Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
27
FAO um landbúnað-
arvörurnar:
Spáir minni
eftirspurn og
verðlækkun
Róm, AP.
TALIÐ er, að eftirspum eftir
fiestum landbúnaðarvörum muni
hætta að vaxa um allan heim
áður en áratugurinn er á enda.
Er ástæðan aðallega sú, að mark-
aðir í þróuðum löndum verða þá
orðnir yfirfullir. Kemur þetta
fram í skýrslu frá FAO, Matvæla-
stofnun SÞ.
í skýrslu stofnunarinnar sagði,
að vegna offramleiðslu í mörgum
iðnríkjanna yrði mjög lítið svigrúm
á útflutningsmarkaðnum, jafnvel
enn minna en á síðasta áratug, og
ekki ólíklegt, að verðið muni lækka.
„Hvað flestar landbúnaðarvörur
varðar, er búist við, að verðið muni
iækka og að framboð og eftirspum
komist í jafnvægi þegar verðið verð-
ur orðið svipað og það var um
1980,“ sagði í skýrslunni.
Búist er við, að heimsinnflutning-
ur á komi muni aukast um 1,8% á
ári þennan áratug en á sfðasta ára-
tug jókst hann hins vegar um 7,1%
árlega. Eftirspum eftir olíum og
fitu er talin munu vaxa um 2,9% á
ári fram til 1990, á móti 5,4% á
síðasta áratug, en eftirspum eftir
mjólkurvörum er aðeins talin munu
aukast um 1,4% árlega. Á síðasta
áratug jókst hún hins vegar um
6,4% á hveiju ári.
Tamílar reyna
að fá búsetu
í Egyptalandi
Kairó. AP. Reuter
ÞRJATHJ og sjö Tamflar frá Sri
Lanka, eru í yfirheyrslum á
Kairó-flugvelli, eftir því, sem
egypska lögreglan sagði, þriðju-
dag. Hópurinnhafði reynt að fá
pólitiskt hæli í Danmörku, en var
neitað um það.
Tamílamir höfðu viðdvöl í Kairó
rétt fyrir síðustu helgi, en héldu
síðan til Kaupmannahafnar. Þar var
þeim neitað um landgönguleyfí, eins
og áður segir. Þeir eyðilögðu vega-
bréf sín, áður en þeir héldu frá
Danmörku og segist egypska lög-
reglan ekki vita, að svo stöddu,
hvemig mál þeirra verði leyst.
Mennimir munu flestir vera félagar
í aðskilnaðarflokki Tamíla og segjst
vera í lífshættu, ef þeir verði send-
ir heim til Sri Lanka, eins og málum
sé komið þar nú.
Munchen:
Þrír austur-
þýzkir hand-
boltamenn
leita hælis
MUnchen, AP.
ÞRÍR austur-þýzkir handknatt-
leiksmenn sögu skilið við lið sitt
og urðu kyrrir í Vestur-Þyzka-
iandi eftir keppnisferð til
MUnchen um helgina. Þeir eru
Fred Radic, 21 árs, Mario Wille,
21 árs og Henri Patter, sem er
tvítugnr.
Handboltamennimir þrir
læddust burt eftir móttöku í ráð-
húsinu í MUnchen. Þeir voru allir
í liði SC Empor Rostock.
Uli Roth, framkvæmdastjóri
handknattleiksfélagsins Schwabing
í Miinchen, sagði að íþróttamenn-
imir hefðu komið á skrifstofu hans
í gær og óskað þess, að fá að vera
um kyrrt í Vestur-Þýzkalandi. Allir
sögðust þeir hafa verið í unglinga-
landsliði Austur-Þýzkalands.. í
handbolta.
^ AP/Slmamyrd.
Iminningu fallinna
Ólafur Noregskonungur (t.v.) er hér ásamt meðlimum brezku ur Diana prinsessa af Wales, þá Anna prinsessa, hertogaynjan
konungsfjölskyldunnar við minningarathöfn um þá sem féllu í af Jórvík og lengst til hægri Elísabeth drottningarmóðir. Myndin
bardögum í seinni heimsstyrjöldinni. Næst Noregskonungi stend- var tekin í Lundúnum á sunudag.
OLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ
VISA
TIL VINNINGS
STUÐNINGSAÐILI ÍSL. OLYMPÍUSVEITARINNAR