Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
23
Magnús H. Magnússon
efstur hjá Alþýðuflokki
- 909 greiddu atkvæði í prófkjörinu
Vestmannaeyjum.
MAGNÚS H. Magnússon, Vestmannaeyjum, fyrrum alþíngismaður
og ráðherra, hlaut yfirgnæfandi kosningu í efsta sæti framboðslista
Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi í prófkjöri flokksins um helg-
ina. Magnús hlaut 683 atkvæði í 1. sætið, 3 atkvæði í 2. sætið og
samtals 686 atkvæði af 833 gildum atkvæðum.
Alls greiddu 909 manns atkvæði
í prófkjörinu, 833 atkvæði reyndust
gild, 75 ógild og einn seðill var
auður. Kosið var um fjögur efstu
sæti framboðslistans. Elín Alma
Reykjanesbraut:
Óká eyju,
lentn
árekstri
og valt
Reykjanesbraut óupp-
lýst á kafla
ÖKUMAÐUR sem missti stjórn á
bíl sinum, ók á eyju á Reykjanes-
braut aðfaranótt laugardagsins.
Bíllinn kastaðist yfir á hina ak-
reinina og skall á bifreið sem
kom á móti og valt loks út af
veginum. Meiðsli voru lítil.
Slysið varð með þeim hætti að
einhver bilun varð í bílnum þar sem
honum var ekið eftir Reykjanes-
braut í gegnum Kópavog. Við
bilunina slokknaði á ljósum bílsins.
Reykjanesbrautin er ekki upplýst á
þessu svæði, eða alveg frá Nýbýla-
vegi og allt suður í Garðabæ.
Ökumaður sá því ekki eyju á vegin-
um og ók á hana. Bíllinn kastaðist
yfir á hana og á sendibíl sem á
móti kom og valt loks út af vegin-
um. Ökumaðurinn kastaðist út úr
bílnum og er mesta mildi að ekki
fór illa, en hann mun skrámaður
og marinn.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
er Reykjanesbraut mjög hættuleg
á þessu svæði þar sem engin lýsing
er á brautinni. Þá er beygja á vegin-
um þar sem umferðareyjan er og
eykur það enn á hættu. Mikil um-
ferð hesta er við brautina og
lögreglan hefur þungar áhyggjur
af því hvað getur gerst um helgar
þegar fólk gengur gjaman suður í
Garðabæ að loknum dansleik í Bro-
adway.
eftir samþykktum þess. Því svipar
til Sameinuðu þjóðanna að þessu
leyti — margar góðar samþykktir
og reglur en ekkert framkvæmda-
vald. Þeir sem stunda hvalveiðar
eru sjóræningjar, vegna þess að
engin aiþjóðleg stofnun lítur eftir
framkvæmd reglnanna. Af þeim
ástæðum höfum við ákveðið að ta-
kast óopinbert lögregluvald á
hendur.
Bandarískir fjölmiðlar hafa verið
mjög jákvæðir í okkar garð og
leggja á það áherslu að þetta séu
ólöglegar hvalveiðar og enginn hafi
meiðst.
— Þú ert í framboði á vegum
Græna flokksins í Vancouver í borg-
arstjómarkosningum næstkomandi
laugardag. Hafa þessar aðgerðir
áhrif á framboð þitt til garða- og
skógræktarstjóra?
„Þessar aðgerðir koma framboð-
inu ekkert við. Ef fólki geðjast að
þessum aðgerðum eða mislíkar við
þær, kemur það eflaust fram í kosn-
ingunum. En fólk verður að gera
slíka upp við sig sjálft. Græni flokk-
urinn leggst án efa gegn aðgerðum
af þessu tagi, það efast ég ekki um.
En ég hef líka skyldum að gegna
sem stjómandi alþjóðamála hjá Sea
Shepherd vemdarsamtökunum.
Þetta eru tvö algerlega aðskilin
mál.“
Arthúrsdóttir, Vestmannaeyjum,
hlaut flest atkvæði í 1.-2. sæti,
206, en samtals 673 atkvæði. Þor-
lákur Helgason, Selfossi, hlaut flest
atkvæði í 1.-3. sæti, 305 atkvæði
en samtals 508 atkvæði. í fjórða
sæti varð Steingrímur Ingvarsson,
Selfossi, með 445 atkvæði.
Eyjólfur Sigurðsson og Guðlaug-
ur Tryggvi Karlsson, báðir úr
Reykjavík, hlutu jafn mörg atkvæði
í fjögur efstu sætin, 356, en Krist-
ján Jónsson, Þorlákshöfn hlaut 296
atkvæði.
Ágúst Bergsson formaður kjör-
stjómar sagði í samtali við fréttarit-
ara Morgunblaðsins að til þess að
hljóta bindandi kosningu yrði fram-
bjóðandi að ná 20% af kjörfylgi
flokksins í síðustu alþingskosning-
um. Samkvæmt því hefði aðeins
Magnús H. Magnússon náð bind-
andi kosningu í þessu prófkjöri.
-hkj.
Morgunblaðið/Bjarni
Frá setningu 17. kirkjuþings I Bústaðarkirkju. Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup ávarpar þingfulltrúa.
Kirkjuþing sett í Bústaðarkirkju
KIRKJUÞING þjóðkirkjunnar
hið 17. í röðinni var sett I Bústað-
arkirkju í gær með guðsþjónustu.
Margrét Jónsdóttir á Löngumýri
einn þingfulltrúa predikaði.
Kjörnir fulltrúar þingsins eru 22
talsins.
Biskupinn herra Pétur Sigur-
geirsson setti þingið með ávarpi
sínu og minntist meðal annars Hen-
riks Frehn biskups kaþólskra
manna hérlendis, sem lést fyrir
skömmu. Skýrslu sína flytur biskup
kirkjuþingi í dag. Þosteinn Geirsson
fulltrúi kirkjumálaráðherra flutti
ávarp og gat þess að stjómarfrum-
varp um breytingar á prestskosn-
ingum verði flutt á alþingi á
næstunni. Þá hefur ráðherranefnd
skilað ýtarlegu áliti um starfskjör
presta og gagnger endurskoðun fer
nú fram á skipulagi prestakalla og
prófastsdæma. Þeir Gunnlaugur
Finnsson á Hvilft og Sr. Jón Einars-
son prófastur í Saurbæ voru kjömir
forsetar kirkjuþings. Fundum verð-
ur framhaldið næstu níu daga í
Bústaðarkirkju og eru þeir öllum
opnir.
SIADFESTING
MAZDA 323 sigraði í samkeppni um „Gullna
stýrið“ sem veitt er árlega af þýska blaðinu
„Bild am Sontag", stærsta og virtasta dagblaði
sinnar tegundar í Evrópu.
Þessi eftirsótta viðurkenning er veitt þeim
bílum, sem taldir eru hafa skarað fram úr og
sigraði MAZDA 323 með miklum yfirburðum í
sínum flokki.
Þjóðverjar eru afar kröfuharðir bílakaupendur.
Það er því engin furða að MAZDA nýtur geysi-
legra vinsælda í Vestur Þýskalandi.
Gerir þú ekki líka kröfur? Komdu þá og
skoðaðu MAZDA 323, þú verður ekki fyrir von-
brigðum!
MAZDA 323 1.3 Sedan, sem sést hér að ofan,
kostar nú aðeins 369 þúsund krónur og aðrar
gerðir kosta frá 338 þúsund krónum.
gengisskr. 10.11.86
Suðurlandskj ördæmi: