvember 1977 þar til í mars 1985. Nefndin gagnrýnir og bankaráð fyrir að víkja ekki bankastjórum úr starfí á meðan rannsókn málsins fór fram og bendir á að ráðið hefði átt að hafa nokkuð hliðstætt mál sem upp kom í Alþýðubankanum árið 1975, sér að leiðarljósi. Þá ákvað bankaráð Alþýðubankans að víkja bankastjórunum frá um stundarsakir á meðan rannsókn stæði yfír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.